Morgunblaðið - 12.11.2021, Side 17

Morgunblaðið - 12.11.2021, Side 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021 ✝ Ingibjörg Jó- hannesdóttir fæddist á Húsavík 27. október 1929. Hún var dóttir hjónanna Ásu Stef- ánsdóttur frá Skinnalóni á Mel- rakkasléttu og Jó- hannesar Ár- mannssonar frá Hraunkoti í Að- aldal. Hún var fjórða í röð af fimm börnum þeirra hjóna sem upp komust. Eldri henni voru Kristín, f. 1923, Svanhildur, f. 1926, Guð- rún, f. 1927, svo var Ingibjörg 1929 og yngstur var Hilmir, f. 1936. Hún giftist hinn 1. janúar 1955 Gísla Gíslasyni brúarsmið frá Eyhildarholti í Skagafirði, f. 26. júní 1925, d. 9. maí 2018. Eignuðust þau eina dóttur, landi vestra. Á Húsavík stund- aði hún þá vinnu sem gafst, t.d. síldarsöltun, verslunarstörf, vinnu í frystihúsi og á sjúkra- húsi og starfaði við byggingu hafnargarðs á Húsavík. Sum- arið 1951 fór hún til að sinna eldamennsku fyrir brúar- vinnuflokk sem var að byggja brú yfir Laxá hjá Laxamýri, þar gripu örlögin í taumana og varð þetta hennar ævistarf til ársins 1995, með níu ára hléi milli áranna 1970 og ’80. Inga var virk í félagsstörf- um, starfaði í Kvenfélagi Akra- hrepps, Kvenfélagasambandi Skagafjarðar, orlofsnefnd hús- mæðra, söng í kórum, bæði kirkjukór og Rökkurkór, tók þátt í pólitísku starfi með Kvennalistanum og ýmsu fleiru vann hún að. Í tómstundum sín- um málaði hún, spilaði og ræktaði trjálund í kringum sinn bæ. Útför Ingu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 12. nóvember 2021, klukkan 14. Jarðsett verður á Flugumýri. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Ásu, f. 1953, maki hennar er Þór- arinn Illugason, f. 1955, frá Hamra- borg í Reykjadal S- Þing. Inga og Gísli byggðu sér íbúðar- hús á Mið-Grund í Skagafirði á 6. áratugnum og bjuggu þar til ævi- loka. Inga, en svo var hún oftast kölluð, ólst upp á Húsavík við leik og störf líkt og önnur börn í sjávarþorpum þess tíma. Hún var í fyrsta hópi nemenda sem útskrifuðust sem gagnfræðingar frá Húsavík vorið 1947. Hún var einn vetur á Húsmæðraskólanum á Stað- arfelli í Dölum. Veturinn 1996- ’97 var hún í námi í Leiðsögu- skóla Íslands og tók próf sem svæðisleiðsögumaður á Norður- „Mamma kann allt.“ Þetta voru orð sex ára systursonar mömmu, Sigvalda Geirs, sem kom til okkar vorið 1959, algjört borgarbarn, hræddur við dýr og allt var framandi. Hann treysti mömmu og kallaði hana mömmu eins og ég. Hann var að bjástra út við brú með spýtur hamar og nagla. Einn brúarmaður spurði hann hvað hann ætlaði að gera, „smíða bíl“, svaraði hann. „Þú kannt ekkert að smíða bíl,“ sagði maðurinn. „Nei, en mamma ætl- ar að hjálpa mér.“ „Mamma þín, hún kann ekkert að smíða bíl.“ Strákur var fljótur til svars: „Mamma kann allt.“ Ég veit ekki hvort mamma kunni allt en hún gerði flest eða margt sem henni datt í hug. Þegar þau pabbi byggðu húsið var hún málari, flísalagði, greip í múrskeið og annað sem til féll. Á jólaböllum í Héðinsminni fór hún í gervi „Rönku rausnarkerl- ingar“ með nokkrar stelpur með sér sem hænur og leysti jóla- sveininn af þegar til vandræða horfði, að vísu hafði hún dygga aðstoð frá vönum sveini úr fram- hlíðinni, e.t.v. hefur hún þarna brotið blað í kvenréttindasögunni en jafnrétti var mjög ofarlega í hennar huga. Ég var unglingur þegar þetta með jólasveininn kom til og fannst þetta frekar pínlegt, þessi mjóróma og litli sveinn sem skýldi sér á bak við dimmraddaða og þykka fram- hlíðarsveininn. Ég vissi ekki til að konur færu í þetta verk. Kannski fyrsti kvenjólasveinn- inn? Mamma gerði tækifærisvís- ur og bragi margskonar, sem og ljóð. Hún átti létt með að setja orð á blað, hvort heldur sem var í gamni eða alvöru og fyrir kom að skáldagyðjan kæmi þar við sögu. Foreldrar mömmu, afi Jói og amma Ása, voru glaðlynt fólk þótt ekki væri veraldlegur auður í ranni. Þau gátu kastað fram vís- um, sér í lagi afi, ef honum datt það í hug. Það var oft glatt í gamla litla bænum á Húsavík, Brautarholti, þar sem mamma og systkini hennar ólust upp. Þar var dansað og sungið, hermt eftir frændum og vinum, ekki síst ætt- ingjum ömmu úr austursýslunni. Svo ljóslifandi urðu þessar per- sónur í meðförum að 30 árum seinna þegar æskuvinkona mömmu, Dísa, eignaðist tengda- son af Sléttunni þá kannaðist hún við marga af Sléttunni þótt hún hefði aldrei séð þá. Mamma var í áratugi ráðs- kona í brúarvinnuflokki með pabba. Hún gerði meira en að elda, hún gerði að sárum og sá um fyrstu hjálp því oft var langt til læknis. Mamma fékk píanó í afmælisgjöf frá pabba þegar hún varð fimmtug. Hún fór í tónlist- arskóla og ætlaði að læra nót- urnar en endaði á að taka 4. stig í píanóleik. Hún settist flesta daga við píanóið þegar hún var heima alveg fram til þess síðasta. Mamma málaði á allt mögulegt; steina, spýtur, pappír, meira að segja pappinn af kornflexpökk- um og vilkosúpum var ekki óhult- ur. Þegar mamma var hér ein heima stundaði hún netaveiðar í Héraðsvötnunum af kappi og verkaði fiskinn í reyk. Já, það er undarlegt að Inga litla í Brautarholti, sem aldrei vildi í sveit sem barn, jafnvel strauk þaðan þótt allir væru góð- ir við hana, eyddi um 60 árum bú- andi í sveit og vildi ekki annars staðar vera. Mamma var oft far- arstjóri í orlofsferðum skag- firskra kvenna ásamt því að hafa víða verið við brúargerð. Þá var hún leiðsögumaður á Norður- landi vestra. Hún var því ferða- vön og ekki rög við að prófa eitt- hvað nýtt þannig að ég veit að hún hefur farið óttalaus, e.t.v. pínulítið forvitin, í þá för sem hún nú er lögð af stað í. Góða ferð elsku mamma og takk fyrir allt. Þín Ása. Látin er Ingibjörg Jóhannes- dóttir frá Miðgrund í Skagafirði. Klukkan er komin segjum við stundum og nú er klukka Ingu komin. Alltaf var gaman að hitta þessa glaðlyndu og glettnu konu sem átti afar auðvelt með að sjá hinar skoplegu hliðar tilverunn- ar. Síðast þegar fundum okkar bar saman, sem var fyrir örfáum vikum, hafði hún engu gleymt, lék við hvern sinn fingur og gerði grín að sjálfri sér og öðrum. Hún var á sinn hátt lífskúnst- ner, fór ekki alltaf eftir grónum götum samtíðarinnar og yppti gjarnan öxlum við almannadóm- um. Hún vildi hafa frelsi til að hafa sína sannfæringu og skoðun á mönnum og málefnum. Það var og er enn ekki alltaf auðvelt fyrir konur. Inga var listhneigð, hæfileika- rík og allt lék í höndum hennar hvort sem um var að ræða pensil eða penna, hún sinnti málaralist í frístundum og átti auðvelt með að koma orðum á blað, hagyrð- ingur var hún góður, segja má skáld þegar meira lá við. Félagsvera var Inga mikil og tók virkan þátt í félagsstörfum, svo sem kvenfélagsstarfi og kór- söng. Hún kom öflug til leiks þegar Kvennalisti var stofnaður á Norðurlandi vestra, „það var þarna um árið þegar konurnar fengu kosningafárið“ eins og hún sjálf sagði. Inga tók sæti á lista og studdi framboð með ráðum og dáð. Henni hafði sem fleirum fundist mismunun kynjanna kalla úr hverju horni og taldi að pólitískur vettvangur gæti verið ein leiðin til að leiðrétta þann mismun. Það var ómetanlegt fyr- ir okkur sem yngri vorum að fá hana og fleiri á hennar reki til liðs við okkur, við ramman reip var að draga. Okkur var þó ætíð efst í sinni að hafa gaman af öllu saman, hvernig sem gengi, og þar var Inga í sínu essi. Hvort sem þurfti að skrifa grein, fara á ræðupall eða á fundi var Inga ósmeyk og dró ekki af sér. Og ekki var ónýtt að fá vísur eða bragi þegar mikið lá við, þar kom hagmælskan heldur betur að gagni. Ógleymanlegur er bragur hennar um Mjallhvíti og dvergana sjö, er hún orti um þá einu konu sem í fyrsta sæti sat í kjördæminu og karlana sjö sem sátu í hinum efstu sætunum. Vel á við að vitna í Dalaskáldið með því ljóði sem kvennalista- konur gerðu að sínu: Dómar heimsins dóttir góð munu reynast margvíslegir. Glímdu sjálf við sannleikann hvað sem hver segir. Gakktu einatt eigin slóð hálir eru hversmannsvegir. Skeyttu ekki um boð né bann hvað sem hver segir. (Jóhannes úr Kötlum) Við kveðjum hana á mörkum sumars og vetrar þegar gróður er sölnaður og bíður endurnýj- unar að vori. Það er við hæfi. Inga unni gróandanum, ræktaði blóm og tré um leið og hún rækt- aði anda sinnar eigin sálar. Inga er farin á vit hins óþekkta, hún vissi ekki hvað fram undan var, ekki fremur en aðrir, á því hafði hún þó skoðun eins og öðru. Við vonum þó að hitta hana fyrir á bakkanum hinum megin, kannski að bardúsa við að losa lax eða væna bleikju úr neti, kannski bara í gönguferð. Far þú í friði gamla vinkona og hafðu þökk fyrir samfylgdina. Við Svenni og strákarnir send- um Ásu og Lomma einlægar samúðarkveðjur. Anna Dóra Antonsdóttir. Hún Inga mín á Grund er lát- in. Besta vinkona og félagi sem hægt er að hugsa sér. Ég sakna hennar strax og hef raunar gert alla tíð eftir samstarf að fé- lagsmálum í Skagafirði síðan við hjónin fluttum frá Mælifelli í Skagafirði 1983. Inga var Þingeyingur eins og fleiri húsfreyjur í Blönduhlíðinni og settu þær svip á samfélag sitt þar, félagslyndar framfarakonur. Inga og Gísli Gíslason brúar- smiður maður hennar áttu sér notalegt heimili á Miðgrund, en lítið bú enda voru þau fjarver- andi flest sumur þar sem Inga var ráðskona brúarsmiðanna með manni sínum við margar stórár landsins. Gestum var fagnað af alúð við brúarbygging- arnar og reyndum við hjónin það er við heimsóttum þau við Seyð- isá á Kjalvegi. Indæl var einnig gistivinátta þeirra Gísla heima á Miðgrund. Það var eins og að koma heim til sín og allt það besta reitt fram og heimasætuherbergið á loftinu þar var mitt. Havaírósin blómstr- aði niðri í stofunni og samtalið við hjónin jók á vöxt hennar og vináttu okkar. Galleríið hennar Ingu var úti í vegagerðarskúr og þar leyndust ýmsir snotrir grip- ir, einkum ámálaðir steinar af ýmsum stærðum. Gestum sem að garði bar var boðið þangað út og í fagran trjálundinn. En í orlofsferðum skagfirskra húsmæðra nutum við Inga okkar best. Við vorum oft í orlofsnefnd og þar ríkti gleði og hlýja hvert sem ferðinni var heitið. Inga brá sér í ótal hlutverk og gætti að gleðinni hvort sem var norður á Klúku eða í miðri Brussel. Spurði stundum hvort einhver væri stressaður! Breytti okkur í kór á augabragði og var ævinlega hrókur alls fagnaðar og nýtti sér alla ljóðrænu hæfileikana sína. Svo var það vinnuvikan á Löngumýri, þjóðbúningasýning- in á fundi Sambands norðlenskra kvenna, haustvökurnar í ýmsum félagsheimilum, ferð á Nordisk Forum, St. Pétursborg og Amst- erdam, 40 ára afmæli Sambands skagfirskra kvenna þar sem við Inga vorum að skiljast sem for- menn og hún hélt eina af sínum flottu ræðum um laxinn sem stekkur á móti straumnum. Það voru stórkostlegir tímar og ég er svo þakklát öllum skemmtilegu samstarfskonunum, en þó allra mest henni. Inga mín, vertu kært kvödd og innilegar þakkir fyrir allt. Guð blessi þig og þína og megi ljós gleðinnar og bjartsýninnar sem þú kveiktir í huga okkar lýsa um ókomin ár. Guðrún L. Ásgeirsdóttir. Ingibjörg Jóhannesdóttir ✝ Gunnar Jó- hannsson fæddist á Möðru- völlum í Eyjafirði 20. apríl 1935. Hann andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Hlíð 25. októ- ber 2021. Foreldrar hans voru Jóhann Valde- marsson, bóndi á Möðruvöllum í Eyjafirði og síðar bóksali á Ak- ureyri, f. 22.6. 1911, d. 3.9 2004, og Helga Magnea Kristinsdóttur frá Samkomugerði í Eyjafirði, f. 13.2. 1911, d. 18.1. 1965. Gunnar giftist 1.12. 1959 Heiðdísi Norðfjörð, sjúkraliða og rithöfundi. Foreldrar Heið- dísar voru Jón Aðalsteinn Norð- fjörð, bæjargjaldkeri og leikari, f. 30.10. 1904, d. 22.3. 1957, og Anna Guðrún Helgadóttir, f. 24.7. 1920, d. 15.6. 2000. Síðar giftist faðir hennar Jóhönnu Helga Lind, f. 2017. Þau eiga eitt barnabarn. 3) Jóhann Valdemar Norðfjörð fram- kvæmdastjóri, f. 18.8. 1971. Sambýliskona hans er Linda Björk Rögnvaldsdóttir við- skiptafræðingur, f. 1989, og eru börn þeirra Gunnar Ögri, f. 2000, og Nína Rut, f. 2018. Systkini Gunnars eru: Gerð- ur, f. 20.2. 1933, d. 2.4. 2019, María Kristín, f. 1.12. 1939, Guð- rún, f. 14.5. 1944, og Jóhann, f. 24.8. 1950. Gunnar lærði bifvélavirkjun á Bifreiðaverkstæði BSA; tók sveinspróf 2.11. 1957 en vann eftir námið í um þrjú ár í bóka- búð föður síns, Bókaverzlun Jó- hanns Valdemarssonar. Eftir það fór hann að vinna sjálfstætt sem bifvélavirki og hlaut meist- arabréf í iðninni 17.1. 1962. Gunnar var góður verkmaður og áhugamaður um blóma- og trjárækt. Hann hafði alla tíð mikið yndi af bókum og átti veg- legt safn bóka, einkum þjóð- sagna. Hluti safnsins er nú varð- veittur á Landsbókasafni í Þjóð- arbókhlöðu. Útförin fer fram frá Akureyr- arkirkju í dag, 12. nóvember 2021, klukkan 13. Ingvarsdóttur kjólameistara, f.10.6. 1911, d. 30.12. 2008, sem gekk Heiðdísi í móðurstað og ætt- leiddi hana. Synir Heiðdísar og Gunn- ars eru: 1) Gunnar Gunnarsson Norð- fjörð, tónlistarmað- ur og organisti Frí- kirkjunnar í Reykjavík, f. 26.7. 1961. Kona hans er Gréta Matthíasdóttir, forstöðumaður náms- og starfs- ráðgjafar hjá Háskólanum í Reykjavík, og eru börn þeirra Heiðdís Norðfjörð, f. 1983, Birta, f. 1987, og Katrín Sól, f. 2001. Þau eiga þrjú barnabörn. 2) Jón Norðfjörð rekstrarstjóri, f. 19.3. 1966. Kona hans er Ragnheiður Björg Svav- arsdóttir og eru börn þeirra Jón Heiðar, f. 1991, Svavar Árni, f. 2005, Eva María, f. 2010, og Elsku afi minn. Í annað sinn á þessu ári hell- ast yfir mig minningar úr Hraungerðinu, litaðar af sorg og söknuði en ennfremur þakklæti fyrir hversu dásamlega æsku ég átti hjá ykkur ömmu. Nú ertu farinn til hennar og það er ljúfsár huggun að vita að þið eruð aftur saman. Þú varst rólyndið uppmálað og hafðir óendanlega hlýja og styrka nærveru. Eins og þíður og traustur bassatónn, strokinn með boga, sem öll hljómsveitin getur stutt sig við. Nú er þessi tónn þagnaður og þögnin er há- vær. Það var svo gott að koma til ykkar ömmu. Ég gat gengið að því vísu að ég fyndi þig inni í eld- húsi með kaffi í bolla eða inni í stofu í stólnum þínum með bók í hendi. Líkt og amma, þá breidd- irðu út faðminn þegar þú sást mig koma og sagðir: „Þarna ertu lambadrottningin mín.“ Og ég skreið í fangið þitt svo þú gætir tekið utan um mig og útskýrt fyrir mér í hundraðasta skipti hvað „lambadrottning“ er. Ég var alltaf heiðursgestur hjá ykkur. Alltaf svo velkomin og elskuð. Það var svo gaman að brasa með þér og ég lærði svo margt af þér. Þú kenndir mér vísur og ljóð. Ég baukaði með þér í garð- inum eða á verkstæðinu, og svo skruppum við auðvitað í búðina. Ég held að þú hafir aldrei sagt nei þegar ég bað þig að kaupa eitthvað spennandi í búðinni í Hrísalundi. Þú skammaðir mig heldur aldrei, ekki einu sinni þegar ég stríddi þér. Eins og þegar ég var að „hjálpa“ þér að taka upp kartöflur eitt haustið. Mér fannst hundleiðinlegt að róta í moldinni, og langaði bara aftur heim í Hraungerði, svo að ég, fjögurra ára, fyllti föturnar af mold og setti nokkrar kartöflur efst. Ég sá fyrir mér að þú færir fyrr heim ef föturnar litu út fyr- ir að vera fullar. En þú áttir til að stríða mér á móti. Þú skrökvaðir einu sinni að mér að hákarlsbitinn, sem ég var búin að betla af þér, væri sennilega eitraður. Ég sá reynd- ar við þér og rétti þér bitann aft- ur og bað þig þá að smakka hann fyrst. Sem skýringu gaf ég að ef annað okkar ætti að drepast af þessum hákarli, þá væri það bara sanngjarnt að það væri ekki ég, fimm ára. Þetta fannst þér ótrúlega fyndið, og rifjaðir oft upp síðar, þegar við sátum að spjalli yfir kaffibolla. Þú kenndir mér auðvitað að keyra bíl. Gíra, bakka í stæði, keyra innanbæjar og utan. Mæla olíu og skipta um dekk. Kvöld eftir kvöld fórum við nið- ur að Bægisáreyrum og þar fékk ég að æfa mig að keyra rauða BX-inn þinn. Þú útskýrðir fyrir mér allt sem ég gæti verið spurð um í munnlega ökuprófinu, svo vel, að þegar ég átti að segja prófdómaranum frá því hvernig maður skiptir um dekk, þá stoppaði hann mig á lið númer tvö, af því hann nennti ekki að hlusta á þessa ítarlegu skýr- ingu. Minningarnar eru óteljandi. En sennilega þykir mér vænst um að hafa flutt aftur norður í þessi ár sem ég var í VMA og hafa fengið að upplifa hvers- dagsleika með ykkur ömmu aft- ur. Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað komið til ykkar í Hraungerðið þegar ég var í há- degishléi og hitt ykkur og spjall- að við ykkur í smá stund. Og að þið skylduð vera nálægt þegar Jón Gunnar minn kom í heim- inn. Að fá að rifja upp með ykkur þessar hlýju æskuminningar og búa til nýjar sem munu fylgja mér alla ævi. Þið eruð svo stór hluti af því hver ég er. Elsku afi minn. Hérna megin ríkir þessi þrúg- andi þögn, en ég er þess fullviss að í sumarlandinu hljómi tónlist- in ykkar ömmu áfram. Góða ferð yfir í ljósið. Meira á: www.mbl.is/andlat Þín sonardóttir, Heiðdís Norðfjörð yngri. Kæri bróðir og mágur. Hjartans þakkir fyrir nota- legar samverustundir liðinna ára. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsdóttir) Með kærleikskveðju, Jóhann og Anna María. Gunnar Jóhannsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.