Morgunblaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021
Klerkastjórnin í Íran er um þessar
mundir að senda þúsundir flótta-
manna frá Afganistan aftur heim.
Fólkið flýði á sínum tíma undan
stríðsátökum í landinu og vegna
ástandsins sem nú er þar eftir
valdatöku talíbana blasir fátt annað
við því við heimkomuna en atvinnu-
leysi og matarskortur. Hjálpar-
samtök segja að margir flóttamann-
anna hafi verið beittir harðræði við
brottflutninginn.
Meðan á stríðsátökum undanfar-
inna áratuga stóð flúðu milljónir
Afgana til nágrannalandanna, eink-
um Írans.Valdataka talíbana í ágúst
síðastliðnum hefur aukið á vanda-
málin í landinu. Hún hefur truflað
alþjóðlega neyðaraðstoð á sama
tíma og gífurlegir þurrkar hafa leitt
til að við stórum hluta þjóðarinnar
blasir nú bráður matarskortur.
Þrátt fyrir að írönskum stjórn-
völdum sé fullkunnugt um þetta
ástand halda þau áfram að þvinga
afgönsku flóttamennina til að fara
heim. Nokkrir flóttamenn sem
AFP-fréttastofan náði tali af sögð-
ust vera í haldi í yfirfullum flótta-
mannabúðum þar sem mjög skorti
á hreinlæti. Sumir sögðust hafa
sætt barsmíðum íranskra her-
manna.
„Þeir koma ekki fram við okkur
eins og manneskjur,“ sagði einn
flóttamannanna, hinn 19 ára gamli
Abdul Samad sem kvaðst hafa unn-
ið í byggingarvinnu í Írak áður en
hann var rekinn úr landi. Samad
sagði að hermenn hefðu barið hann,
bundið um hendur hans og fyrir
augu þegar í ljós kom að hann var
ekki með fé á sér til að borga fyrir
brottflutninginn.
AFP
Nauðung Tugþúsundir afganskra
flóttamanna í Íran reknar á brott.
Nauðungarflutn-
ingar frá Íran
- Tugþúsundir Afgana reknar úr landi
Tollverðir í
Kristiansand í
Noregi fundu
mesta magn
fíkniefna, sem
nokkru sinni hef-
ur fundist innan
þess tollumdæm-
is, þegar þeir
framkvæmdu leit
í bifreið, sem
kom með ferj-
unni MS Stav-
angerfjord frá Hirtshals í Dan-
mörku í mars, en tollgæslan greindi
frá málinu í dag.
Tvennt var í bifreiðinni, karl-
maður og kona, en í kjölfar lög-
reglurannsóknar liggur þriðja
manneskjan einnig undir grun í
málinu, sem kom upp þegar fíkni-
efnahundur tollgæslunnar sýndi
bifreiðinni áhuga. Við margra
klukkustunda leit fundust 170.890
ótilgreindar töflur í bifreiðinni,
sem tollgæsla tiltekur þó að séu
fíkniefni, 2,6 kílógrömm af keta-
míni, eitt kíló af hassi og fjögur
grömm af amfetamíni.
NOREGUR
Stærsta fíkniefna-
mál tollgæslunnar
Smygl Hluti efn-
anna sem toll-
gæslan fann.
Subway-
skyndibitakeðjan
í Kaliforníu á í
vök að verjast
fyrir dómi í San
Francisco eftir
að viðskiptavinir
stefndu henni
fyrir svik og brot
á neytendalög-
gjöf með því að
selja túnfisk-
salat, sem sagt er innihalda flest
annað en túnfisk, svo sem kjúkling,
svína- og nautakjöt. Byggir mála-
tilbúnaður stefnenda á DNA-
rannsókn sjávarlíffræðings á sýn-
um frá 20 Subway-stöðum í Suður-
Kaliforníu, en 19 þeirra reyndust
ekki innihalda snefil af erfðaefni
túnfisks. Stjórnendur Subway í
Kaliforníu sverja af sér og kalla
málsóknina „illa ígrundaða og óvið-
eigandi“.
KALIFORNÍA
Flest önnur dýr en
túnfiskur í salatinu
Subway Margt
býr í salatinu.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Alexander Lúkasjenkó, forseti
Hvíta-Rússlands, hótaði því í gær að
láta skrúfa fyrir Yamal-gasleiðsluna
til Vestur-Evrópu ef Evrópusam-
bandið (ESB) grípur til frekari refsi-
aðgerða gegn stjórn hans. Búist er
við hertum aðgerðum ESB gegn
Hvítrússum í byrjun næstu viku.
Gasið sem um ræðir kemur frá
Rússlandi og liggja leiðslur um
Hvíta-Rússland.
Tvær rússneskar herþotur voru í
gær á flugi við landamæri Hvíta-
Rússlands og Póllands. Eru ráða-
menn í Moskvu þannig að sýna
bandamönnum sínum í Minsk stuðn-
ing í flóttamannadeilunni við Pólland
og ESB. Óljóst er þó hvernig Rússar
myndu bregðast við því að gasflutn-
ingar yrði truflaðir. Salan á gasinu
er mikilvæg tekjulind þeirra.
Samtal Angelu Merkel kanslara
Þýskalands og Pútíns forseta Rúss-
lands virðist ekki hafa borið neinn
árangur til að leysa deiluna um
flóttamennina. Þúsundir flótta-
manna frá Mið-Austurlöndum hafast
við á ýmsum stöðum við landamæri
Póllands Hvíta-Rússlandsmegin í
von um að komast til Vestur-Evrópu.
Hafa stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi
greitt götu þeirra að landamærunum
til að hefna fyrir efnahagslegar refsi-
aðgerðir ESB sem til eru komnar
vegna mannréttindabrota í Hvíta-
Rússlandi. Pólverjar saka Rússa um
þátttöku í aðgerðum Hvítrússa.
Ekki er vitað hver heildarfjöldi
flóttafólksins við landamærin er, en
talið er að þúsundir manna séu á
svæðinu. Kalt er í veðri enda vetur
að ganga í garð og aðeins þunn tjöld
sem skýla fólkinu, þar á meðal fjölda
barna. Matarskortur er líka í upp-
siglingu. Hjálparsamtök í Póllandi
hafa reynt að aðstoða flóttafólk sem
komist hefur yfir landamærin en
pólskir lögreglumenn og landa-
mæraverðir handsama umsvifalaust
alla flóttamenn sem þeir finna og
senda til baka.
Hótar að skrúfa fyrir gasið
- Forseti Hvíta-Rússlands boðar harkaleg viðbrögð við refsiaðgerðum ESB
- Engin lausn í sjónmáli fyrir flóttafólk við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands
AFP
Flóttamenn Gaddavír og vopnaðir verðir mæta fólkinu á landamærunum.
Mikil gleði ríkti í Altstadt, gamla
bænum í Köln í Þýskalandi, í gær
þegar kjötkveðjuhátíðartímabilið
hófst. Það er gamall siður að hefja
hátíðina svo snemma og stendur
hún fram í mars, með löngum
hléum þó. Þráðurinn verður tekinn
upp í janúar á næsta ári og síðan
með frekari hléum allt fram á ösku-
dag.
Vegna Covid-faraldursins er eng-
um hleypt inn á hátíðarsvæðið nema
viðkomandi hafi verið bólusettur
eða sé stiginn upp úr veikindunum.
Karnivalið er að venju afar lit-
skrúðugt og með fjölbreyttum
skemmtiatriðum. Skrúðgöngur eru
meðal annars farnar með söng og
dansi. Þá skipar bjórdrykkja stóran
sess í hátíðarhöldunum.
Mikil gleði
á karnival-
inu í Köln
AFP