Morgunblaðið - 12.11.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021
B E R N H A R Ð
L A X D A L
Skipholti 29b • S: 551 4422
TRAUST
Í 80 ÁR
Tilboðs-
dagar
20%
afsláttur
af völdum
vörum
LAXDAL ER Í LEIÐINNI – Laxdal.is
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ákvæði stjórnunar- og verndar-
áætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs um
takmörkun á hreindýraveiðum og
griðland hreindýra við Snæfell
standast ekki að mati hæstaréttar-
lögmanns. Hann bendir á að þessi
ákvæði séu ekki í samræmi við rétt-
hærri réttarheimild en áætlunin er.
Vatnajökulsþjóðgarður getur því
ekki byggt ákvarðanir á slíkum
reglum, samkvæmt lögfræðiáliti
Sóknar lögmannsstofu á Egils-
stöðum. Sama á við um ákvæði
stjórnunar- og verndaráætlunar-
innar sem banna hreindýraveiðar
innan þjóðgarðsins fyrir 15. ágúst
ár hvert.
Jón Jónsson hæstaréttar-
lögmaður skrifar undir álitið. Hann
kveðst telja að veiðar sem færu
fram í andstöðu við stjórnunar- og
verndaráætlun Vatnajökuls-
þjóðgarðs væru refsilausar. Ekkert
refsiákvæði sé í stjórnunar- og
verndaráætluninni. Refsiheimildir
varðandi brot á lögum og reglugerð
um þjóðgarðinn vísi ekki til brota á
stjórnunar- og verndaráætluninni.
Nauðsynlegt að fá niðurstöðu
Félag leiðsögumanna með hrein-
dýraveiðum (FLH) aflaði lögfræði-
álitsins. Fulltrúar FLH áttu fund
með svæðisráði austursvæðis
Vatnajökulsþjóðgarðs á miðviku-
dag. Jón Hávarður Jónsson, for-
maður FLH, segir nauðsynlegt að
fá úr því skorið hvort takmarkanir á
hreindýraveiðum innan þjóðgarðs-
ins standist.
Í erindi FLH til svæðisráðs
austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs
kemur m.a. fram að FLH vill að al-
mennt verði leyft að veiða hreindýr
á öllu austursvæðinu.
Leiðsögumennirnir segja að um-
ræddar takmarkanir þjóðgarðsins
hafi skapað mikla erfiðleika við
hreindýraveiðar á veiðisvæði 2 á
liðnu hausti líkt og flest ár síðan
bannið var sett á. Í haust varð
bannið til þess að fjöldi veiðiferða
misheppnaðist. Veiðimenn sem
höfðu keypt hreindýraveiðileyfi af
Umhverfisstofnun gátu ekki veitt
vegna þessara takmarkana.
FLH sendi svæðisráðinu beiðni
25. ágúst sl. og óskaði eftir því að
veiðibannið yrði tafarlaust numið úr
gildi. Engin svör bárust fyrir lok
veiðitímans 20. september. Leið-
sögumennirnir telja að griðlandið
við Snæfell raski í raun markmiðum
um sjálfbærar hreindýraveiðar á
grunni heildstæðrar veiðistjórn-
unar. Þeir kalla eftir samfelldu
skipulagi hreindýraveiða hjá þeim
stofnunum sem heyra undir um-
hverfisráðuneytið.
Málið sett í forgang
Í fundargerð svæðisstjórn-
arinnar kemur fram að málið sé
komið í forgang innan þjóðgarðsins.
„Óskað hefur verið eftir umsögnum
Náttúrufræðistofnunar Íslands,
Umhverfisstofnunar, hreindýra-
ráðs og Náttúrustofu Austurlands.
Fundað hefur verið með Umhverf-
isstofnun og fulltrúum Skotvís og
fleiri fundir í bígerð. Þegar um-
sagnir liggja fyrir mun svæðisráð
taka afstöðu til þess hvort það legg-
ur til við stjórn þjóðgarðsins að
breytingar verði gerðar á ákvæðum
stjórnunar- og verndaráætlunar um
veiði á austursvæði þjóðgarðsins
við Snæfell.“
Einar Haraldsson, fulltrúi SAM-
ÚT í svæðisráðinu, lagði fram bók-
un um að allar takmarkanir á veið-
um yrðu felldar út úr stjórnunar-
og verndaráætluninni. Hann bendir
á að sérstök lög gildi um veiðar sem
gangi framar og veiti þjóðgarðinum
ekki lagaheimild til að skerða veið-
ar frekar.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hreindýr Veiðimenn sem keyptu hreindýraveiðileyfi á svæði 2 af Umhverf-
isstofnun gátu margir ekki veitt þótt mörg dýr væru á griðasvæðinu.
Morgunblaðið/RAX
Griðasvæði Sporður Eyjabakkajökuls fremst og frá honum rennur Jökulsá í Fljótsdal. Snæfell til vinstri og Þjófa-
dalir þar fyrir innan. Horft yfir Eyjafell og Þjófagilsflóa. Hreindýraveiðar voru bannaðar á svæðinu. Mynd frá 1999.
Telur griðasvæðið ekki standast lög
- Leiðsögumenn með hreindýraveiðum fengu lögfræðiálit - Þjóðgarður takmarkar hreindýraveiðar
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Hvorki verða innheimt veiðigjöld
vegna loðnu sem veidd er á árinu 2021
né loðnu sem veidd er á næsta ári.
Ástæðan er að viðmiðunarár álagn-
ingarinnar var loðnubrestur og engin
loðna veidd. Tæplega 700 þúsund
tonn af loðnu kunna því að vera veidd
á tímabilinu 1. janúar 2021 til 31. des-
ember 2022 án þess að útgerðarfélög
greiði nokkuð í veiðigjöld.
Þetta kemur fram í svari Skattsins
við fyrirspurn blaðamanns. Þar segir
að það sé í verkahring ríkisskatt-
stjóra að gera tillögu um fjárhæð
veiðigjalds fyrir komandi ár til þess
ráðherra sem fer með sjávarútvegs-
mál eigi síðar en 1. desember.
Engin veiði – ekkert gjald
Fjallað var um í Morgunblaðinu á
miðvikudag að ekkert veiðigjald yrði
lagt á vegna loðnu árið 2021 vegna
þess að þorskígildisstuðullinn væri
0,00 en að hærri gjöld yrðu innheimt á
næsta ári þar sem stuðullinn mun
hækka í 0,36 á næsta ári. Rétt er að
vekja athygli á að þessar forsendur
ákvarðana veiðigjalds eru rangar og
þvældist fyrir blaðamanni flókið
fyrirkomulag veiðigjalda.
Leiðrétting á þessu fékkst með ít-
arlegri skýringu frá Skattinum á út-
reikningi veiðigjalda sem byggist á
upplýsingum úr ársreikningum út-
gerðarfyrirtækja. „Útgerðaraðilar og
rekstraraðilar íslenskra fiskiskipa
skila með skattframtali sérstakri
greinargerð um tekjur og kostnað af
veiðum fiskiskipa og úthaldi þeirra,
sundurgreint á einstök fiskiskip. Út-
reikningur á veiðigjaldi er byggður á
þessum greinargerðum, eftir atvikum
með leiðréttingum ríkisskattstjóra.
Útreikningur á veiðigjaldi fyrir árið
2022 byggist á greinargerðum sem
fylgdu framtölum útgerðaraðila 2021
vegna rekstrarársins 2020.
Þar sem engin loðna var veidd á
árinu 2020 er ekkert veiðigjald reikn-
að á loðnu fyrir árið 2022. Ekkert
veiðigjald var heldur lagt á loðnu árið
2021 þar sem engin loðna veiddist ár-
ið 2019,“ segir í svari Skattsins.
Á hvert veitt kíló
Álagning veiðigjalda hvað varðar
innheimtu er sett á hvert veitt kíló og
tekur mið af afkomu greinarinnar af
veiðunum sem áttu sér stað tveimur
árum fyrr. Þannig er í tilfelli loðnu,
þar sem afkoman var engin vegna
engra veiða er viðmiðunin engin. Hins
vegar mun árið 2023 verða miðað við
mikla afkomu veiðanna 2021 en þá
voru markaðsaðstæður einstaklega
góðar.
Nú þykir flest benda til ágætrar
loðnuvertíðar 2023 en ef loðnubrestur
yrði á ný yrðu engin veiðigjöld inn-
heimt þar sem veiðigjöldin eru inn-
heimt af hverju lönduðu kílói. Þannig
gæti ríkissjóður orðið af tekjum af
veiðigjaldi á þessum uppsjávarstofni.
En kerfið skapar einnig áhættu fyrir
útgerðina sem gæti staðið frammi
fyrir lágu markaðsvirði loðnuafurða
2023 þegar veitt verður talsvert magn
en sitja uppi með veiðigjald sem tekur
mið af háu markaðsverði þegar mun
minna var veitt árið 2021. Við slíkar
aðstæður yrðu tekjur ríkissjóðs mun
meiri en ef álagningin myndi miða við
það magn sem veitt var árið sem er til
viðmiðunar.
Tæplega 700 þúsund
tonn án veiðigjalds
- Engin veiðigjöld verða lögð á loðnu árin 2021 og 2022
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Veiðar Vertíðin verður vegleg.