Morgunblaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021
Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri má eiga það að honum
verður ekki hnikað og lætur jafnvel
ekki staðreyndir slá sig út af laginu.
Hann hélt því nýlega fram að bank-
arnir bæru ábyrgð á
slæmu ástandi á
fasteignamarkaði í
Reykjavík. Þeir
hefðu „skrúfað
fyrir“ lánveitingar
til uppbyggingar
íbúðarhúsnæðis og
þess vegna væri
skortur á húsnæði í Reykjavík og
svimandi hátt fasteignaverð.
- - -
Í framhaldi af þessari fullyrðingu
kom fram úttekt hagfræðings
hjá Seðlabankanum um útlán banka
til byggingargeirans og þar sagði
að útlánin hefðu fremur aukist en
dregist saman sem staðfesti mót-
mæli bankanna sjálfra vegna full-
yrðingar borgarstjóra.
- - -
Borgarstjóri lét þetta ekki á sig
fá og sagðist í svari til Morg-
unblaðsins standa við fullyrðingu
sína. „Rakalaust“ væri að lóða-
skorturinn hækkaði fasteignaverð.
- - -
Staðreyndin er sú að meirihlut-
inn í borginni vill ekki bjóða
nema ákveðna gerð af íbúðar-
húsnæði, þá gerð sem kostar mikið
og tekur langan tíma að byggja.
Þetta stafar af þéttingarstefnunni
sem allir utan meirihlutans í borg-
inni hafa áttað sig á að veldur lóða-
skorti og stórhækkuðu fast-
eignaverði.
- - -
En lögmál um framboð og eft-
irspurn eða tölur um útlán
banka skipta borgarstjóra ekki
máli. Miklu þægilegra að kenna
bönkunum um að hafa „skrúfað fyr-
ir“ en að taka ábyrgð á eigin mis-
tökum. Og það kemur vitaskuld
ekki til greina að víkja af markaðri
leið þó að hún leiði út í kviksyndi.
Dagur B.
Eggertsson
Höfði barið
við staðreyndir
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Sigrún Pálsdóttir er ein þeirra rithöfunda sem
tóku á mótu Bókmenntaverðlaunum Evrópusam-
bandsins ár en verðlaunin hlaut hún fyrir skáld-
söguna Delluferðina sem kom út fyrir tveimur ár-
um. Verðlaunaafhending fór fram í Brussel þar
sem tíu rithöfundar veittu verðlaununum viðtöku.
Í Delluferðinni segir frá stúlku í Skagafirði sem
þráir það heitt að komast af heimilinu og til
mennta. Í leiðinni fjallar sagan frá því hvernig
menningarverðmæti verða til, enda kemur við
sögu íslenskur forngripur, beltissproti, sem kemst
í eigu Metropolitan-safnsins í New York.
Í umsögn dómnefndar verðlaunanna er Dellu-
ferðin sögð skrifuð af listfengi höfundar sem hefur
náð gríðarlegu valdi á bæði formi og stíl. Hér er
„ekki á ferðinni hefðbundin þroskasaga heldur er
miskunnarlaust snúið upp á allar hefðir. Frásögn-
in er knöpp, engu er ofaukið og hálfkveðnar vísur
æsa upp lyst lesandans sem þarf að hafa sig allan
við til þess að halda í við söguna sem rúllar áfram
án afláts, nemur aldrei staðar.“ Þá er verkið sagt
„í senn frumlegt og nútímalegt en um leið afskap-
lega aðgengilegt og skemmtilegt“.
Sigrún hlaut evrópsk verðlaun
- Verðlaunuð fyrir skáld-
sögu sína Delluferðina
Virt Sigrún veitti hinum virtu bókmenntaverð-
launum viðtöku við athöfn í Brussel.
Framsækni og sköpun voru meðal
þátta sem horft var til við val á
þeim sem fengu Íslensku mennta-
verðlaunin sem afhent voru við há-
tíðlega athöfn nú í vikunni af Guðna
Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.
Verðlaun fyrir framúrskarandi
skólastarf eða menntaumbætur
fékk Leikskólinn Aðalþing í Kópa-
vogi. Hanna Rún Eiríksdóttir,
kennari við Klettaskóla í Reykjavík,
fékk verðlaun fyrir framúrskarandi
kennslu nemenda með fötlun, meðal
annars fyrir að þróa nýjar leiðir til
tjáskipta. Í umsögn dómnefndar
sagði að Hanna legði sig eftir að
þróa m.a. rafrænar lausnir fyrir
nemendur til tjáskipta
Annar flokkur verðlauna er
Framúrskarandi þróunarverkefni.
Þau féllu í skaut Nönnu Kr. Christi-
ansen sem hefur þróað svonefnt
leiðsagnarnám við skóla- og frí-
stundasvið Reykjavíkur. Megin-
tilgangur þess er að bæta árangur
nemenda með því að gera þeim
kleift að taka aukna ábyrgð á eigin
menntun.
Loks ber að nefna hvatningar-
verðlaun en þau fékk Vilhjálmur
Magnússon, forstöðumaður Vöru-
hússins, sem er miðstöð skapandi
greina á Hornafirði. „Vöruhúsið er
einstakur vettvangur til kennslu í
nýsköpun list- og verkgreina á öll-
um skólastigum. Þar er boðið upp á
formlegt og óformlegt nám í hand-
verki, hönnun og hugmyndavinnu
þar sem lögð er áhersla á þverfag-
lega samvinnu,“ segir í tilkynningu.
Menntaverðlaun veitt
Menntaverðlaunin Verðlaunahafarnir, ráðherra og forseti Íslands.