Morgunblaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Álag hefur aukist verulega í sjúkra-
flutningum á höfuðborgarsvæðinu
vegna fjölgunar smita í kórónuveiru-
faraldrinum að
undanförnu. Jón
Viðar Matthías-
son, slökkviliðs-
stjóri Slökkviliðs
höfuðborgarsvæð-
isins, segir fjölgun
sjúkraflutninga
haldast í hendur
við fjölgun smita
og stór hluti þeirra
séu flutningar á
Covid-göngudeild Landspítalans.
Bæta þurfti við mannskap þegar
smitbylgjan fór að rísa síðsumars og í
haust eða um alls 14 starfsmenn, m.a.
með því að framlengja ráðningu sum-
arstarfsmanna sem höfðu tök á því.
39 þúsund boðanir sjúkrabíla
Aðrir sjúkraflutningar en vegna
veirufaraldursins hafa líka aukist
mikið á umliðnum mánuðum, sem Jón
Viðar segir endurspegla þá umræðu
sem verið hefur um stöðuna á Land-
spítalanum. „Það hefur oft verið mik-
ið álag og staðið knappt en mann-
skapurinn hefur lagst á eitt um að
klára þessi verkefni með mikilli út-
sjónarsemi og áræði,“ segir hann.
Fram kemur í greinargerð um fjár-
hagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins, sem fylgir fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár, að
það sem af er yfirstandandi ári hefur
almennum sjúkraflutningum, að Co-
vid-19-flutningum undanskildum,
fjölgað um 17%. Áætlað er að fjöldi
boðana sjúkrabifreiða á þessu ári
verði samtals um 39 þúsund talsins og
reiknað er með að þeir verði tæplega
36 þúsund á næsta ári.
Áformað útboð Covid-flutninga
Tekjur af sjúkraflutningum gefa
mynd af umfangi þeirra. Útkomuspá
fyrir yfirstandandi ár gerir ráð fyrir
að heildartekjur vegna sjúkraflutn-
inga verði um 130 milljónum króna
hærri á þessu ári en áætlun fyrir árið
gerði ráð fyrir og verði samtals einn
og hálfur milljarður yfir árið. Áætlað
er að tekjur af sjúkraflutningum
verði 1.663 milljónir króna á næsta ári
og hækki um 21,5% á milli ára. Sam-
tals gæti heildarkostnaður vegna
sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæð-
inu því orðið á fjórða milljarð króna á
tveimur árum. Fram kemur að heil-
brigðisráðuneytið áformar að bjóða
út Covid-19-flutninga fyrir þá sjúk-
linga sem geta setið við flutning.
Jón Viðar segir að fjölgun sjúkra-
flutninga sé umfram íbúaþróunina á
og margar ástæður séu fyrir henni,
m.a. faraldur kórónuveirunnar, al-
menn veikindi og fjölgun sem hefur
orðið í hópi 60 ára og eldri.
Endurnýja samning við SÍ
Samningar við Sjúkratryggingar
Íslands um sjúkraflutningana eru
lausir í lok árs, eftir að hafa verið tví-
framlengdir. „Mikil óvissa er í
rekstri SHS um þetta viðamikla
verkefni og stóran tekjulið sem því
fylgir,“segir í fjárhagsáætlun SHS.
Er gert ráð fyrir að nýr samningur
taki m.a. mið af verðlagsþróun, fjölg-
un íbúa og kostnaðarauka vegna
styttingar vinnutíma vaktavinnu-
fólks, sem talið er að verði umtals-
verður en hún tekur gildi 1. maí á
næsta ári.
Jón Viðar segir að samrekstur
slökkviliðs og sjúkraflutninga eigi vel
saman svo framarlega sem þeir séu
rétt fjármagnaðir. „Við hefðum ekki
getað ráðið við þessa miklu toppa ef
við hefðum ekki haft þennan sam-
rekstur og getað fært menn á milli
verkþátta. Við erum ekki búin að
lenda samningum en samningavið-
ræður eru í gangi,“ segir hann.
„Oft mikið álag og staðið knappt“
- Sjúkraflutningar aukast í takt við fjölgun smita - Almennum flutningum með sjúkrabifreiðum hefur
fjölgað um 17% á árinu - Áætlaðar tekjur af sjúkraflutningum eru á fjórða milljarð á tveimur árum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Covid-flutningar Sjúkrabifreið sótthreinsuð eftir sjúkraflutning.
Jón Viðar
Matthíasson
Verið velkomin
í sjónmælingu
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
25
ára
1996-2021
Hertar sóttvarnatakmarkanir verða
ræddar á fundi ríkisstjórnarinnar í
dag og er Svandís Svavarsdóttir
komin með minnisblað frá sótt-
varnalækni með tillögum að aðgerð-
um, en 200 kórónuveirusmit greind-
ust við skimun í fyrradag. Er það hið
mesta frá upphafi faraldursins.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir hefur verið á því máli að
herða þurfi takmarkanir innanlands.
„Ég hef talað um það undanfarna
daga að það þurfi að bregðast við,“
sagði Þórólfur í samtali við mbl.is í
gær. Spurður hvort hertar aðgerðir
séu á teikniborðinu sagði hann:
„Þróunin er nánast ómöguleg og jú,
það er á teikniborðinu hjá mér.“
Starfandi forstjóri Landspítalans,
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sagði
í Kastljósi í fyrradag að hún vildi að
aðgerðir yrðu hertar strax.
Spítalinn á hættustigi
Þá kallaði farsóttarnefnd Land-
spítalans eftir hertum aðgerðum í
gær en spítalinn er nú á hættustigi. Í
gær lágu 16 sjúklingar smitaðir á
Landspítala; 11 á smitsjúkdóma-
deild, þrír á gjörgæslu í öndunarvél
en tveir þeirra smituðu eru á geð-
deild. Í fyrradag greindust alls 200
smit.
Farsóttarnefnd segir í tilkynn-
ingu sinni að hún hafi miklar áhyggj-
ur af stöðunni og álítur að gera þurfi
takmarkanir í samfélaginu strax, ef
takast eigi að ná utan um yfirstand-
andi bylgju.
Nýtt farsóttarhús verður opnað á
Reykjavík Lights hótel við Suður-
landsbraut en þar munu 105 her-
bergi standa til boða fyrir þá sem
þurfa á einangrun að halda vegna
veirusmits. Sjúkratryggingum Ís-
lands var í fyrradag falið að útvega
rýmið og liggja samningar um þessi
efni nú fyrir, en samkvæmt þeim
mun Rauði krossinn annast þjónustu
við gesti hins nýja farsóttarhúss.
Smit greinast víða
Smit hafa greinst á víð og dreif í
samfélaginu undanfarna daga en á
dögunum greindust um hundrað
smit eftir villibráðarkvöld í Garðabæ
síðasta föstudagskvöld.
Þá hafa smit komið upp á hinum
ýmsu deildum Landspítalans en
smit greindist í gær á heila- og
taugaskurðdeild Landspítalans í
Fossvogi. Þá fjölgaði smitum á geð-
deild í gær en tveir sjúklingar og
fimm starfsmenn eru nú smitaðir.
Þá kom upp smit á meðal starfs-
manna á Litla-Hrauni í gær. Sökum
þess hefur öllum heimsóknum gesta
í fangelsið verið frestað fram yfir
helgi. Í eftirliti Covid-19-göngu-
deildar eru nú 1.508 manns, sem er
mesti fjöldi frá upphafi. Ríflega 40
manns eru í sérstöku eftirliti, að því
er fram kom í tilkynningu farsótt-
arnefndar.
Metfjöldi smita frá
upphafi faraldurs
- Hertar aðgerðir ræddar á fundi ríkisstjórnarinnar í dag
200
175
150
125
100
75
50
25
0
júlí ágúst september október nóv.
H
ei
m
ild
:c
ov
id
.is
kl
.1
3
.0
0
íg
æ
r
200 ný innan-
landssmit
greindust sl. sólarhring
2.365 einstaklingar
eru í sóttkví
Fjöldi innanlands-
smita frá 12. júlí
206 eru í
skimunarsóttkví1.505 erumeð virkt smit
og í einangrun
18 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,
þar af fjórir á gjörgæslu
Staðfest smit
7 daga meðaltal
Morgunblaðið/Unnur Karen
Farsóttarhús Hið nýja farsóttarhús verður á Reykjavík Lights Hotel.
Stjórn Eflingar fundaði í fyrsta
skipti í gær eftir að ný forysta tók við
stjórnartaumunum, en í gærkvöldi
var einnig haldinn mánaðarlegur
fundur í trúnaðarráði Eflingar.
Guðmundur Baldursson sagði í
samtali við mbl.is í gær að sér þætti
stórundarlegt að nýir stjórnendur í
Eflingu létu ekki ná í sig, en hvorki
hefur náðst í Agnieszku Ziólkowska,
nýjan formann, né Ólöfu Helgu
Adolfsdóttur varaformann frá því
þær tóku við, þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir fjölmiðla.
„Það eru 26 eða 27 þúsund félagar
í þessu félagi og þeir fá engar fréttir.
Það hlýtur að vera krafa hvers fé-
lagsmanns, eftir öll þessi djöfulsins
læti, að fá að vita hvað er verið að
gera þarna,“ segir Guðmundur.
Tryggvi Marteinsson, kjara-
fulltrúi hjá Eflingu, var rekinn frá
Eflingu í gær eftir 27 ára starf hjá
félaginu. Þessu greinir Tryggvi frá í
færslu á Facebook-síðu sinni.
Samkvæmt heimildum mbl.is er
Tryggvi sakaður um að hafa hótað að
vinna Sólveigu Önnu Jónsdóttur,
fyrrverandi formanni Eflingar,
mein.
Ný stjórn Efl-
ingar fundaði
- Kjarafulltrúa Eflingar sagt upp
Morgunblaðið/Unnur Karen
Ný stjórn Agnieszka Ewa Ziól-
kowska og Ólöf Helga Adolfsdóttir.