Morgunblaðið - 12.11.2021, Side 19

Morgunblaðið - 12.11.2021, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2021 streyma fram þegar jólin nálgast og bassaleikur Rikka „svingar“ eins og honum einum var lagið á jólaplötunni okkar Hátíð fer að höndum ein. Edda Þórarinsdóttir, Troels Bendtsen, Helgi R. Einarsson, Halldór Kristinsson. Kveðja til Rikka Páls Í skuggann þú skeleggur dróst þig að venju en ert nú áfram um veginn borinn í ljósið og ef við sem sitjum hér eftir verðum til einhvers færi okkur vel að bregða birtu á allt sem þú gafst af tónum og tali án þess við skiljum það nokkurn tímann án þess að nokkur komist nokkru sinni til botns í því sem hugsað er og hamið af því þín lífsspeki afneitaði algjörum skilningi þar með var allt undir ekki síst saga mannsandans sem þú taldir nauðsynlegt að þekkja til þess eins að mega halda sönsum í hinni fullkomnu einsemd manneskjan verður öllum stundum að huga að og rækta sitt innsta eðli fyrir sakir alls sem á uppsprettu í blóði í músík – frásögnum – ljóði eða í því einu sem hvetur fætur er brátt stíga dansinn sem kviknar af hrífandi hryni tónfalli er hefur sig djúpt upp úr hug- skoti myrku sem nær aftur að uppruna langt sunnan Mundíufjalla (megi allar góðar vættir fylgja þér á vegferð að ljósheimum, kæri vin) Egill Ólafsson. Nokkur minningarorð um tón- listarstörf Ríkarðs Arnar Páls- sonar. Ekki er vitað til þess að Rík- arður hafi notið tónlistarmennt- unar í bernsku. Hann kenndi sér sjálfur að spila á gítar og síðar bassa með þeim árangri að hann fékk starf kontrabassaleikara í „Þremur á palli“, vinsælli hljóm- sveit þess tíma, og var þar fjórði maður. Hann spilar m.a. á vinsælli jólaplötu hljómsveitarinnar sem enn er spiluð hver jól og fer þar mjög á kostum. Á menntaskólaárunum, þegar unglingar á Íslandi voru að byrja að kaupa grammófóna og bítla- plötur, sýndi Ríkarður hagsýni sína með því að kaupa tveggja rása segulband, sem þótti mikill kjörgripur. Hann fór með tækið um alla borg og tók upp plötur vina og kunningja, einkum klass- íska tónlist, m.a. næstum allt plötusafn Axels Kaabers, föður Lúðvíks skólabróður síns. Þeir Bach og Beethoven urðu sérstakir vinir Ríkarðs og entist það alla ævi. Þegar MR lauk fór Ríkarður í Tónlistarskólann í Reykjavík. Þar var kennari hans Jón Sigurðs- son, oft viðurnefndur bassi og leiðandi kontrabassaleikari í SÍ, auk annars. Jón hafði mikið álit á tónlistarhæfileikum Ríkarðs og vildi gera hann að arftaka sínum í sinfóníunni. Ríkarði hentaði ekki hinn strangi agi sem æfingarnar útheimtu og lauk ekki náminu. Þá fór hann til Bandaríkjanna í meistaranám við Indiana Uni- versity Bloomington þar sem hann stundaði tónfræði og kontra- bassaleik. Þar var hann meðlimur í sönghópi sem lagði fyrir sig mið- aldatónlist og undi sér vel. Eftir þá reynslu gat Ríkarður sungið nótur af blaði eins og atvinnu- söngvari. Kom hann stundum til vina sinna með madrígala eða aðra margradda tónlist forna og heimtaði að menn syngju með sér af bókinni. Þegar heim kom fór hann að skrifa um tónlist og varð tónlistar- gagnrýnandi Morgunblaðsins. Vakti hann athygli fyrir frumleg- an stíl og skarpar athugasemdir og flugu margar eftirminnilegar perlur úr penna hans. Þessi loka- orð í einni grein urðu fræg: „Fagnaðarlætin ætluðu aldrei að hefjast.“ Ríkarður var fulltrúi Íslands í vinsælli norrænni sjónvarps- keppni um klassíska tónlist sem kölluð var Kontrapunktur og stóð sig vel. Hann samdi einnig tölu- vert af tónlist sem er í vörslu Ís- lenskrar tónverkamiðstöðvar. Stíll hans er mjög persónulegur, oft undir áhrifum barokks. Þá var hann hugkvæmur útsetjari. Liggja eftir hann útsetningar bæði á þjóðlögum og dægurtón- list. Þörf er á að kanna skjalasafn hans. Trúlega hefur hann skilið eftir sig sitthvað sem verðmætt má telja. Lífsstíll Ríkarðs var um margt óvenjulegur. Hann var oftast tekjulágur en átti jafnan fyrir þeim útgjöldum sem hann taldi nauðsynleg og tók aldrei lán. Sparifé átti hann lengst af, sem hann kallaði „gamla heyið“. Mælt á borgaralegan mælikvarða var hann bæði íbúðar- og bíleigandi. Hann var nægjusamur en um leið ríkur af því að hugur hans beind- ist að öðru en peningum. Merki- legt er það afrek Ríkarðs að hann lifði alla ævi auðugu menningar- lífi án þess að vinna nokkurn tíma handtak, annað en það sem hon- um sjálfum fannst skemmtilegt og án þess að vera öðrum háður. Geri aðrir betur. Finnur Torfi Stefánsson. Það má halda því fram að Rikki hafi eflt áhuga minn á heimi end- urreisnartónlistar þegar við í ár- daga stofnuðum söngkvartett sem einbeitti sér að tónlist fyrri alda. Við æfðum stíft því oft var um snúnar raddsetningar að ræða og undirbjuggum okkur vandlega fyrir frumflutning á „Bláum mánudegi“ í Þjóðleikhús- kjallaranum. Fyrir utan störf sín sem tón- skáld, útsetjari og virtur tónlist- argagnrýnandi hjá mbl. var Rikki með hugmyndir í kollinum sem voru einhvers konar langtíma þróunarverkefni, til dæmis í tengslum við flókin borðspil og nótnaritun. Rikki var flinkur orðasmiður, hafði sterka tilfinn- ingu fyrir tungumálinu og lék sér að orðum líkt og tónlist. Ég naut þess að lesa gagnrýni hans um tónlist, sem var alltaf kjarnyrt og ígrunduð og engin furða að hann kvartaði yfir lágum launum miðað við tímafreka yfirlegu textans. Það er óhætt að segja að Ríkarð- ur Örn Pálsson hafi fengið stjörnustimpil fyrir frammistöðu sína í hinum vinsælu norrænu sjónvarpsspurningaþáttum „Kontrapunkti“, þar sem reyndi á næmt eyra og vitneskju um klass- íska tónlist, og þar kom dönsku- kunnáttan að góðum notum. Trúlega hefði Rikki átt að fæð- ast inn í heim barokksins, því J.S. Bach var hans maður. Hann var á einhvern hátt forn í nútímasam- félagi, en jafnframt óvenjulegur hugsuður, sem kafaði ofan í smæstu smáatriði á því sem vakti áhuga hans. Tónlistin var alltaf efst á blaði og varð ég stundum þeirrar ánægju aðnjótandi að vera eini áheyrandinn þegar Rikki mætti í heimsókn með nýtt tónverk eða útsetningu og hafði leikið allar raddir, í samvinnu við tölvuna. Rikki elskaði að syngja með sinni djúpu bassarödd og kom það fyrir að vinasöngfundur var haldinn ásamt Agli Ólafssyni. Fyrir utan Mokka-kaffifundi þessa tríós þá er minnisstæður söngfundur í sumarbústað við Elliðavatn. Rikki mætti með nót- ur, ekki af léttara taginu, og var látið reyna á raddböndin fram á rauða nótt. Í gegnum sönginn samstillast hjörtun og við öndum í takt. Ég sendi fjölskyldu og vinum Rikka samúðarkveðjur. Guð blessi Ríkarð Örn Pálsson. Sverrir Guðjónsson. ✝ Sigurður Bárð- arson fæddist á Akureyri 1. ágúst 1930. Hann lést á hjúkrunar- heimili Hrafnistu við Boðaþing 6. nóvember 2021. Foreldrar hans voru Stefanía Sig- urðardóttir, f. 4. júní 1906, d. 24. ág. 1983 og Bárður Bárðarson, f. 9. mars 1908, d. 20. ág. 1978. Sigurður ólst upp á Akureyri hjá móður sinni og fósturföður, Sigurði Rósmundssyni, f. 5. maí 1905, d. 23. júní 1986. Systkini hans sammæðra voru Rannveig Sigurðardóttir, f. 10. júní 1935, d. 24. feb. 2006, Haukur Sig- urðsson, f. 6. júní 1938, d. 18. ág. 2016 og Kolbrún Sigurð- ardóttir, f. 19. feb. 1947, d. 24. júlí 2017. Systur hans samfeðra eru Kristín Bárðardóttir, f. 11. ág. 1953 og Brynja Bárðar- dóttir, f. 22. júlí 1961. Sigurður kvæntist árið 1954 Sigríði Einarsdóttur frá Siglu- firði, f. 3. apr. 1935, d. 10. maí 2019. Foreldrar hennar voru Einar Indriðason, f. 22. sept. 1898, d. 13. apr. 1972, og flokkum Þórs á Akureyri og keppti fyrir hönd félagsins í frjálsum íþróttum. Hann var heiðursfélagi Þórs. 5 ára fór hann fyrst til sum- ardvalar í sveit á bænum Bryta á Þelamörk í Eyjafirði og síðan árlega í 10 ár. Sigurður lauk bifvélavirkj- anámi frá Iðnskólanum á Ak- ureyri 1952 og hafði meist- araréttindi í greininni og starf- aði hjá Þórshamri á Akureyri. Árið 1962 settu hann og fjórir félagar á laggirnar bifreiða- verkstæðið Baug við Norð- urgötu á Akureyri. Þar starfaði Sigurður, fyrst sem bifvélavirki og síðar verslunarstjóri. Árið 1979 var fyrirtækið selt til Hagkaupa og þau Sigríður fluttu búferlum suður til Garðabæjar. Þar starfaði Sig- urður sem verslunarmaður hjá Toyota og Skeljungi og síðan lengi sem umsjónarmaður við Sundlaug Garðabæjar. Þau Sigríður bjuggu á Smáraflöt 46 í rúm 30 ár þar til þau fluttu í íbúð fyrir aldr- aða í Boðaþingi. Sigríður flutti síðan á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Boðaþing árið 2011 og lést þar árið 2019 eftir langa og erfiða baráttu við alz- heimers-sjúkdóminn. Ári eftir andlát Sigríðar flutti hann svo sjálfur á sama hjúkrunarheimili og lést þar. Útför Sigurðar fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag, 12. nóvember 2021, klukkan 13. Lovísa Helgadóttir, f. 6. des. 1908, d. 3. des. 1977. Börn Sigurðar og Sig- ríðar eru: 1) Einar Sigurðsson, f. 30. júní 1955. Maki Kristín Ingólfs- dóttir, f. 14. feb. 1954. Dætur þeirra eru Hildur, f. 1982, og Sólveig Ásta, f. 1994. 2) Stefanía Sigurðardóttir, f. 1. des. 1958. Maki Andreas Resch, f. 25. des. 1956. Þau eiga einn son, Einar Björn Resch, f. 24. sept. 1989. 3) Helgi Steinar Sigurðsson, f. 27. apr. 1967. Maki Robin Mill- er, f. 1. jan. 1971. Þau eiga eina dóttur, Brynju Zoe, f. 28. feb. 2010. 4) Gunnar Tjörvi Sigurðsson, f. 10. mars 1971. Maki Hilda Björk Indriðadóttir, f. 18. ág. 1982. Þau eiga einn son, Sigurð Hermann Tjörva- son, f. 27. jan. 2009. Tjörvi átti fyrir dóttur, Lovísu Tjörvadótt- ur, f. 1. sept. 1997. Hilda Björk átti fyrir dóttur, Dagmar Írisi Hafsteinsdóttur, f. 28. okt. 2003. Sigurður ólst upp við íþróttaiðkun á Akureyri. Hann lék knattspyrnu með öllum Manngæska, tryggð og æðru- leysi eru þættir í fari tengda- föður míns Sigurðar Bárðarson- ar sem eru mér ofarlega í huga á kveðjustund. Hann lét sér annt um samferðafólk og sýndi öllum umhyggju, ekki síst þeim sem minna máttu sín. Sigurður kynntist ástinni sinni henni Sigríði á síldarárunum á heimaslóðum hennar á Siglufirði. Eftir fyrstu augnagotur varð ekki aftur snúið. Ástarsaga þeirra átti eftir að verða ein sú allra fegursta. Þau byggðu sér hús á Akureyri, á Grenivöllum og síðar í Kotárgerði, og lögðu bæði mikið á sig við framkvæmd- irnar. Í lok sjöunda áratugar þegar eldri börnin voru farin að heiman fluttu Siggi og Sigga í Garðabæ með tveimur yngri son- um. Á Smáraflöt áttu þau áfram gott líf og margar hamingju- stundir. Þau hjónin voru einstak- lega samrýnd, fylgdust að í einu og öllu og unnu jafnvel saman á tímabili í Íþróttahúsi Garða- bæjar. Bæði voru árrisul og hamhleypur til verka. Áður en mætt var til vinnu var búið að baka norðlenskt soðið brauð og senda í verslanir, við miklar vin- sældir. Virðing fyrir góðu handverki var eitt af mörgu sem Siggi kenndi okkur. Sjálfur var hann handlaginn svo af bar og við hin nutum tilsagnar og ómetanlegr- ar hjálpar við lagfæringar á hús- næði og viðgerðir á bílum. Fyrsti bíll sem við Einar eignuðumst var gömul Volkswagen-bjalla sem hafði lent í árekstri og Siggi gerði upp fyrir okkur. Hann var alla tíð natinn við viðhald og stundum var spurt í gríni hve- nær hann ætlaði að gylla þak- rennurnar á Smáraflötinni. Siggi hafði ungur farið í hjartaaðgerð og náð sér vel. Þeg- ar árin liðu hrakaði sjóninni svo hann varð að lokum blindur. Sigga greindist með alzheimers- sjúkdóminn. Þau fluttu í íbúð fyrir aldraða í Boðaþingi en Sigga þurfti fljótlega að flytja yf- ir götuna til aðhlynningar á hjúkrunarheimili Hrafnistu. Næstu 8 árin var Siggi hjá henni löngum stundum hvern einasta dag þar til hún lést 2019. Hann hélt sér í góðu formi, fór í sund og æfingasal á hverjum morgni og hélt svo í hönd Siggu það sem eftir lifði dags. Í átta ár. Þótt hún gæti ekki tjáð sig var aug- ljóst hversu mikið hún naut ná- vistar hans. Siggi gekk milli íbúðarinnar og hjúkrunarheimil- isins hröðum og ákveðnum skref- um og sýndi þess engin merki að vera blindur. Hann gerði margt til að bæta fyrir sjónleysið, hlust- aði mikið á útvarp og hljóðbæk- ur, var alltaf langfyrstur að klára nýjustu bækurnar. Hann tálgaði fallega hluti handa okkur úr tré og eru eyrnalokkar þar í miklu uppáhaldi. Þó að síðustu árin hafi verið Sigga erfið heyrðist hann aldrei kvarta. Hann átti allt til hinsta dags einstakt jafnaðar- geð sem fáum er gefið. Væntumþykju, hlýju og traust sýndi Siggi mér alla tíð frá því að leið lá fyrst norður til Akureyrar til að hitta verðandi tengdafor- eldra. Hann var yndislegur afi dætra okkar og eftir að þær eignuðust börn hefur ekkert glatt hann meir en að heyra sög- ur af börnunum og hnyttnum til- svörum þeirra. Ég kveð kæran tengdaföður með virðingu, þakk- læti og söknuði. Hvíli hann í friði við hlið ástarinnar sinnar. Kristín Ingólfsdóttir. Samverustundir á Smáraflöt skipa stóran sess í minningum mínum frá barnsárunum og gáfu mér ómetanlegt veganesti inn í fullorðinsárin. Amma og afi höfðu verið par frá unga aldri og í raun var rómantíkin í hversdeg- inum allsráðandi hjá þeim. Þau voru afskaplega samrýmd og unnu töluvert saman á þessum árum; hvort sem var við steik- ingu á soðbrauði, í sundlaug Garðabæjar eða við þrif í Iðn- aðarbankanum. Þau fóru jafnan snemma í háttinn og skiptust á að lesa hvort fyrir annað. Þegar ég fékk að gista var búið um mig í „Skúffunni“ en það var raunar stór skúffa á hjólum sem hægt var að renna undan hjónarúm- inu. Þetta fyrirkomulag var af- skaplega notalegt og ég kunni vel að meta samlestur þeirra á kvöldin. Ég var hins vegar óskaplega myrkfælin og hafði miklar áhyggjur af því að skúff- an myndi renna undir rúm með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þó ég hafi ekki léð máls á þessu brást það ekki að þegar ég var sem kvíðnust yfir afdrifum mín- um í skúffunni kom styrk og hughreystandi hönd afa í gegn- um myrkrið og hélt í mína þar til ég sofnaði. Þegar ég sat hjá hon- um tveimur dögum fyrir andlátið kom sama hönd, nú úr myrkri sjónleysisins, og hélt um mínar. Styrkurinn var vissulega á und- anhaldi en alúðin og umhyggjan var eins innileg og áður. Afi var alla tíð gríðarlega vinnusamur og ósérhlífinn. Hon- um féll aldrei verk úr hendi og ég man ekki eftir að hafa nokk- urn tímann séð hann slaka á, nema rétt yfir blánóttina. Hann var mjög natinn við eigur þeirra ömmu og litu allir hlutir út sem nýir. Ég var ung farin að þrífa bílinn með honum um helgar en þvílíkan þvott hef ég hvorki séð fyrr né síðar. Mitt verkefni var yfirleitt að þrífa miðstöðvarrist- arnar með eyrnapinnum og heitu vatni sem þótti mátulegt að gera vikulega. Á efri árum missti afi sjónina. Það var til marks um ótrúlegt æðruleysi hans og þrautseigju að ég heyrði hann aldrei kvarta, hvað þá vorkenna sér yfir því hlutskipti sínu. Þvert á móti var hann duglegur að finna leiðir til að halda í sjálfstæðið. Þegar þau amma fluttu í þjónustuíbúðir í Boðaþingi hélt vinnusemin áfram, þó í öðru formi en áður. Hann mætti reglulega í sund, tálgaði úr við og keppti (blindur) í pílukasti og púttkeppnum. Þeg- ar hann þóttist viss um að enginn sæi til átti hann það til að taka á sprett á göngunum í Boðaþingi, „bara til að athuga hvað hann gæti“. Í einhver skipti enduðu þessar hlaupaæfingar með smá- vægilegum byltum sem er senni- lega eina ástæða þess að við viss- um af tilurð þeirra. Amma hafði greinst með alzheimers-sjúk- dóminn og dvaldi hún á hjúkr- unarheimili í næsta húsi. Afi var mættur til hennar snemma morguns hvern dag og sinnti henni af ómældri ást og um- hyggju. Ég er þess fullviss að þeirra fallega samband hafi ekki látið neinn ósnortinn. Það var mér ómetanleg áminning um það sem máli skiptir í þessu lífi. Ég kveð elsku afa með söknuði en þakklæti efst í huga; þakklæti fyrir að kenna mér svo margt um lífið og ástina. Þakklæti fyrir að vita af þeim sálufélögum samein- uðum á ný. Bless, elsku afi minn. Þín Hildur. Mínar elstu minningar um afa eru þegar ég fékk að gista hjá honum og ömmu um helgar og vaknaði í skúffu, sem var dregin undan rúmi, við ilm af nýsteiktu soðbrauði. Ég kaus sjálf að fá að gista í skúffunni frekar en í rúm- inu sjálfu og var því ekki um neina vanrækslu að ræða. Ég dvaldi þvert á móti hjá þeim við afar gott atlæti þar sem mokað var í mann hvers kyns góðgæti eftir pöntunum. Á morgnana kom ég fram og fékk afskorninga af soðbrauðinu áður en við fórum síðan saman í Kolaportið þar sem það var selt. Með aldrinum hrakaði mjög sjóninni hjá afa og mér hefur alltaf þótt aðdáunarvert hvernig hann tókst á við þá áskorun af fullkomnu æðruleysi. Hann lét sjónleysið ekki stoppa sína dag- legu líkamsrækt og stundaði hlaup á hlaupabretti ásamt sundi langt fram eftir aldri og hefur líklega verið í betra líkamlegu formi en ég lengst framan af. Afi tók einnig upp ýmis áhugamál í þjónustumiðstöðinni í Boðaþingi sem höfðu áður ekki hvarflað að mér að manneskja með jafn- dapra sjón gæti stundað. Þar á meðal voru pútt og tréútskurður en á heimilum okkar afkomenda hans liggja fjölmargir listilega útskornir munir eftir hann. Til að mynda hlotnaðist mér útskor- inn og málaður tjaldur sem mér þykir óskaplega vænt um. Hvernig hann, lögblindur mað- urinn, náði síðan að vinna pílu- kastskeppni á Hrafnistu mun ég aldrei geta skilið. Ég veit reynd- ar ekkert um ástand hinna kepp- endanna en sjónin þeirra getur ekki hafa verið mikið verri en afa. Sjónleysið stoppaði afa held- ur ekki í árlegum berjatínslu- ferðum fjölskyldunnar en þar tíndi hann ennþá manna mest með því að þreifa fyrir sér og finna með fingrunum hvort berin væru þroskuð eða ekki. En það sem ég mun einna helst minnast afa fyrir er hversu alúðlega og af miklu trygglyndi hann sá um ömmu eftir að hún veiktist af alzheimer. Ástin og þolinmæðin sem hann sýndi henni allan daginn, alla daga, ár- um saman er eitt það fallegasta sem ég veit. Mér er minnisstætt símtalið þegar ég hringdi í vor til afa þar sem ég tilkynnti honum að ég ætti von á mínu fyrsta barni, þriðja barnabarnabarninu hans. Mér auðnaðist að fara með Jök- ul, son minn, að hitta langafa sinn í fyrsta og síðasta skiptið rétt fyrir andlátið. Við áttum friðsæla stund saman og minn- ingin um litlu höndina hans Jök- uls í stóru hendinni hans afa vek- ur hjá mér mikla hlýju. Daginn eftir þessa heimsókn fór afi loks- ins til fundar við ömmu og í hug- anum sé ég þau liggja saman í grösugri brekku með fulla fötu af berjum. Sólveig Ásta. Sigurður Bárðarson Móðir mín og tengdamóðir, INGIBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR, Inga á Grund, Mið-Grund, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki, 3. nóvember. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 12. nóvember klukkan 14. Jarðsett verður á Flugumýri. Streymt er á facebook-síðu Sauðárkrókskirkju. Ása Gísladóttir Þórarinn Illugason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.