Morgunblaðið - 12.11.2021, Blaðsíða 32
STILLANLEG
HJÓNARÚM
MEÐ BODYPRINT DÝNU
EIN ALLRA BESTA
HEILSUDÝNA Í HEIMI
FULL BÚÐ
AF NÝJUM
VÖRUM
ER KOMINN
Í HÚS
DURANCE
JÓLAILMUR
2021
MODULAX
HÆGINDA-
STÓLAR
RAFSTILLANLEGIR
HLEÐSLUSTÓLAR
– FALLEG HÖNNUN
OG ÞÆGINDI
NÝ
SENDING
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
Tíu ár eru nú liðin frá útkomu hinnar vinsælu plötu
Mugisons, Haglél. Af því tilefni taka tónlistarhópurinn
Cauda Collective og Mugison höndum saman og flytja á
nokkrum tónleikum öll lögin á plöt-
unni í nýjum útsetningum fyrir klass-
ísk hljóðfæri sem unnar voru af hljóð-
færaleikurunum ásamt Mugison sjálf-
um. Fyrstu tónleikarnir verða á
Græna hattinum á Akureyri í kvöld og
annað kvöld. Síðan verða þrennir tón-
leikar í Bæjarbíói í Hafnarfirði í næstu
viku, 17., 19. og 20. nóvember. Í
Cauda Collective eru Sigrún Harð-
ardóttir á fiðlu, Þóra
Margrét Sveinsdóttir á
víólu, Þórdís Gerður
Jónsdóttir á selló, Borg-
ar Magnason leikur á
bassa, Grímur Helgason á
klarínettu og Matthías
Hemstock slagverk.
Mugison og Cauda Collective flytja
lögin af hinni tíu ára plötu Hagléli
FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 316. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Ungt og lítt reynt lið Íslands kom á óvart í Búkarest í
gær og var nálægt því að leggja Rúmeníu að velli þegar
undankeppni EM kvenna í körfuknattleik hófst. Rúm-
enía náði þó að landa sigri eftir jafnan og spennandi
leik. Ísland var án Helenu Sigurðardóttur og Hildar
Bjargar Kjartansdóttur sem eru meiddar en þær hafa
verið atkvæðamestu leikmenn liðsins síðustu árin. Oft
er sú lýsing notuð að ungum liðum sé teflt fram í
íþróttum. Átti það vel við í gær því meðalaldurinn í
landsliði Íslands var innan við 23 ár. »27
Ungt lið Íslands kom á óvart gegn
Rúmeníu en tapaði naumlega
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Klifursamband Íslands er nýjasta
sambandið í Íþróttasambandinu,
stofnað 27. september síðastliðinn,
og er mikill hugur í félagsmönnum,
en fjórða og síðasta mótið í Íslands-
meistaramótaröðinni í grjótglímu
2021 hefst í Klifurhúsinu, Ármúla 23
í Reykjavík, í dag.
„Nú höfum við ákveðið regluverk
til þess að leita í, verðum hluti að
Alþjóðasambandi klifursambanda
og auðveldara verður fyrir okkur að
taka þátt í stórmótum erlendis, eins
og Evrópumeistaramótum,“ segir
Manuela Magnúsdóttir, formaður
Klifursambandsins. „Eitt af lang-
tímamarkmiðunum er að vera með á
Ólympíuleikunum, en helsta mark-
miðið er að breiða út klifurboðskap-
inn og kynna almenningi þetta frá-
bæra samfélag og íþróttina.“
Nýkjörinn formaður segir að um
1.500 manns iðki klifur í sex félögum
innan KÍ. Flestir séu í Klifurfélagi
Reykjavíkur en mikil gróska sé í
klifrinu í Hafnarfirði (Björk klifur),
á Akranesi (ÍA klifur), í Grundar-
firði (Kliffell), á Laugarvatni og hjá
Klifurfélagi Öræfa, sem er með að-
stöðu í Káraskjóli í Freysnesi. Verið
sé að byggja klifurhús á Hjalteyri,
Mývatni og í Stykkishólmi auk þess
sem áhugi sé á að koma upp aðstöðu
á Ísafirði og víðar. „Klifur er ekki
aðeins fyrir útvalda íþróttamenn í
toppformi heldur er þetta kjörin
íþrótt fyrir allan almenning, barna-
og unglingastarfið er öflugt hjá okk-
ur og foreldrarnir hrífast með,“ seg-
ir Manuela og áréttar að iðkendum
fari fjölgandi um allt land.
Skipulagt klifur í áratugi
„Klifur sem íþrótt hófst að ein-
hverju ráði hérlendis um 1980,“
bendir Manuela á. Aukinn þungi
hafi færst í starfið um 1990 og Björn
Baldursson, Árni Gunnarsson og
Jökull Bergmann hafi opnað Vektor,
fyrsta klifurhúsið, 1997. „Klifurfélag
Reykjavíkur var stofnað 2002 og
Klifurhúsið svo opnað 2003, en síðan
höfum við flutt einu sinni og stöðug
fjölgun iðkenda er að sprengja allt
utan af sér í núverandi aðstöðu í Ár-
múlanum.“
Manuela byrjaði að stunda íþrótt-
ina 2009. Hún hefur fjórum sinnum
orðið Íslandsmeistari og einu sinni
bikarmeistari í grjótglímu, sem
stunduð er bæði úti og inni með
dýnu undir. Í kletta- eða línuklifri,
þar sem farin er lengri leið, eru
klifrarar í öryggisfesti og boltar eða
tryggingar í veggnum. „Þetta er
skemmtilegt sport sem hreinsar
hugann, maður hugsar ekki um
neitt annað en klifrið meðan á því
stendur,“ segir Manuela og bætir
við að allir finni áskoranir við hæfi.
„Ég er í fámennum hópi íslenskra
kvenna sem hafa klifrað mjög erf-
iðar línuklifurleiðir utandyra, en til
að geta það þarf viðkomandi að vera
með góðan fingrastyrk, góða tækni
og í mjög góðri almennri klifur-
þjálfun.“
Í liðinni viku tók unglingalandslið
Íslands þátt í Norðurlandamótinu í
Lillehammer í Noregi og er reynsl-
unni ríkara, að sögn Elmars Orra
Gunnarssonar fararstjóra. Hann var
formaður klifurnefndar ÍSÍ, forvera
Klifursambandsins, frá stofnun 2018
og er nú ritari sambandsins. „Þetta
var frumraun okkar í svona keppni,
en til þess að vera samkeppnisfær
þurfum við að leggja áherslu á bæði
grjótglímu og línuklifur og við
vinnum að því.“
Skömmu eftir stofnun KÍ var
haldinn fundur í húsakynnum ÍSÍ
um framtíðarsýn klifurs á Íslandi.
„Yfir 50 manns mættu og fundurinn
heppnaðist ótrúlega vel,“ segir
Manuela. Þátttakendum hafi verið
skipt í vinnuhópa, margar góðar
hugmyndir hafi verið ræddar og
samstaða verið um að breiða út boð-
skapinn. „Klifur er ekki aðeins
íþrótt heldur gott samfélag. Við
sjáum aftur og aftur að öllum finnst
gaman að leika sér og öllum finnst
gaman að klifra.“
Alltaf gaman að klifra
- Mikil gróska innan nýstofnaðs Klifursambands Íslands
Ljósmynd/Jón Viðar Sigurðsson
Á Hnappavöllum Manuela klifrar svonefnda Fred Flintstone-leið í Öræfasveit.