Morgunblaðið - 13.11.2021, Qupperneq 1
Vil yrkja
ljóð semfólk skilur
Þægileg fötí fyrirrúmi
Ólafur Sveinn Jóhannesson yrkir í sinni
fyrstu ljóðabók um fráfall foreldra sinna
langt um aldur fram. Hann tók þá við
heimilinu og uppeldi systkina sinna. „Ég
vil yrkja ljóð sem fólk skilur,“ segir hann
og bætir við að ljóðið gefi sér lífsfyllingu. 14
14. NÓVEMBER 2021SUNNUDAGUR
Jólagjafa-hugmyndir
Lægstameðalverðiðer í Lyfjaveri
Kolbrún Birnakýs þægileg fötog klæðistþannig aðhenti við semflest tækifæri,hvort semhún þarf aðvera fín
eða minnatilhöfð.18
Landamæritónlistar ogsjónlistarMarglaga verk Ingibjargar
Friðriksdóttur Meira ástandið er
unnið upp úr greinaskrifum
Íslendinga á hernámsárunum en
fjallar ekki síður um samtímann. 10
Sitt hvaðhnýsilegt, semgæti átt erindií jólapakka. 22
L A U G A R D A G U R 1 3. N Ó V E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 267. tölublað . 109. árgangur .
TALAR UM MJÖG
GÓÐA STEMNINGU
Í LANDSLIÐINU
RÖKRÉTT FRAMHALD
EN SAMT EKKI
NÝ PLATA ABBA 43SARA RÚN HINRIKSDÓTTIR 33
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Hertar samkomutakmarkanir stjórn-
valda tóku gildi á miðnætti; ekki fleiri
en 50 mega koma saman og ekki fleiri
en 500 ef notuð eru hraðpróf. Krám
og veitingastöðum er gert að hætta að
hleypa inn gestum klukkan 22 en allir
verða að hafa yfirgefið staðina klukk-
an 23. Vonir eru á sama tíma bundnar
við að þriðja bólusetning muni bæta
ástandið.
„Að sjálfsögðu erum við brjálaðir.
Auðvitað skiljum við að það þurfi að
grípa inn í en okkur finnst súrt að það
sé alltaf gripið inn í hjá skemmtistöð-
um og börum þótt þetta sé á mörgum
öðrum stöðum,“ segir Arnar Þór
Gíslason, eigandi staðanna Irishman,
Lebowski, Dönsku kráarinnar og
Enska barsins. „Maður er ekkert
ánægður en við munum vinna með
þetta og vonumst til þess að smitin
fari niður þannig að við getum jafnvel
lengt afgreiðslutímann sem fyrst,“
segir hann og heldur áfram: „Við
þurfum að standa saman og vonumst
til þess að aðrir geri það líka, ekki
bara barir og veitingastaðir heldur
líka veislusalir, brúðkaup, alls konar
„leynipartí“ og fólk í heimahúsum.
Þótt það sé búið að setja okkur í mán-
aðarstraff krossum við fingur og von-
umst til þess að þetta vari bara í tvær
vikur,“ segir Arnar.
Komist aftur á réttan kjöl
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður
Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í
samtali við Morgunblaðið að aðgerð-
irnar hafi ekki gríðarleg áhrif á ferða-
þjónustuna þar sem þær snerti landa-
mærin ekki sérstaklega.
„Þetta hefur fyrst og fremst áhrif
innan okkar vébanda á veitingarekst-
ur. Það er vissulega að fara í gang
vertíð hjá veitingahúsum og hótelum
líka og við vitum ekki á þessari stundu
hvort fólk sé tilbúið að fara á jólahlað-
borð og í veislur á hótelum sem eru
fyrirhugaðar,“ segir hún. Tíminn
verði að leiða slíkt í ljós.
Bjarnheiður kveðst vonast til þess
að takmarkanirnar hafi ekki áhrif á
eftirspurn eftir ferðum til Íslands.
„Við vonumst til þess að þetta komist
á réttan kjöl aftur.“
Morgunblaðið/Unnur Karen
Herða reglur og binda von-
ir við þriðju bólusetningu
- Krár og veitingastaðir mega ekki hleypa fólki inn eftir 22 - 50 nýja hámarkið
MTakmarkanir voru hertar … »6
Skemmtun Hljómsveitin Hipsumhaps hélt tónleika í tónlistarhúsinu Hörpu í gærkvöldi. Voru þeir vel sóttir. Hertar takmarkanir tóku svo gildi á miðnætti.
Ný samantekt fjármálaeftirlits
Seðlabankans leiðir í ljós að
áhættusækni almennra fjárfesta
hefur aukist töluvert frá því að
stýrivextir voru lækkaðir með af-
gerandi hætti á árinu 2020. Í nýrri
grein sem starfsmaður bankans
hefur tekið saman má sjá að frá
árslokum 2017 til ársloka 2020
beindi almenningur í stórauknum
mæli sparifé sínu í sérhæfða sjóði í
stað hefðbundinna verðbréfasjóða.
Fyrrnefndi flokkurinn er sam-
kvæmt mælikvörðum Seðlabankans
almennt talinn áhættumeiri en sá
síðarnefndi.
Í samantektinni kemur einnig
fram að heildareign almennra fjár-
festa jókst mjög á tímabilinu frá
árslokum 2017 til ársloka 2020.
Nam hún í lok tímabilsins 657,4
milljörðum og hafði aukist um 260
milljarða á þeim 36 mánuðum sem
athugunin náði til. Langmestar eru
eignirnar hjá hópnum sem er 60
ára og eldri og hélt hann á 66%
allra eignanna í lok árs 2020. »18
Áhættu-
sækni hef-
ur aukist
- Almenningur fjár-
festir í gríð og erg
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · www.mitsubishi.is
ECLIPSE CROSS INVITE
Frábært verð 5.490.000 kr.
Fjórhjóladrifinn tengiltvinnbíll
Til afhendingar strax
_ Engin niðurstaða fékkst á
COP26-loftslagsráðstefnunni í gær-
kvöldi, eins og vonir stóðu til.
Aðildarríki ráðstefnunnar hafa átt í
vandræðum með að koma sér sam-
an um yfirlýsingu hennar og verða
ný drög að slíkri birt klukkan átta
árdegis í dag og óformlega fundað
um þau klukkan tíu.
Drög að nýrri yfirlýsingu áttu að
vera yfirfarin í nótt að sögn Aloks
Sharma, forseta loftslagsráðstefn-
unnar, en Sharma gerir ráð fyrir að
ný yfirlýsing verði samþykkt fyrir
lok ráðstefnunnar í dag.
Drögin sem seinast voru kynnt
fólu í sér skuldbindingar aðildar-
ríkja til að setja sér metnaðarfyllri
markmið í baráttunni við hamfara-
hlýnun. Lönd sem standa höllum
fæti vegna hennar hafa krafist að-
stoðar frá ríkari löndum sem beri
ábyrgð á ástandinu, sem hefur
víða valdið miklu tjóni vegna
storma, þurrka og hækkandi sjáv-
arborðs. »19
Viðræður báru ekki
árangur á COP26