Morgunblaðið - 13.11.2021, Qupperneq 2
Varðskipið Þór var tekið upp í flotkví Vélsmiðju Orms og Víg-
lundar í Hafnarfirði á fimmtudag. Þar fer fram hefðbundið við-
hald og er áætlað að sú vinna taki þrjár vikur. Þór fer svo aftur
til eftirlitsstarfa við landið í byrjun desember. Slipptaka Þórs
var boðin út í haust og barst eitt tilboð, frá vélsmiðjunni, og
hljóðaði það upp á tæpar 49 milljónir króna.
Í síðasta mánuði var þess minnst að tíu ár voru liðin frá komu
Þórs til landsins. Skipið hafði fyrst viðkomu í Vestmannaeyjum
26. október árið 2011, að viðstöddu fjölmenni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varðskipið Þór tekið upp til viðhalds í Hafnarfirði
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021
Opið hús 13. nóvember
kl. 14:00 til 14:30
Falleg og vel skipulögð fjögurra
herbergja íbúð á 2. hæð ásamt
sérmerktu bílskýli. Húsvörður, lyfta.
Glæsilegt útsýni til sjávar og stutt
í fallega náttúru. Stærð 146,7 fm,
þar af geymsla 6,5 fm og stæði í
bílskýli 15,9 fm. Sameiginlegur salur/
setustofa með eldhúsi er á 1. hæð.
ÞORRAGATA 5, 102 REYKJAVÍK
- 63 ÁRA OG ELDRI
ERLA DRÖFN
MAGNÚSDÓTTIR
lögfræðingur/löggiltur
fasteignasali
692 0149
erla@fastlind.is
Allar nánari upplýsingar veitir:
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Á fundi trúnaðarráðs Eflingar, sem
fór fram á fimmtudag, var ekki heim-
ilt að ræða um Sólveigu Önnu Jóns-
dóttur, fyrrverandi formann félags-
ins, eða Viðar Þorsteinsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóra.
Var sú ákvörðun tekin í ljósi þess
að þau voru ekki viðstödd.
Þetta herma heimildir Morgun-
blaðsins en sömu heimildir herma að
Sólveig hafi ítrekað óskað eftir því að
fá að koma á fund trúnaðarráðsins
en þegar hún fékk loks svar við fyr-
irspurn sinni hætti hún við.
Aldrei fengið vinnufrið
Mun hún vilja skýra sína hlið í
þeim átökum sem hafa átt sér stað á
milli hennar og starfsfólks Eflingar.
Sólveig segir starfsfólkið hafa
hrakið sig úr formannsstólnum og
aldrei gefið sér vinnufrið.
Samkvæmt ályktun sem trúnaðar-
menn Eflingar afhentu stjórnendum
í júní síðastliðnum hefur starfsfólkið
upplifað vanlíðan og óöryggi á vinnu-
staðnum.
Vísaði til athugasemdar
Ákveðið var á fundinum að bjóða
bæði Sólveigu og Viðari að koma á
fund trúnaðarráðsins eftir viku, en
þá verður um að ræða aukafund, þar
sem ráðið fundar venjulega einu
sinni í mánuði.
Á fimmtudag var einnig fundur í
stjórn Eflingar, sá fyrsti eftir að ný
forysta tók við.
Sólveig telur að Magnús M. Norð-
dahl, lögfræðingur Alþýðusambands
Íslands, hafi gert sambandið van-
hæft til aðkomu að málum sem
snerta kynbundið ofbeldi og áreiti.
Hún greinir frá þessu í facebook-
færslu sinni og vísar til athugasemd-
ar sem Magnús ritaði við facebook-
færslu Tryggva Marteinssonar á
fimmtudagskvöld, þar sem hann til-
kynnti að sér hefði verið sagt upp
störfum hjá Eflingu eftir 27 ár í
starfi. Sólveig hefur áður greint frá
því að starfsmaður Eflingar hafi hót-
að sér ofbeldi, en í færslunni kemur
fram að umræddur starfsmaður sé
Tryggvi. Ekki náðist í Drífu Snædal,
forseta Alþýðusambandsins, við
vinnslu fréttarinnar í gær.
Óheimilt að ræða Sólveigu og Viðar
- Boðað til aukafundar trúnaðarráðs Eflingar - Sólveig hafi hætt við að mæta á fundinn eftir að hafa
ítrekað beðið um að fá að mæta - Telur ASÍ vanhæft eftir ummæli lögfræðings hjá sambandinu
Morgunblaðið/Eggert
Farin Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður, og Viðar Þorsteins-
son, fyrrverandi framkvæmdastjóri. Ekki mátti ræða þau tvö á fundinum.
Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst
eftir snarpan skjálfta við Vatna-
fjöll, um 7,5 kílómetra suður af
Heklu, á fimmtudag sem var 5,2
að stærð og fannst vel á höfuð-
borgarsvæðinu. Stærstu eftir-
skjálftarnir sem mælst hafa í kjöl-
farið voru báðir 2,7 að stærð og
varð annar þeirra skömmu eftir
miðnætti í gær en hinn klukkan að
ganga sex í gærmorgun. „Allir eft-
irskjálftarnir eru þarna á svipuðu
svæði í Vatnafjöllum,“ sagði Einar
Hjörleifsson, náttúruvársérfræð-
ingur hjá Veðurstofu Íslands, í
samtali við Morgunblaðið. Hann
segir skjálftana á svæðinu þó ekki
vera að aukast en fylgst sé grannt
með þeim.
„Skjálftinn varð á Suðurlands-
brotabeltinu og þetta er það sem
þeir kalla tektonískan skjálfta.
Þegar það losnar svona mikil
spenna í einu fylgja oft margir
eftirskjálftar og eru að finnast í
nokkra daga eftir á.“
Nokkrir stórir skjálftar hafa
einnig mælst við Bárðarbungu en
að sögn Einars mælast oft stærri
skjálftar á því svæði síðan eldgos
varð í Holuhrauni árið 2014.
Fylgst verði áfram með Bárðar-
bungu en þó sé ekki óalgengt að
þar séu stærri skjálftar.
Fjölmargir eftirskjálftar
riðið yfir við Vatnafjöll
- Stærstu 2,7 að stærð eftir stóra skjálftann á fimmtudag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hekla Skjálfti varð á fimmtudag um
7,5 km suður af Heklu.