Morgunblaðið - 13.11.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 13.11.2021, Síða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég held að eina leiðin sé að menn setjist niður og leysi þetta. Það getur enginn hugsað sér að búa við þetta,“ segir Bryndís Fanney Harðardóttir, landeigandi í Mýrdal. Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að andstaða hluta landeigenda í Reynisfjöru í Mýrdal réði því að þar hefði ekki verið settur upp öryggis- búnaður eins og áformað var fyrir nokkru. Banaslys varð í Reynisfjöru í vikunni. Bryndís segir að andstaðan sé að mestu bundin við einn aðila og telur að unnt sé að leysa málið. Hún ræddi í gær við Jónas Guðmundsson, verk- efnastjóra hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, og lagði til að boðað yrði til fundar með Veðurstofunni, almannavörnum, Landsbjörg og landeigendum svo hægt verði að koma öryggismálum í réttan farveg. „Jónasi leist vel á hugmyndina og ætlar að bera hana undir sitt fólk,“ segir Bryndís sem er einn af nokkr- um eigendum Reynishóla og Teiga- gerðis. Býður fram nettengingu Hún segir ástandið óviðunandi. „Það er ekki hægt að búa í samfélagi þar sem fólk deyr með þessum hætti. Sonur minn er í björgunarsveitinni og fyrsta útkall hans var að sækja lík úr sjónum þarna. Við getum ekki boðið börnunum okkar upp á þetta.“ Ragnar Sigurður Indriðason, bóndi á Görðum, segir að ekki hafi nokkur maður spurt sig um uppsetn- ingu öryggisbúnaðar. „Og það þó við eigum heima ofan í Reynisfjörunni. Við hefðum aldrei sett okkur upp á móti því, hvað svo sem hefði þurft að gera. Ég hef meira að segja komið þeim skilaboðum áleiðis að þeim væri velkomið að tengjast netinu í þessum fimm smáhýsum sem við er- um með ef á þarf að halda fyrir þenn- an búnað,“ segir Ragnar. Vilja ekki búa við óbreytt ástand - Landeigendur við Reynisfjöru í Mýrdal óska eftir fundi um uppsetningu öryggisbúnaðar á svæðinu Morgunblaðið/Hallur Már Reynisfjara Kona lést af slysförum í vikunni og öryggisbúnað skortir. Nýstárleg orlofshús skammt frá Hellu, við Heklurætur, hafa slegið í gegn. Fyrirtækið Panorama Glass Lodge rekur þar fjögur hús, þar sem svefnherbergið er í glerskála og hægt að njóta þar norðurljósa á stjörnubjörtum himni. Nóttin kostar um 65 þúsund krónur og eru húsin fullbókuð langt fram á næsta ár. Heitur pottur er við húsin, grill og hengirúm. Morgunblaðið/Árni Sæberg Orlofshús með glerskála uppbókuð langt fram á næsta ár Valgerður Ólafsdóttir, þroskasálfræðingur og framkvæmdastjóri Vel- ferðarsjóðs barna, lést á Landspítalanum 11. nóvember sl., 70 ára að aldri. Valgerður fæddist 4. október 1951. Foreldrar hennar voru Ólafur Ólafsson, f. 20 júní 1925, d. 10. maí 2011, og Svanhildur Marta Björnsdóttir, f. 10. ágúst 1924, d. 17. mars 2015. Stjúpfaðir hennar var Kristján Davíðsson myndlistar- maður, f. 28. júlí 1917, d. 28. maí 2013. Bræður Valgerðar eru Einar Sebast- ian, f. 22. maí 1962, og Kjartan, f. 17. júlí 1967. Bróðir hennar sammæðra og sonur Kristjáns Davíðssonar er Björn Davíð, f. 30. mars 1961. Eftirlifandi eiginmaður Valgerðar er Kári Stefánsson, læknir og for- stjóri Íslenskrar erfða- greiningar, f. 6. apríl 1949. Börn Valgerðar og Kára eru Ari, f. 13. október 1971, Svanhild- ur, f. 18. desember 1976, og Sólveig, f. 12. maí 1984. Börn Ara og eigin- konu hans, Kristínar Bjarkar Jónasdóttur, f. 7. febrúar 1974, eru Katrín, f. 24. nóvember 2004, Ísól, f. 15. desem- ber 2007, og Katla, f. 12. apríl 2010. Börn Svanhildar og eiginmanns hennar, Davids Roberts Merriams, f. 9. október 1975, eru Markús Kári, f. 8. ágúst 2006, Alex- ander Róbert, f. 3. desember 2009, og Leó Kristján, f. 26. desember 2014. Sambýlismaður Sólveigar er David Lea, f. 22. september 1971. Útförin verður auglýst síðar. Andlát Valgerður Ólafsdóttir Best Sabinal Hotel **** Roquetas de Mar ALMERÍA 06. - 16. júní Flug og gisting á góðu hóteli staðsettu alveg við ströndina í Roquetas de Mar. Hálft fæði innifalið í verði Hálft fæðiinnifalið íverði www.sumarferdir.is info@sumarferdir.is | 514 1400 Mediterraneo Bay Hotel **** TENERIFE hóteli staðsettu við ströndina. verð frá 99.900kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn 06. - 16. júní verð frá 124.900kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn Roquetas de Mar ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.