Morgunblaðið - 13.11.2021, Page 10

Morgunblaðið - 13.11.2021, Page 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Deloitte mun flytja úr Turninum í Kópa- vogi sem er kenndur við fyrirtækið. Það mun þó ekki flytja langt því gerður hefur verið samningur við fasteignafélagið Íþöku um leigu á tveimur efstu hæðunum í skrifstofu- og þjónustuhúsi sem reist verð- ur við Dalveg. Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin í gær. Íþaka hyggst reisa þrjár byggingar á lóð þar sem Gróðrarstöðin Storð var áður með starfsemi sína. Deloitte-húsið verður stærst, fimm hæða. Ekki liggur fyrir hvaða starfsemi verður á neðri hæðunum. Ekki hefur heldur verið gengið frá samn- ingum um leigu á hinum tveimur hús- unum. Ólafur Ingi Ólafsson, þjónustustjóri Íþöku, segir að þetta sé vinsæll staður og hafi margir sýnt áhuga á húsnæði. Fyrirtækið hefur stækkað Deloitte hefur verið í Turninum í Kópa- vogi í rúm 13 ár. Þorsteinn Pétur Guð- jónsson forstjóri bendir á að miklar breyt- ingar hafi orðið síðan. Starfsemin sé orðin fjölbreyttari og starfsfólki hafi fjölgað. Þá hafi þarfir starfsfólksins breyst með breyttu vinnuumhverfi. Hann bætir því við að starfsemin og vinnuumhverfið muni halda áfram að þróast. „Það er mikil tilhlökkun hjá okkur að komast í nýtt húsnæði,“ segir Þorsteinn Pétur. Deloitte flytur innan hverfisins - Íþaka fasteignafélag byggir þrjú hús á lóð Gróðrarstöðvarinnar Storðar við Dalveg í Kópavogi Tölvuteikning/ASK arkitektar Við Dalveg Fasteignafélagið Íþaka mun reisa þrjú hús á lóðinni þar sem Gróðrarstöðin Storð stóð áður. Hús Deloitte er lengst til vinstri. Tölvuteikning/ASK arkitektar Dalvegur 30 Deloitte tekur á leigu tvær efstu hæðirnar í stærsta húsinu á lóðinni. Ljósmynd/Íþaka Skóflustunga Endurskoðendur hjá Deloitte með framkvæmdastjóra Íþöku, f.v.: Signý Magn- úsdóttir, Þorsteinn Pétur Guðjónsson, Gunnar Valur Gíslason, Íþöku, og Pálína Árnadóttir. Alþjóðadagur sykursjúkra 14. nóvember diabetes.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.