Morgunblaðið - 13.11.2021, Qupperneq 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Bækur
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA
fyrir kl. 16 mánudaginn 29. nóvember
SÉRBLAÐ
Í blaðinu verður umfjöllun um nýjar bækur,
rætt við rithöfunda og birtir kaflar
úr fræðiritum og ævisögum.
–– Meira fyrir lesendur
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 3. desember
fyrir jólin
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Framkvæmdir eru hafnar við upp-
byggingu fyrsta áfanga Móabyggð-
ar, nýs 450 íbúða hverfis í Þorláks-
höfn. Aðstandendur verkefnisins
telja að þetta sé eitt af stærstu
íbúðaverkefnum á Suðurlandi og
mögulega á landinu öllu, utan höfuð-
borgarsvæðisins.
Þróunarfélagið Hamrakór ehf.
stendur að uppbyggingunni. Alls
verða 78 íbúðir í fyrsta áfanga, í ell-
efu lágreistum fjölbýlishúsum. Íbúð-
irnar í hverfinu verða tveggja til
fjögurra herbergja, 60 til 95 fermetr-
ar að stærð.
Mikil eftirspurn eftir húsnæði
Þær verða í nokkrum kjörnum
sem tengjast saman með vistgötum.
Sérstaklega er hugað að vistvænni
uppbyggingu, að því er fram kemur í
tilkynningu Hamrakórs um verkefn-
ið. Áætlað er að sala nýrra íbúða geti
hafist fljótlega á nýju ári. Mikil eftir-
spurn hefur verið eftir húsnæði í
Þorlákshöfn og nýlega kom upp sú
staða að ekki var neina lóð að fá og
engar fasteignir til sölu.
Samhliða uppbyggingu nýja
hverfisins mun sveitarfélagið Ölfus
ráðast í byggingu nýs leikskóla,
stækka grunnskólann og byggja upp
í þágu aldraðra íbúa.
Tölvuteikning/Hamrakór
Móabyggð Fyrsti áfangi Móabyggðar mun líta þannig út. 78 íbúðir verða í lágum fjölbýlishúsum.
Hafin er uppbygging
450 íbúða hverfis
- Allar voru uppseldar og engin íbúð til sölu í Þorlákshöfn
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Skóflustunga Elliði Vignisson bæjarstjóri, Grétar Ingi Erlendsson, for-
maður bæjarráðs, og til hægri eru eigendur Hamrakórs, Gísli Steinar Gísla-
son, Jón H. Erlendsson og Jóhann Pétur Reyndal.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Svæðisráð suðursvæðis Vatnajökuls-
þjóðgarðs var með hugmyndir í
fyrrahaust um að banna veiðar í
drögum að verndaráætlun fyrir
Breiðamerkursand. Áki Ármann
Jónsson, formaður Skotveiðifélags
Íslands (Skotvís) og líffræðingur,
segir að svæðisráðinu hafi verið bent
á að með því færi það langt út fyrir
sitt hlutverk. Fallið var frá þessum
hugmyndum.
Morgunblaðið sagði í gær frá
lögfræðiáliti vegna takmörkunar á
hreindýraveiðum á austursvæði
Vatnajökulsþjóðgarðs. Samkvæmt
álitinu eru þessar takmarkanir ekki í
samræmi við lög og reglugerð um
þjóðgarðinn.
„Svæðisráð suðursvæðis var að
velta því fyrir sér hvort leyfa ætti
hreindýraveiðar á Breiðamerkur-
sandi eða ekki og eins hvort þar ætti
að banna gæsaveiðar,“ sagði Áki.
Hann kvaðst hafa skoðað málið og
komist að því að engin lagaheimild
var fyrir því að setja slíkt veiðibann í
stjórnar- og verndaráætlun. Auk
þess hefði ekki verið heimilt að refsa
fyrir möguleg brot á slíku banni.
Ákvæði um veiðar eru þegar til
„Sjálfbær nýting og veiðar eru
heimilar innan þjóðgarðsins. Það
gilda sérstök lög um veiðar. Það er
hlutverk Náttúrufræðistofnunar Ís-
lands (NÍ) og Umhverfisstofnunar
(UST) að kanna sjálfbærni veiða úr
dýrastofnum og ráðleggja um veiðar.
Það þarf ekki sérstaka veiðistjórnun
þjóðgarða,“ sagði Áki. Skotvís aflaði
óformlegs lögfræðiálits á fyrirhug-
uðu banni við veiðum á Breiðamerk-
ursandi. Niðurstaðan var að svæð-
isráðið hefði ekki heimild til að
banna veiðar.
Skotvís hefur átt í viðræðum við
Umhverfisstofnun um friðlýsingar.
Áki segir að oft hafi verið farið út
fyrir yfirlýst markmið friðlýsinga
þegar því hefur verið hnýtt við að
skotveiðar séu bannaðar. „Þótt land-
eigandi vilji friðlýsa land sitt og setja
veiðibann inn í friðlýsinguna þá kem-
ur veiðibannið Umhverfisstofnun
ekkert við. Landeigandinn hefur
alltaf heimild til að banna veiðar á
sínu landi. Það hvort á að friðlýsa
landsvæði t.d. vegna sérstakra jarð-
myndana kemur veiðum ekkert við,“
sagði Áki. Hann kvaðst óttast að
Umhverfisstofnun og Vatnajökuls-
þjóðgarður væru að skjóta sig í fót-
inn með því að banna veiðar þar sem
slíkt bann nýtur ekki lagastoðar eða
tengist ekki tilgangi friðlýsingar.
„Fólk fær þá á tilfinninguna að
þjóðgarðar og friðlýst svæði þýði
mikil og víðtæk bönn. Það verður þá
andvígt þjóðgörðum og friðlýstum
svæðum,“ sagði Áki.
Þjóðgarðar eiga sér langa sögu í
Bandaríkjunum. Áki segir að yfir-
leitt séu veiðar heimilar í þeim, nema
ef veiðarnar eru taldar ógna sjálf-
bærni dýrastofnna eða öryggi gesta.
Þá er tekið fyrir veiðar á tilteknum
svæðum. „Við bentum á það í um-
ræðunni um Breiðamerkursand að
villt dýr eru almennt ekki hrifin af
ferðamönnum. Ef ferðamenn eru
margir á svæði þá forða dýrin sér og
þá verður ekkert veitt þar,“ sagði
Áki.
Ekki þjóðgarða
að stýra veiðum
- Skotvís gerði athugasemd við áform
svæðisráðs á Breiðamerkursandi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Breiðamerkursandur Jökulsárlón
er þekktur staður á þeim slóðum.
Kynning verður á bókinni Guðni á
ferð og flugi í Kakalaskála á
Kringlumýri í Skagafirði kl. 14 á
morgun, sunnudag. Þar mætir
Guðni Ágústsson fv. landbún-
aðarráðherra með bók sína ásamt
Guðjóni Ragnari Jónassyni, sem
skrásetti hana. Auk þeirra félaga
kemur Geirmundur Valtýsson tón-
listarmaður með harmonikuna og
leikur fyrir gesti skálans.
Í bókinni fer Guðni með lesand-
ann í ferðalag um hinar dreifðu
byggðir Íslands og heimsækir fólk
af öllu tagi. Fyrir utan að vera
skemmtilegir og forvitnilegir við-
mælendur fæst það við spennandi
og oft og tíðum nýstárleg við-
fangsefni sem styrkja lífið í sveit-
unum.
Guðni verður
á flugi í
Kakalaskála
Bústólpi Guðni Ágústsson og for-
ystukindin Elding frá Grobbholti.