Morgunblaðið - 13.11.2021, Page 20
minna mæli milli
bólusettra og þeir
veikist ekki jafn
hastarlega og
hinir óbólusettu
fái þeir veiruna.
Tölurnar bera því
vitni.
Már Kristjáns-
son, yfirmaður
smitsjúkdómadeildar Land-
spítala, lýsir í viðtali við
mbl.is í gær ástandinu vegna
innlagna út af kórónuveir-
unni. Hátt í helmingi fleiri
starfsmenn þurfi til að gæta
megi smitvarna. Á A7-
deildinni séu venjulega um
42 starfsmenn, en um 74
þurfi til að reka deildina
vegna flókinnar umönnunar
sjúklinga og krefjandi
vinnuaðstæðna.
Vissulega ber að hafa sam-
úð með þessu sjónarmiði, en
um leið vaknar sú spurning
hvers vegna viðbúnaður sé
ekki einfaldlega fyrir hendi.
Baráttan við veiruna hefur
nú staðið síðan snemma árs
2020 og ætti því að vera orð-
ið kunnuglegt hvað þarf til
þannig að hún eigi erfiðara
með að koma aftan að okkur.
Þegar í gær var farið að af-
lýsa ýmsum viðburðum
vegna hertra samkomutak-
markana. Miðar höfðu rok-
selst á jólatónleika og aðra
viðburði. Margfrestaðar
uppákomur voru loks komn-
ar á dagskrá. Það verður
þungt högg fyrir marga
þurfi á nýjan leik að fara að
fresta og afboða viðburði.
Íþróttafélög mega vart við
því að fara aftur í þann gír að
láta leiki fara fram fyrir
tómu húsi.
Ekki er ólíklegt að kostn-
aðurinn fyrir þjóðfélagið af
því að setja allt í lás sé meiri
en að tryggja að spítalinn
geti brugðist við þegar smit-
um fjölgar. Ef spurningin
snýst um mannskap má
skoða hvort ekki sé hægt að
leita víðar en nú er gert.
Það er ekki auðvelt að eiga
við kórónuveiruna og hingað
til hefur það að mörgu leyti
gengið farsællega. Færri
hafa látist af völdum veir-
unnar en víðast hvar annars
staðar og þá hefur víða verið
gripið til mun harkalegri
takmarkana en gert hefur
verið á Íslandi, þótt þær hafi
verið lýjandi.
Grundvallarviðmiðið þeg-
ar gripið er til aðgerða af
þessu tagi hlýtur hins vegar
ávallt að vera að þær afstýri
meira tjóni en þær valda.
Kórónu-
veiran
ætlar að
halda áfram að
gera okkur lífið
leitt. Smitum hef-
ur farið fjölgandi
í haust, ekki bara
hér á landi, held-
ur allt í kringum
okkur. Í Þýskalandi er talað
um að delta-vetur sé í aðsigi
og átt við hið smitgjarna af-
brigði veirunnar, sem kennt
er við gríska bókstafinn. Þar
er skuldinni skellt á bólu-
setningarfælni Þjóðverja og
sagt að það greiði fyrir út-
breiðslunni hvað margir vilji
ekki láta bólusetja sig.
Lönd verða hins vegar
ekki stikkfrí þótt betur hafi
gengið að bólusetja en í
Þýskalandi. Í fréttum var
sagt að Hollendingar hefðu
riðið á vaðið í gærkvöldi með
fyrstu samkomutakmörk-
unum vetrarins. Þær eiga að
standa í þrjár vikur. Þar eru
tilfellin komin yfir 16 þúsund
á dag.
Íslensk stjórnvöld urðu
fyrri til í gær að lýsa yfir
nýjum reglum um samkomu-
takmarkanir, þótt þær séu
ekki jafn harkalegar og í
Hollandi. Hér mega að há-
marki 50 manns koma saman
án takmarkana og 500
manns að undangengnu
smitprófi.
Rökin eru þau sömu í Hol-
landi og hér. Haldi fram sem
horfi muni sjúkrahúsin ekki
ráða við ástandið.
Þar líkt og hér eru smit af
völdum kórónuveirunnar
mun algengari meðal þeirra,
sem eru óbólusettir, en
hinna bólusettu.
Birting talna um smit, inn-
lagnir á sjúkrahús og fjölda í
gjörgæslu getur blekkt
vegna lítils munar á fjölda
bólusettra annars vegar og
óbólusettra hins vegar. Hin-
ir óbólusettu eru aftur á móti
svo miklu færri en þeir, sem
hafa látið bólusetja sig, að
það er augljóst að veiran er
mun atkvæðameiri takist
henni að stinga sér niður
meðal hinna fyrrnefndu.
Það er gremjulegt að enn
skuli þurfa að grípa til tak-
markana. Þótt smitum fari
fjölgandi er fjöldi þeirra,
sem þurft hefur að leggja inn
á sjúkrahús, ekki mikill.
Hlutfall innlagna miðað við
smit sýnir virkni bólusetn-
ingarinnar.
Það hefur margkomið
fram að veiran smitast í
Grundvallarviðmiðið
þegar gripið er til
aðgerða af þessu
tagi hlýtur hins veg-
ar ávallt að vera að
þær afstýri meira
tjóni en þær valda}
Enn gripið til aðgerða
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
M
ér hefur þótt ólíðandi að
horfa upp á hvernig þjón-
ustu- og nýsköpunarsvið
Reykjavíkurborgar (ÞON)
hefur farið með fjármagn
borgarbúa í þessa uppgötvunar- og tilrauna-
starfsemi þegar þess hefur ekki þurft þegar
kemur að stafrænni umbreytingu. Stafrænar
lausnir eru framtíðin. Um það er ekki deilt
og þörf fyrir stafrænar lausnir er brýn fyrir
þjónustuþega og starfsfólk til að einfalda
ferla og liðka fyrir þjónustu.
Það eru meira en þrjú ár síðan hin staf-
ræna vegferð Reykjavíkurborgar hófst. Í
málaflokkinn hafa verið settir 10 milljarðar á
þremur árum sem virðast að mestu hafa far-
ið í þenslu á í þjónustu- og nýsköpunarsvið-
inu sjálfu, t.d. margvíslegar innri breytingar,
stækkun húsnæðis, húsbúnað og ráðningu tuga sér-
fræðinga.
Þegar farið er yfir verkefnastöðu þjónustu- og ný-
sköpunarsviðs má glöggt sjá að ekki liggja fyrir skýr
verkefnatengd markmið með nákvæmri tíma- og fram-
kvæmdaáætlun. Flest verkefni hafa verið og eru enn í
einhvers konar tilrauna- og þróunarfasa eins og verið
sé að finna upp hjólið. Þarna hefur verið farið með fé
af lausung í stað þess strax í byrjun að leita að lausn-
um sem þá þegar voru til og farnar að virka. Í stað
þess að festa sig í tilrauna- og þróunarfasa á lausnum
sem eru allt um kring hefði verið hagkvæm-
ast að eiga samvinnu við Stafrænt Ísland í
upphafi þessarar vegferðar.
Sveitarfélagið Reykjavík hefur enga sér-
stöðu. Það eru sömu þarfir sem þarf að
uppfylla hjá notendum og því mikilvægt að
koma sér saman um stafrænar lausnir.
Fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn hef-
ur gagnrýnt þetta í bráðum eitt ár, með
bókunum, blaðaskrifum og fyrirspurnum, og
lifir enn í þeirri von að dropinn holi stein-
inn.
Á þriðjudaginn 16. nóvember mun fulltrúi
Flokks fólksins leggja fram tillögu í borg-
arstjórn um að samþykkt verði að gera
breytingar á skipuriti og innra skipulagi
þjónustu- og nýsköpunarsviðs sem miða að
því að leitað verði eftir auknu samstarfi við
Stafrænt Ísland og island.is um stafræna þróun borg-
arinnar, innskráningu notenda í gegnum island.is og
sameiginleg innkaup á tækjabúnaði og hugbúnaðar-
leyfum. Með þessum breytingum verði lögð enn meiri
áhersla á að stafræn umbreyting auðveldi aðgengi
borgarbúa að rafrænni þjónustu á vefjum borgarinnar
í stað þess að stór hluti fjármagnsins fari í innri um-
breytingar á sviðinu sjálfu eða í tilrauna- og þróunar-
fasa sem engan endi virðist ætla að taka.
Kolbrún
Baldursdóttir
Pistill
Reykjavíkurborg vill finna upp hjólið
Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
F
orsvarsmenn heildar-
samtaka og stéttarfélaga
launafólks bregðast hart
við þeirri afdráttarlausu
afstöðu ríkisins að sóttkví verði ekki
jafnað til veikinda í orlofi og það
réttlæti ekki frestun á orlofstöku ef
launamenn lendi í sóttkví, hvorki
samkvæmt lögum né kjarasamn-
ingum.
Þessu eru forystumenn laun-
þega algerlega ósammála, starfsfólk
eigi ekki að þurfa að eyða frídögum
sínum þó það sæti sóttkví í faraldri
kórónuveirunnar. Hvetja þeir yfir-
völd til að endurskoða þessa afstöðu
sína og ætla að skoða, væntanlega
fljótlega í næstu viku, hvort nauð-
synlegt sé að láta reyna á það fyrir
dómstólum hvort túlkun ríkisins
standist skoðun. „Ég geri ráð fyrir
því að við munum með einum eða
öðrum hætti láta reyna á þetta. Það
er ekkert annað í spilunum þegar af-
staðan er þetta hvöss,“ segir Friðrik
Jónsson, formaður BHM, í samtali
við Morgunblaðið. Samtök launa-
fólks og ríkið séu algerlega á önd-
verðri skoðun um þetta og pattstaða
komin upp.
Samræmist ekki samningum
Öll heildarsamtök launafólks,
BHM, ASÍ, BSRB, KÍ og Félag ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga og
Læknafélag Íslands sendu í seinasta
mánuði kjara- og mannauðssýslu
ríkisins sameiginlegt erindi og segja
að borið hafi á því að ríkisstofnanir
neiti að breyta orlofsskráningu
starfsfólks sem hefur þurft að sæta
sóttkví á meðan það var í sumarfríi.
Stofnanirnar hafi svarað starfsfólki
því að tími í sóttkví teljist til orlofs.
Telja samtök launafólks þessa túlk-
un hvorki samræmast lögum né
ákvæðum kjarasamninga. Ein-
staklingur í sóttkví sé meðhöndlaður
líkt og hann sé sýktur þar til annað
komi í ljós og þurfi að sæta ýmsum
takmörkunum meðan á sóttkví
stendur. Honum sé t.d. bannað að
umgangast annað fólk, nota almenn-
ingssamgöngur og vera í fjölmenni
og gefi augaleið að starfsmaður í
sóttkví geti tæplega notið þess að
vera í orlofi.
Í svarbréfi kjara- og mannauðs-
sýslunnar 9. nóvember segir að af-
staða fjármálaráðuneytisins sé
óbreytt og hafni því að endurskoða
þessa afstöðu sína til þess hvernig
standa skuli að orlofsskráningu þeg-
ar starfsmanni er gert að sæta
sóttkví á meðan hann er í orlofi. Er
þessi afstaða rökstudd í ítarlegu
máli.
Í fréttatilkynningu frá BHM í
gær er lýst verulegum vonbrigðum
með þetta svar ráðuneytisins. Haft
er eftir Friðriki að það skjóti skökku
við að á sama tíma og verið er að
herða eina ferðina enn á sóttvarna-
aðgerðum ætli ríkið „að ganga fram
af hörku og óbilgirni í túlkun sinni.
Það gengur beinlínis gegn mark-
miðum takmarkana og dregur úr
nauðsynlegri samstöðu,“ segir hann.
Í svarbréfi ráðuneytisins er rifj-
að upp að fjármála- og efnahags-
ráðherra hafi við upphaf faraldurs-
ins lýst yfir að starfsmenn ríkisins
skyldu eiga rétt til launa kæmi til
þess að þeir færu í sóttkví. Það hafi
einnig verið afstaða ráðuneytisins að
orlofsskráning ætti að standa
óbreytt. Viðkomandi starfsmaður
teljist ekki veikur í skilningi kjara-
samninga og orlofslaga. Ástæður
sem réttlæti frestun töku orlofs séu
tæmandi taldar bæði í lögum og
kjarsamningum. Þá teljist sóttkví
ekki til veikinda í sóttvarnalögum.
Takast á um skerð-
ingu frídaga í sóttkví
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Beðið eftir skimun Forsvarsmenn launþega halda því fram að ein-
staklingur í sóttkví sé meðhöndlaður líkt og hann sé sýktur.
Spurður hvort ágreiningurinn
um réttarstöðu starfsfólks sem
þarf að sæta sóttkví í orlofi sínu
eigi við um allan vinnumark-
aðinn segir Friðrik Jónsson, for-
maður BHM, að það hljóti að
vera mikilvægt, þegar ýmist er
verið að herða eða slaka á sótt-
varnareglum, að sameiginlegur
skilningur liggi fyrir á þessu.
Launþegasamtökin telji engan
vafa leika á hvernig beri að
túlka þetta en ríkið sé algerlega
á öndverðum meiði. Það hljóti
að hafa áhrif á hvernig almenni
markaðurinn túlkar veik-
indarétt. Ef ríkið hafi gefið þá
línu að túlka eigi þetta eins
þröngt og hægt er þá sé viðbúið
að almennir atvinnurekendur
horfi til þess. Mikilvægt sé að
fundin verði skynsamleg nið-
urstaða.
Brýnt að
skera úr
Á ÖNDVERÐUM MEIÐI