Morgunblaðið - 13.11.2021, Side 23

Morgunblaðið - 13.11.2021, Side 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021 GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR MELTINGUNA Í sögulegu samhengi má ætla að eftir FIDE Grand Swiss- mótið í Riga, sem lauk um síðustu helgi, hafi Alireza Firouzja haslað sér völl með svip- uðum hætti og örfáir aðrir hafa gert allt frá því að Paul Morphy kom fram á sjónarsviðið upp úr miðri 19. öld. Nefna má Capa- blanca, Tal, Fischer, Karpov, Kasp- arov, Magnús Carlsen og nú þenn- an 18 ára gamla Írana sem er einn fjögurra skákmanna sem tryggt hafa sér þátttökurétt í áskor- endamótum/einvígjum innan við tvítugt. Hinir eru Spasskí (1955), Fischer (1958, 1962) og Kasparov (1982). Firouzja var með vinnings for- skot í Riga þegar þrjár umferðir voru eftir en tapaði þá fyrir Caru- ana. Í 10. umferð vann hann David Howell, náði efsta sætinu aftur sem hann tryggði svo með jafntefli í lokaumferðinni. Lokastaða efstu manna: 1. Firouzja 8 v. (af 11). 2.-3. Caruana og Oparin 7½ v. Í 4.-16. sæti komu skákmenn sem fengu 7 vinninga. Hjörvar Steinn Grétars- son hlaut fjóra vinninga af 11 mögulegum og endaði í 91.-103. sæti af 108 keppendum. Í áskorendakeppninni sem fram fer á næsta ári hafa unnið sér keppnisrétt Firouzja, Caruana, Karjakin, Duda og Radjabov. Á lista átta keppenda sem munu tefla tvöfalda umferð eiga eftir að bæt- ast tveir efstu menn frá FIDE Grand Prix Berlín í febrúar nk. og sá sem tapar í HM-einvígi Magn- úsar Carlsens og Nepomniachtchi sem hefst í Dubai í lok nóvember. Skákir Firouzja voru margar spennandi og grannt var fylgst með viðureign hans í næstsíðustu um- ferð: FIDE Grand Swiss; 10. umferð: Alireza Firouzja – David Howell 28. Rxh6+! Óvæntur og erfiður leikur fyrir Howell sem var í tímahraki. 28. … gxh6 29. Bxg6 Bxg3 30. Hxe8+ Hxe8 Í þessari stöðu er einfaldast að leika 31. fxg3 og eftir 31. … fxg6 3. Bxf6 er hvíta staðan tiltölulega létt unnin. En Firouzja taldi sig hafa fundið betri leik. 31. Df3? 31. … Dc6! Frábær varnarleikur Howells sem átti vart meira en 30 sek- úndur eftir á klukkunni. 32. Hxc6 er svarað með 32. … He1 mát. 32. Bc2 Bb8? Furðu slakur leikur. Hann gat fengið hrók og tvo létta fyrir drottninguna með 32. … Be5, t.d. 33. Bh7+ Rxh7 34. Hxc6 Bxc6 35. Dg4+ Kh8 36. Bxe5+ Hxe5 37. Df4 f6 sem ætti að duga til jafn- teflis. Hinn leikurinn aðeins síðri er 32. … Dxc2 33. Dxg3 Dg6 34. Dxg6+ fxg6 34. Bxf6 h5 sem gef- ur jafnteflismöguleika. 33. Dxf6 Dxf6 34. Bxf6 Hc8 35. Bc3 d4 Kannski var þetta hugmyndin því að 36. Bxd4 er svarað með 36. … Bf4! 37. Be3 Bxe4 38. fxe3 Bf5! o.s.frv. 36. Bd2! Kg7 37. Bd3 Hxc1 38. Bxc1 h5 39. h4 Bc6 40. g3 Bd7 41. Kf1 Be5 42. Ke2 Bg4 43. Kd2 Bd7 44. Kc2 Be6 45. Bb5 Bb3 46. Kd3 Kg6 47. Bd7 Bd1 48. Bd2 f5 49. Bf4 Bg7 50. Bd6 Bf6 51. Be8 Kh6 52. Bc5 D4-peðið fellur og staða svarts er vonlaus. 52. … f4 53. Bxd4 Bd8 54. Kd2 Bb3 55. Be5 fxg3 56. fxg3 Ba5 57. Kc1 – og Howell gafst upp. EM landsliða í Slóveníu Íslendingar sendu lið í kvenna- flokk og opinn flokk EM landsliða sem hófst í gær í Terme Catez í Slóveníu. Í opna flokknum tefla í borðaröð: Hjörvar Steinn Grét- arsson, Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Áss Grétarsson og Guðmundur Kjartansson og í kvennaflokknum Lenka Ptacnikova, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Lisseth Acevedo og Hrund Hauksdóttir. Liðsstjóri er Margeir Pétursson. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Nú er svokallað haust samkvæmt dagatali liðið og vetur á innleið. Því fylgir sá vandi fólks að komast um borg og land. Margir telja að til að geta ekið bifreið um að vetri til þurfi menn nagladekk. Gamall áróður sem í dag er úreltur. Gæði dekkja hafa margfaldast og aukinn snjómokstur líka. Þurfum við þá nagla líka? Mitt mat er þvert nei. Fyrir fimm árum þurfti ég að fá mér dekk og í það skiptið fór ég að ræða við seljandann um hvað kæmi í stað naglanna. „Góð vetrardekk“ var svarið. Og mikið rétt. Ég hafði átt vetrardekk með nöglum og trúði að svona ætti þetta að vera, en hávaðinn af nöglunum allan veturinn var farinn að valda mér verulegum óþægindum. Og viti menn. Ég komst allra minna ferða án nagla á mínum heilsársdekkjum. Hafði maður þá verið hafður að fífli með því að trúa að dekk þyrftu að vera negld? Næsta spurning var svo: Hvað með að komast út á land, yrði það ekki vandamál? Nú var rúllað í sveitina og á leiðinni fór fram dekkjahreinsun með tjöruhreinsi. Þannig áttu dekkin að gera mun meira gagn í hálku. En viti menn. Okkar fjallvegur í rúmra 400 metra hæð var svo vel skafinn að engin vandamál komu upp. Nú eru liðin fimm ár og enn höfum við ekki orðið fyrir neinum vandræðum við að vera laus við naglana. Ég tel að fræðslu um notkun nagla þurfi að efla verulega. Tökum slit á malbiki, hávaðamengun og svo glansandi dekk af tjöruhræru með salti. Hægt er að kanna alla færð á netinu og sjá á myndavélum hvernig færðin er svo fólk geti hagrætt sín- um akstri. Ég hef næstum aldrei þurft að breyta áætlun og alls ekki vegna hálku heldur vegna skafla sem loka vegi eða ofan- komu í líki stórhríðar. Tjara á dekkjum veldur vandræðum. Væri ekki saltað myndi tjörulagið á dekkjum dragast saman og auka aksturshæfni bifreiða. Tökum höndum saman og gefum nöglum frí því þeir valda meiri skaða en hjálp við akstur. Naglar auka við svifryk í and- rúmsloftinu, sem er líka mikið vandamál og er oft hluti af alvar- legri loftmengun í Reykjavík þegar svifryk fer yfir mörk. Upp- spænd tjara og slit sem er ekki hollt til innöndunar. Margir líða við slíkar aðstæður. Þess er ekki þörf ef fólk skoðar sín dekkja- mál með virðingu fyrir umhverfi og öðru fólki. Þetta mál er hluti af loftslagsáherslum á alþjóðavísu og gætum við lagað þessa mengun sem af nöglum hlýst væri það stór plús í kladd- ann á afrekaskrá Íslendinga í verndun loftslagsins. Eru nagladekk nauðsynleg? Eftir Þórunni Sveinbjörnsdóttur » Tjara á dekkjum veldur vand- ræðum; ef ekki væri saltað myndi tjörulag- ið á dekkjum dragast saman og auka akst- urshæfni bíls- ins. Þórunn Sveinbjörnsdóttir Höfundur er fv. form. LEB og áhugamaður um umhverfisvernd. Benedikt Gröndal eldri, eins og hann er oft nefndur til aðgreiningar frá dóttursyni sín- um, fæddist 13. nóvember 1762 í Vogum við Mývatn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þórarinsson, prestur þar, f. 1711, d. 1791, og Helga Tómasdóttir, f. 1715, d. 1785. Eftir nám í Hólaskóla og störf sem skrif- ari á Hólum og hjá amtmanni á Innra- Hólmi fór Benedikt í nám við Kaup- mannahafnarskóla. Þar tók hann sér ætt- arnafnið Gröndal. Hann hóf nám í grísku og latínu en lauk síðan námi í lögum 1791. Meðan á náminu stóð var hann skrifari Lærdómslistafélagsins. Þegar heim var komið varð Benedikt varalögmaður sunnan og austan. Magnús Ólafsson lögmaður dó í janúar árið 1800 og varð Benedikt þá lögmaður. Það stóð þó skammt því sama ár var lögmannsemb- ættið lagt niður en Benedikt varð dómari í landsyfirrétti. Hann varð handgenginn Jörundi hundadagakonungi í valdatöku hans, en varð sjúklingur eftir það. Hann gegndi þó dómarastöðunni til 1817, þegar hann fékk lausn vegna veikinda. Benedikt var eitt helsta skáld sinnar tíð- ar og var einnig duglegur þýðandi, þýddi m.a. margar ritgerðir í ritum Lærdóms- listafélagsins. Hann er fyrsti Íslending- urinn svo vitað sé til að þýða ljóð úr grísku. Kona Benedikts var Þuríður Ólafsdóttir, f. 1763, d. 1839. Þau bjuggu lengst af í Nesi við Seltjörn og síðast í Reykjavík. Dætur þeirra voru Helga, kona Sveinbjarnar Eg- ilssonar, rektors og þýðanda, og Ragnhild- ur, kona Stefáns Gunnlaugssonar land- fógeta. Benedikt lést 30. júlí 1825. Merkir Íslendingar Morgunblaðið/Birkir Fanndal Benedikt Gröndal Mývatn Benedikt Gröndal eldri fæddist í Vogum við Mývatn og ólst þar upp. Morgunblaðið/Heimasíða FIDE Firouzja sigurvegari FIDE Grand Swiss 1. sæti Firouzja ásamt Dvorkovich forseta FIDE lengst t.v. og Bachar Kouatly varaforseta FIDE.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.