Morgunblaðið - 13.11.2021, Page 28

Morgunblaðið - 13.11.2021, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021 ✝ Hrafnhildur Guðmunds- dóttir fæddist á Patreksfirði 3. nóvember 1946. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Vestfjarða á Pat- reksfirði 4. nóv- ember 2021. For- eldrar hennar voru Guðmundur Kristinn Krist- jánsson, f. í Bjarnareyjum á Breiðafirði 20. júlí 1900, d. 22. ágúst 1959, og Ingveldur Gísla- dóttir, f. í Rauðseyjum á Breiðafirði 4. apríl 1904, d. 21. febrúar 2005. Systkini hennar eru: Gísli Briem, f. 1925, d. 2014; Kristján, f. 1927, d. 1974; Gyða, f. 1928, d. 2002; Höskuldur, f. 1929; Erlingur, f. 1931 d. 2014; Kristín, f. 1932, d. 2006; Ólína, f. 1936; Ragna, f. 1938; Jón Sig- urður, f. 1940. Samfeðra er Magnús Benedikt Guðni, f. 1920, d. 2005. Hrafnhildur giftist Sæmundi Hólm Jóhannssyni bílstjóra frá Barðaströnd, f. 24. febrúar 1943. Börn þeirra eru: 1) Björg, f. 27. apríl 1967. Sam- býlismaður Brynjar Finnsson. Björg á tvö börn og 3 barna- börn, Brynjar á 5 börn frá fyrra hjónabandi og 6 barna- börn. 2) Guðmundur Jóhann, f. 17. mars 1970. Giftur Eygló Hreiðarsdóttur, þau eiga 4 dætur og 1 barnabarn. 3) Fríða Eyrún, f. 27. febrúar 1974. Gift Matthíasi Ágústssyni, hann á tvær dætur frá fyrra hjóna- bandi og 4 barnabörn. 4) Jenný Kristín, f. 1. júlí 1976. Sam- býlismaður Erlendur Gíslason, þau eiga eina dóttur og Er- lendur á eina dóttur frá fyrra sambandi og 1 barnabarn. Hrafnhildur ólst upp á Pat- reksfirði og bjó þar alla tíð. Með húsmóðurstörfum vann hún við verslunarstörf en lengst af við fiskvinnslu. Útför Hrafnhildar fer fram frá Patreksfjarðarkirkju í dag, 13. nóvember 2021, og hefst athöfnin klukkan 14. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Mig langar að senda inn nokk- ur orð um hana Hrafnhildi okk- ar. Hrafnhildur átti svo sannar- lega mikinn þátt í uppvexti mínum þar sem ég bjó næstum heima hjá henni upp að 16 ára aldri, enda vorum við Fríða sjaldan hvor án annarrar eftir að við kynntumst við að smakka saman á sandinum á róló. Hrafn- hildur passaði vel upp á sína og dekraði okkur iðulega í bak og fyrir. Uppáhaldsafmælisveisl- urnar voru heima hjá Fríðu þar sem Hrafnhildur var þá búin að hrista fram úr erminni alls konar góðgæti, ég er nokkuð viss um að skonsubrauðtertan hafi verið í uppáhaldi hjá mörgum og það vantaði nú aldrei kaffibrauðið á því heimili, ávallt veisla á þeim bænum. Við vinkonurnar komum sam- an núna síðast í september á Patreksfirði. Því miður fengum við ekki að heimsækja Hrafn- hildi en í staðinn stóðum við í öll- um okkar skrúða sem Mjallhvít og dvergarnir sjö uppi á snjó- flóðavörnunum fyrir ofan sjúkra- húsið og veifuðum. Við fengum líka að spjalla aðeins við hana í myndskilaboðum og það sem hún skellihló að fíflaganginum í okkur; hlátur hennar mun ávallt hljóma í huga okkar og gleðin í augum hennar var svo greinileg. Okkur mun alltaf þykja vænt um þessa síðustu stund sem við áttum með þér Hrafnhildur. Ég er viss um að þú hefur það gott núna, situr við eldhúsborðið þarna uppi, leggur kapal og jafn- vel kveikir þér í einni, brosir svo að ruglinu sem okkur vinkonun- um dettur næst í hug. Elsku Hrafnhildur: Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur vinkonurnar. Takk fyrir að skamma okkur þegar á þurfti að halda – sem var alls ekki oft, við vorum svo aga- lega stilltar … eigum samt örugglega þátt í nokkrum gráum hárum … Takk fyrir að vera þolinmóð og hlæja að vitleysunni í okkur. Takk fyrir að sýna okkur ávallt umhyggju. Takk fyrir að kenna mér að leggja kapal. Takk fyrir að vera þú. Elsku Sæmundur, Fríða, Björg, Guðmundur og Jenný, innilegar samúðarkveðjur til ykkar. Kveðja, Linda Rós Daðadóttir. Hrafnhildur Guðmundsdóttir Elsku Erna Líf. Það var skrítin til- finning að heyra af andláti þínu. Þú átt- ir eftir að gera svo margt. Ég átti eftir að sjá þig sigra heiminn eins og þú ætlaðir þér alltaf, með þrautseigjunni og hæfileikunum. Ég man þegar ég sá þig fyrst. Ég vissi strax að þessi stelpa yrði að vera vinkona mín. Ég veit ekki í hvaða bekk það var sem ég loksins þorði að spyrja hvort þú vildir leika eftir skóla. Þú varst strax til í það og gerðist það svo oftar og oftar. Ég á flestar minn- ingar með þér úr Lundarbrekk- unni þar sem þú bjóst. Þar leið okkur svo vel og við brölluðum svo margt saman. Við tókum mikið upp á segulbandstæki, vor- um miklar áhugakonur um tón- list og þú fékkst mig til að syngja og dansa með þér. Þú varst mik- ill leiðtogi í þér og mér leið alltaf svo vel með þér. Með þér var ég skapandi. Með þér var gaman. Með þér gat ég hlegið mig mátt- lausa. Við fórum líka saman í nokkrar bústaðaferðir með for- eldrum mínum. Þar fundum við upp á ýmsu og aldrei varð dauð stund hjá okkur. Við þurftum enga síma, engar tölvur. Bara hvor aðra og sköpunargáfuna. Það sem við gátum bullað saman. Ég sakna þess. Þegar fór að nálgast unglings- árin fluttirðu úr Kópavogi í Graf- arholtið. Þú tókst því vel eins og Erna Líf Gunnarsdóttir ✝ Erna Líf Gunn- arsdóttir fædd- ist 11. apríl 1991. Hún lést 31. októ- ber 2021. Útförin fór fram 11. nóvember 2021. öllum öðrum verk- efnum. Það var þér þó erfitt að mörgu leyti þótt þú hafir eignast nokkra vini í hverfinu. Við héld- um áfram sam- bandi. Sumarið fyr- ir menntaskóla komstu með mér til Akureyrar þar sem við laumuðumst út að drekka vodka í sprite og hlógum eins og vitleys- ingar. Við vorum ekki lengur börn. Eða það fannst okkur að minnsta kosti ekki. En menntaskólaárin held ég að hafi tekið mikið af þér og smám saman fór að dofna yfir stelpunni sem ég þekkti. Þú hættir að reyna að passa inn í hið skrítna og úrelta norm og fyrir það var ég ákaflega stolt af þér. Þú reyndir að vera þú sjálf. En upp úr menntaskóla flosnaði upp úr sambandi okkar hvorrar við aðra. Ég veit ekki hvað gerðist. Það bara gerðist. Ég fylgdist þó alltaf með þér úr fjarska, mér þótti svo vænt um þig. Ég sá að þú varst komin inn í FÍH. Þú varst farin að æfa þig á hljóm- borð. Þú varst búin að lita hárið þitt bleikt. Áttir kisu sem hét Sean og barðist af fullu í þágu dýranna – málleysingjanna sem þurfa manneskjur eins og þig til að berjast fyrir lífi sínu. Já ég fylgdist sko með þér. Þú varst á þinni einstöku braut. Þú eignað- ist þinn fyrsta kærasta og fluttir í Kópavoginn með honum og ég man hvað mér hlýnaði um hjart- að þegar ég hitti þig einhvern tímann í strætó og við loksins töl- uðumst við. Mörgum árum seinna fékk ég svo þessi skilaboð frá mömmu þinni. Um að þú vær- ir farin. Og hjartað mitt fylltist af sorg. Því þú áttir alltaf part af því. En ég veit að þér líður betur núna. Þér var ætlað eitthvað meira og stærra í öðrum heimi. Fordómalausum heimi, þar sem allir mega vera þeir sjálfir. Þar sem enginn þarf að níðast á öðr- um, hvorki dýrum né mönnum. Þar sem alltaf er sól og tónlist. Þar sem er sungið og dansað. Allan liðlangan daginn. Því þann- ig varst þú. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku vinkona mín. Þín vinkona, Hólmfríður. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall okkar ástkæra ANNMARS ARNALDS REYKDAL, Ásvegi 13, Akureyri. Kærar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar SAk. Ásta Þórðardóttir Agnes Reykdal Þórður S. Reykdal Sigurbjörg Bjarnadóttir Steindór V. Reykdal Sigríður Lóa Rúnarsdóttir Anna K. Reykdal Njáll Kristjánsson Ingibjörg Reykdal Hjördís Reykdal Vilhjálmur H. Þorgrímsson afabörn og langafabörn Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ELLEN MARGRETHE GUÐJÓNSSON hjúkrunarfræðingur, lést á Grund 27. október Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Grund og Múlabæ fyrir frábæra umönnun. Grímur Andrésson María Friðriksdóttir Kristín Þorsteinsdóttir ömmubörn, makar og langömmubörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNASAR SCHEVINGS ARNFINNSSONAR múrarameistara, áður Vesturgötu 155, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða fyrir einstaka umönnun og hlýju. Ingunn Hjördís Jónasdóttir Magnea Sigríður Jónasdóttir Ragnheiður Jónasdóttir Eiríkur Þór Eiríksson Ingunn Dögg Eiríksdóttir Jón Ingi Þórðarson Jónas Kári Eiríksson Rakel Rósa Þorsteinsdóttir Ilmur, Eldon og Ragnheiður Marey Elskulega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JENNÝ SÓLBORG FRANKLÍNSDÓTTIR, hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést föstudaginn 5. nóvember á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 19. nóvember klukkan 13 með nánustu ættingjum og vinum. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Ágústa Ólöf Gunnarsdóttir Vilhjálmur Diðriksson Guðlaugur Kr. Gunnarsson Kolbrún Kjerulf Sigurður Árni Dagbjartsson Jeanevee Yuboc Dagbjartsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra MARÍA PÁLSDÓTTIR, Bleikjukvísl 20, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 7. nóvember. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum starfsfólki líknardeildar fyrir hlýhug og umhyggju. Reynir Ástþórsson Páll Reynisson Ragnheiður Sif Ragnarsdóttir Reynir Pálsson Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐRIK JÓHANNSSON húsasmíðameistari, Hlíðargötu 8, Akureyri, lést á heimili sínu sunnudaginn 7. nóvember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 18. nóvember klukkan 13. Útförinni verði streymt á vef Akureyrarkirkju. Eygló Björnsdóttir Gunnlaug E. Friðriksdóttir Daníel Freyr Jónsson Björn Friðriksson Anna Lára Gísladóttir Jóhann Friðriksson Arna Dögg Tómasdóttir og barnabörn Ástkær sonur minn og bróðir okkar, ÞORVALDUR AÐALSTEINN HAUKSSON, sjómaður og þúsundþjalasmiður, lést af slysförum miðvikudaginn 3. nóvember. Útför fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. nóvember klukkan 13. Kristín Hreiðarsdóttir Hreiðar Hauksson Maríanna Sól Hauksdóttir Gunnlaugur Valtýsson Halldóra Guðmundsdóttir Kristbjörg Anna Valtýsdóttir Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma, langamma, stjúpmóðir og lífsförunautur, ÁSA PÁLSDÓTTIR frá Stóru-Völlum í Landsveit, síðast til heimilis í Kópavogi, lést þriðjudaginn 2. nóvember á líknardeild Landspítalans. Hún verður jarðsungin frá Lindakirkju föstudaginn 19. nóvember klukkan 10. Róbert Viðar Pétursson Kolbrún Isebarn Björnsdóttir Bragi Róbertsson Thelma Birna Róbertsdóttir Sunna Ella Róbertsdóttir Viðar Róbertsson Margrét Rún Gunnarsdóttir Bjarki Jónsson Gunnar Gunnarsson barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.