Morgunblaðið - 13.11.2021, Page 30

Morgunblaðið - 13.11.2021, Page 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021 LJÓMA FRÁ OG MEÐ Jóla RETRÓ Hér á JÓLALÖGIN MUNU H 40 ÁRA Gunnar ólst upp á Vatns- skarðshólum í Mýrdal og er bóndi þar og veðurathugunarmaður. Hann er bifvélavirki og vélstjóri að mennt. „Við erum með kúabúskap, með 50 mjólkandi kýr, og líka nautaeldi, yfir 100 gripi. Áhugamálin eru bílar og tæki eins og sést á náminu.“ FJÖLSKYLDA Sambýliskona Gunnars er Þorbjörg Kristjáns- dóttir, f. 1985, hársnyrtir með stofu í Vík í Mýrdal. Börn þeirra eru Garð- ar Andri, f. 2011, og tvíburarnir Andrea Ósk og Birgitta Ósk, f. 2021. Foreldrar Gunnars eru Þorsteinn Gunnarsson, f. 1946, og Margrét Guðmundsdóttir, f. 1948, bændur á Vatnsskarðshólum og fyrrverandi veðurathugunarmenn. Gunnar Þormar Þorsteinsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú munt eiga mikilvægar sam- ræður í dag. Einhver sviptir hulunni af gömlu leyndarmáli sem kemur illa við marga. 20. apríl - 20. maí + Naut Skipuleggðu vinnu þína þannig að þú eigir líka eitthvað líf fyrir utan hana. Ekki tefla á tvær hættur í fjárfestingum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Hugmyndir yfirboðara verða þér hvatning. Þú slærð tvær flugur í einu höggi í dag og verður býsna ánægð/ur með þig. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Fátt er verðmætara en góður vin- ur. Ættingi þinn hleypur undir bagga með þér og þínum. Þú myndir vilja geta séð inn í framtíðina núna. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú mátt gleðjast yfir þeim hæfileika þínum að eiga auðvelt með að fá aðra á þitt band. Haltu öllum áhyggjum frá þér og einbeittu þér að lífsins björtu hliðum. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það er lágt á þér risið og þú ert með samviskubit vegna eyðslu þinnar að undanförnu. Ástin spyr ekki um aldur. 23. sept. - 22. okt. k Vog Leit þín að tilgangi lífsins kann að leiða þig á allskonar brautir. Gættu þess bara að ganga ekki of nærri þér, andlega eða líkamlega. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Von þín um viðurkenningu og frama í starfi er nú orðin að veruleika. Vertu hvergi smeyk/ur, því þú ert með allt þitt á hreinu. Kastaðu þér í djúpu laugina. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Veltu þér ekki upp úr vanda- málunum heldur reyndu bara að leysa þau. Einhver er þurr á manninn við þig, reyndu að komast að af hverju. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Reyndu að gleðja einhver ná- kominn með einhverjum hætti sem veitir ykkur báðum ánægju. Spennandi mögu- leikar í námi gera þig spennta/n. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú færð einhverjar meiriháttar fréttir sem lyfta þér upp í hæðir. Ef þú ert komin/n af léttasta skeiði ættir þú að fara að hægja á þér og njóta meira. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þekking er voldugt afl og þú þarft að nýta þekkingu þína betur en þú hefur gert hingað til. Mundu að ekki er allt gull sem glóir. hún, „og hef alla tíð átt margar vin- konur og haft mikið samband við skyldfólk mitt. Það erfiðasta við að ná svona háum aldri er að horfa á eft- ir samferðafólkinu í lífinu, vinum og ættingjum.“ Gunnþórunn hafði á árum áður mikið yndi af ferðalögum til útlanda. Einnig naut hún þess að dvelja í sumarbústað sem þau hjónin reistu sér á bökkum Brúarár við Syðri- Reyki í Biskupstungum. En aðal- söng í Sunnukórnum. „Þarna kynnt- ist ég yndislegu fólki og eignaðist góðar vinkonur,“ segir hún. Vin- kvennahópurinn spilaði bridds, iðu- lega á tveimur borðum og var oft glatt á hjalla. „Og ennþá bý ég að þessum kunningsskap og sam- böndum við Ísafjörð.“ Eftir að Gunnþórunn fluttist aftur til Reykjavíkur var hún sjálfboðaliði hjá kvennadeild Rauða krossins í 30 ár. „Ég er mjög félagslynd,“ segir G unnþórunn Björnsdóttir fæddist á Kópaskeri 14. nóvember 1919 og verð- ur því 102 ára á morg- un. Hún ólst upp á Kópaskeri þar sem faðir hennar var kaupfélagsstjóri og var oft mikið um gesti og gangandi. Hún byrjaði ung að aldri að hjálpa til á heimilinu og „ég ólst upp við það að fara í alla vinnu, mjólkaði meðal annars geitur og sveið kindahausa,“ segir hún. Gunnþórunn á góðar minningar frá bernsku- og æskuárunum og er mik- ill Þingeyingur. „Þetta eru eflaust flottu og sterku þingeysku genin,“ svarar hún þegar hún er spurð hverju hún þakki langlífið. Fimmtán ára gömul hleypti hún heimdraganum og fór í Héraðsskól- ann á Laugarvatni þar sem hún var tvo vetur. Eftir það átti leiðin að liggja í Menntaskólann á Akureyri þar sem hún var búin að fá skólavist. En þá bauðst henni pláss í Hús- mæðraskólanum á Laugum í Reykja- dal. „Og á Laugar fór ég, sleppti menntaskólanum, en það hefði ég aldrei átt að gera,“ segir Gunnþór- unn. „Ég sé eftir því alla mína tíð og það situr enn í mér. En ég hef alltaf haft gaman af því að læra og þegar ég var um sjötugt sótti ég til dæmis námskeið í þýsku.“ Eftir námið á Laugum lá leiðin til Reykjavíkur og þar vann Gunnþór- unn hjá Sambandinu (SÍS) en hún hefur alla tíð verið mikil samvinnu- og framsóknarkona. Hún segist hafa kosið í öllum alþingis- og forseta- kosningum frá 1942, nú síðast í þing- kosningunum í september á þessu ári. Í Reykjavík kynntist hún tilvon- andi eiginmanni sínum, Bjarna Guð- björnssyni, og eignuðust þau fyrsta barnið 1943. Nokkrum árum síðar dvöldu þau eitt ár í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi þar sem Bjarni var við starfsnám í bönkum. Er henni sú dvöl ákaflega eftirminnileg. Árið 1950 flutti fjölskyldan til Ísa- fjarðar þar sem Bjarni varð útibús- stjóri Útvegsbankans. Dvölin varð lengri en til stóð og á Ísafirði bjuggu þau í rúma tvo áratugi. Þar tók Gunnþórunn virkan þátt í félagslífi, var í stjórn Kvenfélagsins Óskar og áhugamál hennar voru hannyrðir, allt þar til hún fyrir allmörgum árum hætti að geta sinnt handavinnu sökum sjón- depru. „Það var af mér tekið og þá missti ég mikið,“ segir hún. Það er greinlega sterk listræn taug í Gunn- þórunni. „Ég hafði mikla ánægju af því að prjóna, sauma út myndir, veggteppi og annað slíkt. Ég hef líka alltaf verið mikið jólabarn og notið þess að föndra og skreyta fyrir jólin. Ég var alltaf bú- in að baka nokkrar sortir af smákök- um fyrir afmælið mitt og hafði gaman af því að bjóða heim gestum á aðvent- unni.“ Eftir lát eiginmannsins árið 1999 bjó Gunnþórunn ein á Sléttuvegi 17 en þangað höfðu þau hjónin flutt nokkr- um árum fyrr. Og þar bjó hún þar til í maí á þessu ári. Þá flutti hún sig um set og hefur síðan búið á hjúkrunar- heimili Hrafnistu við Sléttuveg, Sléttunni. „Lífið hefur liðið í sorg og gleði eins og gengur,“ segir Gunnþórunn að lok- um, „en ég hef átt góða ævi og er þakk- lát fyrir svo margt, ekki síst börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin.“ Fjölskylda Eiginmaður Gunnþórunnar var Bjarni Guðbjörnsson, f. 29.11. 1912, d. Gunnþórunn Björnsdóttir frá Kópaskeri – 102 ára Fjölskyldan Gunnþórunn og Bjarni ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum um 1990. „Ég hef átt gott líf“ Afmælisbarnið Gunnþórunn á Slétt- unni, nýja heimilinu, í október 2021. Nýgift Bjarni og Gunnþórunn gengu í hjónaband 1.11. 1941. Til hamingju með daginn Vatnsskarðshólar Andrea Ósk Gunn- arsdóttir og Birgitta Ósk Gunnars- dóttir fæddust 17. janúar 2021. Andrea Ósk vó 1.198 g og var 38 cm og Birgitta Ósk vó 1.735 g og var 42 cm löng. Foreldrar þeirra eru Gunnar Þor- mar Þorsteinsson og Þorbjörg Krist- jánsdóttir. „Þær fæddust tíu vikum fyrir tímann og voru á vökudeild Land- spítalans í sjö vikur og þökkum við því frábæra fólki sem vinnur þar fyrir góða umönnun.“ Nýir borgarar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.