Morgunblaðið - 13.11.2021, Side 32
32 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021
Undankeppni EM U21 karla
D-RIÐILL:
Liechtenstein – Ísland ............................. 0:3
Grikkland – Hvíta-Rússland ................... 2:0
Kýpur – Portúgal ..................................... 0:1
Staðan:
Portúgal 4 4 0 0 14:0 12
Grikkland 5 3 2 0 10:1 11
Kýpur 4 2 1 1 12:1 7
Ísland 4 2 1 1 6:3 7
Hvíta-Rússland 5 1 0 4 7:7 3
Liechtenstein 6 0 0 6 0:37 0
Undankeppni HM karla
C-RIÐILL:
Ítalía – Sviss.............................................. 1:1
Norður-Írland – Litháen ......................... 1:0
_ Ítalía 15, Sviss 15, Norður-Írland 8,
Búlgaría 8, Litháen 3.
F-RIÐILL:
Moldóva – Skotland.................................. 0:2
Austurríki – Ísrael ................................... 4:2
Danmörk – Færeyjar............................... 3:1
_ Danmörk 27, Skotland 20, Ísrael 13,
Austurríki 13, Færeyjar 4, Moldóva 1. Dan-
ir eru komnir á HM og Skotar fara í umspil.
I-RIÐILL:
England – Albanía.................................... 5:0
Andorra – Pólland .................................... 1:4
Ungverjaland – San Marínó.................... 4:0
_ England 23, Pólland 20, Albanía 15, Ung-
verjaland 14, Andorra 6, San Marínó 0.
Suður-Ameríka
Brasilía – Kólumbía.................................. 1:0
Perú – Bólivía ........................................... 3:0
Paragvæ – Síle.......................................... 0:1
Ekvador – Venesúela ............................... 1:0
_ Brasilía 34, Argentína 25, Ekvador 20,
Síle 16, Kólumbía 16, Úrúgvæ 16, Perú 14,
Paragvæ 12, Bólivía 12, Venesúela 7. Bras-
ilía er komin á HM.
Frakkland
París FC – Bordeaux............................... 1:3
- Svava Rós Guðmundsdóttir var ekki í
leikmannahópi Bordeaux.
Þýskaland
Eintracht Frankfurt – Jena ................... 6:0
- Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á hjá
Eintracht á 74. mínútu.
4.$--3795.$
Subway-deild karla
KR – Stjarnan .............................. (frl.) 98:90
Staðan:
Grindavík 6 5 1 509:465 10
Þór Þ. 6 5 1 577:551 10
Keflavík 6 5 1 527:488 10
Tindastóll 6 5 1 531:502 10
KR 6 4 2 566:530 8
Valur 6 4 2 470:474 8
Njarðvík 6 3 3 543:504 6
Stjarnan 6 2 4 533:536 4
Breiðablik 6 1 5 633:651 2
Vestri 6 1 5 487:531 2
ÍR 6 1 5 525:567 2
Þór Ak. 6 0 6 414:516 0
1. deild karla
Skallagrímur – Selfoss......................... 83:77
Álftanes – Hrunamenn ...................... 114:91
Hamar – Haukar .................................. 77:99
ÍA – Sindri........................................... 89:104
Staðan:
Höttur 7 7 0 716:559 14
Haukar 7 6 1 732:500 12
Sindri 8 6 2 741:667 12
Álftanes 7 5 2 670:575 10
Selfoss 8 4 4 693:710 8
Hrunamenn 8 3 5 676:777 6
Fjölnir 7 2 5 590:666 4
Hamar 8 2 6 620:725 4
Skallagrímur 7 2 5 552:616 4
ÍA 7 0 7 540:735 0
1. deild kvenna
Ármann – KR........................................ 87:51
Staðan:
Þór Ak. 5 4 1 383:311 8
ÍR 4 4 0 327:226 8
Ármann 6 4 2 505:381 8
KR 5 3 2 379:356 6
Fjölnir b 4 2 2 241:279 4
Snæfell 4 2 2 307:310 4
Stjarnan 5 2 3 349:366 4
Tindastóll 5 2 3 362:392 4
Aþena/UMFK 5 2 3 318:358 4
Hamar/Þór 4 1 3 291:327 2
Vestri 5 0 5 275:431 0
NBA-deildin
Philadelphia – Toronto..................... 109:115
Utah – Indiana.................................. 100:111
LA Clippers – Miami........................ 112:109
4"5'*2)0-#
VIÐTAL
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
„Mér líður alltaf eins og ég sé 22 ára
gamall og það er ekkert sérstakt
markmið hjá mér að spila sem
lengst. Metin fylgja manni víst en
aðalmálið er að mér finnst bara svo
gaman í fótbolta. Á meðan svo er
ætla ég að njóta þess,“ sagði Óskar
Örn Hauksson við Morgunblaðið í
gær, eftir að hafa skrifað undir
tveggja ára samning við knatt-
spyrnudeild Stjörnunnar.
Óskar, sem er 37 ára gamall, er
leikjahæsti leikmaður úrvalsdeild-
arinnar frá upphafi með 348 leiki
fyrir KR og Grindavík og hefur
skorað í þeim 85 mörk. Hjá KR er
hann bæði leikja- og markahæstur í
deildinni með 296 leiki og 73 mörk.
Hann á 23 tímabil að baki í meist-
araflokki með KR, Grindavík og
Njarðvík og með tveggja ára samn-
ingi stefnir í að þau verði 25.
Óskar sagði að nokkur aðdragandi
hefði verið að skiptunum.
„Eftir að Gústi (Ágúst Þór Gylfa-
son) tók við Stjörnunni fórum við að
spjalla. Samningurinn minn við KR
var runninn út og síðan leiddi eitt af
öðru. Mér líst bara vel á allt dæmið
hjá Stjörnunni. Þeir eru með nýja og
ferska þjálfara, einhverjar breyt-
ingar á hópnum, og þarna er allt til
alls til að gera betur en í ár. Metn-
aðurinn í félaginu er mikill og það er
greinilega vel staðið að öllu. Félagið
er á leið inn í flottasta knattspyrnu-
hús á landinu og það er margt já-
kvætt og spennandi að gerast hjá
Stjörnunni.“
Óskar kvaðst aldrei hafa hugleitt
annað en að halda áfram í fótbolt-
anum eftir síðasta tímabil. „Nei, það
kom ekkert annað til greina. Líkam-
lega er ég í toppstandi og mat stöð-
una þannig að það væri rétt að
breyta til á meðan ég er enn góður
leikmaður og hef eitthvað að gefa. Á
þessum tímapunkti var ég tilbúinn
til að prófa eitthvað nýtt, víkka sjón-
deildarhringinn og sjá hvað menn
eru að gera annars staðar en í KR.
Ég er fyrst og fremst spenntur og
stoltur yfir því að lið eins Stjarnan,
alvörulið sem vill stefna hátt, vilji fá
mig í sínar raðir. Ég tek því sem
hrósi.“
Óskar mætir á sína fyrstu æfingu í
Garðabæ í dag. „Já, liðin eru öll
komin meira og minna í gang og
stutt í fyrstu leikina í Bose-mótinu.
Ég held að fyrsti leikur Stjörnunnar
sé einmitt á móti KR! Ég er spennt-
ur að sjá nýju samherjana, ég held
að þetta sé ágætis blanda af leik-
mönnum, ekkert alltof mikið af
gömlum jálkum, heldur menn á
besta aldri, og svo margir efnilegir
ungir strákar sem spila með yngri
landsliðunum og eru að reyna fyrir
sér erlendis.“
Eftir fimmtán ár með KR-ingum
verður eflaust skrýtið fyrir Óskar að
spila með öðru félagi, hvað þá að
mæta sínum gömlu félögum. „Já,
þetta er svo nýskeð að það er varla
farið að síast inn ennþá. Ég hef verið
í KR næstum hálfa ævina og KR
hefur verið mitt annað heimili öll
þessi ár. Ég hef eytt miklum tíma úti
á velli, í húsinu, við æfingar, og
þarna þekki ég alla. Það er eins og
að kveðja fjölskylduvin að yfirgefa
KR. Þegar leikjaplanið fyrir næsta
tímabil verður gefið út mun ég ef-
laust skoða strax hvenær leikirnir
við KR fara fram,“ sagði Óskar Örn
Hauksson.
Líður eins og
ég sé 22 ára
- Óskar Örn er kominn í Stjörnuna
Ljósmynd/Kristinn Steinn
Reynsla Óskar Örn Hauksson hefur leikið með KR-ingum frá 2007 og
hvern einasta leik liðsins á Íslandsmótinu frá miðju tímabilinu 2015.
Hákon Rafn Valdimarsson, mark-
vörður sænska knattspyrnufélags-
ins Elfsborg, hefur verið kallaður í
A-landsliðshóp karla í fyrsta sinn
eftir að Patrik Sigurður Gunn-
arsson, markvörður norska félags-
ins Viking, þurfti að draga sig úr
honum vegna meiðsla.
Hákon Rafn lék í marki U21-árs
landsliðsins í gær í öruggum 3:0-
útisigri gegn Liechtenstein í und-
ankeppni EM 2023. Brynjar Atli
Bragason, markvörður úr Breiða-
bliki, hefur verið kallaður í U21-árs
hópinn í stað Hákonar Rafns.
Hákon kallaður
í A-landsliðið
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Efnilegur Hákon Rafn getur glaðst
yfir því að fá kallið í A-landsliðið.
Brasilíski hægri bakvörðurinn Dani
Alves er við það að ganga í raðir
spænska knattspyrnufélagsins
Barcelona á ný. Samkvæmt tilkynn-
ingu á heimasíðu félagsins hefur
náðst samkomulag við Alves, sem
er 38 ára, í grundvallaratriðum og
mun hann hefja æfingar með liðinu
í næstu viku en má þó ekki byrja að
spila með því fyrr en í janúar.
Alves er sigursælasti knatt-
spyrnumaður sögunnar þar sem
hann hefur alls unnið 43 titla, þar af
23 með Barcelona þegar hann lék
með liðinu frá 2008 til 2016.
Alves snýr aftur
til Börsunga
REUTERS
Sigursæll Dani Alves gengur aftur í
raðir Börsunga á gamals aldri.
KR og Stjarnan mættust í æsi-
spennandi leik í úrvalsdeild karla í
körfuknattleik, Subway-deildinni, á
Meistaravöllum í gærkvöldi. Fram-
lengingu þurfti til að knýja fram
úrslit og reyndist KR hlutskarpari
að lokum.
Leikurinn var ansi sveiflu-
kenndur en alltaf komu þær út á
það sama; jafnræði með liðunum.
KR byrjaði betur og var sjö stigum
yfir eftir fyrsta leikhluta en Stjarn-
an var búin að laga stöðuna í 37:35 í
hálfleik. Stjörnumenn tóku leikinn
yfir í þriðja leikhluta og komust sjö
stigum yfir en í fjórða hluta náði
KR að jafna í 79:79 á ögurstundu og
tryggja framlengingu.
Í henni skiptust liðin á að setja
niður körfur til að byrja með en að
lokum náði KR að sigla fram úr og
tryggja sér frækinn 98:90-sigur.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Barátta Shawn Glover og Tómas Þórður Hilmarsson eigast við í gær.
KR vann Stjörnuna
eftir framlengingu
_ England er hársbreidd frá því að
tryggja sér sæti á HM í Katar á
næsta ári eftir að hafa unnið einkar
öruggan 5:0-sigur á Albaníu á
Wembley í I-riðli undankeppni Evr-
ópuþjóða í gærkvöldi. Harry Kane
skoraði þrennu í fyrri hálfleik fyrir
England, auk þess sem Harry Mag-
uire og Jordan Henderson komust á
blað. Englandi nægir jafntefli gegn
San Marínó á mánudag til þess að
tryggja sætið á HM.
Pólland tryggði sér á sama tíma
að minnsta kosti 2. sæti riðilsins og
þar með umspilssæti fyrir HM með
öruggum 4:1-útisigri á Andorra.
_ Skotland tryggði sér þá um-
spilssæti fyrir HM með því að
leggja Moldóvu að velli þar í landi,
2:0, í F-riðlinum.
Danmörk var þegar búin að
vinna riðilinn og tryggja sér sæti á
HM og hafði betur gegn Færeyjum,
3:1, í gærkvöldi. Danmörk er með
fullt hús stiga, 27, eftir að hafa unn-
ið alla níu leiki sína í undankeppn-
inni. Klæmint Olsen, sem skoraði
mark Færeyinga, er fyrsti leikmað-
urinn til þess að skora gegn Dan-
mörku í þessum níu leikjum.
_ Ítalía og Sviss gerðu svo 1:1-
jafntefli í C-riðlinum og eru því
áfram hnífjöfn að stigum fyrir loka-
umferðina þar sem það ræðst hvort
liðið fer beint á HM og hvort fer í
umspil. Fyrir hana er Ítalía í efsta
sæti með betri markatölu en Sviss.
_ Brasilíumenn hafa þegar
tryggt sér sæti á HM þótt þeir eigi
enn eftir sex leiki í undankeppninni
í Suður-Ameríku. Þeir unnu Kól-
umbíu 1:0 í fyrrinótt með marki frá
Lucas Paqueta og eru með algjöra
yfirburðastöðu, 34 stig af 36 mögu-
legum, eftir tólf leiki af átján.
England svo gott
sem komið á HM
AFP
Þrenna Harry Kane býr sig undir
að skjóta að marki í gærkvöldi.
ÍBV leikur báða leiki sína við AEP
Panorama frá Grikklandi í 32ja liða
úrslitum Evrópubikars kvenna í
handbolta á heimavelli. Fyrri leikur
liðanna fer fram í Vestmannaeyjum
á föstudagskvöldið kemur, 19. nóv-
ember, klukkan 18.30 og sá seinni
klukkan 13 daginn eftir.
Báðir leikirnir
verða í Eyjum