Morgunblaðið - 13.11.2021, Qupperneq 33
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021
KÖRFUBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Það var gríðarlega svekkjandi að
tapa þessum leik gegn Rúmeníu en
á sama tíma var margt jákvætt í
okkar leik líka,“ sagði Sara Rún
Hinriksdóttir, leikmaður íslenska
kvennalandsliðsins í körfuknattleik,
í samtali við Morgunblaðið.
Íslenska liðið þurfti að sætta sig
við 59:65-tap gegn Rúmenum í C-
riðli undankeppni EM 2023 í Búk-
arest á fimmtudaginn. Margir leik-
menn íslenska liðsins voru að stíga
sín fyrstu skref með landsliðinu en
Sara Rún var afar öflug í leiknum,
skoraði 17 stig og tók ellefu fráköst.
„Stelpurnar sem voru að koma
inn í þetta stóðu sig frábærlega og
stórt hrós til þeirra. Þetta var í raun
bara 50-50 leikur þar sem bæði lið
hefðu getað farið með sigur af
hólmi. Mér fannst við mæta mjög
vel stemmdar til leiks enda er mjög
góð stemning í liðinu,“ sagði Sara
sem lék rúmar 38 mínútur í leiknum
en hún spilar með CS Phoenix Con-
stanta í Rúmeníu.
„Ég spilaði vissulega mikið í
leiknum en ég er atvinnumaður og
þreyta á ekki að vera nein afsökun.
Mitt hlutverk er að búa til færi fyrir
aðra leikmenn og mér fannst það
ganga ágætlega en ég hefði samt
mátt nýta færin mín betur.
Ég hélt að ég myndi kannski
finna fyrir smá pressu, farandi inn í
leikinn, þar sem ég spila í Rúmeníu,
en ég fann ekki fyrir henni. Ég hef
mætt nokkrum af leikmönnum rúm-
enska liðsins áður í deildarkeppn-
inni og var búin að ræða þeirra
styrkleika við stelpurnar í liðinu.
Mér fannst leikurinn ótrúlega
fljótur að líða og ég þurfti aðeins að
aðlaga mig að leik rúmenska liðsins
því þær voru mjög duglegar að
mæta mér þegar ég reyndi að bera
boltann upp völlinn.“
Alltaf möguleiki í körfubolta
Ísland mætir Ungverjalandi á Ás-
völlum í Hafnarfirði annað kvöld en
Ungverjaland tapaði með fjögurra
stiga mun gegn Spáni í Szekszard í
Ungverjalandi á fimmtudaginn.
„Leikurinn við Ungverjaland
verður mun erfiðari. Við hittum
ungverska liðið á Keflavíkurflugvelli
og þær eru bæði stórar og stæðileg-
ar þannig að ég á von á hörkuleik á
móti þeim. Á sama tíma verður það
skemmtileg áskorun að mæta þeim.
Við þurfum að hitta úr skotunum
okkar og vera ákveðnar í vörninni ef
við ætlum okkur að ná í góð úrslit á
móti þeim. Við munum mæta brjál-
aðar til leiks og við ætlum okkur
sigur enda er möguleikinn alltaf til
staðar í körfubolta.“
Sara Rún er 25 ára gömul en það
kemur í hennar hlut að leiða liðið í
fjarveru Helenu Sverrisdóttur og
Hildar Bjargar Kjartansdóttur sem
báðar eru að glíma við meiðsli.
„Hlutverk mitt í liðinu verður
alltaf stærra og stærra og það er
skemmtileg áskorun að reyna að
fylla þeirra skörð. Auðvitað söknum
við þeirra mikið enda frábærir leik-
menn en við erum með góðan hóp
sem er tilbúinn að stíga upp í fjar-
veru þeirra,“ sagði Sara.
Hlutverkið alltaf að stækka
- Sara Rún Hinriksdóttir býst við erf-
iðum leik gegn Ungverjum á morgun
Ljósmynd/FIBA
Búkarest Sara Rún Hinriksdóttir í leiknum í Rúmeníu þar sem hún var í
fararbroddi með 17 stig, 11 fráköst og fjórar stoðsendingar fyrir lið Íslands.
Ída Marín Hermannsdóttir úr Val
hefur verið valin í A-landslið Ís-
lands í knattspyrnu í fyrsta skipti
en hún er í hópnum sem tilkynntur
var í gær fyrir leikina gegn Japan
og Kýpur 25. og 30. nóvember. Ída,
sem er 19 ára, fetar þar með í fót-
spor foreldra sinna en Hermann
Hreiðarsson faðir hennar lék 89
landsleiki og Ragna Lóa Stefáns-
dóttir móðir hennar lék 35. Þá er
Natasha Anasi, fyrirliði Keflavíkur
sem nú er komin í Breiðablik, valin
í hópinn á ný en hún á tvo landsleiki
að baki. Hópurinn er á mbl.is/sport.
Fetar í fótspor
foreldranna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýliði Ída Marín Hermannsdóttir er
í landsliðshópnum í fyrsta sinn.
Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði og
reyndasti leikmaður Þórs/KA í
knattspyrnunni, er gengin til liðs
við Íslandsmeistara Vals. Arna
kannast vel við sig á Hlíðarenda því
hún lék áður með Val í tvö ár, 2016
og 2017. Hún hefur annars leikið
með Þór/KA allan sinn feril á Ís-
landi og er leikjahæsti leikmað-
urinn í sögu félagsins í efstu deild
en hún hefur einnig leikið með
Gautaborg í Svíþjóð, Verona á Ítal-
íu og Glasgow City í Skotlandi en
hún varð skoskur meistari með síð-
astnefnda liðinu í vor.
Valur fær liðs-
auka að norðan
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Hlíðarendi Arna Sif Ásgrímsdóttir
fer aftur til liðs við Val.
Grill 66-deild karla
Fjölnir – Þór ......................................... 28:23
Berserkir – Selfoss U........................... 28:30
Staðan:
Hörður 4 4 0 0 140:106 8
ÍR 4 4 0 0 149:116 8
Fjölnir 4 3 0 1 121:119 6
Þór 6 3 0 3 176:169 6
Afturelding U 3 2 0 1 81:80 4
Haukar U 4 2 0 2 109:104 4
Selfoss U 3 2 0 1 91:88 4
Kórdrengir 4 2 0 2 111:108 4
Vængir Júpíters 5 1 0 4 117:158 2
Berserkir 5 0 0 5 131:154 0
Valur U 4 0 0 4 103:127 0
Þýskaland
B-deild:
Hamm – Gummersbach ...................... 26:31
- Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk
fyrir Gummersbach og Hákon Daði Styrm-
isson tvö. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar
liðið.
Danmörk
Kolding – Mors .................................... 31:31
- Ágúst Elí Björgvinsson varði eitt skot í
marki Kolding.
Ringköbing – Horsens ........................ 22:30
- Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði sex skot í
marki Ringköbing.
Frakkland
Dunkerque – Nancy ............................ 24:23
- Elvar Ásgeirsson skoraði fjögur mörk
fyrir Nancy.
B-deild:
Nice – Sarrebourg............................... 24:27
- Grétar Ari Guðjónsson varði 17 skot í
marki Nice.
E(;R&:=/D
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Fram ......... L13.30
TM-höllin: Stjarnan – Haukar .............. L16
Origo-höllin: Valur – KA/Þór ................ L16
Varmá: Afturelding – HK...................... L16
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Hertz-höllin: Grótta – HK...................... S18
Sethöllin: Selfoss – Víkingur............. S19.30
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Austurberg: ÍR – Hörður ...................... L15
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Vestmannaeyjar: ÍBV U – ÍR ............... L16
Kórinn: HK U – Stjarnan U................... S13
Framhús: Fram U – Fjölnir/Fylkir ...... S16
Sethöllin: Selfoss – FH........................... S17
Origo-höllin: Valur U – Víkingur...... S19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Undankeppni EM kvenna:
Ásvellir: Ísland – Ungverjaland ............ S20
1. deild kvenna:
Ísafjörður: Vestri – Snæfell ................... S18
Dalhús: Fjölnir b – Hamar/Þór ............. S18
Höllin Ak.: Þór Ak. – Tindastóll ............ S18
Akranes: Aþena/UMFK – ÍR ................ S18
SUND
Íslandsmótið í 25 metra laug heldur áfram
á Ásvöllum í Hafnarfirði. Keppt er til úr-
slita milli 16.30 og 18.20 í dag og milli 16.30
og 18 á morgun þegar mótinu lýkur.
ÍSHOKKÍ
Alþjóðlegt mót U18 kvenna:
Laugardalur: Ísland – Bretland....... L19.15
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Akureyri: SA – Fjölnir......................... 16.45
UM HELGINA!
Fyrsti dagur Íslandsmótsins í sundi
í 25 metra laug fór fram á Ásvöllum
í gær. Jóhanna Elín Guðmunds-
dóttir og Dadó Fenrir Jasminuson,
bæði úr Sundfélagi Hafnarfjarðar,
reyndust hlutskörpust í úrslitum 50
metra skriðsunds karla og kvenna
og eru Íslandsmeistarar í greininni.
Jóhanna Elín skákaði liðsfélaga
sínum úr SH, Steingerði Hauks-
dóttur, þegar hún kom fyrst í mark
á 25,08 sekúndum. Kom Stein-
gerður önnur í mark á 26,10 sek-
úndum. Steingerður varð þá Ís-
landsmeistari í 50 metra baksundi
kvenna er hún synti á 28,25 sek-
úndum.
Dadó Fenrir skákaði sömuleiðis
liðsfélaga sínum úr SH, Símoni
Elíasi Statkevicius, í 50 metra skrið-
sundi karla. Dadó Fenrir kom fyrst-
ur í mark á 22,41 sekúndu og Símon
Elías var annar á 22,82 sekúndum.
Símon Elías varð svo Íslandsmeist-
ari í 100 metra flugsundi karla þeg-
ar hann synti á 54,48 sekúndum.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Íslandsmeistari Jóhanna Elín Guðmundsdóttir glaðbeitt eftir að hafa tryggt
sér sigur í 50 metra skriðsundi á Íslandsmótinu í sundi á Ásvöllum í gær.
Jóhanna og Dadó
Íslandsmeistarar
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Íslenska 21-árs landsliðið í knatt-
spyrnu er komið með sjö stig eftir
fjóra leiki í undankeppni Evrópu-
móts karla eftir sigur á Liechten-
stein í Eschen í gær, 3:0.
Bræðurnir Kristian Nökkvi og
Ágúst Eðvald Hlynsson skoruðu
fyrstu tvö mörkin á 15. og 25. mín-
útu, bæði eftir undirbúning Há-
konar Arnars Haraldssonar, og
Brynjólfur Willumsson bætti þriðja
markinu við með hörkuskoti á 31.
mínútu.
Leikurinn var allan tímann ein-
stefna að marki Liechtenstein en
eftir fyrsta hálftímann náðu heima-
strákarnir að þétta vel varnarleik
sinn og gáfu fá færi á sér það sem
eftir var af leiknum.
Íslenska liðið fer nú til Grikk-
lands og leikur þar afar þýðingar-
mikinn leik í riðlinum á þriðjudag-
inn.
Lið Íslands var þannig skipað:
Mark: Hákon Rafn Valdimarsson.
Vörn: Valgeir Valgeirsson, Finnur
Tómas Pálmason, Valgeir Lunddal
Friðriksson, Atli Barkarson (Bjarki
Steinn Bjarkason 82.). Miðja: Ágúst
Eðvald Hlynsson, Kolbeinn Þórðar-
son (Viktor Örlygur Andrason 63.),
Karl Friðleifur Gunnarsson. Sókn:
Kristian Nökkvi Hlynsson (Kristall
Máni Ingason 63.), Brynjólfur Will-
umsson (Orri Steinn Óskarsson
82.), Hákon Arnar Haraldsson
(Sævar Atli Magnússon 63.).
Einstefna og þriggja
marka sigur Íslands
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mark Kristian Nökkvi Hlynsson, 17
ára, skoraði fyrsta mark Íslands.
Einn leikmaður karlaliðs Vals í
handknattleik hefur greinst með
kórónuveiruna. Af þeim sökum er
sá leikmaður kominn í einangrun
og allir aðrir leikmenn liðsins í
sóttkví.
Þegar kemur að sóttkvínni er
um að ræða alla leikmenn aðalliðs
Vals og Vals U, ungmennaliðs fé-
lagsins sem leikur í næstefstu
deild.
Fjöldi leikmanna Vals U var á
skýrslu aðalliðsins í síðasta deild-
arleik og sömuleiðis hefur fjöldi
þeirra æft með aðalliðinu undan-
farna daga. Samgangur milli lið-
anna tveggja hefur því verið mik-
ill að undanförnu og þess vegna
þurfa allir leikmenn þeirra beggja
að fara í sóttkví.
Leikjum beggja liða sem áttu að
fara fram um helgina hefur verið
frestað af þessum orsökum. Aðal-
liðið átti að heimsækja Fram í úr-
valsdeildinni á sunnudag og Valur
U átti að heimsækja Kórdrengi í
B-deildinni í dag.
gunnaregill@mbl.is
Frestað
vegna smits