Morgunblaðið - 13.11.2021, Blaðsíða 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021
Þjóðleikhúsið frumsýnir á Litla svið-
inu í dag, laugardag, nýtt íslenskt
barnaleikrit, Láru og Ljónsa – jóla-
sögu, sem byggt er á persónum
barnabóka Birgittu Haukdal. Guðjón
Davíð Karlsson leikstýrir og skrifaði
leikgerð og leikarar í verkinu eru
Þórey Birgisdóttir, Kjartan Darri
Kristjánsson og Bjarni Kristbjörns-
son. Birgitta samdi leikritið og einnig
nýja tónlist við það og mun það henta
vel yngstu leikhúsgestum. Gerist það
á aðventunni og er því jólaævintýri.
Sú eina sem skilur bangsann
„Lára er ósköp venjuleg stelpa
sem elskar að læra og prófa eitthvað
nýtt og besti vinur hennar er bangsi
sem hún fékk þegar hún var pínulítil
og heitir Ljónsi. Hún tekur Ljónsa
með sér hvert sem hún fer og er sú
eina sem skilur hann, þau geta spjall-
að saman og það er einstakt samband
þeirra á milli,“ svarar Birgitta þegar
hún er spurð að því hver Lára og
Ljónsi séu.
Birgitta segir tvær nýjar sögubæk-
ur um Láru og Ljónsa koma út í þess-
ari viku og að ný tónlistarbók sé væn-
anleg í næstu viku. Þar með verði
bækurnar orðnar 18 talsins en í leik-
ritinu er ný saga á ferðinni, jólasaga.
„Ég skrifa leikritið árið 2017 og hef
svo samband við Góa og fæ hann til
að vinna með mér leikgerðina og
halda áfram með verkefnið með mér.
Við tökum okkur tvö ár í að klára að
skrifa leikgerðina þar sem það er nú
meira hans sérgrein en mín. Við náð-
um að töfra þetta saman og svo fórum
við í leikhúsið og athuguðum hvort
þau hefðu áhuga á að sýna leikritið
okkar og ég fór á fullt í að semja tón-
list við verkið. Þannig að þetta er bú-
in að vera mjög góð samvinna, ég
henti mér í tónlistarsköpunina og Gói
tók við leikstjórninni,“ segir Birgitta.
Hún er spurð að því hvort Covid
hafi tafið fyrir því að verkið kæmist á
svið og segir hún að hugmyndin hafi
verið að frumsýna í fyrra en þó ekki
búið að ákveða það endanlega þá.
„Svo er þetta jólasýning þannig að
vildum ekki byrja að sýna hana fyrr
en núna um miðjan nóvember,“ út-
skýrir Birgitta. Birgitta hóf að skrifa
bækurnar um Láru og Ljónsa þegar
hún bjó í Barselóna og vantaði bækur
til að lesa fyrir ungan son sinn. „Þá
byrjaði ég að skrifa og fyrstu bæk-
urnar komu út þegar hann var sex
ára og dóttir mín fæddist í sama mán-
uði,“ segir Birgitta. Dóttir hennar
hefur því alist upp með bókunum allt
frá fyrsta ári og sonur hennar frá sex
ára aldri.
Ólýsanleg tilfinning
En hvernig tilfinning skyldi það
vera að sjá leikrit eftir sig lifna við á
sviði? „Þetta er ólýsanleg tilfinning,
ótrúlega skrítið og skemmtilegt og
maður er auðvitað með fiðring í mag-
anum því maður er að gera þetta í
fyrsta skipti. Það er alltaf svolítið kitl
en líka ótrúlega spennandi og ég
hlakka mest til að sjá viðbrögð dóttur
minnar á forsýningunni,“ svarar
Birgitta. 12 ára sonur hennar hafi
þegar séð hluta af sýningunni og haft
lúmskt gaman af.
Birgitta segir frábært að vinna
með Guðjóni Davíð, Góa. „Hann er al-
gjörlega með þessa leikhústöfra í
fingrunum,“ segir Birgitta og að Gói
hafi margoft sýnt að hann kunni að
skemmta börnum. „Það er búið að
vera dásamlegt að hafa hann með
mér í þessu.“ helgisnaer@mbl.is
Jólaævintýri Úr sýningunni Lára og Ljónsi – jólasaga sem frumsýnd verður í Þjóðleikhúsinu í dag.
Samstarf Birgitta Haukdal og Guðjón Davíð Karlsson hafa náð vel saman.
Með fiðring í maganum
- Fyrsta leikrit Birgittu Haukdal, Lára og Ljónsi – jólasaga, verður frumsýnt
í dag - Kunnar persónur úr barnabókum Birgittu sem orðnar eru 18 talsins
Tveir píanistar, Eve Beuvens frá
Belgíu og Simone Graziano frá Ítal-
íu, leika saman eigin tónsmíðar og
útfærslur á þekktum lögum á tvo
flygla á tónleikum í Salnum í kvöld
kl. 20. Tónleikarnir eru hluti af tón-
leikaröðinni Jazz í Salnum sem hóf
göngu sína í nóvember 2018. Í til-
kynningu frá Sunnu Gunnlaugs-
dóttur, sem er listrænn stjórnandi
tónleikaraðarinnar, lýsir hún tón-
leikunum sem svo að Simone Graz-
iano og Eve Beuvens séu að hittast
á nokkurs konar blindu stefnumóti
í Salnum.
„Þau hafa vakið athygli fyrir
skapandi nálgun og ferskan leik.
Þau sækja bæði efnivið jafnt í dæg-
urlög, djassbiblíuna og eigin tón-
smíðar og verður spennandi að
heyra þau taka glímuna saman í
Salnum. Bæði eru einstaklega næm
og einkennist leikur þeirra af feg-
urð og einlægri túlkun og eiga þau
það sameiginlegt að hafa á náms-
árum sínum lært undir handleiðslu
breska píanistans Johns Taylors.“
Beuvens og Graziano leika sitt
sólósettið hvort fyrir hlé og taka
svo samleik eftir hlé.
Músíkölsk Simone Graziano og Eve Beuvens koma fram í Salnum í kvöld.
Blint stefnumót
tveggja píanista
„Árni Magnús-
son. Þriggja alda
minning og
framtíðarsýn“
nefnist erindi
sem Már Jónsson
sagnfræðingur
flytur í Norræna
húsinu í dag kl.
17 í tilefni af
afmælisdegi
Árna Magnússonar. „Í erindinu
verður litið á Árna og eignir hans
við andlátið í samhengi við ís-
lenska menningarsögu eins og hún
leggur sig. Að því gefnu að hand-
rit og önnur gögn sem liggja eftir
hann séu mjög mikils virði verður
spurt hvort ekki megi bæta um
betur við að gera efniviðinn
aðgengilegan til fræðilegra rann-
sókna og miðlunar. Að hvaða
marki dugir stafræn vinnsla og
birting? Þarf ekki líka bækur?
Lagt verður mat á það sem þegar
liggur fyrir og spáð í nauðsynleg
skref á allra næstu árum í þágu
þess að gera mætum manni verðug
skil,“ segir í tilkynningu.
Árna Magnússonar
fyrirlestur í dag
Már Jónsson
Raftónlistar-
hátíðin ErkiTíð
2021 verður hald-
in í Listasafni
Reykjavíkur –
Hafnarhúsi á
morgun.
„Á hátíðinni
verða flutt og
frumflutt á þriðja
tug tónverka frá
ýmsum tímabilum íslenskrar raf-
tónlistarsögu,“ segir í tilkynningu.
Þar kemur fram að í tilefni 60 ára
afmælis eins fyrsta og þekktasta raf-
verks Íslandssögunar, „Samstirni“
eftir Magnús Blöndal Jóhannsson,
verður sérstök dagskrá um verk
hans og frumkvöðlastarf.
Á meðal listamanna á ErkiTíð
2021 má nefna Þórönnu Björns-
dóttur, Tinnu Þorsteinsdóttur, Kar-
ólínu Eiríksdóttur, Kjartan Ólafs-
son, Þorstein Hauksson, Árna Heimi
Ingólfsson ásamt Strengjasveit Tón-
skóla Sigursveins, Steef van Oost-
erhoud og Guðna Franzson ásamt
félögum úr CAPUT.
ErkiTíð 2021 hald-
in í Hafnarhúsi
Kjartan Ólafsson