Morgunblaðið - 13.11.2021, Side 37

Morgunblaðið - 13.11.2021, Side 37
AFP Verk sem áður voru í eigu Texas-búans og olíujöfursins Edwins L. Cox voru seld á uppboði í Christie’s í fyrradag og fengust alls fyrir þau verk, og önnur sem boðin voru upp, 751,9 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 105 milljarða króna. Hæsta verðið var greitt fyrir verk úr Cox-safninu, málverk eftir Vincent van Gogh frá árinu 1889 sem nefnist „Cabanes de bois parmi les oliviers et cyprès“ eða Viðarkofar innan um ólívu- og kýprustré . Verkið var metið á 40 milljónir bandaríkjadala en var selt hæstbjóðanda á 71 milljón. Sami kaupandi keypti annað verk eftir hollenska meistarann, „Meules de blé“ sem sýnir sátur af hveitikorni og er frá árinu 1888. Verk- ið málaði van Gogh á pappír og var það selt á 35 milljónir dollara. Á myndinni má sjá ónefnda konu milli verkanna „Meules de blé“ eftir van Gogh og „Grand bouquet de fleurs des champs “ eftir Odilon Redon. Metið á 40 milljónir og selt á 71 MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýningar hófust fyrir skömmu í Bíó Paradís á nýrri íslenskri heimildarmynd, Hvunndags- hetjur, sem fjallar um fjórar konur af erlendum uppruna sem búið hafa hér á landi í 20 ár. Kon- urnar, þær Karolina Von Mrozik Gliszczynska frá Póllandi, Ayse Ebru Gurdemir frá Tyrklandi, Maria Victoria Ann Camp- bell frá Jamaíku og Zineta Pidzo Cogic frá Bosníu . Hafa þær allar merkilega sögu að segja og þá m.a. af því hvað varð til þess að þær fluttu til Íslands. Leikstjóri myndarinnar er Magnea Björk Valdimars- dóttir og er hún einnig hand- ritshöfundur ásamt Maríu Leu Ævarsdóttur. Þær eru líka framleiðendur mynd- arinnar ásamt Júlíusi Kemp. Magnea er menntuð leikkona og leiklistar- kennari, hefur auk þess starfað sem leiðsögu- maður í fjöldamörg ár og starfar nú í Hörpu. Hún segist hafa snúið sér frá leiklist að kvik- myndagerð og gert stuttmyndir en Hvunndags- hetjur er fyrsta heimildarmynd hennar í fullri lengd. Myndin var frumsýnd á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík, RIFF, í október síðast- liðnum og er nú komin í Bíó Paradís þar sem hún verður sýnd í þessum mánuði. Hún verður einnig sýnd á hátíðum erlendis og hefur hlotið verðlaun, Magnea var valin besta leikstýran á Barcelona International Film Festival fyrir skömmu og myndin var einnig valin heimildarmynd mán- aðarins á hátíð í París. Vinkonur í saumaklúbbi Magnea segir heimildarmynd á borð við þessa að miklu leyti mótast á klippiborðinu og hand- ritið því í raun beinagrind sem á eftir að fá kjöt á beinin. „Ég er mjög virkur klippari, hef reynslu af því að fara út og filma og klippa. Ég hef gert það sjálf með mínar myndir en núna fékk ég styrk frá Kvikmyndasjóði og var með tökulið með mér, sem var auðvitað lúxus.“ Í myndinni má sjá viðtöl við fjórar fyrrnefndar konur, án þess að rödd Magneu heyrist, og segir hún að konurnar séu með ólíkan bakgrunn en tali allar góða íslensku og séu vel inngrónar í íslenskt samfélag. En hvernig urðu þessar fjórar konur fyrir val- inu? „Þær eru allar vinkonur mínar fyrir, ég bjó til stóran saumaklúbb með erlendum vinkonum og þessar urðu fyrir valinu fyrir myndina en þetta var fjögurra ára ferli, frá byrjun rannsókn- arferlis til fæðingar myndarinnar,“ svarar Magnea. „Ég hef mikinn áhuga á stöðu útlend- inga, hef sjálf verið útlendingur þegar ég bjó á Spáni og í Frakklandi og hef mikið fylgst með málefnum hælisleitenda og útlendinga á Íslandi. Ég hef oft aðstoðað fólk sem hefur orðið fyrir óréttlæti. Þannig að drifið hjá mér er bæði rétt- lætiskenndin – mér finnst að innflytjendur ættu að fá meiri fókus á Íslandi – og svo hef ég líka verið að gera myndir um miðbæjarkaraktera sem fá alla jafna ekki fókus. Mér finnst sjarm- erandi að fara listræna leið að því að rannsaka hvunndaginn með myndatöku Anníar Ólafs og tónlist Ólafar Arnalds auk alls hópsins,“ segir Magnea. „Öll þurfum við að bursta tennur, kaupa í mat- inn og setja í þvottavél og öll eigum við okkar forsögu og þessar konur eiga sér sérstaklega áhugaverðar og ólíkar forsögur. Þær eru aldar upp í fjórum mjög ólíkum menningarheimum og koma hingað norður á hjara veraldar af ólíkum ástæðum,“ segir Magnea. Allir geta tengt við efnið Magnea segir myndina fjalla um hvernig það sé yfirhöfuð að vera útlendingur og því geti allir tengt við myndina. Hún sé því ekki bundin við Ís- land. „Þetta eru pælingar um af hverju við erum með landamæri, af hverju við erum útlendingar, af hverju við notum þetta orð og hvernig við get- um tekið betur á móti fólki og hjálpað því að að- lagast,“ segir Magnea um efni myndarinnar og einnig sé leitað svara við spurningunni hvenær maður hætti að vera útlendingur. Hún bendir í því sambandi á pólska vinkonu sína í myndinni, Karolinu, sem segist bæði tala með hreim á ís- lensku og pólsku. Þó hún hafi búið hér á landi í 20 ár sé hún enn spurð að því hvaðan hún sé. Magnea segist hafa verið fluga á vegg í við- tölum myndarinnar því hún hafi viljað gefa kon- unum rödd. „Uppbyggingin er þannig, þó ég sé náin vinkona þeirra,“ útskýrir hún og segir vin- skapinn hafa styrkst enn frekar með þessum samtölum. Hlutlaus heimildarmynd ekki til Þegar blaðamaður spyr hvort þetta sé hlutlaus heimildarmynd svarar Magnea því til að ekki sé til neitt sem heiti hlutlaus heimildarmynd. „Leik- stjóri notar alltaf eigin lífsreynslu og skoðanir og þetta er alltaf sköpunarverk. Þú þarft alltaf að nota þína rödd og ég held að það sé því ekki til hlutlaust listaverk,“ segir hún og blaðamaður getur tekið undir það. Einhverjar ákvarðanir þarf jú alltaf að taka í hinu listræna ferli, hvert svo sem listaverkið er. „Ég er með minn klippistíl og sterka rödd, ákveðnar skoðanir en ég er ekki með áróður, leyfi fólki að gera upp við sig sjálft hvað því finnst. Það er mikilvægt að bera virðingu fyrir viðfangsefninu og áhorfendum svo þeir geti gert upp hug sinn sjálfir,“ segir Magnea. Hvunndagshetja Ayse Ebru Gurdemir er ein þeirra sem segja frá í Hvunndagshetjum. Magnea Björk Valdimarsdóttir Hvenær hættir maður að vera útlendingur? - Fjórar konur af erlendum uppruna viðfangs- efni heimildarmyndarinnar Hvunndagshetjur Sinfóníuhljómsveit unga fólksins leikur sinfóníska dansa úr West Side Story eftir Leonard Bern- stein á tónleikum í Langholts- kirkju í kvöld kl. 20. Þá verður einnig fluttur básúnukonsert eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. „Einleikari á básúnu er Jón Arnar Einarsson, en hann er margverðlaunaður hér heima og erlendis fyrir leik sinn. Jón Arnar stundar nú nám við Tónlistar- háskólann í Osló og lýkur senn meistaraprófi frá skólanum,“ segir í tilkynningu. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins er sjálfstætt starfandi hljómsveit, skipuð 60 nemendum í tónlistar- skólum á höfuðborgarsvæðinu, Listaháskóla Íslands og tónlistar- háskólum erlendis. Hljómsveitin var stofnuð árið 2004 og hefur Gunnsteinn Ólafsson verið aðal- stjórnandi hennar frá upphafi. West Side Story í Langholtskirkju Einleikari Jón Arnar Einarsson. Bandaríski leik- arinn Christoph- er Walken málaði yfir verk eftir huldulistamann- inn Banksy, að því er fram kem- ur á vef The Guardian. Gerð- ist þetta í loka- þætti gaman- þáttaraðarinnar The Outlaws sem BBC framleiðir en í henni er fylgst með brotamönnum sem þurfa að sinna samfélagsþjón- ustu í niðurníddu hverfi í Bristol, heimaborg Banksys. Málaði lista- maðurinn rottu þar á vegg, sem heldur á úðabrúsa, og fyrir ofan hana hefur nafn listamannsins verið skrifað. Í þættinum sést Walken rúlla málningu yfir listaverkið eftir að hafa fengið þau fyrirmæli að mála eigi yfir allt veggjakrot. Stað- fest hefur verið að verkið var eftir Banksy og Walken hafi eyðilagt það. Christopher Walken Walken málaði yfir verk Banksys Teitur Magnús- son fagnar útgáfu nýjustu plötu sinnar, 33, á tónleikum í húsi Máls & menningar í kvöld, laugar- dag, kl. 20. Þar treður Teitur upp ásamt hljómsveit en Benni Hemm Hemm sér um upp- hitun. Nýja platan inniheldur 12 lög og hafa nokkur þeirra ómað í útvörp- um landsmanna, má þar nefna: „Líft í mars“, „Sloppurinn“ og „Kyssti mig“. „Titill plötunnar vísar í aldursár söngvaskáldsins meðan á upp- tökum stóð, auk þess sem lengd plötunnar er 33 mínútur og vænt- anleg vínilplata verður þrjátíu og þriggja snúninga. 33 fylgir eftir plötum Teits; 27 og Orna en báðar hafa þær hlotið góð viðbrögð gagnrýnenda og tónlistarunnenda hér á landi og erlendis,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Teitur Magnússon Teitur fagnar nýrri plötu sinni í kvöld Selshamur, fárviðri, hafballaða og margt fleira kemur við sögu á næstu tónleikum Nordic Affect sem fara fram undir yfirskriftinni „Rekaviður“ í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í dag, laugardag, kl. 17.30. Sérstakir gestir eru skoski blokkflautuleikarinn Ian Wilson og Eyjólfur Eyjólfsson söngvari sem jafnframt leikur á langspil og rabarbaraflautu. „Hafið er útgangspunktur verk- efnavalsins þar sem flutt verða barokkverk og þjóðlög í bland. Nordic Affect hefur komið sér á kortið sem framsækinn tónlistar- hópur,“ segir í tilkynningu. Nordic Affect skipa Halla Stein- unn Stefánsdóttir á fiðlu, Marie Stockmarr Becker á víólu, Hanna Loftsdóttir á selló og gömbu og Guðrún Óskarsdóttir á sembal. Rekaviður í Listasafni Sigurjóns Nordic Affect Hafið er leiðarstef á efnisskrá tónleika hópsins í dag. Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Flóa Hörpu á morgun, sunnu- dagskvöld, kl. 20 undir yfir- skriftinni „Týndi sonurinn“. „Þýsk-íslenski saxófónleikarinn Stefan Karl Schmid sækir stór- sveitina heim og stjórnar efnis- skrá eigin verka en sum þeirra hafa verið samin sérstaklega fyrir þetta tækifæri og verða því frum- flutt. Hugsanlega rífur Stefan upp saxófóninn en hann er í hópi fremstu saxófónleikara Þýska- lands,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Miðar fást í miðasölu Hörpu, á harpa.is og tix.is. Stefan Karl Schmid Týndi sonurinn í Hörpu á morgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.