Morgunblaðið - 13.11.2021, Síða 38
38 ÚTVARP | SJÓNVARP
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021
Á sunnudag: Sunnan 13-20 m/s
og rigning í fyrstu, síðan vestlægari
og skúrir eða él en þurrt að mestu
NA-lands. Kólnandi, hiti 1 til 6 stig
síðdegis.
Á mánudag: Suðvestan 5-13 og rigning S-til, smáskúrir eða él V-lands en bjart með köfl-
um um landið NA-vert. Hiti 1 til 7 stig, mildast við S-ströndina.
RÚV
07.16 Sögur snjómannsins
07.24 Tulipop
07.27 Poppý kisukló
07.38 Lundaklettur
07.45 Rán – Rún
07.50 Kalli og Lóa
08.01 Millý spyr
08.08 Kátur
08.19 Eðlukrúttin
08.30 Sjóræningjarnir í næsta
húsi
08.41 Hið mikla Bé
09.03 Kata og Mummi
09.14 Lautarferð með köku
09.20 Stundin okkar
09.45 Húllumhæ
10.00 Ævar vísindamaður
10.30 Skrekkur 2021
12.25 Kappsmál
13.30 Vikan með Gísla Mar-
teini
14.20 Taka tvö
15.10 Á móti straumnum –
Jenni djammar lífið frá
sér
15.40 Kiljan
16.20 Ef heilinn fær slag
16.50 Stjórnin í 30 ár
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Allt um dýrin
18.25 Nýi skólinn
18.39 Eldhugar – Wu Zetian –
keisaraynja
18.42 Jógastund
18.45 Landakort
18.54 Lottó
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.45 Ísdrekinn
21.00 Pabbastríð
22.35 Alþjóðlegir bíódagar:
Lýðurinn og konungur
hans
Sjónvarp Símans
10.35 Dr. Phil
12.05 Man with a Plan
12.30 Will and Grace
12.55 Speechless
13.20 Carol’s Second Act
13.45 Happy Together
(2018)
14.10 The Good Place
14.35 Single Parents
15.00 The Hundred-Foot Jour-
ney
17.05 The King of Queens
17.25 Everybody Loves
Raymond
17.50 Vinátta
18.15 Ghost Town
20.00 Það er komin Helgi
21.00 Coming to America
23.00 The Call
Stöð 2
Hringbraut
Omega
N4
Rás 1 92,4 . 93,5
08.30 Vanda og geimveran
08.40 Neinei
08.45 Monsurnar
09.00 Ella Bella Bingó
09.05 Leikfélag Esóps
09.15 Tappi mús
09.25 Latibær
09.35 Víkingurinn Viggó
09.45 K3
10.00 Mia og ég
10.25 Angelo ræður
10.30 Svínasögur
10.34 Mörgæsirnar frá Mada-
gaskar
10.55 Denver síðasta risaeðl-
an
11.05 Angry Birds Stella
11.15 Hunter Street
11.35 Friends
12.00 Bold and the Beautiful
12.20 Bold and the Beautiful
13.50 Stóra sviðið
14.35 Samstarf
14.50 Friends
15.15 The Office
15.35 The Goldbergs
16.00 Framkoma
16.35 Curb Your Enthusiasm
17.15 Jamie’s Easy Meals for
Every Day
17.40 Wipeout
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.45 Sportpakkinn
19.00 Kviss
19.45 Ireland’s Got Talent
21.15 The Twilight Saga: New
Moon
23.25 Lord of the Rings: The
Fellowship of the Ring
18.30 Sir Arnar Gauti (e)
19.00 Á Meistaravöllum
19.30 Heima er bezt (e)
20.00 Kvennaklefinn (e)
Endurt. allan sólarhr.
17.00 Omega
18.00 Joni og vinir
18.30 The Way of the Master
19.00 Country Gospel Time
19.30 United Reykjavík
20.30 Blandað efni
20.00 Að austan (e)
20.30 Húsin í bænum
21.00 Föstudagsþátturinn (e)
22.00 Þegar – Pétur Ein-
arsson
23.00 Að vestan – Vesturland
Þáttur 1
06.55 Morgunbæn og orð
dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Vinill vikunnar.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Á ferð um landið: Frá
Hólmavík til Skaga-
fjarðar.
09.00 Fréttir.
09.03 Á reki með KK.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Kventónskáld í karla-
veldi.
11.00 Fréttir.
11.02 Vikulokin.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Heimskviður.
13.25 Kynstrin öll.
14.05 Veröldin hans Walts.
15.00 Flakk.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Orð um bækur.
17.00 Afganistan í öðru ljósi.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Í ljósi sögunnar.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Sveifludansar.
20.50 Hraði.
21.15 Bók vikunnar.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Litla flugan.
23.00 Vikulokin.
13. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:52 16:34
ÍSAFJÖRÐUR 10:15 16:20
SIGLUFJÖRÐUR 9:58 16:02
DJÚPIVOGUR 9:25 15:59
Veðrið kl. 12 í dag
Vaxandi suðaustanátt, hvassviðri eða stormur með talsverðri rigningu um og eftir há-
degi, en þurrt að mestu um landið NA-vert. Hlýnandi veður, hiti víða 5 til 10 stig síðdegis.
Það var skrýtið að sjá
ársgamalt barn
strjúka fingri eftir for-
síðu glanstímarits aft-
ur og aftur án þess að
nokkuð gerðist!
En hvað get ég sagt?
Ég á ekki útvarp
heima hjá mér en
starfsins vegna þarf ég
að hlusta á útvarps-
fréttir, sem ég geri oft-
ast á netinu. Nema í bílnum, þar sem ég hlusta
helst á útvarp.
Hins vegar kemur fyrir að ég hlusti á útvarp í
sjónvarpinu. Sem er hálfu skrýtnara fyrir það að
ég horfi orðið aldrei á sjónvarp. Eða ekki í línu-
legri útsendingu. Í vinnunni fylgist ég með sjón-
varpsfréttum beint, en þá alltaf í útvarpi. Ég hef
ekki séð Boga Ágústsson í beinni síðan á kosn-
inganótt. Um daginn sá ég sjónvarpsútsendingu
úr veggmyndavél af útvarpsmönnum í hljóðveri,
sem vitaskuld var streymt á netinu.
Stundum fæ ég ábendingar um efni í útvarpi
eða sjónvarpi, sem ég ætti að horfa á, en þá geri
ég það á vef eða í appi, sem gengur vel, en það fer
oft í taugarnar á mér að í því efni séu ekki slóðir
annað eins og á vefnum.
Sem gerist raunar oft líka þegar ég fletti blöð-
unum og klæjar í fingurna að smella á síðuna (þar
getur Google-appið þó hjálpað). Og sjálfsagt önn-
ur aðalástæðan fyrir því að ég les Moggann oftast
á iPad. Hin er að ég nenni ekki á sloppnum niður í
póstkassa. Svo ég er ekki viss hvort það er ég eða
miðlarnir sem eru á villigötum í heimi breytinga.
Ljósvakinn Andrés Magnússon
Aftur og alltaf á
vitlausum miðli
App Ekki séð Boga beint
síðan á kosninganótt.
9 til 12 Helgarútgáfan Einar Bárð-
arson og Anna Magga vekja þjóðina
á laugardagsmorgnum ásamt
Yngva Eysteins. Skemmtilegur
dægurmálaþáttur sem kemur þér
réttum megin inn í helgina.
12 til 16 Yngvi Eysteins Yngvi
með bestu tónlistina og létt spjall á
laugardegi.
16 til 19 Ásgeir Páll Algjört
skronster er partíþáttur þjóð-
arinnar. Skronstermixið á slaginu 18
þar sem hitað er upp fyrir kvöldið.
20 til 00 Þórscafé með Þór Bær-
ing Á Þórskaffi spilum við gömul og
góð danslög í bland við það vinsæl-
asta í dag – hver var þinn uppá-
haldsskemmtistaður? Var það
Skuggabarinn, Spotlight, Berlín,
Nelly’s eða Klaustrið?
„Það var eitthvað inni í mér sem
sagði: Perla, þú átt að vera að gera
eitthvað sem þig langar og eitt-
hvað þar sem þú getur látið þig
skína.“
Þetta segir Perla Magnúsdóttir í
viðtali í Síðdegisþættinum en hún
ákvað að segja starfi sínu lausu til
að stofna eigið fyrirtæki eftir að
hún áttaði sig á að hún hafði aðra
köllun.
„Hvað langar þig að gera? Það
er svo létt að ýta þessari rödd frá
sér. Og fyrst gerir maður það oft af
því að það er svolítið óhugnanlegt
að fara svona vel út fyrir kassann,“
sagði hún.
Viðtalið við Perlu er í heild sinni
á K100.is.
Perla lét
drauminn rætast
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 2 skýjað Lúxemborg 2 þoka Algarve 17 léttskýjað
Stykkishólmur 1 skýjað Brussel 10 heiðskírt Madríd 17 heiðskírt
Akureyri -2 léttskýjað Dublin 12 skýjað Barcelona 18 léttskýjað
Egilsstaðir -3 skýjað Glasgow 11 skýjað Mallorca 16 skýjað
Keflavíkurflugv. 3 skýjað London 12 léttskýjað Róm 17 léttskýjað
Nuuk -8 heiðskírt París 11 heiðskírt Aþena 14 léttskýjað
Þórshöfn 7 alskýjað Amsterdam 8 léttskýjað Winnipeg -2 snjókoma
Ósló 2 alskýjað Hamborg 7 skýjað Montreal 8 rigning
Kaupmannahöfn 8 skýjað Berlín 7 skýjað New York 17 þoka
Stokkhólmur 1 heiðskírt Vín 5 skýjað Chicago 4 skýjað
Helsinki 5 skýjað Moskva 3 rigning Orlando 24 skýjað
DYk
U
Hringadróttinssaga er stórbrotið meistaraverk sem hreppti fern Óskarsverðlaun.
Í þessu magnaða ævintýri segir frá Fróða hinum unga sem erfir máttugan hring
eftir frænda sinn. Hringurinn, sem var talinn glataður um aldir, býr yfir krafti sem
enginn mannlegur máttur ræður við. Fróði og vinir hans fara í hættuför til Lands
hins illa til að forðast örlögin sem hringurinn hefur skapað. Byggt á sögu J.R.R.
Tolkiens.
Stöð 2 kl. 23.25 Lord of the Rings:
Fellowship of the Ring
SÍMI 587 2000 · KLETTHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK · WWW.TOPPBILAR.IS
LAND ROVER
DISCOVERY SPORT
Aksturstölva
Bluetooth
Bakkmyndavél
Fjarlægðarskynjarar aftan
Dráttarbeisli
Hiti í framsætum
Hæðarstillanlegt sæti ökumanns
ISOFIX festingar í aftursætum
USB tengi
Loftkæling
Rafdrifnar rúður
Rafdrifnir hliðarspeglar
Vökvastýri
ABS hemlakerfi
Hraðastillir
Spólvörn
Stöðugleikakerfi
Reyklaust ökutæki
Aðgerðahnappar í stýri
Regnskynjari
Rafdrifin handbremsa
Lykillaus ræsing
Fjarlægðarskynjarar framan
Leðurklætt stýri
Gírskipting í stýri
Raðnúmer 397148
Ekinn 53 Þ.KM
Nýskráður 11/2018
Næsta skoðun 2022
Sjálfskiptur
Dísel
Sjálfskipting
Fjórhjóladrif
Verð kr. 5.690.000