Morgunblaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2021 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Arnaldur Indriðason rithöfundur hlaut í gær Verðlaun Jónasar Hall- grímssonar. Hann sagði að það væri bæði mikill og óvæntur heiður að hljóta verðlaunin. „Það gefur manni vísbendingu um að maður hafi verið að gera eitthvað rétt fyrir íslenska lesendur og íslenskar bókmenntir þótt maður hafi kannski ekki farið alveg hefðbundna leið að því,“ sagði Arnaldur við Morgunblaðið. Verðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi sem hefur með sér- stökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðl- að að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Þau hafa verið veitt á degi íslenskrar tungu frá 1996 og hafa margir áber- andi Íslendingar úr bókmennta- og menningargeiranum hlotið verð- launin. „Það er ekki ónýtt að til- heyra slíkum hópi og gerir þessi verðlaun kannski enn mikilvægari fyrir mig persónulega,“ segir Arn- aldur sem gat þess þegar hann tók við verðlaununum að hann teldi að margt það fegursta sem íslenskan hefði að geyma væri komið frá Jón- asi Hallgrímssyni. Verðlaunin væru „sérstakur heiður“ fyrir sig. Fulltrúi glæpasagnahöfunda - Þú hefur stundum verið spurður um og tjáð þig um uppgang glæpa- sögunnar á Íslandi. Hún hefur orðið lífleg bókmenntagrein á þeim aldar- fjórðungi sem þú hefur skrifað glæpasögur. Telurðu að þessi viður- kenning staðfesti endanlega sess glæpasögunnar í bókmenntaheim- inum? Eða færðu viðurkenninguna einmitt í ár þegar þú sendir ekki frá þér glæpasögu heldur sögulega skáldsögu? „Ég held að íslenska glæpasagan hafi sannað sig fyrir löngu og ég tek við þessari viðurkenningu fyrir hönd allra þeirra sem hafa lagt þeirri bókmenntagrein lið á und- anförnum áratugum og staðið sig frábærlega. Við eigum orðið glæsi- legan hóp glæpasagnahöfunda með Yrsu og Ragnari Jónassyni og fleiri höfundum sem of langt væri upp að telja. Ekki má gleyma að glæpasög- urnar hafa líka náð langt út fyrir landsteinana og þannig vakið at- hygli á öllum íslenskum bók- menntum. Nei, ætli að það sé ekki bara skemmtileg tilviljun að ég hljóti þessa viðurkenningu fyrir glæpasögurnar akkúrat núna þegar ég sendi frá mér sögulega skáld- sögu.“ Vera Illugadóttir, dagskrárgerð- arkona á Ríkisútvarpinu, hlaut við sama tilefni sérstaka viðurkenningu dags íslenskrar tungu fyrir þátt sinn, Í ljósi sögunnar. Vera kvaðst vera þakklát að hafa fengið tæki- færi til að segja allar þær sögur sem hún hefur gert í Ríkisútvarpinu og að fá að leika sér með þá skemmtilegu blöndu af rit- og tal- máli sem útvarpið bjóði upp á. Góð þátttaka í Reddum málinu Alls safnaðist 366.241 raddsýni í Reddum málinu, vinnustaðakeppni þar sem fyrirtæki og stofnanir kepptu sín á milli í söfnun raddsýna á íslensku. Keppninni lauk í gær en 350 fyrirtæki og stofnanir voru skráð til leiks. Alls tóku 2.700 manns þátt en 69% raddsýnanna voru lesin af konum. Keppt var í þremur flokkum eftir stærð vinnu- staða. Menntaskólinn á Tröllaskaga sigraði í flokki lítilla fyrirtækja, Elko í flokki millistórra fyrirtækja og Advania sigraði í flokki stórra fyrirtækja. Starfsmenn Elko lásu flestar setningar eða alls 47.896, Menntaskólinn á Tröllaskaga las 42.470 setningar og starfsmenn Kerecis hf. lásu 33.657 setningar. Raddsýnin fara nú í gagnagrunn Samróms sem verður öllum opinn og aðgengilegur. Morgunblaðið/Unnur Karen Verðlaun Arnaldur Indriðason rithöfundur tók við Verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar í Þjóðminjasafninu í gær. Verðlaun Jónasar „sérstakur heiður“ - Arnaldur og Vera heiðruð á degi íslenskrar tungu í gær Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heiður Vera tók við viðurkenningu frá Lilju Alfreðsdóttur ráðherra. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Niðurstöður lestrarkönnunar Mið- stöðvar íslenskra bókmennta sem kynntar voru í gær, á degi íslenskrar tungu, vöktu athygli margra. Þar kom meðal annars fram að þeim sem ekki lesa bækur hefur fjölgað milli ára. Sama dag sendi Storytel nokkrar stað- reyndir um bók- lestur á við- skiptavini sína en þar kvað við ann- an tón. Að sögn Stef- áns Hjörleifs- sonar, landsstjóra Storytel á Íslandi, komu niðurstöður þessarar könnunar MÍB nokkuð á óvart enda eru þær mjög ólíkar þeim tölum sem koma úr könnunum sem fyrirtækið lætur framkvæma reglulega meðal Íslend- inga varðandi bókalestur hljóð-, raf- og prentaðra bóka. „Já, þetta kom okkur á óvart. Við erum gagnadrifið fyrirtæki sem kappkostar að þekkja lestrarhegðun viðskiptavina vel til þess að geta veitt þeim sem besta upplifun. Við látum því ekki aðeins gera kannanir reglu- lega heldur höfum við yfir miklu magni af mælanlegum gögnum um raunlestur að ráða sem við eigum auðvelt með að greina og bera saman milli tímabila.“ Að sögn Stefáns jókst raunlestur hljóðbóka um 50% milli ára hjá Story- tel en samkvæmt könnun MÍB er hann talinn hafa staðið í stað. Sömu sögu er að segja af lestri rafbóka hjá MÍB en hjá Storytel var aftur á móti um 400% vöxt í lestri rafbóka að ræða milli ára. Storytel hefur lagt aukna áherslu á rafbækur undanfarið og er vöxturinn drifinn áfram af sérstöku lesbretti sem fyrirtækið setti á mark- að fyrir réttu ári. „Það sem er þó líkt með þessum könnunum er að lestur er almennt mikill og svipaður í könn- unum beggja aðila, eða ríflega tvær bækur á hvern lesanda á mánuði. Það sem okkur finnst þó sérstaklega ánægjulegt er að hjá Storytel á Ís- landi virðist lestur íslenskra bóka töluvert meiri en hlutfallslega í prenti. Samkvæmt tölum úr könnun MÍB lesa um 58% landsmanna aðeins eða oftar á íslensku en hjá Storytel er hlutfallið 84% á ársgrundvelli og um 40% áskrifenda lesa íslenska bók hvern einasta dag ársins,“ segir Stef- án og bætir við að samkvæmt könn- unum fyrirtækisins eru um 25% áskrifenda Storytel nýir lesendur, þ.e. þeir sem ekki lásu bækur áður. „Við höfum séð það í okkar könn- unum að áskrifendur Storytel kaupa fleiri bækur en þeir sem eru ekki áskrifendur. Nýjum bókum fjölgar stöðugt í þjónustunni og virðast við- skiptavinir því kunna vel að meta það að hlusta á bækurnar áður en þeir kaupa þær til gjafa. Þessi mismun- andi snið bóka virðast því styðja hvert annað enda hefur íslenski bóka- bransinn verið í mikilli sókn undan- farin ár.“ Greina aukinn lestur á milli ára - Meiri áhugi á rafbókum hjá Storytel Morgunblaðið/Eggert Neysla Bókaormur kynnir sér Storytel á Bókamessu í Hörpu. Stefán Hjörleifsson Opnað var fyrir aðgang að nýrri ensk-íslenskri orðabók á Degi íslenskrar tungu í gær. Fram til þessa hefur engin góð og ókeypis ensk-íslensk orðabók verið aðgengileg almenningi. Orðabókin er aðgengileg á word- reference.com en hún var sett saman af íslenskum sjálfboðaliðum í gegnum lýðvirkjun (e. crowdsourcing). Sigurður Hermannsson, mál- fræðingur og forsprakki orðabókarinnar, kynnti hana og sagði frá tilurð hennar á Borgarbókasafninu Grófinni í gær. Hvert orð og frasi í orðabók- inni var þýddur og yfirfarinn af sjálfboðaliðum. Í tilkynningu kemur fram að margir hafi lagt á sig þrotlausa vinnu og því hafi ferlið, frá upphafi til birtingar, ekki tekið nema tæpt ár. Stefnt er að opnun hins hluta orða- bókarinnar, íslensk-enskrar, á degi íslenskrar tungu á næsta ári. Sett saman af sjálfboðaliðum NÝ ENSK-ÍSLENSK ORÐABÓK KYNNT TIL SÖGUNNAR Brim ýtti í gær úr vör átaki sem nefnist „Íslenskan er hafsjór“ sem hefur það markmið að minna á haf- tengd orðtök í íslensku og merk- inguna að baki þeim. Bent er á að ís- lensk tunga sé ólgandi hafsjór af orðum og orðasamböndum, máls- háttum og líkingamáli af ólíkum uppruna. „Í hversdagslegum samtölum grípum við til fjölbreytilegs orðalags til að glæða frásögn lífi eða komast að kjarna málsins, án þess að velta því mikið fyrir okkur hvaðan orðin komi. Og þá dettum við stundum í sjóarann,“ segir í kynningu Brims á verkefninu. Á degi íslenskrar tungu er því fagnað að við eigum tungumál sem spriklar af lífi. Um leið er vakin at- hygli á því hversu mörg orðasam- bönd í nútímamáli eiga uppruna sinn í gamla sjómannasamfélaginu. Á síð- unni islenskanerhafsjor.brim.is/ má finna fjórtán skemmtileg mynd- skreytt dæmi með útskýringum. Tekið er fram að þau séu aðeins dropi í hafið. aij@mbl.is Íslenskan ólgandi hafsjór - Haftengd orðtök skýrð og myndskreytt Á sjómannamáli Að vera tvöfald- ur/föld í roðinu er að blekkja eða gefa falska mynd af sjálfum/ri sér. Brim Að hafa marga fjöruna sopið er að hafa gengið í gegnum mikla lífsreynslu samkvæmt skýringum. Haldið upp á dag íslenskrar tungu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.