Morgunblaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2021 Þú finnur fallegar og vandaðar jólagjafir hjá Eirvík Suðurlandsbraut 20 / Reykjavík / Sími 588 0200 / eirvik.is DAGMÁL Andrés Magnússon andres@mbl.is Verkefnin í Reykjavík blasa við, seg- ir Eyþór Arnalds í viðtali við Dag- mál í dag, þar eru húsnæðismál, samgöngumál og skólamál efst á blaði sem fyrr, þar sem núverandi meirihluti hafi gert illt verra á kjör- tímabilinu, sem lýkur næsta vor. Eyþór er gestur Dagmála Morg- unblaðsins, netstreymi, sem er opið öllum áskrifendum blaðsins. Húsnæðismálin brýn Þétting byggðar í Reykjavík er nauðsynleg, segir Eyþór, en hún ein og sér dugar ekki til og verður að eiga sér stað með skynsamlegum og hagkvæmum hætti. Hann minnir á að þéttingarreitir séu dýrir, þar þurfi að kaupa byggingar til þess að rífa þær og uppbygging einatt örð- ugri og dýrari. Meðan ekki sé einnig boðið upp á hagkvæmara húsnæði í nýjum hverfum, eins og t.d. Keldna- landi, sé hætt við því að fólk yfirgefi borgina og leiti til nágrannasveitar- félaganna, eins og gerst hafi á undanförnum árum. Samgöngur í ólestri Hvað samgöngurnar áhræri dugi ekki að bíða eftir borgarlínunni og láta annað sitja á hakanum á meðan. Þar þurfi einnig að beita skyn- samlegri nálgun en gert hafi verið, en þar geti tækni eins og ljósastýr- ing bætt ástandið mikið. „Svo er það Sundabraut, sem ríkið er tilbúið í og er klárlega sjálfbær framkvæmd. Hún er ekki inni á aðalskipulagi, sem verið var að samþykkja út úr borgarstjórn.“ Eyþór minnir á að bæta þurfi almenningssamgöngur verulega, burtséð frá borgarlínunni, um það hafi verið rætt, en ekki efnt af hálfu meirihlutans í borginni. Liggur á að breyta Eyþór segir að þessi verkefni verði ekki auðveld úrlausnar, en þau séu afar brýn. Nýs meirihluta bíði að taka stórar ákvarðanir á fyrstu 100 dögunum og nota kjörtímabilið svo til þess að hrinda þeim í fram- kvæmd. Borgarbúar þekki vanda- málin af eigin raun hvað varðar sam- göngur og húsnæðismál, en Eyþór bendir á að að það hafi myndast mun meiri og breiðari samstaða en áður. „Okkar málflutningur á miklu breiðari hljómgrunn. Það sem við tölum um hefur verið staðfest af Seðlabankanum, verkalýðshreyf- ingin hefur bent á þetta með hús- næðismálin, Samtök iðnaðarins á húsnæðismál og samgöngumál. Þannig að það er miklu meiri sam- staða um það. Breytinga er þörf í Reykjavík.“ Raunhæfar væntingar Eyþór kveðst hafa raunhæfar væntingar um árangur í kosningum. Hann telur að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur stærsti flokkur í Reykja- vík, en hann sé tæplega að fara að ná meirihluta í borginni einn síns liðs. Hann hefur hins vegar vonir um að borgaraleg og hófsöm öfl sæki frek- ar í sig veðrið og nefnir Framsókn sérstaklega til sögunnar. „Það eru gríðarlega margir óá- kveðnir og flokkshollustan er minni en áður. Þannig að ég held að næsta vor muni fólk á endanum ekki horfa til einhverra kennisetninga. Það mun spyrja hvort umferðin sé betri en hún var fyrir fjórum árum, hvort auðveldara sé fyrir ungt fólk að eignast íbúð en fyrir fjórum árum, er leikskólapláss fyrir öll börn eins og lofað var og svo framvegis,“ segir Eyþór. „Ég held að þegar menn horfa á þessi stóru mál, þá sjái þeir að nú- verandi stefna hefur siglt í strand og að við þurfum bara að komast af stað aftur og inn í framtíðina.“ Breytinga er þörf í Reykjavík - Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, í viðtali í Dagmálum í dag - Húsnæðismál, samgöngur og skólamál stóru málin - Stefna Samfylkingarinnar hefur siglt í strand Morgunblaðið/Hallur Reykjavík Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, ræðir næstu kosningar í Dagmálum í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.