Morgunblaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 7. N Ó V E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 270. tölublað . 109. árgangur .
FLUGUMFERÐ
OG GISTING
Á UPPLEIÐ
SPENNU-
ÞRUNGINN
GESTALISTI
ÁTTI EKKI VON
Á AÐ SPILA
SVONA MIKIÐ
GLÆPASAGNAHÁTÍÐ 25 BERGLIND RÓS 22VIÐSKIPTAMOGGINN
Eitt virtasta tónskáld Breta, ThomasAdès,
stjórnar eigin píanókonsertmeðVíkingi
Heiðari Ólafssyni í einleikshlutverkinu.
VÍKINGUR
OGADÈS
18 11
KL. 19.30
FIMMTUDAGUR
Fáðu þér sæti á
sinfonia.is
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Starfsfólki sem sinnir fjármálaeft-
irliti fyrir hönd íslenska ríkisins hef-
ur fjölgað í kjölfar þess að Fjár-
málaeftirlitið var sameinað
Seðlabanka Íslands í ársbyrjun
2020.
Þetta kemur fram í svari Seðla-
bankans við fyrirspurn Morgun-
blaðsins sem lögð var fram í byrjun
októbermánaðar.
Í svarinu kemur fram að 120
stöðugildi séu helguð fjármálaeftir-
liti á vettvangi bankans en í heildina
eru stöðugildi við stofnunina 286,8.
Frá sameiningunni hefur stöðugild-
um fækkað um ríflega 15 en fjölgað
á sama tíma um fjögur í fjármála-
eftirliti. Eins og fram kemur í um-
fjöllun í ViðskiptaMogganum í dag
hefur nær samfelld fjölgun starfa í
fjármálaeftirliti verið frá árinu 2008.
Nemur fjölgunin frá þeim tíma til
dagsins dag ríflega 64 og jafngildir
það 115% fjölgun.
Á sama tíma og starfsmönnum
eftirlitsins hefur fjölgað síðustu ár
hafa stjórnendur stærstu fjármála-
fyrirtækja landsins unnið hörðum
höndum að því að fækka starfsfólki
og í stóru viðskiptabönkunum þrem-
ur hefur fækkað um 28% í starfslið-
inu frá árinu 2008.
Fjármálaeftirlitið vex
að umfangi ár frá ári
- Á sama tíma skera bankarnir niður starfsmannafjöldann
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sameining Fjármálaeftirlitið var
sameinað Seðlabankanum 2020.
M »ViðskiptaMogginn
Salt sjávarbrimið tættist í sundur á grýttum töngum Akra-
ness undir blágrænum himni norðurskautsins í gær. Síðustu
vikur og daga hefur gustað hraustlega um strendur landsins.
Veðurstofan hefur varað við því að árdegis í dag ríði storm-
ur yfir Suðausturland með vindhviðum allt að 40 metrum á
sekúndu. Búist er við að veður fari kólnandi seinni hluta vik-
unnar þó léttara verði yfir á Suður- og Vesturlandi. Vindátt
verður breytileg, úrkoma með köflum í flestum landshlutum
og hiti í kringum frostmark.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Viðvaranir og vindasamt víðs vegar um landið
_ Degi íslenskrar tungu var fagnað
með fjölbreyttum hætti víða í gær.
Arnaldur Indriðason rithöfundur
hlaut Verðlaun Jónasar Hallgríms-
sonar. „Það gefur manni vísbend-
ingu um að maður hafi verið að gera
eitthvað rétt fyrir íslenska lesendur
og íslenskar bókmenntir þótt maður
hafi kannski ekki farið alveg hefð-
bundna leið að því,“ sagði Arnaldur
við Morgunblaðið. Vera Illugadóttir,
dagskrárgerðarkona á RÚV, hlaut
við sama tilefni sérstaka viðurkenn-
ingu fyrir þátt sinn Í ljósi sögunnar.
Lilja D. Alfreðsdóttir ráðherra af-
henti verðlaunin. »6
Morgunblaðið/Unnur Karen
Heiður Arnaldur, Lilja og Vera í gær.
Arnaldur og Vera
fengu verðlaun
_ Það sem af er þessu ári hafa fjór-
ar flöskur selst hér á landi af einu
dýrasta og fágætasta koníaki sem
völ er á í heiminum. Þetta staðfestir
Birkir Ívar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Vínness, sem flytur
vínið inn.
Þar er á ferðinni svokallað Louis
XIII koníak úr smiðju Remy Mart-
in. Sala upp á fjórar flöskur væri
ekki í frásögur færandi nema fyrir
það að verðmiðinn á hverri þeirra
er tæplega 450 þúsund krónur.
Flöskurnar eru 700 ml og koma í
fagurbúinni öskju og hver flaska er
handgerð og einstök af þeim sök-
um. Birkir Ívar segir að sex flöskur
séu fluttar til landsins á ári hverju.
Verðið á víninu hér á landi er af-
ar samkeppnishæft á við það sem
gerist erlendis. Í Englandi kostar
flaskan 2.900 pund, jafnvirði ríf-
lega 517 þúsund króna.
»ViðskiptaMogginn
Fjórar flöskur af
Lúðvík þrettánda
hafa selst á árinu