Morgunblaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2021 FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS | SIGN.IS Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta verk fæddist eiginlega alveg óvart,“ segir Lovísa Ósk Gunnars- dóttir um dansverk sitt When the Bleeding Stops sem hún frumsýnir á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld á RDF. Aðeins verða sýndar tvær sýningar, þ.e. kl. 19 og 21. Spurð um tilurð verksins rifjar Lovísa upp að þegar hún var að verða fertug fyrir þremur árum hafi hún haldið á tímabili að hún væri að byrja á breytingaskeiðinu og þá runnið upp fyrir henni að hún vissi lítið sem ekkert um það. „Þegar ég síðan komst að því að ég væri ekki komin á breytingaskeiðið einsetti ég mér að rannsaka það og undirbúa betur þannig að það kæmi mér ekki svona á óvart þegar að því kemur. Þá byrjaði ég að lesa mér til og tala við konur. Á þessum tíma var ég í al- þjóðlegu meistaranámi í sviðslistum við LHÍ og allt í einu var lokaverk- efnið mitt farið að fjalla um breyt- ingaskeiðið,“ segir Lovísa sem í upp- hafi sköpunarferlisins setti inn auglýsingu í facebook-hóp sem heitir Breytingaskeiðið þar sem hún óskaði eftir konum á aldrinum 45-65 ára sem að væru til í að taka þátt í verk- efninu. „Ég bað þær um að dansa sóló heima í stofu eftir ákveðinni uppskrift, taka sig upp og senda mér. Fyrr en varði var pósthólfið mitt fullt af ókunnugum miðaldra konum að dansa heima í stofu,“ segir Lovísa og rifjar upp að hún hafi á þessum tíma sjálf verið að glíma við meiðsli sem hafi líka sett mark sitt á verkið. „Ég hef dansað síðan ég man eftir mér,“ segir Lovísa, sem dansaði í 16 ár fyrir Íslenska dansflokkinn. „Fyr- ir um þremur árum slasaði ég mig og þá varð ég, í fyrsta skiptið á ævinni, að hætta að dansa. Ég byggði mig aftur upp og náði bata meðal annars með því að dansa sóló dagsins á hverjum degi heima í stofu. Mér datt í hug að nota þessa aðferð til að bjóða miðaldra konum inn í verkið á mjúk- an hátt, enda varð ég mér mjög með- vituð um tilfinnanlegan skort á mið- aldra kvenlíkömum á danssviðinu hérlendis þegar ég fór að rannsaka þennan aldurshóp,“ segir Lovísa sem sjálf kemur fram á sviðinu ásamt níu öðrum dönsurum auk allra þeirra sem dansa í ótal myndbands- upptökum. „Í verkinu er áhorfendum boðið inn í heim, fullan af næmni, skömm, samkennd og húmor. Verkið flytur okkur eitt augnablik inn á heimili kvennanna, kafar djúpt í hina marglaga reynslu og upplifun tengda breytingaskeiðinu og býður okkur að hlæja, gráta og fagna með þessum konum.“ Ögra viðteknum venjum Spurð nánar um skortinn á mið- aldra kvenlíkömum á danssviðinu bendir Lovísa á að þegar hún var yngri hafi henni fundist algjörlega eðlilegt að hún myndi hætta að dansa þegar hún yrði fertug. „Hins vegar er danslistin og dansformið að breyt- ast og reynsla dansarans er sífellt meira metin. Mín kynslóð er svolítið að ögra viðteknum venjum. Að sjálf- sögðu getur verið erfitt fyrir eldri líkama að framkvæma sömu akróba- tík og áður. En ef listin á að endur- spegla lífið er skrýtið að danslistin endurspegli það bara til fertugs.“ Spurð hvort hún sé búin að jafna sig alveg af meiðslunum svarar Lovísa því játandi og bendir á að hún sé alla vega farin að dansa aftur. „Meiðslin hafa samt haft þau áhrif að ég passa mig betur og býð líkam- anum ekki upp á hvað sem er,“ segir Lovísa og tekur fram að sér hafi þótt mjög erfitt að geta ekki dansað um tíma. „Dansinn er svo stór hluti af mínum kjarna og ég vissi hreinlega ekki hver ég var þegar þessi hluti var tekinn í burtu,“ segir Lovísa og tekur fram að dansinn hafi hjálpað henni að ná bata. „Ég nýtti dansagann til að ná fullum bata og gerði allar æfingar samviskusamlega á hverjum degi.“ Ekki er hægt að sleppa Lovísu án þess að forvitnast hvers hún hafi orð- ið vísari í rannsóknum sínum á breyt- ingaskeiðinu. „Það sem mér fannst skemmtilegast að komast að er að sú nálgun að breytingaskeiðið sé eins og skammarlegur sjúkdómur sem við tölum ekki um er mjög vestræn nálg- un. Í öðrum menningarheimum er breytingaskeiðinu fagnað og konur öðlast frelsi og virðingu í samfélaginu þegar þær fara á breytingaskeiðið. Mér fannst það mjög hressandi. Þær konur sem tóku þátt í verkefninu áttu það sameiginlegt að vera þrosk- aðar, reynslumiklar og magnaðar konur sem veittu mér mikinn inn- blástur.“ Spurð hvort hún hyggist sýna verkið oftar og víðar segist Lovísa ekki útiloka neitt. „Við erum alla vega á leið í víking með verkið, því við munum sýna það í Noregi í febr- úar og munum þá bjóða þarlendum konum að taka þátt,“ segir Lovísa og tekur fram að hún sé einnig að skoða þann möguleika að sýna verkið í Bandaríkjunum. En hvað er svo fram undan hjá Lovísu? „Ég fór beint í annað meistaranám um leið á ég kláraði hitt,“ segir Lovísa sem lýkur meistaranámi í verkefnastjórnun við HR í vor. „Svo vonandi mun þessi bræðingur leiða mig á einhverjar spennandi slóðir.“ „Á spennandi slóðir“ - When the Bleeding Stops eftir Lovísu Ósk Gunnarsdóttur er opnunarverk Reykjavík Dance Festival - Sýnt tvisvar á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld Dansandi heima í stofu „Fyrr en varði var pósthólfið mitt fullt af ókunnugum miðaldra konum að dansa heima í stofu,“ segir Lovísa Ósk Gunnarsdóttir danshöfundur sem notar hluta af þeim upptökum í nýjasta dansverki sínu. Hvað nú? er yfirskrift danshátíðar Reykjavík Dance Festival sem hefst í dag og stendur til laugardags. Á þeim tíma verður meðal annars boðið upp á sýningar, spjall og gönguferðir. Tvö verk eru sýnd í kvöld, miðvikudag. Þetta eru verkin When the Bleeding Stops, sem fjallað er um hér að ofan, og Pan- flutes and Paperwork sem Ingrid Berger Myhre og Lasse Passage sýna í Tjarnarbíoí kl. 21. Paula Diogo sýnir Terra Nullius í Tjarnarbíói á morgun, fimmtudag milli kl. 14 og 19, föstudag milli kl. 14 og 19 og laugardag milli kl. 12 og 17 í Tjarnarbíói. Sýningin er ein- staklingsganga um ófyrirfram- ákveðna leið, sem tekur um klukku- stund. Á morgun kl. 20 verður í Tjarnar- bíói boðið upp á Stefnumót í sam- starfi við Lista án landamæra. Verk- efnið felur í sér að þrjú pör fatlaðs og ófatlaðs sviðslistafólks vinna saman að nýjum verkum. Lista- mennirnir sýna afrakstur sam- starfsins, en gefa einnig innsýn í sköpunarferlið, uppgötvanir og áskoranir, í beinu samtali við áhorf- endur. Sýnendur eru Ásgeir Helgi Magnússon og Starína (Ólafur Helgi Móberg), Ásrún Magnúsdóttir og Rebekka Sveinbjörnsdóttir og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir. Á föstu- dag sýnir Michikazu Matsune verk- ið Dance, if you want to enter my country! í Tjarnarbíó kl. 19 og 21. DJ Ívar Pétur verður með Baby Rave á Kex Hosteli á laugardag kl. 14. Sama dag kl. 17 verður í Kúlu Þjóðleikhússins boðið upp á tómt rými sem er vettvangur tilrauna fyrir upprennandi sviðslistamenn í Reykjavík. Klukkan 20 um kvöldið frumsýnir Sveinbjörg Þórhallsdóttir verk sitt Rof í Tjarnarbíói. Nánari upplýsingar um hátíðina má lesa á vefnum: reykjavikdance- festival.com. Þar kemur líka fram hvaða verkum hátíðarinnar hefur verið frestað vegna núgildandi samkomutakmarkana. Sýningar, spjall, gönguferðir og fleira næstu fjóra daga HÁTÍÐIN REYKJAVÍK DANCE FESTIVAL HEFST Í DAG Ljósmynd/Saga Sigurðardóttir Dansverk Myndefni fyrir sýninguna Rof. Rithöfundurinn Wilbur Smith er allur, 88 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Suður-Afríku og spannaði ferill hans marga áratugi og bækurnar sem gefnar voru út eftir hann voru 49 talsins. Smith var metsöluhöfundur og skrifaði ævintýrabækur þar sem sögusviðið var jafnan hitabeltiseyja eða frum- skógar Afríku eða þá Egyptaland hið forna, og seinni heimsstyrjöldin hefur einnig komið við sögu. Bækur Smiths seldust vel víða um lönd og kom fyrsta bók hans, When the Lion Feeds, út árið 1964 og segir af ungum manni sem elst upp á nautgripabúi í Suður-Afríku. Náði sú bók mestölu og gat af sér 15 framhaldsbækur. Smith fæddist í Sambíu árið 1933 og var af breskum ættum. Hann var mikill veiðimaður og talsmaður dýraverndar. Wilbur Smith lát- inn, 88 ára að aldri Látinn Wilbur Smith naut vinsælda. Frumsýningu á tónleikhúsverki Fabúlu, þ.e. Margrétar Kristínar Sig- urðardóttur, DAY 3578, hef- ur verið frestað um óákveðinn tíma vegna fjölgunar smita og hertra sótt- varna. Sýna átti verkið í Gamla bíói en það er tónleikhúsverk byggt á tónsmíðum Fabúlu Mal- oru og segir af fyrrverandi stór- stjörnu sem hvarf af sjónarsviðinu á hátindi frægðar sinnar. Stjarna þessi hefur lokað sig inni í 3.578 daga, hvar hún endurtekur sama leikinn alla daga, eins og því er lýst í tilkynningu. Frumsýningu DAY 3578 frestað Margrét Kristín Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.