Morgunblaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2021
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Ekki væri fyllilega nákvæmt að
halda því fram að enginn teldi
að fyrirhuguð borgarlína yrði til
þess að notkun almenningsvagna
myndi aukast. Í könnun sem Strætó
lét gera kemur fram að 1,3% svar-
enda telja að með tilkomu borgar-
línu myndu þeir ferðast oftar með
strætó. Þess vegna verður að fara
varlega í að fullyrða að enginn hafi
trú á borgarlínuhugmyndinni, en
það má vel halda því fram að nánast
enginn hafi trú á henni.
- - -
Fyrir verkefni sem hefur verið
lengi í undirbúningi og á sam-
kvæmt áætlunum að kosta tugi
milljarða hið minnsta og líklega vel
á annað hundrað milljarða, þá má
það teljast fremur rýr afrakstur að
1,3% telji verkefnið til bóta fyrir
sig.
- - -
Hin 98,7% telja að allir þessir
milljarðar muni ekkert
gagnast þeim. (Ætli orðið sóun eigi
við í þessu tilfelli?)
- - -
Mun fleiri, eða 30%, telja að
fjölgun ferða yrði til að þeir
nýttu sér oftar þjónustu almenn-
ingsvagna. Þann vanda, og annan
sem að almenningsvögnum snýr,
má leysa með mun lægri fjárhæðum
en ætlaðar eru í borgarlínuna, enda
þarf ekki annað en bæta við vögn-
um.
- - -
Nú þegar fyrrnefnd könnun
liggur fyrir hlýtur Strætó að
leggja til við borgaryfirvöld og
aðra sem að borgarlínuverkefninu
koma að það verði stöðvað og leitað
annarra, ódýrari og markvissari
leiða til að bæta almennings-
samgöngur.
Ekki engin trú
á borgarlínu
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Litlar fréttir hafa borist af loðnuveiði frá því að
fyrstu íslensku skipin byrjuðu loðnuleit um síð-
ustu helgi. Á Halanum hefur þó orðið vart við
loðnutorfur og fréttir frá togaraskipstjórum
herma að fiskur sem veiddist væri fullur af loðnu.
Heimasíða Síldarvinnslunnar í Neskaupstað
ræddi í gærmorgun við Hjörvar Hjálmarsson,
skipstjóra á Berki NK, en skipið var þá djúpt vest-
ur á Hala. Börkur hefur leitað loðnu ásamt Bjarna
Ólafssyni AK síðustu daga. „Við erum búnir að
leita á Kolbeinseyjarhryggnum, norðan við
Strandagrunn og Þverálshorn og erum núna djúpt
vestur á Halanum. Það er fyrst núna sem við
sjáum loðnutorfur en þá bregður svo við að það er
leiðindaveður. Hérna er bölvuð bræla, 25-28 metr-
ar og sjórinn mínus ein gráða. Það á hins vegar að
lægja í kvöld og þá verður einhver friður í sólar-
hring eða svo samkvæmt spá. Togarafréttir greina
frá því að vart verði við meira líf á svæðinu hérna
og fiskur sem fæst er fullur af loðnu,“ sagði Hjörv-
ar í gær.
Skipum mun eflaust fjölga á loðnumiðunum
næstu daga, en þau hafa flest verið að veiðum á ís-
lenskri sumargotssíld vestur af landinu undanfar-
ið. Einhver þeirra fara á kolmunna áður en þau
halda til loðnuveiða. aij@mbl.is
Vart við loðnutorfur á Halanum
- Fiskurinn fullur af
loðnu - Bölvuð bræla
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Nýtt skip Börkur NK á síldveiðum í haust.
Einar Pálmar Elíasson,
byggingameistari og
iðnrekandi á Selfossi,
lést sl. mánudag, 86 ára
að aldri. Einar fæddist í
Vestmannaeyjum 20.
júlí 1935, sonur
hjónanna Guðfinnu
Einarsdóttur og Þórðar
Elíasar Sigfússonar
verkalýðsleiðtoga.
Einar vann ýmis
störf í Vestmanna-
eyjum á yngri árum og
um tvítugsaldurinn
nokkur sumur við end-
urbyggingu Héraðs-
skólans að Laugarvatni. Hann settist
að á Selfossi árið 1959 og hóf þá nám í
húsasmíði hjá Kaupfélagi Árnesinga.
Einar varð meðal helstu frum-
kvöðla í atvinnulífi og flugmálum á
Selfossi. Hann hóf eigin bygginga-
starfsemi árið 1964 og byggði tugi
íbúðarhúsa á Selfossi og þar í kring á
næstu árum. Stofnaði árið 1968 fyrir-
tækið Steypuiðjuna og var rekstur
þess á sínum tíma nokkuð umfangs-
mikill. Áratug síðar stofnaði Einar
fyrirtækið Set. Í dag stýra synir hans
rekstri Sets sem er meðal helstu og
stærri iðnfyrirtækja landsins, fram-
leiðandi á foreinangruðum fjar-
varmarörum og slíkum vörum.
Árið 1973 hóf Einar
flugnám hjá Flugskóla
Helga Jónssonar í
Reykjavík og varð
frumkvöðull að stofnun
Flugklúbbs Selfoss og
gerð Selfossflugvallar
árið 1974. Einar hélt
einkaflugmannsrétt-
indum sínum fram á
síðari ár og fór á einka-
flugvél sinni vítt og
breitt um landið. Þá
var Einar mikill áhuga-
maður um byggingar
og skipulagsmál og
setti um tíma mark sitt
á þá umræðu á Selfossi. Einnig var
hann virkur félagi í Rótarýklúbbi
Selfoss.
Einar vann á síðustu tveimur ára-
tugum að því að koma upp safni
muna sem meðal annars tengjast
flugsögunni, ekki síst starfsemi her-
flugvallarins sem Bretar starfræktu í
Kaldaðarnesi í Flóa í seinni heims-
styrjöldinni.
Fyrrverandi eiginkona Einars er
Sigríður Bergsteinsdóttir frá Laug-
arvatni. Þau Einar og Sigríður eign-
uðust fjögur börn, þau Bergstein,
Guðfinnu Elínu sem er látin, Örn og
Sigrúnu. Afkomendurnir eru þrjátíu
alls.
Andlát
Einar Elíasson,
iðnrekandi á Selfossi