Morgunblaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.11.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2021 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Jóladagatölin eru komin! Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Pólskir landamæraverðir beittu tára- gasi og vatnsfallbyssum á hóp flótta- manna sem reyndu að ryðja sér braut yfir landamærin milli Póllands og Hvíta-Rússlands í gærmorgun. Áætlað er að um 4.000 flóttamenn séu nú í búðum á landamærunum við illar aðstæður, en Evrópusambandið og pólsk stjórnvöld saka Alexander Lúkasjenkó, forseta Hvíta-Rúss- lands, um að hafa flutt þá þangað frá Mið-Austurlöndum, mögulega með aðstoð Rússa, gagngert til þess að valda misklíð innan Evrópusam- bandsins. Bæði Lúkasjenkó og rússnesk stjórnvöld hafa vísað þeirri gagnrýni á bug, en þau sökuðu þess í stað Evr- ópusambandið og Pólverja um að hafa ýft upp ástandið með harkaleg- um viðbrögðum landamæravarðanna gegn flóttafólkinu í gær. Varnarmálaráðuneyti Póllands sagði í yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni að flóttamennirnir hefðu ráðist að landamæravörðum og kastað grjóti að þeim, á sama tíma og þeir reyndu að rífa niður girðingar og koma sér yfir landamærin. Sögðu pólsk stjórn- völd að áhlaup flóttamannanna hefði verið að undirlagi Hvít-Rússa. Þrír Pólverjar, þar af einn lög- reglumaður, einn landamæravörður og einn hermaður særðust í skærun- um. Var lögreglumaðurinn sagður al- varlega særður, og var óttast að hann hefði hlotið höfuðkúpubrot. 15.000 pólskir hermenn eru nú við landa- mærin auk nokkur hundruð landa- mæravarða og lögreglumanna. „Algjörlega óásættanlegt“ Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, fordæmdi í gær aðfarir Pólverja gegn flóttafólkinu og sagði að það væri algjörlega óásættanleg hegðun að skjóta táragasi að flótta- fólkinu í áttina að Hvíta-Rússlandi. Þá sakaði Anatoly Glaz, talsmaður hvítrússneska utanríkisráðuneytis- ins, Pólverja um að hafa viljandi hellt olíu á eldinn með aðgerðum sínum. „Markmið Pólverja er algjörlega skiljanlegt,“ sagði Glaz, „þeir þurfa að æsa upp ástandið enn meira til að hindra að hægt sé að leysa úr stöð- unni.“ Sagði Glaz jafnframt að hegð- un Pólverja hefði verið „bein ögrun“. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, sagði hins vegar í gær að hann vildi forðast frekari árekstra á landamærunum. „Aðalat- riðið er að verja land okkar og þjóð og leyfa ekki skærur,“ sagði Lúkasjenkó á ríkisstjórnarfundi. Hann ræddi ástandið símleiðis á mánudaginn við Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Var það fyrsta símtalið sem Lúkasjenkó á við leið- toga vestræns ríkis eftir að hann lét berja niður mótmæli gegn stjórn sinni í fyrra. Sagði Lúkasjenkó að hann og Mer- kel hefðu verið sammála um þörfina á því að draga úr spennunni á landa- mærunum, en ósammála um hvernig flóttafólkið hefði komist til Hvíta- Rússlands. Flytja 200 manns til Bagdad Sendiráð Íraks í Moskvu staðfesti í gær að Írakar myndu sækja 200 flóttamenn og fljúga með þá heim til Íraks á morgun, fimmtudag. Þá hafa flugfélög í Tyrklandi, Sýr- landi og Hvíta-Rússlandi bannað eða heft ferðalög fólks frá Sýrlandi, Írak, Jemen og Afganistan til Hvíta-Rúss- lands, en með því er vonast til þess að hægt verði að hefta flóttamanna- strauminn að landamærunum. AFP Skærur Lögreglumaður sést hér beina piparúða að flóttamanni í gær. Beittu táragasi á flóttamenn - Pólverjar segja áhlaupið hafa verið að undirlagi Hvít-Rússa - Lögreglumaður sagður illa særður eftir grjótkast - Lavrov fordæmir aðgerðir Pólverja harðlega Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, vöruðu hvor annan við að skipta sér um of af mál- efnum Taívan á fjarleiðtogafundi sín- um í fyrrinótt. Fundurinn stóð yfir í þrjár og hálfa klukkustund, en honum var ætlað að færa samskipti Bandaríkjanna og Kína í betri farveg og minnka líkur á átökum milli ríkjanna. Snert var á ýmsum deiluefnum ríkjanna, en mál- efni Taívan, sem Kínverjar segja að tilheyri sér, voru ofarlega á baugi. Kínverskir ríkisfjölmiðlar sögðu eftir fundinn að Xi hefði varað Biden við því að ýta undir sjálfstæðisvonir eyjunnar, og sagt það vera „leik að eldi“, en Xi hefur heitið því að sam- eina eyjuna aftur við meginland Kína. Í frásögn Hvíta hússins af fund- inum sagði hins vegar að Biden hefði á móti varað Xi við einhliða aðgerðum sem myndu breyta núverandi stöðu mála eða grafa undan friði og stöðug- leika við Taívan-sund. Bandaríkja- menn viðurkenna ekki fullveldi eyj- unnar, en segjast standa vörð um rétt hennar til sjálfsvarnar. Biden og Xi lögðu báðir áherslu á að ríkin tvö yrðu að vinna saman til að ná tökum á ýmsum vandamálum, þar á meðal heimsfaraldrinum og lofts- lagsmálum. Tókust á um Taívan - Xi varar Biden við að „leika sér að eldi“ AFP Fjarfundur Biden og Xi ræddu sam- an á fjarfundi í fyrrakvöld. Að minnsta kosti þrír létust og rúmlega þrjátíu til viðbótar særð- ust í gær eftir tvær sjálfsvígsárásir í Kampala, höfuðborg Úganda. Sagði lögreglan að uppreisnarhóp- urinn ADF, eða „bandalag lýðræð- islegra afla“, bæri ábyrgðina. Hópurinn hefur haft aðsetur í Austur-Kongó og ráðist þaðan nokkrum sinnum á Úganda, en bandarísk stjórnvöld segja ADF hafa tengsl við hryðjuverka- samtökin Ríki íslams. Tveir af sjálfsvígssprengjumönn- unum voru dulbúnir sem leigubíl- stjórar á mótorhjólum, en þeir eru algeng sjón í Kampala. Sprengdu þeir sig í loft upp við innganginn að þinghúsi landsins og myrtu um leið gangandi vegfaranda. Sá þriðji réðst að aðallögreglustöð borg- arinnar og féllu tveir í sprenging- unni þar. Fjórði árásarmaðurinn var stöðv- aður, en óttast er að mannfallstölur muni hækka á næstu dögum. ÚGANDA AFP Úganda Sprengingin við þinghúsið í Kampala kveikti í nálægum bílum. Þrír fallnir eftir sjálfsvígsárásir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.