Morgunblaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 9. N Ó V E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 272. tölublað . 109. árgangur .
Gefðu tilhlökkun,magnaða
upplifun og ljúfarminningar
Gjafakort í Þjóðleikhúsið gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út.
Kynntu þér valkostina og sértilboðin og kláraðu gjafakaupin á leikhusid.is
ÖÐRUVÍSI
STEMNING NÚ
EN Í FYRRA FYLGT EFTIR Í HUNDRAÐ ÁR
HALLAÐ UNDAN
FÆTI EFTIR FRÁ-
BÆRA BYRJUN
JÓLABOÐIÐ Í KASSANUM 28 BREIÐABLIK 27SKAUPIÐ 11
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
sagði á peningamálafundi Viðskipta-
ráðs Íslands í gær að ákvæði lífs-
kjarasamningsins um hagvaxtarauka
kæmi afar illa við verðstöðugleika.
Hann sagði að Samtök atvinnulífsins
(SA) hafi samið af sér varðandi þetta
atriði.
„Ég kýs að líta á orð seðlabanka-
stjóra í víðara samhengi,“ sagði Hall-
dór Benjamín Þorbergsson, fram-
kvæmdastjóri SA. „Kjarasamningar
voru gerðir í apríl 2019 og gilda út
október 2022. Enginn gerði ráð fyrir
kórónuveirukreppunni sem skall á
okkur í febrúar 2020 og lamaði allt.
Það skiptir engu máli hvort horft er
til Íslands, annarra landa eða ann-
arra heimsálfa. Heimsfaraldurinn
hefur sett strik í reikning samninga-
gerðar um allan heim,“ sagði Hall-
dór. Hann telur að seðlabankastjóri
sé að benda á þetta: „Á meðan fram-
leiðslugetan, hagkerfið, er ekki að
vaxa þá stöndum við ekki undir
launahækkunum. Ef laun hækka um-
fram svigrúm verður brugðist við
með vaxtahækkun.“
„Að sjálfsögðu stendur ákvæði lífs-
kjarasamningsins um hagvaxtarauk-
ann. Samningar skulu standa. At-
vinnurekendur hljóta að gera sér
grein fyrir því,“ sagði Vilhjálmur
Birgisson, formaður Verkalýðsfélags
Akraness. Hann segir að stýrivaxta-
hækkun upp á 0,5% hafi mikil áhrif á
launafólk. Mánaðarleg afborgun af
35 milljóna króna láni með breytileg-
um vöxtum geti hækkað um allt að
15.000 krónur. Þar hverfi 41% af
launahækkun á kauptaxta þann 1.
janúar 2022 á einu bretti. Þá sé eftir
að mæta öllum öðrum hækkunum.
„Samningar skulu standa“
- Öndverðar skoðanir á hagvaxtarauka - Kórónuveirukreppa breytti forsendum
MVinnumarkaðurinn »4
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi við
skoska rithöfundinn Ian Rankin í Iðnó í gær, á
glæpasagnahátíðinni Iceland Noir 2021.
Katrín og Rankin ræddu heimaborg Rankin,
Edinborg, og bókaseríu hans Inspector Rebus
sem fjallar um lögregluforingjann Rebus í
Edinborg. Þá spjölluðu þau sömuleiðis um virði
glæpasagna sem og það góða og slæma sem býr í
hverri manneskju.
Morgunblaðið/Eggert
Katrín og Rankin ræddu það góða og slæma í fólki
Á bilinu 6 til 40 einstaklingar grein-
ast með jákvæða niðurstöðu úr hrað-
prófum á dag vegna kórónuveiru-
sýkingar, að sögn Ingibjargar
Salóme Steindórsdóttur, verk-
efnastjóra sýnatöku hjá Heilsugæsl-
unni á höfuðborgarsvæðinu.
Aðsókn í hraðpróf hefur aukist
síðustu daga í kjölfar hertra sótt-
varnaaðgerða. Þá hafa fleiri ein-
kennalausir greinst með jákvæða
niðurstöðu úr hraðprófum samhliða
hækkandi smittíðni í samfélaginu.
Ingibjörg segir ekki hægt að
draga þá ályktun, að tilkoma hrað-
prófanna hafi gert það að verkum að
hlutfallslega fleiri smit greinist hér á
landi en áður.
Ekki er þó enn búið að taka saman
tölfræði um fjölda sýna sem er tek-
inn á dag með hraðprófum eða
greiningarhlutfall þeirra.
Hertar sóttvarnaaðgerðir tóku
gildi innanlands fyrir rúmri viku.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
segir að eftir helgi verði hægt að
segja til um hvort að þær hafi borið
árangur. Sem stendur horfir hann
ekki til þess að herða aðgerðir en
hann segir jákvæð teikn á lofti um
að fólk sé að passa sig.
„Maður sér að grímunotkun virð-
ist vera orðin almenn. Ég veit að fólk
hefur verið að aflýsa alls konar við-
burðum sem það er að halda sjálft
eða afbóka komu sína á ýmsa við-
burði,“ sagði Þórólfur. »4
Fleiri ein-
kennalaus-
ir greinst
- Hafa ekki tekið
saman tölfræði
_ Þrír árgangar virðast vera góðir
af stofni íslenskrar sumargotssíldar
en rannsóknarleiðangur á svæði frá
Austurmiðum að Reykjanesi er ný-
lega lokið.
Guðmundur Óskarsson, sviðs-
stjóri á uppsjávarsviði Hafrann-
sóknastofnunar, segir stofninn hafa
tekið við sér síðustu ár. Árgang-
urinn frá 2017 kemur sterkur inn í
veiðina fyrir vestan land, auk þess
sem árgangar frá 2018 og 2019 lofa
góðu. Þá þykja einnig jákvæðar
fréttir að sýkingin, sem plagað hef-
ur stofninn frá 2008, virðist vera að
fjara út. »14
Jákvæðar fréttir af
sumargotssíldinni