Morgunblaðið - 19.11.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 19.11.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2021 Seðlabankastjóri benti á það á peningamálafundi Við- skiptaráðs í gær að himinn og jörð færust ekki þó að Seðlabankinn hækkaði vexti. Og hann benti líka á að það væri að einhverju leyti jákvætt að bankinn þyrfti að hækka vexti: „Núll prósent vextir eru tákn um dauðann, stöðnun, atvinnu- leysi og aumingja- skap. Á Íslandi er eðlilegt að raun- vextir séu jákvæðir. Neikvæðir raun- vextir eru aðeins fyrir fyrirtæki sem hafa í raun ekki rekstr- argrundvöll.“ - - - Allt er þetta rétt og lágir vextir og jafnvel neikvæðir eins og verið hafa viðvarandi á evrusvæð- inu eru vitaskuld ekki til marks um þróttmikið hagkerfi þar eða eðlilegt efnahagsástand þó að ESB-flokkarnir íslensku virðist telja svo vera. - - - Hitt er annað mál, eins og seðlabankastjóri benti líka á, að gagnrýni þeirra sem sömdu um kaup og kjör á vinnumarkaði á stýrivaxtahækkun á ekki rétt á sér. - - - Það eru einmitt óhóflegar launahækkanir á liðnum miss- erum og ekki síður fram undan sem valda miklu um að vextir þurfa að hækka nú. - - - Seðlabankastjóri benti á að það væri erfitt að fá launahækk- anir inn í efnahagskerfið nú „og þær eru að valda verðbólgu“. Hann bætti því við að þær yllu því „að við þurfum mögulega að hækka stýrivexti“. - - - Vonandi verður þetta haft í huga í umræðum um hagvaxt- arauka og í næstu kjaraviðræðum. Ásgeir Jónsson Vaxtaverkir STAKSTEINAR Skipulags- og samgönguráð Reykja- víkurborgar hefur samþykkt að framvegis verði óheimilt að leggja ökutækjum við vesturkant Frakka- stígs, milli Hverfisgötu og Lauga- vegar. Þarna eru í dag átta bíla- stæði, en þau verða öll aflögð. Fram kemur í greinargerð starf- andi samgöngustjóra Reykjavíkur að um sé að ræða kafla á Frakkastíg þar sem einstefnuakstur er til norð- urs og ökutækjum er alla jafna lagt beggja vegna götunnar. Frakka- stígur marki upphaf núverandi göngugötuhluta Laugavegar og því sé allri umferð af Laugavegi beint norður Frakkastíg. „Í götunni myndast oft mikil þrengsli og ítrekaðar ábendingar hafa borist frá lögreglunni og sorp- hirðu um vandamál sökum þeirra. Því er lagt til að stæði vestanmegin í götunni verði fjarlægð og eingöngu heimilað að leggja ökutækjum við eystri kant götunnar,“ segir í grein- argerðinni. sisi@mbl.is Morgunblaðið/sisi Frakkastígur Það getur verið erfitt fyrir stóra bíla að aka um þröngan stíg. Bílastæði aflögð vegna þrengsla Reykjavíkurborg áformar að byggja áningarstað á sjóvarnargarðinum við Eiðsgranda, neðan við JL-húsið. Breyta þarf deiliskipulagi fyrir svæðið og við breytinguna færist lega núverandi göngu- og hjólastígs lítillega. Á síðasta fundi skipulagsfulltrúa var lögð fram deiliskipulagstillaga arkitektastofunnar Horn- steina. Þar kemur fram að strandlengjan Eiðs- grandi-Ánanaust njóti sívaxandi vinsælda borg- arbúa og hafi löngu sannað gildi sitt sem mikil- vægt og einstakt útivistarsvæði. Endurbygging sjóvarnargarðs á svæðinu hafi skapað kjör- aðstæður fyrir byggingu áningarstaðar á þessum hluta strandlengjunnar. „Áningarstaðurinn, sem er sporöskjulaga að lögun, liggur við sjóvarnargarðinn þar sem hann er hvað hæstur og myndar eina heild með honum. Gert er ráð fyrir að hann verði um metra hærri en aðliggjandi land,“ segir í greinargerðinni. Að- gengi verði tryggt fyrir alla, annars vegar um tröppur og hins vegar eftir skábraut með hand- listum og viðeigandi hvíldarpöllum. Málinu var vísað til meðferðar hjá verkefnis- stjóra skipulagsfulltrúa. sisi@mbl.is Nýr áningarstaður við Eiðsgranda - Strandlengjan er einstakt svæði til útivistar Tölvuteikning/Hornsteinar Eiðsgrandi Áningarstaðurinn liggur við garðinn. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.