Morgunblaðið - 19.11.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2021
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Tökur á Áramótaskaupi Sjónvarps-
ins hófust í byrjun vikunnar og fara
vel af stað að sögn leikstjórans
Reynis Lyngdal. „Við erum búin að
mynda í þrjá daga og verðum að
næstu tvær vikur. Svo er það sama
sagan og alltaf, við vonum svo inni-
lega að ekkert afdrífaríkt gerist í
samfélaginu svo við getum haldið
okkur við það sem erum búin að
skrifa,“ segir leikstjórinn en við-
urkennir um leið að það sé eig-
inlega regla frekar en hitt að taka
þurfi upp nýtt efni á lokametrunum.
„Já, í fyrra var fjármálaráðherra að
vesenast í einhverju partíi og við
þurftum að kommenta eitthvað á
það. Við erum með varnagla til að
geta brugðist við.“
Þetta verður þriðja árið í röð sem
Reynir leikstýrir Áramótaskaupinu
en höfundar þess í ár eru Vilhelm
Neto, Bergur Ebbi Benediktsson,
Hugleikur Dagsson, Katla Margrét
Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og
Lóa Hjálmtýsdóttir. Republik sér
um framleiðsluna.
„Ég get náttúrulega ekkert sagt
um hvað verður í Skaupinu. Það
verður þó einhver ponsu pólitík og
hugsanlega eitthvað sem snýr að
eldhræringum. Svo verður mikið
sungið og glensað,“ segir leikstjór-
inn sem setur upp íbyggið glott
þegar hann er spurður hvort taln-
ing atkvæða í alþingiskosningunum
og starf undirbúningsnefndar kjör-
bréfanefndar kunni að bera á góma.
„Það er aldrei að vita,“ segir hann
einfaldlega.
Reynir kveðst skynja aðra
stemningu í þjóðfélaginu í ár en í
fyrra. „Þetta ár er öðruvísi. Í fyrra
skynjaði maður samstöðu en nú er
aðeins búið að brýna hnífana. Ég
veit ekki hvort það er vegna ein-
hvers Covid-óþols en tilfinning mín
er að það sé aðeins harðar tekið á
ýmsum málum. Það er komið að
einhvers konar suðupunkti.“
Hann segir að rétt eins og í fyrra
verði reynt að hafa fjölbreyttan hóp
leikara í Áramótaskaupinu. Viss
kjarni muni bera hitann og þung-
ann en hann og framleiðendurnir
muni „reyna að koma inn slatta af
andlitum og hafa þetta eins fjöl-
breytt og við komumst upp með.“
Reynir segir nauðsynlegt fyrir
þjóðina að geta hlegið að því sem
miður fer í samfélaginu. „Alltaf
þegar ég fer að vinna við Skaupið
verður mér hugsað til þeirra
Spaugstofumanna og hvað við höfð-
um gott af því að hafa þannig þátt
einu sinni viku. Það var gott að
tappa af vissum málum, það var
næstum eins og þjóðin skriftaði
einu sinni í viku.“
Ljósmynd/Hannes Friðbjarnarson
Tökur Skaupið verður fjölbreytt og þar verður meðal annars þessi skets um konur sem tekinn var á Árbæjarsafni.
Ljósmynd/Jói B
Tilbúnir Reynir Lyngdal leikstjóri og Vilhelm Neto, leikari og höfundur.
Búið að brýna hnífana í samfélaginu
- Tökur hafnar á Áramótaskaupinu - Önnur stemning en í fyrra - Pólitík, eldgos, söngur og glens
Grín Katla Margrét Þorgeirsdóttir er einn handritshöfunda Skaupsins.
Ljósmynd/Jói B
Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamanna hófst í gær með heimsókn Slökkviliðs
Borgarbyggðar og bæjarstjórans í Grunnskólann í
Borgarnesi. Átakið að þessu sinni beinist að nem-
endum í 3. bekk grunnskólanna og fjölskyldum
þeirra. Slökkviliðsmenn um allt land taka þátt í átak-
inu á næstu dögum og vikum. Lögð er áhersla á að
heimili séu búin eldvarnabúnaði á borð við reykskynj-
ara, slökkvitæki og eldvarnateppi.
Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Borg-
arbyggðar, mætti ásamt slökkviliðsmönnum á skóla-
lóðina í Borgarnesi í gær og fékk líkt og krakkarnir
æfingu í að slökkva opinn eld. Hún ræddi við nem-
endur um eldvarnir og mikilvægi þess að eiga gott
slökkvilið. Til gamans má geta að krakkarnir spurðu
hana hvort hún væri borgarstjóri Borgarness en hún
svaraði því til að hún væri frekar „bæjarstýra“
Borgarbyggðar.
Morgunblaðið/Theódór Kr. Þórðarson
Eldvarnaátakið hófst í Borgarnesi