Morgunblaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Qair Iceland ehf., dótturfélag franska fyrirtækisins Qair Group, sem er framleiðandi endurnýjanlegrar raf- orku víða um heim, hefur undirritað viljayfirlýsingu við Norðurál á Grundartanga um sölu á grænni raf- orku frá fyrirhuguðum vindorku- görðum Qair á Vesturlandi og föngun CO2-útblásturs frá álverinu til notk- unar við framleiðslu á rafeldsneyti. Samanlagt uppsett afl er áætlað 200 MW. Rafeldsneyti er heiti á nothæfu eldsneyti sem búið er til úr vetni við rafgreiningu á vatni og koltvíildi. Verulega spennandi verkefni Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Norðuráls, segir í samtali við Morgunblaðið að verkefn- ið sé verulega spennandi og að Norð- urál sé í mjög góðri stöðu til að styðja við græn orkuverkefni sem þetta á Íslandi í dag. Hann segir að Norðurál sé í dag kaupandi um fjórðungs allrar raf- orku í landinu. „Við getum leikið stórt og mikilvægt hlutverk í þróun orkuiðnaðarins á landinu, sérstak- lega með þeirri samvinnu sem fyrir- huguð er um notkun kolefnis frá ál- verinu til eldsneytisframleiðslu,“ segir Páll. Hann segir að mikilvægi og ávinn- ingur samfélagsins af vindorku m.t.t. orkuskipta og þróun raforkumarkað- arins á Íslandi sé ótvíræður. „Með því að virkja vindinn getum við nýtt enn betur vatnsaflsvirkjanir landsins. Norðmenn eru í sambærilegri stöðu og hafa fjárfest gífurlega í vindorku undanfarin ár.“ Páll tekur einnig fram að þróun vindorku sé eitt besta vopn heimsins gegn loftslagsvánni og með þessu samstarfi Qair og Norðuráls sé verið að byggja undirstöðu fyrir þá þróun. Kaupa af öllum Norðurál kaupir í dag raforku af öllum þremur stóru raforkuframleið- endum landsins, Orkuveitu Reykja- víkur, Landsvirkjun og HS Orku. Raforkuþörf Norðuráls miðað við nú- verandi rekstur er að sögn Páls um 540 MW. Hann segir aðspurður að al- gengt sé að raforkusamningar er- lendis í tengslum við ný orkuverkefni á borð við þetta séu gerðir til 15-20 ára til að hægt sé að fá hagstæða langtímafjármögnun á orkuverkefn- in. Umhverfismat á lokastigi Tryggvi Þór Herbertsson, stjórn- arformaður Qair Iceland, segir, spurður um stöðu verkefnisins, að umhverfismat sé á lokastigi og unnið sé að því að afla allra tilskilinna leyfa. Þau tengist meðal annars fyrirætlun- um ríkisstjórnarinnar í orkumálum. „Við bíðum í ofvæni eftir stjórnar- sáttmála nýrrar ríkisstjórnar,“ segir Tryggvi. Um samning fyrirtækjanna um föngun og bindingu koldíoxíðs segir Tryggvi að koldíoxíið myndi Qair nýta til framleiðslu á rafeldsneyti í fyrirhugaðri vetnisverksmiðju Qair á Grundartanga sem hægt verði að nota til orkuskipta. „Við höfum nú þegar skrifað undir viljayfirlýsingu við Faxaflóahafnir um lóð á Grundartanga undir vetn- isverksmiðjuna. Við erum bjartsýn á að samningar um leigu náist og við getum byrjað að skipuleggja hana innan tíðar.“ Qair Iceland er með samtals 1.000 MW af uppsettu afli í vindorkugörð- um í undirbúningi, en auk garðanna á Vesturlandi munu rísa vindorkugarð- ar á Langanesi, á Suðurlandi og í Meðallandinu, að sögn Tryggva. „Við verðum á hinum og þessum stöðum hringinn í kringum landið ef allt gengur upp.“ Lengst er garðurinn í Sólheimum kominn að sögn Tryggva. „Þetta er um sautján kílómetra frá Búðardal. Vindrannsóknum er lokið og um- hverfismatið ætti að verða tilbúið í janúar nk. Skipulag er komið vel á veg en rannsóknir hafa staðið í um þrjú ár.“ Fyrsta umhverfismatið er alltaf tímafrekast að sögn Tryggva því lög og reglur eru óskýr á Íslandi hvað þetta varðar að hans sögn. Menn hafi rennt svolítið blint í sjóinn. „Við ætt- um að geta hafið byggingu garðsins eftir um tvö ár ef leyfi fást.“ Hver garður á 15 milljarða Spurður um umfang garðanna seg- ir Tryggvi að í kringum tuttugu og sjö myllur verði í hverjum garði og áætlað er að hver vindmylla verði um 150 metrar á hæð. „Hver garður er fjárfesting upp á um fimmtán millj- arða.“ Tryggvi segir tækninni við bygg- ingu vindorkugarða og hagnýtingu vindsins hafa fleygt fram. „Kostnað- arkúrfan vísar beint niður á við. Upp- bygging vindorku er ódýrasti virkj- anakosturinn á Íslandi í dag.“ Spurður hvort einhver ljón séu í veginum í ljósi þess að skoðanir eru oft skiptar um svona framkvæmdir, segir Tryggvi að bjartsýni ríki um framgang verkefnisins. „Okkur hefur verið tekið gríðarlega vel í Dala- byggð þótt auðvitað séu ýmis sjón- armið á lofti. En við reynum að vinna þetta í sem mestri sátt við samfélagið og taka tillit til ólíkra sjónarmiða.“ Spurður um störf sem skapast seg- ir Tryggvi að 5-6 muni starfa beint við hvern vindmyllugarð. „Afleidd störf sem verða til við notkun rafork- unnar eru hins vegar margfalt fleiri.“ Þegar talað er um uppsett afl er miðað við þá orku sem vindmyllan getur framleitt ef hún er stöðugt í gangi. „Rannsóknir sýna að hér á Ís- landi verður hægt að nýta 45-50% af uppsettu afli. Hér er það ekki lognið sem er vandamálið heldur er suma daga hreinlega of mikill vindur. Þeg- ar hann fer upp í t.d. 28 metra að meðaltali á sekúndu þurfa myllurnar að verja sig fyrir því og geta því ekki framleitt,“ segir Tryggvi að lokum. Fá vindorku frá Qair Mannvirki Áætluð hæð Qair- vindmyllanna er um 150 metrar. - Samanlagt uppsett afl 200 MW - Einnig samið um föngun CO2-útblásturs frá álveri Norðuráls til notkunar við framleiðslu rafeldsneytis - Uppbygging eftir 2 ár Qair Group » Óháður framleiðandi endur- nýjanlegrar orku með yfir 30 ára reynslu af þróun, uppsetn- ingu og rekstri eigin vind-, sól- ar-, vatnsaflsorkuvera, auk grænnar vetnisframleiðslu. » Starfar í 16 löndum víðs vegar um Evrópu, Mið- og Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. » Er með samtals 1.000 mw af uppsettu afli í vindorkugörðum í undirbúningi. Garðar Vindorkugarðar Qair, sem Norðurál mun kaupa rafmagnið af, verða m.a. staðsettir á Sólheimum á Laxárdalsheiði og í Múla ofan Borgarfjarðar. Tryggvi Þór Herbertsson Páll Ólafsson 12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2021 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Gjafakort Einstök jólagjöf 19. nóvember 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 132.38 Sterlingspund 178.14 Kanadadalur 105.45 Dönsk króna 20.144 Norsk króna 15.147 Sænsk króna 14.935 Svissn. franki 142.26 Japanskt jen 1.1543 SDR 185.21 Evra 149.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.7658 Útgerðarfélagið Brim hf. skilaði 19,9 milljóna evra hagnaði á þriðja árs- fjórðungi í ár samanborið við 16,0 milljóna evra hagnað á þriðja fjórð- ungi ársins 2020, sem er um 24% aukning. Þetta má lesa út úr árs- hlutareikningi sem stjórn félagsins hefur samþykkt. „Rekstur ársfjórðungsins var stöð- ugur og sambærilegur við sama árs- fjórðung síðasta árs. Salan nam 91,6 milljónum evra í samanburði við 80,7 milljónir evra á sama tíma 2020. EBITDA fjórðungsins lækkar lítillega milli tímabila eða um 0,8 milljónir evra. Hagnaður fjórðungs- ins eykst milli ára og er 19,9 milljónir evra samanborið við 16 milljónir evra á þriðja fjórðungi ársins 2020. Grunnrekstur er í takt við sama tímabil 2020 en munurinn liggur í söluhagnaði skips,“ sagði í tilkynningu um uppgjörið. Sóknin á makrílvertíð erfið Þar segir jafnframt að rekstur botnfisksviðs hafi gengið mjög vel á fjórðungnum og að góð aflabrögð hafi verið í botnfiski og staða á mörkuðum góð. Á sama tíma hafi sóknin á makrílvertíðinni verið erfið og einnig hafi síldveiðar hafist síðar en á árinu 2020. Efnahagur félagsins sé sterkur. Eignir séu um 772 milljónir evra og eiginfjárhlutfallið 47%. Þá var haft eftir Guðmundi Krist- jánssyni forstjóra að afkoma fjórð- ungsins væri góð og að hann væri ánægður með hversu stöðugur reksturinn er orðinn. „Undanfarin misseri höfum við markvisst fjárfest í botnfisksafla- heimildum og nýrri tækni sem er að skila árangri í dag. Eins sjáum við að fjárfestingar í sölufélögunum styrkja viðskiptalíkanið okkar. Loðnuvertíð er fram undan og er þetta mesta magn loðnukvóta frá árinu 2003. Við þessa aukningu í út- hlutun fór Brim yfir hámarkshlut- deild í þorskígildum,“ sagði hann. Hagnaður Brims á þriðja fjórðungi 24% meiri en í fyrra Guðmundur Kristjánsson - Munur á 3. fjórðungi 2020 og 2021 sagður liggja í söluhagnaði skips Iceland Seafood hagnaðist um rúm- lega 2,1 milljón evra á þriðja fjórð- ungi ársins, eða 316 milljónir ís- lenskra króna, samanborið við 350 þúsund evra tap á sama tímabili í fyrra, eða 52 milljónir króna. Eignir fyrirtækisins námu í lok tímabilsins rúmum 99 milljónum evra, eða 14,8 milljörðum króna, og hækkuðu um nærri 33% milli ára. Þær voru tæpar 75 milljónir evra á sama tíma í fyrra eða 11,1 milljarður króna. Eigið fé Iceland Seafood nemur núna 88,7 milljónum evra, eða 13,2 milljörðum króna, en var á sama tíma í fyrra 230 milljónir evra, eða rúmir 12,3 millj- arðar króna. Eiginfjárhluta- fall félagsins er 33,6%. Bjarni Ár- mannsson for- stjóri Iceland Seafood segir í tilkynningu að þriðji ársfjórð- ungur hafi verið sterkur í Suður-Evrópu og sala og dreifing gengið vel. Árangurinn í norðurhluta Evrópu hafi verið lak- ari, sérstaklega í Bretlandi, þó svo að útibú félagsins á Írlandi hafi sýnt viðunandi niðurstöðu. 16% tekjuvöxtur Tekjur fyrirtækisins á þriðja árs- fjórðungi voru rúmlega 111 milljón evrur, sem er 16% vöxtur á milli ára. Þegar horft er til fyrstu níu mánaða ársins þá voru tekjurnar tæplega 320 m. evra og jukust einnig um 16% frá sama tímabili árið á undan. IS hagn- ast um 316 m.kr. - Eignir jukust um 33% frá 2020 Bjarni Ármannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.