Morgunblaðið - 19.11.2021, Page 16

Morgunblaðið - 19.11.2021, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2021 Eftir 20 mánuði af því að „hlusta á sér- fræðingana“ erum við komin aftur á byrj- unarreit. Ein illa rekin ríkisstofnun sem ræð- ur ekki við verkefni sín kallar eftir víð- tækum frelsisskerð- ingum sem hola sam- félagið að innan og ráðherrarnir bregðast við kallinu. Það virðist enginn sér- stakur ágreiningur um frelsismál vera á milli Vinstri-grænna og ráð- herra Sjálfstæðisflokksins, frelsi einstaklingsins og mannréttindi ná ekki lengra en hið opinbera ákveður að sé farsælt fyrir heildina. Ég velti fyrir mér hvort ég sé að misskilja grunngildi flokksins eða hvort ákveðnum einstaklingum liggi svo ofboðslega á að halda í ráðherrastól að tilgangurinn helgi meðalið. Helsti „sérfræðingur“ stjórnvalda segist sjá ljós við enda ganganna. Það eru bóluefni sem nú þegar er búið að gefa 90% landsmanna yfir 12 ára aldri tvisvar. Eftir að hafa haft rangt fyrir sér um það áður segir hann að nú eftir þriðja skiptið komi hjarðónæmið, það segi rannsókn frá Ísrael. Ekki fylgir þó sögunni að 2-3 mánuðir eru síðan þriðji skammt- urinn var gefinn þar og því engar forsendur til að ætla að vörnin end- ist neitt lengur en eftir fyrri skammta, sem fjarar út á 3-6 mán- uðum. Enn fremur virðast Ísr- aelsmenn ekki sérlega bjartsýnir á hjarðónæmið sjálfir enda undirbúa þeir nú að gefa fjórða skammtinn. Það ætti því að vera öllum ljóst að það sé mjög loðið að ætla þriðja skammtinum að leysa vanda heil- brigðiskerfisins. Ég velti fyrir mér af hverju ráðherrarnir halda það, hafa þeir ekki kynnt sér málið? Treysta þeir í blindni á embættis- mann sem ítrekað hefur sýnt að hann fer ekki alltaf með rétt mál? Þegar faraldurinn hófst fyrir nær tveimur árum ákvað sóttvarnalækn- ir Svía að fara aðra leið en flestir kollegar hans á Vesturlöndum. Hann taldi að við faraldrinum væri engin töfralausn og fyrr eða síðar smituðust flestir eða allir, sama hvað væri gert. Tilraunir til að fresta því myndu valda mun meiri samfélagslegum skaða en að búa bara heilbrigðiskerfið undir barátt- una og reyna eftir bestu getu að vernda áhættuhópa. Hann hlaut mikla gagnrýni fyrir það í fjölmiðlum en stóð engu að síður fastur á sínu og sagði að stigin skyldu talin að leiks- lokum. Í dag er raunin sú að þrátt fyrir nær engar aðgerðir er far- aldurinn ekkert sam- félagslegt vandamál í Svíþjóð, lífið þar er eðlilegt. Þrátt fyrir að margir hafi veikst illa þar er heildardán- artíðni í Svíþjóð á pari við fyrri ár og enn fremur nú orðin lægri en í Dan- mörku. Nú má túlka það á ýmsa vegu en ein túlkunin er sú, líkt og sumir spáðu, að aðgerðir í Dan- mörku hafi nú dregið fleiri til dauða en faraldurinn í Svíþjóð. Það má velta fyrir sér hvort hið sama verði upp á teningnum á Íslandi fyrr eða síðar. Fjöldi ríkja í Bandaríkjunum hefur ákveðið að fara sömu leið en Flórída aflétti fyrst ríkja öllum al- mennum aðgerðum fyrir rúmu ári. Í dag er smittíðni þar ein sú lægsta í Bandaríkjunum og lífið eðlilegt. Það hljóta margir að spyrja sig nú hvenær þetta ástand muni enda, sérstaklega við sem skiljum að þriðja sprautan verður ekki töfra- lausnin sem ráðherrarnir treysta á. Það getur hver maður reiknað hve lengi þjóðin verður að ná hjarð- ónæmi ef yfirvöldum tekst að halda smitum í kringum 50 á dag líkt og áformað er, það tæki áratugi. Það er engin samstaða um slíkt og ætti ekki að vera. Það er augljóst að skaðinn af því verður margfaldur samanborið við áhlaup á heilbrigð- iskerfið, með eða án ráðstafana til að bregðast við því. Við höfum öll rétt á að lifa þessu eina lífi sem við fáum, burtséð frá rekstrarvanda einstakra ríkisstofnana. Ég kalla eftir því að ráðherrar gangist tafarlaust við hlutverki sínu sem leiðtogar, hætti öllum almennum sóttvarnaaðgerð- um, geri viðeigandi ráðstafanir í heilbrigðiskerfinu og leyfi okkur að halda áfram með lífið. Á byrjunarreit Eftir Alexander Inga Olsen Alexander Ingi Olsen »Eftir 20 mánuði af því að „hlusta á sér- fræðingana“ erum við komin aftur á byrj- unarreit. Höfundur er atvinnulaus flugmaður. alexanderiolsen@gmail.com Þegar ég var að alast upp norður í Höfðahverfi, um og upp úr 1950, bjó afi minn Grímur Laxdal í Nesi í sömu sveit. Nes er nokkuð þekkt bú- jörð, fyrst og fremst vegna þess að á árum áður bjó þar Einar Ás- mundsson, fyrrverandi alþingismaður með meiru. Hann ritaði t.d. fyrstu kennslubókina í siglingafræði á íslensku. Hjá afa voru jafnan einn eða tveir stráklingar á mínu reki yfir sum- artímann, yfirleitt akureyrskir, sem pössuðu illa inn í bæjarsamfélagið þar, tókst ekki að fullnægja at- hafnaþrá sinni, sem hefur trúlega verið umfram meðallag, og voru sendir í sveit eins og það hét á þeim árum. Í sveitinni var alltaf nóg að sýsla og ekki annað að sjá en þeir væru ánægðir með vistina enda voru sömu strákarnir þar sumar eftir sumar. Að passa ekki í kassann Ég hef oft velt því fyrir mér hvað hefði orðið um þessa pilta ef þeir væru að alast upp í dag á tímum þar sem allir sem ekki passa nákvæm- lega inn í staðalímynd sérfræðinga fara í greiningu hjá sérfræðingum sem meta hvað það sé í hegðun og framkomu viðkomandi sem standi út úr kassa meðaltalsins sem sér- fræðingarnir eru búnir að hanna og miða við. Í nefndu dæmi má reikna með að þessir athafnaþyrstu ung- lingar hefðu verið metnir ofvirkir og þá í framhaldinu farið í meðferð hjá til þess bærum sérfræðingum, með- ferð sem í þessu tilfelli hefði líklega falist í lyfjagjöf til þess að draga úr athafnaþrá þeirra. Rétt er að nefna hér að a.m.k. þrír þessara pilta urðu síðar á lífsleiðinni dugandi skip- stjórar á fiskiskipum sem báru að landi verðmæti okkur öllum til handa. Þrátt fyrir að við mannabörn séum nú fædd alla vega þá er sífellt verið að reyna að steypa okkur öll í sama mótið. Breytileikinn á sér tilgang Ég er þeirrar skoð- unar að breytileikinn eigi sér þann tilgang að okkur öllum séu ætluð ýmis hlutverk hér á jörðu þar sem ég er sömuleiðis þeirrar skoðunar að heim- urinn, með öllu sínu flóka lífríki sem hér þrífst, hafi ekki orðið til fyrir til- viljun; þar að baki séu ákveðin öfl sem ég get ekki skilgreint frekar en aðrir sem það reyna. Dýralífsþættirnir hans Attenbor- oughs sýna vel hve lífríkið er flókið og margslungið, að halda því fram að þetta allt hafi orðið til fyrir til- viljun finnst mér a.m.k. alveg frá- leitt. Síðan hin kenningin sem geng- ur út á að hér sé um langa þróun að ræða þar sem allt sem lifir hafi þróast úr engu til þess sem það er í dag. Sú kenning gengur sömuleiðis ekki í mig því að til þess að eitthvað breytist og þróist þurfi eitthvað að hafa verið til í upphafinu, sem á eins og áður sagði að hafa kviknað fyrir tilviljun fyrir einhverjum billjónum ára. Að framleiða svita Eftirspurnin eftir dugn- aðarforkum fyrri tíma fer þverr- andi. Í stað þess að verða líkamlega þreyttur vegna krefjandi vinnu er líkamlega álaginu mætt með því að hlaupa á hlaupabretti, lyfta lóðum o.s.frv. í einhverri af hinum fjöl- mörgu líkamsræktarstöðvum lands- ins. Nálægðin við náttúruöflin er horfin að mestu og í staðinn komin tilgangslaus svitaframleiðsla við áreynslu sem hefur þann tilgang einan að framleiða svita í kílóavís sem ku vera líkamanum afar hollt. Fyrirgefið, þetta er ekki alveg rétt hjá mér því megintilgangur puðsins er víst að reyna að viðhalda þeim vöðvum líkamans sem við erum að mestu hætt að nota í daglega lífinu vegna þess að störfin sem kröfðust þeirra eru horfin. Áður fyrr var samkynhneigð for- dæmd og talin eiga rætur að rekja til illra anda sem hefðu tekið sér bólfestu í viðkomandi einstaklingi, síðar töldu vísindin sig geta læknað þennan genagalla, sem mistókst. Í dag viðurkennum við samkynhneigð á grunni þess að þeir sem þannig fæðast eigi sama rétt og t.d. gagn- kynhneigðir í okkar samfélagi. Metoo-byltingin fer eins og storm- sveipur um heiminn. Þessi hreins- unareldur, sem ku knúinn fram af réttætiskennd, skilur ekki bara eftir sig ætluð fágaðri samskipti kynjanna heldur einnig allt of marga karlmenn sem hafa nánast verið teknir af lífi, án dóms og laga, af dómstóli götunnar. Mökun fylgja tilþrif Samskipti kynjanna þegar mökun stendur yfir hafa að sögn verið nokkuð skrautleg í áranna rás. Í gömlum heimildum er oft ýjað að því að stundum hafi börn orðið til í bæjargöngunum, a.m.k. þegar vinnukonurnar áttu hlut að máli, og svo segir mér hugur að þær athafnir hefðu margar hverjar ekki passað vel inn í okkar dannaða samfélag dagsins í dag. Í dýralífsmyndum Attenboroughs kemur vel fram hve mikið tilstand fylgir almennt forleik og mökun dýra merkurinnar, því skyldi ekki hið sama gilda um okkur mannanna börn? Geri mér grein fyrir því að við teljum okkur vera komin langt frá dýrum merkurinnar vegna okkar viðtæku þekkingar og fágunar á öllum sviðum. Engu að síður verðum við að viðurkenna að sumt í okkar framkomu og eðli ligg- ur svo djúpt að því verður ekki breytt, með tilskipunum eða aðstoð sérfræðinga, samanber samkyn- hneigðina. Við erum, svo það sé sagt skýrt og greinilega, bæði breysk og alla vega. Við erum alla vega Eftir Helga Laxdal » Þjónar kaþólsku kirkjunnar falla æ ofan í æ fyrir girnd sinni, sem virðist án tak- markana. Þarf nokkurn að undra þótt óvígðum verði hált á svellinu? Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur og fyrrverandi yfirvélstjóri. punkta60@gmail.com Ég undirritaður hef lengi hugsað um að gera Elof smá skil, en hann á það fyllilega skilið fyrir þann höfð- ingsskap sem hann sýndi Muggi á hans stutta ferli. Árið 1958 gaf Elof Listasafni Ís- lands 46 myndir eftir Mugg og Júlíana Sveinsdóttir tók þær fyrir hann með sér til Íslands. Ég myndi segja að með þessari frábæru gjöf hafi hann komið Muggi inn í listasögu landsins svo um munar. Björn Th. Björnsson listfræðingur skrifaði bókina „Minningarmörk í Hólavallagarði“ 1988 og leyfi ég mér að vitna í hana. Marga mætti nefna sem dóu er- lendis en fengu að bera beinin heima á Íslandi. Af merkum leg- steinum slíks fólks skal hér aðeins nefndur einn og er það steinninn yfir Guðmundi Thor- steinsson, Muggi list- málara, þeim mikla ljúflingi. Muggur lést úr berklum á hæli Péturs Bogasonar í Søllerød á Sjálandi í Danmörku 27. júlí 1924, aðeins 33 ára gamall. Muggur var mjög vinmargur og kom engum í vina- hópnum í Kaupmanna- höfn annað í hug en að koma honum heim til Íslands. Allir hugarórar hans og öll hugsun beindust að þessu eina; að komast heim svo fljótt sem auðið yrði og ná þar heilsu. En nokkrum dögum eftir andlát hans átti Gull- foss að sigla til Íslands. Skipstjór- inn féllst á að taka kistuna heim, en því aðeins að um hana væri búið í stórum trékassa svo farþegar yrðu ekki flutningsins varir. Aðeins voru skrifuð nokkur orð til að láta vita að Guðmundur Th. yrði fluttur um borð á mánudag klukkan fimm síðdegis og þannig hefði talast til að þeir sem vildu vera viðstaddir mættu koma, en því aðeins að ekki væri látið í ljós með blómum eða öðru hvað um væri að vera. Þannig var þessum ljúflingi meðal ís- lenskra listamanna búin hinsta heimför; nafnlaus og falinn með öðru góssi í lest. Hið mikla veldi Thorsteinsson- fjölskyldunnar var nú hrunið og eftir að Muggur var jarðsettur hafði enginn hug né dug til þess að merkja leiði hans. En úti í Danmörku var maður sem tekið hafði ástfóstri við mynd- ir hans þótt hann hefði aldrei séð hann sjálfan. Þetta var Elof Rise- bye, prófessor við Konunglega fag- urlistaskólann í Kaupmannahöfn, og var hann náinn vinur Júlíönu Sveinsdóttur listmálara. Er hún sagði honum, eftir eina sína heim- för, að legstaður Guðmundar Th. væri enn ómerktur ákvað þessi út- lendi maður að svara sjálfur þeirri skyldu sem Íslendingar voru ekki menn til. Síðan stendur hinn fagri steinn á leiði Muggs með mósaík- mynd eftir Risebye með fanga- marki Muggs eins og hann merkti myndir sínar og nafn hans úr gyllt- um steinum. Myndin sýnir fugl sem flýgur yfir bárum og snertir þær með öðrum vængbroddinum, líkt og honum sé að fatast flugið. Í því fer Risebye eftir teikningu Muggs af fugli sem er að missa afl yfir öldum. Litir eru bláir, hvítur, rauðbrúnir og gylltur. Ég undirritaður dáist að þessum merka manni, Elof Risebye, lista- manni frá Kaupmannahöfn. Ógleymanleg er minning ykkar beggja. Ég skora á Minjavernd – bjargið legsteini Muggs! Ég undirritaður sá um umhirðu legsteinsins í um 40 ár og nú skul- uð þið taka við strax! Eftir Jón Kr. Ólafsson » Síðan stendur hinn fagri steinn á leiði Muggs með mósaík- mynd eftir Risebye með fangamarki Muggs. Jón Kr. Ólafsson Höfundur er söngvari og býr á Bíldudal. Morgunblaðið/Þorkell Elof Christian Risebye, f. 1892, d. 1961, prófessor við Fresco og mósaíkdeild Listaháskólans í Kaup- mannahöfn. Minning um Elof Risebye og Guðmund Thorsteinsson, Mugg Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.