Morgunblaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2021 ✝ Ása Pálsdóttir fæddist á Stóru-Völlum í Landsveit í Rang- árvallasýslu 19. janúar 1935. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 2. nóv- ember 2021. For- eldrar hennar voru Páll Jónsson, bóndi og listmálari á Stóru-Völlum í Landsveit og Ægissíðu í Holtum, og Sigríður Guðjónsdóttir húsfreyja á Stóru-Völlum. Ása var ein af tólf systkina hópi. Systkini Ásu voru Jens Ríkharður, Jón, Sig- ríður, Þór, Óðinn, Vallaður, Gunnur, Þýðrún, Atli, Ragn- heiður og Guðrún. Fyrri eiginmaður Ásu var Pétur Páll Ísaksson, verkamað- ur og sjómaður. Foreldrar hans voru Ísak Einarsson og Jóhanna Guðný Guðlaugs- dóttir, Sonur Ásu og Péturs er Róbert Viðar, maki Kolbrún Isebarn Björnsdóttir, Börn þeirra eru: 1) Thelma Birna, maki Pétur Jóhannesson, börn þeirra eru Andrea Ýr, Óðinn Hrafn og Freyja Úlfhildur. 2) Sunna Ella, börn Sunnu og Jóns Reynis Hilmarssonar eru Klara Sól, Ísabella Ása, Alex- dóttir. 4) Belinda Dögg, unn- usti Flosi Valgeir Jakobsson. Ása bjó á æskuárum sínum á Stóru-Völlum í Landsveit allt þar til móðir hennar brá búi árið 1950. Í Landsveit kynntist hún Pétri fyrrverandi eigin- manni sínum sem þar var við vinnu og fluttist hún með hon- um til Reykjavíkur. Bjuggu þau fyrst um sinn í Laugarnes- kampi. Leiðir Péturs og Ásu skildi og hélt hún heimili ásamt Sigríði móður sinni og syni á Hagamel 38 frá 1960 fram á níunda áratug síðustu aldar. Eftir komuna til Reykja- víkur vann hún á heimili Jón- asar B. Jónssonar fræðslu- stjóra og Guðrúnar Ö. Steph- ensen. Síðan hóf hún störf í Sokkaverksmiðjunni á Bræðraborgarstíg. Lengst af starfaði hún á Hótel Sögu eða í um þrjá áratugi. Um miðbik ævinnar kynntist hún sínum langtímaförunaut, Gunnari, sem einnig starfaði á Hótel Sögu. Þau fluttust á Sævang 2 í Hafnarfirði og bjuggu þar í hartnær þrjátíu ár. Ása og Gunnar hófu rekstur söluturns í Hafnarstræti í Reykjavík þar sem hún starfaði allt þar til hún lét af störfum. Eftir starfs- lok naut hún þess að ferðast, styrkja fjölskyldubönd og vera með afkomendum sínum. Hún verður jarðsungin frá Lindakirkju 19. nóvember 2021 klukkan 10. ander Þór, og Viktoría Ýr. 3) Viðar, maki Aníta Ósk Georgsdóttir. Sonur Róberts og Halldóru Braga- dóttur er Bragi. Eftirlifandi maki Ásu er Gunn- ar Gunnarsson húsasmiðameist- ari. Foreldrar hans voru Gunnar Jóhannsson og Ingibjörg Hjartardóttir Fjeldsted. Heim- ili þeirra var lengst af á Sæv- angi 2 í Hafnarfirði. Börn Gunnars af fyrra hjónabandi og stjúpbörn Ásu eru: 1) Haraldur Axel, maki Þórunn Jónsdóttir, börn þeirra eru Gunnar Wilhelm og Victor Yngvi. 2) Gunnar Björgvin, barn Gunnars og Önnu Bjarkar Hyldal Sveinsdóttur er Þóra Katrín. Börn Gunnars og Krist- ínar Huldar Magnúsdóttur eru Birta Rós, Bjartur Máni, Dagur Logi, Dagbjartur Stirnir, Dag- björt Nótt og Dagnýr Logi. 3) Margrét Rún, maki Bjarki Jónsson. Börn Margrétar og Ásgríms S. Reisenhus eru Er- ling Þór og Gunnar Már, maki Björg Ægisdóttir, barn þeirra Þorbjörn Ægir. 3) Jens Christi- an, unnusta Hanna Lilja Eiríks- Kæra Ása mín. Þú komst inn í líf mitt og barna minna sem himnasending frá almættinu. Börnunum, Margréti þriggja ára, Gunnari níu ára og Haraldi ellefu ára, varstu góð móðir og fyrir- mynd í mannlegum samskiptum, þú annaðist þau eins og væru börn þín frá upphafi og ekki má gleyma þeim ómetanlega styrk sem þú veittir mér gegnum alla sambúð okkar. Börn Margrétar fengu svo sannarlega að njóta þín sem ömmu, svo sem með sögustund- um er þú varst barn heima á Stóru-Völlum, sem þeim fannst framandi að heyra, að þú hefðir búið í torfbæ við engin nútíma- þægindi, ekkert rafmagn, vatn sótt í Minni-Vallalæk og án þess að hafa bíl. Einnig að leikföng þín hafi verið leggir, horn og kjálkar, svo og leikir með trévörubíla ásamt Atla bróður þínum, en bíl- ana höfðuð þið fengið að gjöf frá Jens bróður ykkar. Skólaganga var oft þannig að dvalið var á bæjum í sveitinni mislengi eða gengið til næstu bæja í mismunandi vetrarveðr- um, börnunum fannst sérkenni- legt þegar þú varst að læra heima fyrir skólann að þú sast stundum úti í fjósi hjá kusunum við kerta- ljós og lærðir, það var svo gott að sitja í hlýju frá kusunum. Þú annaðist oft barnabörn mín þegar þau komu heim úr skóla og gafst þeim samlokur og fleira sem var mjög vinsælt, einnig var brugðið á ýmsa spilamennsku til að hafa ofan af fyrir börnunum, allt fram á fullorðinsár að veita þeim heilræði. Einnig áttir þú alltaf tíma til að hugsa til og gleðja þín barna- börn, Braga, Sunnu, Thelmu og Viðar, ásamt foreldrum þeirra Róbert og Kolbrúnu. Ég fann aldrei annað en þú værir virt og dáð af systkinum þínum, svo og af öðrum sem kynntust þér á lífs- leiðinni. Þú varst mikill dýravin- ur og áttir ketti og tíkina Blíðu, einnig hændust að þér hundarnir Tinna og Eyja, þú hugsaðir um og gafst garðfuglunum mat. Nú er skarð fyrir skildi. Við fórum nokkrar skemmti- ferðir til Danmerkur, sem eru uppspretta góðra minninga, þar áttum við skemmtilegar stundir með börnum okkar og mökum þeirra, ásamt 12 barnabörnum. Ása mín, þú varst góðum gáfum gædd og hefðir verið þér til sóma ef þú hefðir átt kost á langskóla- námi. Við fjölskyldan söknum þín öll mjög mikið og vonum að guð og allar helgar vættir verndi þig að eilífu. Ég vil senda öllum að- standendum nær og fjær samúð- ar- og samhryggðarkveðjur. Hún var svo hrein í lund að sjá svo hrein og fersk sem himinn blár. Oft mér fellur tár á kinn er hún fyllir huga minn því sú minning er svo blíð er við undum hvamminum í. (Höf. ók.) Kæra Ása mín, ég mun ætíð unna þér. Gunnar Gunnarsson. Elsku Ása mín, þú komst inn í líf mitt þegar ég var aðeins þriggja ára. Þú annaðist mig eins og ég væri þín eigin dóttir. Ég man þegar ég byrjaði í fyrsta bekk í Melaskóla, þá fylgdir þú mér í skólann fyrsta árið og hjálp- aðir mér að lesa og læra heima. Eftir grunnskólagöngu mína unn- um við saman í sjoppunni þinni og pabba við Hafnarstræti, það var virkilega skemmtilegur tími sem við áttum saman. Við höfum búið í sama húsi næstum alla mína ævi og tókst þú virkan þátt í að ala upp börnin mín fjögur. Þú varst svo yndisleg að taka á móti þeim eftir skóla, gafst þeim að borða bestu samlokur sem hægt var að fá „a la amma“, spilaðir á spil, sagðir þeim sögur og margt fleira. Ferðalögin okkar voru heldur betur skemmtileg, við leigðum oft sumarbústað þar sem þú og pabbi komuð með okkur sem og okkar ófáu ferðir með Norrænu, þar sem við sigldum til Færeyja, Noregs og Danmerkur og vorum við alltaf fimm vikur á ferðalagi. Hundarnir okkar, þær Eyja og Tinna, hændust mikið að þér enda þú mikill dýravinur, þú hugsaðir vel um öll dýr sem voru í kringum þig, villiketti, villikanín- ur, krumma o.fl. Þér þótti ofboðs- lega vænt um öll þín barnabörn sem og barnabarnabörn og hafðir mikið dálæti á að tala um og horfa á þær ljósmyndir sem þú varst með af þeim uppi á vegg. Ég er ótrúlega þakklát fyrir hversu heppin ég var að fá þig sem uppeldismóður og fá að njóta allra þeirra ára sem ég átti með þér, ég hefði ekki getað óskað mér betri manneskju í það hlut- verk. Börnin mín svo lánsöm að hafa átt þig fyrir ömmu og að hafa fengið að njóta þess að búa með þér í sama húsi alla sína ævi. Takk fyrir allan þann tíma sem við áttum saman, elsku Ása mín, og takk fyrir að hafa verið ynd- isleg við mig og börnin mín og hugsa um okkur alla okkar ævi. Við erum þér ævinlega þakklát. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Elsku Ása okkar, minning þín lifir ávallt í hjörtum okkar, við elskum þig. Margrét Rún, Bjarki, Erling Þór, Gunnar Már, Björg, Þorbjörn Ægir, Jens Christian, Hanna Lilja Belinda og Flosi Valgeir. Elsku amma mín, hvað það er sárt að kveðja þig. Þú hafðir að geyma mikinn og sérstæðan per- sónuleika sem setti mark sitt á alla sem voru þér nákomnir. Heimurinn verður tómlegur án þín. Ég hugsa með hlýhug til bernskuáranna með þér þegar fátt var skemmtilegra og eftir- sóknarverðara en að fá að gista hjá Ásu ömmu. Þar var reiddur fram heimsins besti grjónagraut- ur í kvöldmatinn. Við systurnar vorum svo dekraðar með kóki í háum rauðum kókglösum, osta- poppi og ríssúkkulaði á meðan við fengum að vaka fram eftir með Margréti frænku sem við fylgd- umst með af ákafa klóra sig í gegnum allra fyrstu borðtölvu- leiki 9. áratugarins. Á veturna mættum við svo með snjóþoturn- ar á Sævanginn til að renna okk- ur í hraungjótunni beint fyrir ut- an húsið ásamt öðrum börnum hverfisins. Áramótin voru ógleymanleg sem og hinn full- komni lambahryggur sem þú hafðir á boðstólum. Unglingsárin færðust svo yfir og ég hætti að gista. Þess í stað fékk ég að starfa hjá þér yfir sumartímann þegar ég var 13-15 ára. Í sjoppunni hennar ömmu og Gunna afa mætti segja að ég hafi lært að vinna og fyrir þá vinnu keypti ég mér minn fyrsta fjár- sjóð. Mér er enn í fersku minni er ég gekk galvösk inn í Steinar í Austurstræti og keypti mér Bítlasafnið fyrir launin. Held ég hafi ekki enn toppað þau kaupin. Í sjoppunni öðlaðist ég færni í fleiru en vinnu, þar kenndir þú Ása Pálsdóttir ✝ Karl Jóhann Ormsson fædd- ist 15. maí 1931. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 5. nóvember 2021. Foreldrar hans voru þau Ormur Ormsson, f. 4.3. 1891, d. 26.12. 1965, og Helga Kristmundardóttir, f. 19.12. 1897, d. 3.5. 1977. Þau eignuðust 12 börn. Systkini Karls Jóhanns, sem eru látin, voru þau Hrefna, f. 30.3. 1919, Ormur Guðjón, f. 3.8. 1920, Vilborg, f. 14.2. 1924, Sverrir, f. 23.10. 1925, Þórir Valdimar, f. 28.12. 1927, og Helgi Kristmundur, f. 15.8. 1929. Eftirlifandi systkini eru Ingvar Georg, f. 11.8. 1922, Sveinn, f. 23.6. 1933, Gróa, f. 13.3. 1936, Guðrún, f. 23.8. 1938, og Árni Einar, f. 27.5. 1940. Karl Jóhann kvæntist hinn 2. júlí 1955 Ástu Björgu Ólafs- dóttur leikskólastjóra, f. 21.1. 1936, d. 9.10. 2018. Foreldrar hennar voru þau Ólafur Ólafs- f. 3.4. 1988, fjármálasérfræð- ingur. Börn þeirra eru Helga Mjöll, f. 8.2. 2018, og Sigrún Eva, f. 26.8. 2021. 2) Eyþór Ólafur, f. 14.5. 1960, augnlæknir, kvæntur Margréti Hönnu Árnadóttur, f. 4.10. 1960. Börn þeirra eru: a) Árni Snær, f. 28.7. 1984, kennari. Sambýlis- kona hans er Mikaela Granath, f. 28.9. 1989, listsýningarstjóri. Barn þeirra er John Valde, f. 17.11. 2020. b) Ragnar Örn, f. 16.9. 1987. Sambýliskona hans er Moa Ohlson, f. 22.1. 1991, um- hverfisfræðingur. c) Kristín Eva, f. 4.7. 1992, leikskólakenn- ari. Sambýlismaður hennar er Kristoffer Hedberg, f. 20.10. 1984, vöruhönnuður. 3) Ormur, f. 29.12. 1975, skrif- stofumaður. Karl Jóhann Ormsson fæddist í Reykjavík en fluttist á fyrsta ári að Hofgörðum í Staðarsveit. Sex ára fluttist hann með fjöl- skyldu sinni að Laxárbakka í Miklaholtshreppi, þar sem fjöl- skyldan bjó til ársins 1946 en þá flutti hún í Borgarnes. Karl gekk í sveitafarskóla og fór snemma á sjóinn eða 15 ára. Hann var á ýmsum farskipum og fiskiskipum næstu átta árin eða þar til hann kynntist eig- inkonu sinni, Ástu Björgu Ólafs- dóttur. Karl lærði rafvirkjun hjá föður sínum, Ormi Ormssyni, og tók próf frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann vann hjá Bræðrunum Ormsson hf. frá 1954-1964 eða þar til hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Gúmmítækni hf., sem hann rak í eitt ár. Þá vann hann jafnframt við ökukennslu á sama tíma. Ár- ið 1965 setti hann upp röntgen- búnað á nýrri röntgendeild Borgarspítalans og starfaði þar næstu 32 árin sem raftækja- vörður eða til starfsloka árið 1997. Karl Jóhann sat nokkrum sinnum í kjörstjórn Starfs- mannafélags Reykjavíkur og í starfsmannaráði Borgarspít- alans. Hann hafði alla tíð gaman af pólitík og tók virkan þátt í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri. Hann sat í full- trúaráði flokksins í yfir 50 ár og marga landsfundi hans. Karl lá sjaldnast á skoðunum sínum um menn og málefni og ritaði m.a. fjölda greina í Morgunblaðið. Hann var frímúrari í stúkunni Eddu síðan 1981 en þangað sótti hann styrk og félagsskap. Útförin fer fram frá Bústaða- kirkju í dag, 19. nóvember 2021, klukkan 10. Útförinni verður streymt, stytt slóð: https://tinyurl.com/7cxbn72j Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat son, f. 23.8. 1916, d. 29.3. 2006, versl- unarmaður, og Sig- rún Eyþórsdóttir, f. 24.8. 1919, d. 6.9. 2014, húsmóðir og símavörður. Börn Karls Jó- hanns og Ástu Bjargar eru: 1) Sigrún, f. 16.11. 1955, lyfja- fræðingur, gift Magnúsi Birni Brynjólfssyni, f. 1.8. 1953, lögmanni. Börn þeirra eru: a) Karl Jóhann, f. 20.9. 1979, tölvunarfræðingur. Börn hans með fv. maka, Margréti Ólafíu Tómasdóttur heimilis- lækni, eru Tómas Björn, f. 27.6. 2008, og Sigrún, f. 18.11. 2011. b) Björn Vignir, f. 19.8. 1986, tölvunarfræðingur. Sambýlis- kona hans er María Björg Krist- jánsdóttir, f. 3.12. 1987, hjúkr- unarfræðingur. Börn þeirra eru Emilía Björg, f. 29.10. 2015, og Júlía Alba, f. 19.12. 2019. c) Ásta Björg, f. 22.11. 1989, mannauðs- sérfræðingur. Sambýlismaður hennar er Grétar Brynjólfsson, Tengdafaðir minn og góður vinur, Karl Jóhann Ormsson, lést á 91. ári. Hann var fæddur rétt fyrir heimskreppuna og fluttist á fyrsta ári með foreldrum og systkinum að Hofgörðum í Stað- arsveit. Foreldrar hans áttu þá fyrir sjö börn. Þau systkinin urðu hins vegar 12 að tölu. Öll voru þau vel gerð og komust til manns. Frá Hofgörðum fluttist fjölskyldan á eigin jörð, Laxárbakka í Mikla- holtshreppi, árið 1936 og þar ólst Karl upp til 1946 er fjölskyldan fluttist í rúmgott hús í Borgar- nesi. Tengdapabbi varð snemma sjálfbjarga. „Situr sveltandi kráka, fljúgandi fær“ var mál- tæki, sem Karl heyrði snemma á ævinni. Hann munstraði sig sjálf- ur á Laxfoss 16 ára, sem sigldi milli Reykjavíkur og Borgarness. Sjómennsku stundaði Karl í rúm átta ár á hinum ýmsu skipum, t.d. Esju, Heklu, Eldborg, Akraborg og Tungufossi, sem sigldu á Evr- ópu og Ameríku. Tengdapabbi minntist þessara ára oft með söknuði en hann kynntist mörg- um kynlegum kvistum á sjónum, t.d. Tunnuláka, Ástarbrandi, Pjása og Skjölla. Lengi eftir að ég kynntist honum gat hann með sinni arnarsjón sagt til um skipa- komur, er hann leit út á flóann úr eldhúsglugga okkar á Keilu- granda. Hann lærði rafvirkjun hjá föður sínum, Ormi, og vann lengi hjá frænda sínum Eiríki Ormssyni, Bræðrunum Ormsson hf. Það var kært milli þeirra Ei- ríks og tengdapabba. Karl kunni margar sögur af Eiríki frænda sínum. Eiríkur ráðlagði frænda sínum eitt sinn að ef hann vildi safna fé væri heppilegast að fara með tóma vasa í bæinn. Það gerði hinn hyggni búmaður. Karl var mikill fjölskyldumaður. Honum var gefið gott skap og hafði létta en einnig viðkvæma lund. Hann var bjartsýnn að eðlisfari en líka hreinskiptinn og einstaklega hjálpsamur. Þá var hann einnig hugmyndaríkur og uppfinninga- samur. Hann kom mér fyrir sjón- ir sem kvikur maður, með stórar hendur og snöggar hreyfingar. Hann hafði þessi brúnu fallegu augu, skarpleitur með dökkar brýr og minnti svolítið á Frans- mann. Alltaf vel rakaður, notaði Old Spice og gekk ævinlega til vinnu á röntgendeild Borgarspít- alans í skyrtu og bindi en þar starfaði hann í 32 ár. Hann þótti skapmaður en fór sparlega með það. Hann reyndist með eindæm- um bóngóður og mátti ekkert aumt sjá hjá þeim sem minna máttu sín, neitaði aldrei nokkrum um stór né smá viðvik. Mátti einu gilda hvort um var að ræða að skutla barni í skólann eða vinna heilu helgarnar fyrir frambjóð- endur eða flokkinn í kosningum. Það verður seint sagt að tengda- pabbi hafi ekki verið pólitískur. Hann var sannfærður sjálfstæð- ismaður alla tíð. Tengdaföður mínum varð ekki haggað þegar kom að pólitískri sannfæringu. Hann var umhverfissinni og dýravinur og hændist snemma að fuglum og ferfætlingum. Karl barðist í mörg ár við erfið veik- indi og sýndi mikið þolgæði, seiglu og sigurvilja. Það verður ekki skilið við tengdapabba nema minnast á hans góðu eiginkonu, Ástu Björgu, sem var hans bjarg í blíðu og stríðu allt þar til hún féll frá haustið 2018. Þau voru gift í nær sjö áratugi. Fráfall Ástu var Karli áfall og mikið frá honum tekið. Mér ber þó að þakka þann vinahug, sem hann sýndi mér með vikulegum samfundum í ára- raðir. Að endingu vil ég þakka tengdaföður mínum hina tryggu samfylgd í gegnum árin og mun sakna hins hlýja viðmóts, sem hann sýndi allri fjölskyldu minni. Í dag verður hann lagður til hinstu hvílu við hlið eiginkonu sinnar og þá er langri vegferð hans lokið. Guð blessi minningu Karls Jóhanns Ormssonar. Magnús Björn Brynjólfsson. Það rifjast upp margar góðar minningar nú þegar afi er fallinn frá og er ég ævinlega þakklát fyr- ir að hafa átt hann að. Afi var kletturinn okkar og sá sem gerði allt betra þegar eitthvað bjátaði á með sínu bjartsýna viðhorfi. Allt sem hann eða aðrir gengu í gegn- um reyndi hann að taka á já- kvæðninni og fram til síðustu daga ömmu gerði hann allt sem hann gat til að láta henni líða bet- ur og vera til staðar fyrir hana. Við afi vorum góðir vinir og kann ég að meta allar þær stund- ir sem við áttum saman og spjöll- uðum saman hvort sem var í síma eða þegar við hittumst. Hann var duglegur að heyra í sínu fólki og fylgjast með og var mjög áhuga- samur um alla. Hann hringdi í mig síðast rétt eftir að ég átti Sig- rúnu Evu og spurði hvernig ég hefði það, óskaði okkur hjartan- lega til hamingju og bað guð að vera með okkur. Afi var mikill áhugamaður um flugvélar og skip og keypti meira að segja hlutabréf hjá einu flug- félaginu í sumar. Þegar ég var að vinna sem flugfreyja eitt sumarið fylgdist hann oft með fluginu mínu en í nokkur skipti flaug ég frá Keflavík til San Francisco, þá var notalegt að vita af því að afi fylgdist með mér. Þegar ég kom heim hringdi hann í mig og gat sagt mér nákvæmlega hvernig vélin flaug. Afi hafði mikið dálæti á dýrum, þá sérstaklega hundum, refum og fuglum. Hann var einstaklega góður í að finna unga og hreiður og eyddum við mörgum stundum saman á sumrin að labba um Grímsnesið og finna litla hlaup- andi unga eða hreiður til að skoða. Allar tegundir þekkti hann og hljóðin í þeim. Síðustu árin fórum við á Seltjarnarnes að skoða kríuvarpið en krían var einn af hans uppáhaldsfuglum. Afi var aldrei meira en eitt símtal í burtu og var alltaf tilbú- inn til þess að sækja mig eða skutla mér hingað og þangað. Hann elskaði að vera á ferðinni Karl Jóhann Ormsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.