Morgunblaðið - 19.11.2021, Page 19

Morgunblaðið - 19.11.2021, Page 19
mér að gera krossgátur og góða naglhirðu, enda sérfræðingur í hvorutveggja. Þú varst fædd á Stóru-Völlum í Landsveit og fórum við fjöl- skyldan þangað á hverju sumri. Fyrst í tjaldi ýmist við árbakka Minnivallalækjar eða við sum- arbústaðinn hennar Rúnu systur þinnar. Seinna dvöldum við í litla húsinu sem þið Gunnar reistuð á landi Minnivalla. Í Landsveitina sæki ég enn og líður mér hvergi betur. Ég hlust- aði full áhuga á frásagnir þínar af bernskunni. Hvernig hárið fraus við veggina á nóttunni í köldum torfbænum yfir veturna og hvernig þú fékkst að drekka af- ganginn af kaffinu sem þú færðir afa þínum við bændastörfin. Frá- sögnin af Heklugosinu 1947 er í uppáhaldi. Þú mundir eftir jarð- skjálftum sem gengu yfir alla nóttina en ekki því að hafa verið hrædd. Það sem var þér minn- isstæðast var hljóðið í storknandi hraunveggnum sem þið riðuð að til að berja augum. Eins og þús- und glerglös sem brotna samtím- is sagðir þú. Þá var ósköp gaman að vappa á eftir þér hjá tóftum Stóru-Valla þar sem þú bentir okkur á hlöðuna, lambhúsin og jú sjálfa álfakirkjuna. Nú þegar ég hef komist til vits og ára hef ég áttað mig á því að þú ert mér eitthvað stærra og meira en amma. Þú, elsku amma mín, ert sá hornsteinn hvaðan ég dreg uppruna minn. Sveitin þín sem þér var svo annt um er orðin órjúfanlegur hluti af minni eigin sjálfsmynd. Ég hef og mun ætíð vera „Stóru-Valla-stelpa“. Ég mun alltaf sakna þín og er þakklát að hafa verið hjá þér síð- ustu stundir jarðvistarinnar. Þín hinstu orð voru á þá leið að biðja bræður þína að koma og sækja þig. Mér hlýnar um hjartarætur að hugsa um þig umvafða þínum stóra systkinahópi í Sumarland- inu. Þar til við finnumst að nýju, Thelma Birna. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2021 enda duglegur að skipta um bíla og maður vissi í raun aldrei hvaða bíll endaði á planinu hjá mömmu og pabba. Afi átti það til að senda mér stuttar vísur sem hann samdi til mín, sem mér þykir mjög vænt um. Þegar við Grétar bjuggum í Lundi í Svíþjóð árið 2015 sendi hann okkur reglulega bréf og sagði okkur frá því sem á daga hans og ömmu dreif og ég svaraði til baka og sagði honum frá því sem við vorum að brasa. Við munum sakna afa sárt en eftir sitja ómetanlegar minningar um elsku besta afa sem var okkur öllum svo mikilvægur og kær. Hann var sannkallaður fjölskyldumaður sem lifði fyrir fjölskyldu sína. Ég veit að hann saknaði ömmu mikið en hann tal- aði alltaf svo fallega um hana. Nú hafa þau vonandi hist aftur og fundið gleðina á ný, sem týndist stundum. Elska þig afi minn. Þangað til við hittumst aftur. Enda þetta á texta úr lagi sem hljómaði ansi oft í bílferðum okk- ar: Enn birtist mér í draumi sem dýrlegt ævintýr, hver dagur, sem ég lifði í návist þinni. Svo morgunbjört og fögur í mínum huga býr hver minning um vor sumarstuttu kynni. Og ástarljóð til þín verður ævikveðja mín, er innan stundar lýkur göngu minni þá birtist mér í draumi sem dýrlegt ævintýr, hver dagur, sem ég lifði í návist þinni. (Tómas Guðmundsson) Þín Ásta Björg Magnúsdóttir. - Fleiri minningargreinar um Karl Jóhann Ormsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Sigríður Ár- sælsdóttir fæddist í Eystri- Tungu í Vestur-- Landeyjum 6. mars 1926. Hún andaðist 8. nóvember 2021 á Hjúkrun- arheimilinu Eir. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ragnheiður Guðna- dóttir húsfreyja og Ársæll Jónsson, bóndi og org- anisti til 30 ára í Akureyja- kirkju. Hún var ein af átta systk- inum. Maki Marteinn Davíðsson list- múrari, f. 26. október 1914, d. 2. nóvember 1995. Börn þeirra eru: 1) Andvana drengur, f. 1948. 2) Ragnheiður leið- sögumaður, f. 1950, giftist Herði Sævaldssyni tannlækni sem er látinn. Börn þeirra eru Ragn- heiður Harðar, Sævaldur, Hörð- Kambsvegi 1 og Neðstaleiti 26. Fyrstu árin var hún heimavinn- andi með fjórar stúlkur og seinna vann Sigríður í Leik- húskjallaranum og Arnarhvoli. Hún nam m.a. í Húsmæðraskól- anum Hverabökkum í Hvera- gerði, þar sem hún kynntist sín- um ektamanni, sem var frændi skólastýrunnar. Marteinn vann mikið úti á landi enda eftir- sóttur múrari og listasmiður úr íslensku grjóti, hann fékk fálka- orðuna fyrir störf sín. Sigríður var lengi í kirkju- kórum. Málaði myndir sem prýða heimili fólksins hennar. Á árum áður var hún mikil hann- yrðakona, saumaði m.a. öll föt á dætur sínar og unni ljóðum og listum til hinstu stundar. Síðustu fjögur ár var hún á Hjúkrunarheimilinu Eir. Í júní á þessu ári datt hún þar og brotn- aði. Eftir það fór heilsu hennar hratt hrakandi. Hún verður jarðsett í Lága- fellskirkjugarði í dag, 19. nóv- ember 2021, klukkan 13, við hlið eiginmanns síns, að viðstöddum afkomendum sínum sem eru orðnir 53 talsins og mökum þeirra. ur og Sigríður Marta. Barnabörn átta. 3) Ingibjörg óperusöngkona og kennari, f. 1952, giftist Jóni Karli Snorrasyni flug- stjóra og eiga þau þrjú börn, Sigríði Nönnu, Snorra Bjarnvin og Þór- hildi Ósk, 10 barna- börn og tvö barna- barnabörn. 4) María Aldís snyrti- og fótaaðgerðafræð- ingur, f. 1954, giftist Skúla Árnasyni. Hún á fimm börn, Martein, Sigríði, Sunnu, Erlu og Guðrúnu, tólf barnabörn og tvö langömmubörn. 5) Marta Bryn- dís geðhjúkrunarfræðingur, f. 1957, d. 2014. Hún á tvö börn, Davíð Blöndal og Kristínu Diljá, og eitt barnabarn. Sigríður og Marteinn bjuggu í Reykjavík alla sína tíð, lengst á Mamma er eitt fegursta orð í íslenskri tungu. Reyndar eiga aðrar þjóðir það líka. Orðið er svo alltumlykjandi dásamlegt. Það er kona sem að jafnaði ber börn sín undir belti og fæðir með erfiðismunum, en gleymist um leið og hún fær barnið í fangið og væri tilbúin að ganga því næst strax í sömu reynslu. Nú þegar lífgjafinn okkar, sem hefur geng- ið við hlið okkar í 70 ár, kveður fyllumst við lotningu yfir lífs- starfi hennar, ást og kærleika sem hún breiddi yfir allan af- komendahópinn. Hún bað á hverju kvöldi upphátt fyrir hverjum og einum en hún var ákaflega trúuð og treysti Guði sínum, ætíð mild og ljúf til hinstu stundar. Guð verðlaunaði hana fyrir allan kærleikann og upp- skar hún það í góðri heilsu, lang- lífi og kærleiksríku sambandi við afkomendur sína en hún hafði unun af því að heyra af velgengni þeirra, bæði í námi og starfi. Hún var ung í anda og notaði t.d. slagorð unga fólksins og skemmtileg lýsingarorð. Hún hafði gaman af fallegum fatnaði og höttum, þegar hún á tíræð- isaldri fór með okkur í verslanir sagði hún stundum við okkur „nei, þetta er svo kerlingalegt“. Hún var alltaf skvísa og samsam- aði sig ungu fólki. Hún ferðaðist mikið með fjölskyldu sinni, bæði innanlands og utan, enda góður ferðafélagi og með þægilega og hlýja nærveru. Hún var alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt, okkur langaði að hafa hana með. Takk elsku hjartans mamma okkar fyrir alla þína tryggð, trú- festi, kærleika og að vera alltaf til staðar. Þínar dætur, Ragnheiður, Ingibjörg og María Aldís Marteinsdætur. Elsku hjartans góða amma mín hefur kvatt þessa tilvist. Mér er efst í huga þakklæti fyrir góðu ömmu mína, sem var alltaf til staðar fyrir mig og vildi allt fyrir alla gera. Hún var ósérhlíf- in og dugleg, starfaði í Stjórn- arráðinu í Arnarhvoli og fékk ég sem ung stúlka stundum að fara með henni að hjálpa. Amma var vel liðin af samstarfsfólki sínu enda var hún svo mikið gæðablóð að það var ekki annað hægt en að njóta samvista við hana. Hún var hlý og gaf mikið af sér og virtist af nógu að taka, hafði jafnaðar- geð og stórt hjarta sem nú hefur fengið hvíldina. Það var alltaf gott að vera hjá ömmu og afa Marteini, ég þurfti ekki að spyrja hvort ég mætti gista hjá þeim enda var heimili þeirra allt- af opið fyrir ástvini. Þar var góð- ur matur og nóg til þó svo húsið fylltist skyndilega af fjölskyldu og vinum. Við Matti frændi vorum miklir vinir og lékum okkur oft saman hjá ömmu og afa, hann hafði gaman af að taka tæki og tól í sundur en var ekki eins áhuga- samur að setja þau saman, ömmu til mikillar mæðu. Í eitt skiptið átti ég líka sökina og sagði ömmu það, hún var svo ánægð, hrósaði mér og gaf mér pening fyrir að segja henni satt og skilja Matta ekki einan eftir með skömmina. Amma var traust og góð vin- kona, hún var ung í anda og gat ég borið allt undir hana. Hún var næm og djúp, og pínu göldrótt, spáði í bolla sem ég nýtti mér óspart ásamt vinkonum mínum. Hún hafði mikinn húmor og bæði nútíma- og forneskjulegan orða- forða. Henni gekk lystilega vel að búa til nýyrði og frasa sem fékk fólk til að skella upp úr. Sagði svo gjarnan „þetta hef ég aldrei heyrt áður“. Það var eins og því hefði verið hvíslað að henni. Amma var falleg kona og hafði gaman af að vera fín, þekkti muninn á gæðum og bar fallega hatta við mörg tækifæri. Eftir að amma var hætt að ferðast á milli landa hafði ég stundum konuboð fyrir hana og vinkonu. Þegar þær fyrst mættu þá tókum við Erla mágkona á móti þeim í Icelandair flug- freyjubúningi með hattinn á höfðinu, ömmu og vinkonunni til mikillar undrunar og gleði. Við buðum þær velkomnar um borð og héldu þær eitt andartak eða tvö að við værum á leiðinni til út- landa. Það var mikið hlegið og nutu þær stöllur sín með mat og drykk í ímyndaðri flugferð þar sem flugfreyjurnar stjönuðu og dekruðu þær. Ég er svo lánsöm að hafa átt yndislegustu ömmur sem hugs- ast getur; ömmu Sigríði og ömmu Nönnu, þær eru mínar fyrirmyndir í ömmuhlutverkinu ásamt elsku mömmu minni. Amma var rík að eiga yndislegar dætur sem hugsuðu svo vel um hana að eftir var tekið. Hvíldu í friði elsku góða amma mín, þú varst mesta dúllan í öll- um heiminum og alltaf í dúndur fríkkukasti. Þín Sigríður Nanna (Sigga Nanna). Amma mín hefur nú fengið hvíldina. Minningarnar eru margar. Við barnabörnin vorum mikið hjá ömmu og afa í Neðsta- leiti þegar við vorum krakkar. Þar passaði amma upp á að við værum nú aldrei svöng. Hún var hlý og góð. Stundum fengum við smá pening til að fara út í sjoppu. Þegar hún rétti okkur peninginn þá fylgdi stundum saga með frá því hún var lítil. „Þá var nú ekki til ein einasta króna og ekki hægt að fara út í neina sjoppu.“ Hún amma upplifði miklar breyt- ingar frá sveitalífinu fyrir stríð og skömmtunarseðlunum á eft- irstríðsárunum. Það voru margar veislurnar haldnar í Neðstaleiti. Um hver áramót kom stórfjölskyldan sam- an til að kveðja gamla árið og fagna hinu nýja og var það sér- staklega skemmtilegt. Við eigum góðar minningar frá ferðum í veiðihúsið á Skógarströnd og í afmælisferð afa Marteins til Flórída 1994. Við frændurnir gerðum stundum stuttmyndir á unglingsárunum og þá var amma stundum í aukahlutverki að svara dóna í síma eða verða skyndilega svo hissa að hún lét efri tanngóminn falla á þann neðri. Hún gerði allt sem við báð- um hana um að gera og alltaf var mikið hlegið. Síðustu árin var hún á Eir þar sem dætur hennar komu daglega og hugsuðu vel um hana. Þær fóru gjarnan í bíltúra og settust inn á fínustu veitingastaði bæj- arins þar sem hún naut sín vel. Takk fyrir allt, elsku amma. Snorri Bjarnvin Jónsson Elsku amma okkar, virðulega ættmóðirin sem var svo annt um það góða með litla þolinmæði fyrir því sem ekki gerði daginn bjartari. Okkur er minnisstæð þín einskæra hjálpsemi og löng- un til góðra og hlýrra samskipta meðal fólks. Óbeit hafðir þú á því að vita af ósætti hjá fólkinu þínu. Þú varst alltaf fús til mikillar hjálpsemi af einlægri góðvild og vildir nær allt fyrir alla gera. Ef þú gast ekki sjálf rétt fram hjálp- arhöndina varstu fljót að lofa öðrum í verkið, alveg að þeim forspurðum. Þú tókst aldrei neitt annað í mál en að fólk hjálpaðist að í heiminum. Á þann veg birtist þitt fallega og ríka móðureðli sem hélst óbrotið til allra þinna 50 afkomenda. Allt þitt fólk gat gengið að því vísu að vera tekið opnum örmum hjá þér sama hvað bjátaði á. Þannig varstu miðja og athvarf okkar allra í fjölskyldunni. Ávallt svo annt um að hrósa okkur öllum í hástert við minnsta tilefni. Þú fékkst svo sannarlega að súpa marga fjör- una og kom sér því vel að vera og verða alltaf ein sterkasta kona sem Ísland hefur fengið þann heiður að fæða. Með hverju ári sem líður rennur upp fyrir okkur hversu dýrmætt það var að við litla fjöl- skyldan fengum að búa með þér eins lengi og við gerðum. Minn- ingarnar af öllum bílferðunum, bakstursstundunum og hvernig þú réttir okkur ristaða brauð- sneið og kakó að drekka yfir teiknimyndum morgunsjón- varpsins um helgar, verða æ verðmætari með hverjum degi sem líður. Þrátt fyrir að hafa alið upp gríðarlegan fjölda barna og barnabarna á undan okkur sinnt- ir þú okkur af óskiljanlegri elju og kröftum. Þú misstir aldrei móðureðlið og varst meiri móðir með hverju barnabarni sem bættist við heildina. Þú varst þessi hörkuamma sem stóðst upp úr rúminu á kvöldin til þess að elda eitthvað gómsætt af því matvanda barnabarnið þitt borð- aði ekki kvöldmatinn. Þú varst líka þessi hörkuamma sem deild- ir hlýjunni í rekkju þinni og straukst á manni bakið þangað til maður dormaði út í væran svefn. Við verðum ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið þig sem ömmu því þú varst svo miklu meira en það og einföld orð fá því ekki lýst. Heiðurinn áttu líka af allri háttvísi og virðu- legri framkomu sem við kunnum að búa yfir við heldri tilefni. Okk- ur tekur það sárt að missa þig og fá ekki að njóta visku þinnar frekar. Með tímanum og nýjum verkefnum verður ljósara hversu lítið við vitum í raun og sárt er að hafa ekki fengið að þroskast meira á meðan þú varst meðal okkar. Vonandi munt þú þó senda til okkar og við finna innra með okkur þá góðvild, krafta og hlýju sem þú bjóst yfir og gafst af þér. Elsku hjartans amma okkar, þakka þér fyrir að hafa kennt okkur allt sem þú gerðir og Guð má vita að við höldum áfram með lífið með þína visku sem leiðarvísi. Þín barnabörn jafnt sem ör- verpi, Kristín Diljá og Davíð Blöndal. Sigríður Ársælsdóttir, fyrr- verandi tengdamóðir mín, hefur lokið sinni jarðvist og er farin í ferðina löngu þar sem ættingjar og vinir fagna henni. Sigga tengdó var hæglát og yfirveguð kona af gamla skólanum þar sem þjónusta og greiðasemi við aðra var hennar lífsmunstur. Margar ánægjustundir man ég frá heim- ili þeirra Marteins og Siggu á Kambsvegi 1 og síðar í glæsilegu húsi þeirra í Neðstaleiti 26 þar sem Sigga naut sín sérstaklega síðari búskaparárin. Alltaf gott að koma í eldhúsið þar sem Sigga bar fram kræsingar af ýmsum toga, allir skyldu borða vel. Sigga fylgdist með börnum og barnabörnum meðan heilsan leyfði. Hún var trygg og ljúf kona sem alltaf var tilbúin að rétta hjálparhönd, ekki síst við eftirlit með ungviðinu, sem nú kveður ástríkan vin og ömmu. Ég vil í lokin þakka henni tryggð og vináttu sem aldrei bar skugga á. Jón Karl Snorrason. Sigríður Ársælsdóttir - Fleiri minningargreinar um Sigríði Ársælsdóttur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVAR G. GUÐMUNDSSON, Stekkjargötu 1, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 13. nóvember. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahjúkrunar og hjúkrunardeildar HSS. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Umhyggju, félag langveikra barna. Hera A. Ólafsson Hafsteinn Svanberg Ingvars. Catarina Ingvarsson Pétur Aðalsteinn Ingvarsson Kristín Kristmundsdóttir Heba Ingvarsdóttir Ruth Ingvarsdóttir Graziano Bagni barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona, dóttir, mamma, tengdamamma, amma og langamma, GÍSLÍNA ÓLÖF INGIBERGSDÓTTIR frá Stóra Múla, lést 20. október. Útför hefur farið fram að ósk hinnar látnu. Sigurður A. Jósefsson Halldóra Guðbjartsdóttir Guðmundur T. Sigurðsson María Ósk Guðbjartsdóttir Inga Dóra Sigurðardóttir María Rós Sigurðardóttir Anna Kristrún Sigurðardóttir Arnór Erling Einarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamamma, amma og langamma, JÓNA GUÐRÚN KORTSDÓTTIR, Fróðengi, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 11. nóvember. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 25. nóvember klukkan 13. Vegna sóttvarnareglna er hraðprófs krafist. Útförinni verður streymt á https://youtu.be/WrSliO3QSXc Sérstakar þakkir færum við starfsfólki L5 á Landakoti. Guðmundur A. Guðmundsson Ingibjörg H. Guðmundsdóttir Jón Ólafur Halldórsson Guðbjörg G. Guðmundsd. Sigurður Jónas Elísson Ágústa Katrín Guðmundsd. Lárus Sigurbjörn Guðmundss. Guðrún Guðmundsdóttir og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.