Morgunblaðið - 19.11.2021, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2021
✝
Heba Ásgríms-
dóttir ljósmóðir
fæddist á Akureyri
10. febrúar 1938.
Hún lést á Sjúkra-
húsinu á Akureyri
8. nóvember 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Ásgrímur
Garibaldason, f. 12.
desember 1901, d. 7.
febrúar 1985, og
Þórhildur Jónsdótt-
ir, f. 13. mars 1904, d. 30. júní
1992.
Systkini Hebu eru Margrét
Arndís, f. 1933, og Jón Ævar, f.
1942, d. 2019.
Eiginmaður Hebu er Hall-
grímur Skaptason skipasmiður,
f. 23. desember 1937 á Akureyri.
Þau giftust 5. ágúst 1961. For-
eldrar Hallgríms voru Skapti Ás-
kelsson, f. 20. júní 1908, d. 3. júlí
1993, og Guðfinna Hallgríms-
dóttir, f. 8. júlí 1910, d. 16. júlí
1979.
Börn Hebu og Hallgríms eru:
1) Skapti, f. 22. apríl 1962,
kvæntur Sigrúnu Sævarsdóttur,
f. 13. júlí 1963. Dætur þeirra eru
Arna, f. 1988, Alma, f. 1994, og
Sara, f. 1997. 2) Guðfinna Þóra, f.
7. febrúar 1966, gift Sigurði
Kristinssyni, f. 4. apríl 1966.
Dætur Guðfinnu og Stefáns Frið-
leifssonar eru Bára, f. 1988, d.
Akureyri, Húsmæðraskólanum á
Laugalandi og Ljósmæðraskóla
Íslands.
Fram yfir fermingu vann Heba
við að passa börn en síðar starf-
aði hún um tíma í Braunsverslun
og að því loknu í tvö ár í kjörbúð
KEA við Ráðhústorg. Eftir nám í
Húsmæðraskólanum á Lauga-
landi veturinn 1957 til 1958 vann
Heba sem gangastúlka á fæðing-
ardeild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri og hóf nám við Ljós-
mæðraskóla Íslands haustið 1959.
Námið var einn vetur og í kjölfar-
ið starfaði hún annan vetur á
Landspítalanum.
Heba hóf störf sem ljósmóðir á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri í september 1961 og starfaði
þar samfleytt í 46 ár, til ársins
2007. Á þeim tíma tók Heba á
móti um það bil 1.000 börnum.
Samhliða starfinu á fæðingar-
deildinni vann Heba árum saman
á leitarstöð Krabbameinsfélags-
ins og í mæðraeftirlitinu.
Útför Hebu fer fram frá Akur-
eyrarkirkju í dag, 19. nóvember,
klukkan 13. Allir eru velkomnir
en vegna sóttvarna þarf að fram-
vísa neikvæðri niðurstöðu úr
Covid-hraðprófi við inngang-
inn í kirkjuna. Prófið má ekki
vera eldra en 48 klukkustunda.
Heimapróf eru ekki tekin gild.
Grímuskylda er í kirkjunni.
2014, Lilja, f. 1995,
Heba Þórhildur, f.
1997, og Sigríður
Kristín, f. 2000.
Sambýlismaður
Lilju er Guðjón
Jónasson. Unnusti
Sigríðar Kristínar
er Arnar Níelsson.
Sonur Sigurðar
Kristinssonar er
Sveinn, f. 1986.
Eiginkona hans er
Ashlan Falletta-Cowden, synir
þeirra eru Stefán Björn og And-
ers Kristófer. 3) Ásgrímur Örn, f.
13. mars 1973, kvæntur Lenu Rut
Birgisdóttur, f. 4. júní 1976. Börn
þeirra eru Heba Karitas, f. 2000,
Birgir Orri, f. 2004, og Valur
Darri, f. 2008. Unnusta Birgis
Orra er Álfrún Freyja Heiðars-
dóttir.
Dóttir Hallgríms og Ingibjarg-
ar Sigurðardóttur er Sólveig, f.
28. mars 1960. Sambýlismaður
hennar er Birgir Þór Jónsson.
Sonur Sólveigar er Unnar Þór
Sæmundsson. Sambýliskona
hans er Agnes Ýr Ingadóttir.
Börn þeirra eru Anna Bára,
Birna, Sólveig Magnea og Birgir
Ágúst.
Heba ólst upp í Munkaþverár-
stræti á Norðurbrekkunni. Hún
stundaði nám í Barnaskóla Akur-
eyrar, Gagnfræðaskólanum á
Enginn sólargeisli er bjartari
en mamma, enginn eyfirskur
sunnanandvari hlýrri, heiður sum-
arhiminn aldrei blárri og bjartari
en augun hennar.
Engin uppfinning guðs, sem
hún trúði svo heitt á, er mýkri en
faðmurinn, ekki blíðari en hand-
takið, ekki fallegri en brosið.
Guð gefi þér góða nótt, elskan.
Skapti.
Árið 2013 var orðið ljósmóðir
valið fegursta orð íslenskrar
tungu. Fegurðin var líka aðals-
merki Hebu Ásgrímsdóttur ljós-
móður, sem nú hefur kvatt eftir
stutt en átakanleg veikindi. Hún
gerði allt fallega, hvort sem það
var að bjóða upp á bláberjapæ eða
taka á móti barni. Hún klæddi sig
fallega og kom fallega fram við
aðra. Hún lagði fallega á borð og
hugsaði fallega til fólksins síns.
Hún hélt fallegt heimili og söngl-
aði fallega í amstri dagsins. Sjálf
var hún fegurðin holdi klædd.
Heba var bæði ljósmóðir og
húsmóðir en þó kannski fyrst og
síðast móðir og ættmóðir. Tæpu
ári eftir að hún lauk ljósmæðra-
náminu hafði hún sjálf fætt sitt
fyrsta barn, fjórum árum síðar
annað og eftir sjö ár til viðbótar
það þriðja. Móðurhlutverkið
tvinnaðist þannig saman við ljós-
móðurhlutverkið á 46 ára langri
starfsævinni. Þegar barnabörnin
bættust svo við hvert af öðru varð
hlutverk ömmu og ættmóður sí-
fellt stærra. Öllum hlutverkunum
náði hún að sinna létt á fæti og létt
í lund. Hún var lífsins móðir sem
lét plöntur blómstra og ungbörn
hjala.
Í þessum móðurhlutverkum
birtist einstakt næmi Hebu fyrir
líðan og þörfum annarra ásamt
yfirburðafærni í að sýna um-
hyggju í verki. Hún hafði sann-
kallaða þjónustulund í bestu
merkingu þess orðs, ávallt boðin
og búin að taka á sig byrðar ann-
arra þegar á þurfti að halda án
nokkurra skilyrða eða væntinga.
Þetta gerði hún fumlaust, hratt og
örugglega. Þegar einhverjum leið
illa hafði hún einstakt lag á að
hughreysta og styðja án þess að
þykjast hafa svör eða búa yfir
töfralausnum. Oftast var þó ein-
mitt það sem hún gerði töfra-
lausnin sem á þurfti að halda.
Heba var ekki einungis næm á
fólk heldur líka á fegurðina í
kringum sig. Hún var unnandi
góðra lista og dugleg að sækja
menningarviðburði. Einkum var
það þó tónlist og tónleikar sem
áttu hug hennar allan og hún hafði
góðan smekk fyrir ýmiss konar
klassískri tónlist. Það sem var
vandað og vel var gert höfðaði til
hennar. Þessi smekkvísi endur-
speglaði á vissan hátt hvernig hún
sjálf leysti verk sín af hendi og
kom fram við aðra, af vandvirkni
og öryggi án þess að láta mikið á
því bera. Hógværð hennar, snerpa
og næmi fyrir því sem þurfti við
hverju sinni varð til þess að oft var
eins og hlutirnir gerðust af sjálfu
sér og allir nutu góðs af.
Þessir eiginleikar Hebu kölluðu
fram traust og kærleika hjá þeim
sem hana þekktu. Við treystum á
hana og trúðum henni fyrir því
sem okkur var kærast. Nú þegar
hennar nýtur ekki lengur við er
veröldin eins og í lausu lofti, stoðin
og styttan horfin á braut og minn-
ingarnar einar eftir.
Ég kveð tengdamóður mína
með miklum söknuði en umfram
allt þakklæti. Mannkostir Hebu
komu einstaklega vel fram í því
hvernig hún tók við mér og syni
mínum inn í fjölskylduna á sínum
tíma þegar við Guðfinna tókum
saman. Þar gekk ég óundirbúinn
inn í hlutverk stjúpföður og fæ
aldrei fullþakkað stuðninginn sem
Heba og Halli veittu mér á því
hála svelli. Það var mín gæfa. Ég
mun geyma minninguna um Hebu
Ásgrímsdóttur, móður ljóssins og
lífsins, á meðan ég sjálfur lifi.
Sigurður Kristinsson.
Elsku besta amma í heimi. Það
er risasprunga í hjartanu mínu
sem mun aldrei lagast. Ég finn
fyrir yfirþyrmandi sorg en ég
reyni eins og ég get að hugsa um
allar góðu stundirnar okkar sam-
an til að hlýja hjartanu mínu, því
þær voru svo sannarlega margar.
Ég gæfi allt til að fá eitt knús og
einn koss frá þér. Þú varst einstök
manneskja, það er enginn eins og
þú. Hláturinn þinn og brosið þitt
lýsti upp öll herbergi sem þú
komst í. Þú hefur verið mín stoð
og stytta í gegnum erfiða jafnt
sem góða tíma í gegnum tíðina.
Lífið verður ekki eins án þín gullið
mitt. Ég elska þig endalaust og
mun sakna þín sárt. Guð gefi þér
góða nótt amma mín.
Heba Þórhildur Stefánsdóttir.
Að elska er tilfinning sem býr
innra með okkur öllum.
Móðir sem elskar barn, systir
sem elskar systkin, amma sem
elskar barnabarn, frænka sem
elskar frændsystkin.
Elsku amma Heba. Þú varst
elskuð og dáð af öllum sem þig
þekktu og þótt það hafi ekki verið
sjálfgefið þá elskaðir þú alla jafn
mikið til baka.
Hvort sem þú varst strunsandi
á göngutúr um göturnar eða
hoppandi upp á stóla til að sækja
eitthvað í efstu skápa, þá var alltaf
nóg að gera hjá þér.
Hvort sem það var að taka utan
um okkur þegar við þurftum eða
að koma óvænt og sækja lang-
ömmufiskinn þinn (fiskinn hans
Vals Darra) og fara með hann
heim í stað þess að koma og gefa
honum einhvern smá mat, þá
hugsaðir þú alltaf svo vel um okk-
ur enda hjarta þitt einstakt.
Það varst þú sem tókst á móti
okkur þegar við komum í heiminn
og það vorum við sem sátum hjá
þér daginn sem þú kvaddir.
Við vonum að við munum sjá
heiminn eins og þú, því líf sem
inniheldur ást er líf sem hefur
verið lifað að fullu.
Það er mun erfiðara að upplifa
slíka sorg þegar það er ekki hægt
að halda í þína hönd.
Guð gefi þér góða nótt, elsku
amma okkar.
Heba Karítas, Birgir Orri
og Valur Darri.
Heba ljósmóðir vann stóran
hluta sinnar starfsævi á fæðingar-
deild Sjúkrahússins á Akureyri.
Þar átti hún samleið með mörgum
ljósmæðrum, hjúkrunarfræðing-
um, sjúkraliðum, læknum og öðru
starfsfólki. Við sem enn störfum á
deildinni minnumst Hebu með
hlýju. Í okkar huga var hún ein-
stök kona sem kom fram við sam-
ferðafólk sitt af virðingu og um-
hyggju og það voru forréttindi að
fá að starfa henni við hlið.
Heba og Hallgrímur opnuðu
heimili sitt í allmörg skipti fyrir
öllum starfsmannahópnum á fæð-
ingardeildinni þegar við héldum
kalkúnakvöldin góðu sem n.k.
árshátíð deildarinnar. Móttökurn-
ar voru ætíð höfðinglegar og ákaf-
lega glatt á hjalla.
Eftir að Heba hætti störfum á
deildinni hélt hún sambandi við
kollega sína, m.a. í gegnum
Norðurlandsdeild Ljósmæðrafé-
lagsins. Hún var einn af stofn-
félögum þar og mætti glaðreif á
fundi og viðburði félagsins á með-
an heilsan leyfði.
Við þökkum Hebu fyrir sam-
fylgdina og sendum Hallgrími og
öðrum ættingjum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Þegar komstu þá var hlýtt,
þau voru okkar kynni,
allt var göfugt, gott og blítt
er gafst í návist þinni,
ef að jarðlífs mæddu mein
mest var kærleiksdáðin,
skorinorð og hjartahrein
hollust gafstu ráðin.
(Höf. ók.)
F.h. starfsfólks fæðingadeildar
SAk,
Birgitta, Ingibjörg og Edda.
Heba Ásgrímsdóttir
✝
Páll Pálmason
fæddist í Vest-
mannaeyjum 11.
ágúst 1945. Hann
lést 6. nóvember
2021 á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
mannaeyja eftir
erfiða baráttu við
heilabilun.
Foreldrar hans
voru Pálmi Sig-
urðsson, f. 21.7.
1920, d. 25.11.
2011, og Stefanía Mar-
inósdóttir, f. 25.6. 1924, d.
19.9. 2016. Systkini Páls:
Ragna María Pálmadóttir, f.
27.3. 1941, maki Sigþór Magn-
ússon, Guðbjörg Pálmadóttir,
f. 23.12. 1941, maki Geir
Haukur Sölvason, Sigmar
Pálmason, f. 23.3. 1943, maki
Kristrún Axelsdóttir og Haf-
þór Pálmason, f. 22.2. 1954, d.
10.9. 1977.
Hinn 6. apríl 1969 kvæntist
Páll Guðrúnu Kristínu Guð-
jónsdóttur, f. 21.6. 1946. Börn:
1) Stefanía, f. 9.1. 1964, móðir
Eygló Kjartansdóttir. Börn:
Ester f. 25.12. 1984, faðir
Bragi Halldórsson, börn: Jón
Bragi Kristinsson, f. 8.7. 2007
og Freyja Ósk Viðarsdóttir, f.
29.9. 2012. Harpa, f. 15.4. 1987
og Erla Hrund, f. 18.12. 1995,
knattspyrnu með Knattspyrnu-
félaginu Tý og átti farsælan
knattspyrnuferil í um 20 ár
með meistaraflokki ÍBV sem
markvörður. Hann varð bik-
armeistari með ÍBV árin 1968,
1972 og 1981 og Íslandsmeist-
ari árið 1979. Árið 1980 var
hann valinn íþróttamaður
Vestmannaeyja, en alls spilaði
hann tæplega 400 leiki fyrir
ÍBV. Páll var um skeið í lands-
liði Íslands, spilaði fjölmarga
æfingaleiki með því og var um
tíma varamaður landsliðsins.
Árið 1969 var hann aðalmark-
maður landsliðsins í leik við
Bermúda á útivelli. Hann ferð-
aðist oft og víða í Evr-
ópukeppni með ÍBV og eftir að
knattspyrnuferlinum lauk var
hann aðstoðar- og markmanns-
þjálfari með Kjartani Mássyni
1984-85 og Snorra Rútssyni
1994.
Snóker varð ástríða Páls,
sérstaklega eftir að knatt-
spyrnuferlinum lauk, og varð
hann margfaldur Vestmanna-
eyja- og Kiwanismeistari.
Hann var félagi í Kiwanis-
klúbbnum Helgafelli um árabil
og gegndi þar trúnaðar-
störfum.
Útför Palla Pálma fer fram
frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum 19. nóvember
2021 kl. 13 og verður streymt
af vefnum landakirkja.is.
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
faðir Gunnar M.
Konráðsson, barn
Erlu: Gunnlaugur
Óttarsson, f. 6.5.
2015. 2) Hörður, f.
21.2. 1966, maki
Kolbrún Matthías-
dóttir, börn: Matt-
hías Páll, f. 22.8.
1993, Guðný Char-
lotta, f. 20.3. 1997
og Bogi Matt, f.
7.9. 2004. 3) Grét-
ar Víðir, f. 15.9.
1975, maki Lilja Logadóttir,
börn: Hekla Þöll, f. 22.1. 2015,
Veigar Elí, f. 4.3. 2003 og
Nökkvi Páll, f. 4.9. 2004, móðir
bræðranna Sandra Dögg
Pálsdóttir. Bergdís Líf, f.
25.11. 1996, Magdalena, f.
25.12. 2002 og Logi Veigar, f.
1.11. 2005, börn Lilju.
Páll útskrifaðist úr Stýri-
mannaskóla Vestmannaeyja
1967 og vann nokkur ár við
sjómennsku. Árið 1970 varð
Páll verkstjóri í Fiskimjöls-
verksmiðju Vinnslustöðvar-
innar til starfsloka hans 2010.
Páll og Guðrún hófu búskap
í Hlíðarhúsum, svo í Hásteins-
blokkinni fram að Heimaeyj-
argosinu. Dverghamar 7, sem
þau byggðu, varð síðan þeirra
heimili í 45 ár.
Á sínum yngri árum lék Páll
Elsku bróðir minn og mágur
Páll Pálmason verður jarðsung-
inn í dag, 19. nóvember. Það er
margs að minnast. Það var stutt
á milli okkar bræðra og því vor-
um við mikið samferða í gegnum
lífið. Það voru mörg prakkara-
strik og líf og fjör hjá okkur. Ég
gleymi því ekki þegar við ásamt
fleirum vorum á bryggjunni þeg-
ar Esjan var að leggja að, Palli
var sennilega um átta ára og í
troðningnum datt hann út í höfn-
ina á milli skips og bryggju.
Prúðbúinn Halldór Ágústsson
stakk sér á eftir honum í sjóinn
og dró hann upp og bjargaði þar
með lífi hans, sem var svakalegt
afrek, honum var ekki ætlað að
kveðja þá sem betur fer.
Palli bróðir var tveimur árum
yngri en ég og þegar við fórum í
Lautina í fótbolta vinirnir og
hann fékk að fara með var hann
yngstur og minnstur og var því
sendur í markið. Hann tók þá
stöðu og gerði hana að sinni,
enda var mjög snöggur og lipur
markmaður. Hann varð betri og
betri og svo síðar einn besti
markmaður sem Eyjamenn hafa
átt. Átti m.a. stórleik í Evrópu-
leik í Búlgaríu 1969 og spilaði
landsleik fyrir Ísland gegn Ber-
múda. Við bræður urðum sam-
ferða í gegnum fótboltann og
spiluðum marga góða leiki sam-
an. Annað sem sameinaði okkur
líka var auðvitað enski boltinn og
liðið okkar Liverpool, en við
bræður höfum horft á ófáa leik-
ina saman í gegnum árin og nú
síðustu ár með vinum okkar í
Kiwaniskjallaranum. Palli var
ekki bara góður markmaður,
hann var líka frábær snókerspil-
ari og vann til margra verðlauna
á snókermótum.
Ég man svo vel þegar við vor-
um peyjar, þá vorum við sendir í
sveit eins og tíðkaðist þá, hvor á
sinn bæinn í Mýrdalnum. Við
vorum bara smá peyjar. Palli
stakk stundum af frá bænum
sem hann var á og kom yfir til
mín þar sem ég var í sveit, enda
tveimur árum yngri.
Sem unglingar fórum við sam-
an á sjó á Halkion VE og eitt
sinn var sérstaklega siglt í land
svo Palli gæti varið markið fyrir
ÍBV. Við Palli misstum yngri
bróður okkar Hafþór í bílslysi
árið 1977 og það fráfall markaði
alltaf fjölskylduna. Hann var að-
eins 23 ára gamall. Eftir að Palli
og Gunna felldu hugi saman átt-
um við hjónin góðar samveru-
stundir, og fórum við nokkrum
sinnum saman utan í frí.
Það var erfitt að sjá veikindi
hans taka yfir og missa samband
við hann undir lokin. Við heim-
sóttum hann á hverjum degi á
spítalann og stundum náðum við
að spjalla um lífið og tilveruna en
aðra daga var erfiðara að eiga
samskipti. Ég fann þó að hann
vissi af mér og þekkti mig enn
undir lokin og kallaði nafnið mitt
viku áður en hann kvaddi. Palli
var góður bróðir og vinur sem
við munum sakna sárt. Takk fyr-
ir allt.
Sigmar og Kristrún.
Nú er elsku besti mágur minn
hann Palli búinn að fá hvíldina
eftir baráttu við harðvítugan
sjúkdóm.
Ég kveð með þakklæti í huga
fyrir að hafa átt hann í fjölskyld-
unni áratugum saman og verið
þátttakandi í gleði hans og sorg-
um. Hann, eins og margir aðrir,
fór ekki varhluta af áföllum og
sorgum sem settu sitt mark á
hann. Sorgum sem hann lifði við
af æðruleysi sem var eitt af per-
sónueinkennum hans.
Kímni, fallegt blik í auga og
bros einkenndu hann og ég
minnist þess að móðir mín talaði
oft um það hvað það væri gott að
fá Palla í heimsókn, hann væri
svo hlýr og brosmildur. Ósér-
hlífni hans hefur eflaust gengið
mjög á líkamlega heilsu hans
með árunum. Hvort sem það var
í fótboltamarkinu, í vinnunni eða
daglegum störfum hlífði hann sér
ekki. Gekk til allra verkefna
óhikað, af vandvirkni og sam-
viskusemi. Allt sem hann lagði
hönd á var fallega og vel gert.
Margar flottar myndir eru til af
honum í fótboltamarkinu að
höndla boltann og þar sést að
þarna var maður sem var ekki að
hika. Hann var afreksmaður í
víðum skilningi þess orðs.
Palli og Gunna voru samhent
hjón sem bjuggu sér fallegt
heimili á Dverghamrinum þar
sem þau áttu heima í 45 ár. Þar á
heimili var öllum gestum tekið
opnum örmum og alltaf voru
glæsilegar veitingar fram born-
ar, hvernig sem á stóð. Ég er
þakklát fyrir að hafa átt góðar
stundir í ferð með þeim hjónum í
sólina í janúar 2019. Palli naut
þeirrar dvalar vel þrátt fyrir að
veikindin væru farin að setja
mark sitt á hann, en þetta var
hans síðasta utanlandsferð.
Palli á stóran part í hjarta
mínu og hans verður sárt saknað,
en við eigum margar fallegar
minningar um hann sem vekja
gleði og sefa söknuðinn. Hugur
minn er hjá fjölskyldu hans og
ástvinum sem ég sendi innilegar
samúðarkveðjur.
Erla Guðjónsdóttir.
Mig langar að minnast Páls
Pálmasonar, eða Palla eins og
hann var kallaður. Við vorum
jafnaldrar, skólabræður um tíma
og urðum vinir ungir, áttum
heima í nágrenni hvor við annan.
Á unglingsárum okkar var
hálfgert skellinöðruæði í Eyjum
og gátum við látið þann draum
rætast að kaupa okkur hjól
ásamt fleiri félögum og áttum
skemmtilegan tíma saman.
Leiðir okkar lágu saman í fót-
boltanum og vorum við liðsfélag-
ar þegar ÍBV varð í fyrsta sinn
bikarmeistari í meistaraflokki í
knattspyrnu árið 1968. Palli var
afburðaíþróttamaður og varði
mark Eyjamanna til fjölda ára
og vann fleiri titla með liðinu á
næstu árum. Hann var einnig
mjög góður í snóker og vann til
fjölda verðlauna.
Palli fór ungur á síldveiðar og
varð oft að fá hann lausan af
sjónum þegar mikilvægir knatt-
spyrnuleikir voru fram undan
hjá ÍBV. En lengstan starfsaldur
átti hann hjá Fiskimjölsverk-
smiðjunni FIVE.
Við Jóna vottum Gunnu, konu
hans, og öðrum aðstandendum
samúð okkar.
Sigurður Ingi Ingólfsson.
Páll Pálmason
- Fleiri minningargreinar
um Pál Pálmason bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.