Morgunblaðið - 19.11.2021, Síða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2021
40 ÁRA Melkorka er Reykvíkingur, ólst
upp í Árbænum en býr í Vesturbænum. Hún
lauk B.Mus.-gráðu í flautuleik frá Konung-
lega konservatoríinu í Haag, meistaragráðu
frá Konservatoríinu í Amsterdam, meistara-
gráðu með sérhæfingu í hljómsveitar- og
kammertónlist við Guildhall School of Music
and Drama í London, MBA-gráðu frá Edin-
borg og meistaragráðu í ritlist frá Háskóla
Íslands.
Melkorka er verkefnastjóri sérverkefna í
Hörpu. „Ég hef verið að sjá um afmælisárið
og ýmsa dagskrárliði tengda því. Svo erum
við að opna barnarými í Hörpu í samstarfi
við ÞYKJÓ. Það er það sem er mest spenn-
andi núna.“ Harpa fagnar tíu ára afmæli í ár
og meðal helstu viðburða voru tónleikar
Concertgebouw-hljómsveitarinnar í Amsterdam, einnar fremstu sinfóníu-
hljómsveitar í heimi, 10. nóvember sl. Melkorka kom að heimsókn hljóm-
sveitarinnar til Íslands, en hún lærði hjá fyrsta flautuleikara Concertgebouw
og spilaði stundum með hljómsveitinni þegar hún bjó í Amsterdam. „Það tek-
ur almennt a.m.k. tvö ár að fá svona stóra hljómsveit í heimsókn. Jónas Sen
gagnrýnandi sagði að þetta hefðu verið bestu tónleikar ársins og ég er alveg
sammála honum!“
Melkorka hefur ekki sagt skilið við flautuna og spilaði á tónleikum Bjarkar
nýverið í Hörpu og fer síðan í tónleikaferð með henni til Bandaríkjanna í jan-
úar og febrúar.
Melkorka stundar einnig ritstörf og er í ljóðahópi sem heitir Svikaskáld.
„Við erum í jólabókaflóðinu núna, með fyrstu skáldsöguna okkar, en hún
heitir Olía. Við erum sex konur sem skrifum hana saman og það gekk furðu
vel, við erum svo góður hópur.“ Til að rækta heilsuna stundar Melkorka
utanvegahlaup, jóga og gönguskíði.
FJÖLSKYLDA Sambýlismaður Melkorku er Haraldur Jónsson, f. 1961,
myndlistarmaður. Sonur þeirra er Heiðbjartur Óli, f. 2019. Foreldrar
Melkorku eru Sigrún Helgadóttir, f. 1949, líffræðingur og rithöfundur, og
Ólafur S. Andrésson, f. 1951, erfðafræðingur og prófessor við HÍ. Þau eru
búsett í Árbænum.
Melkorka Ólafsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Nú er úr vöndu að ráða svo þú
skalt ekki skrifa undir neitt fyrr en þú hefur
kynnt þér smáa letrið. Kapp er best með
forsjá.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það er í svo mörg horn að líta að þér
finnst verkefnastaðan yfirþyrmandi.
Reyndu ekki að stytta þér leið, því þá verð-
ur árangurinn annar og minni.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Það er bráðnauðsynlegt að missa
aldrei sjónar á markmiðinu, hvert svo sem
það er. Taktu þér tak, annars áttu á hættu
að verða verkefnalaus.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Ef þú vilt styrkja vináttuböndin
skaltu muna að góðir vinir geta verið sam-
an bæði í sorg og gleði. Gefðu vini tíma til
að jafna sig á erfiðum tíma í lífi sínu.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Berðu framtíðaráform þín undir vini
og vandamenn. Að skulda greiðslukorta-
reikning eða vini góðan greiða getur truflað
þig óstjórnlega.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þér gefst tækifæri til að kynnast
nýju fólki, og það veldur þér gleði. Mundu
að anda djúpt og telja upp að tíu áður en
þú segir eitthvað í hita leiksins.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Gengur þér allt í haginn, eða þarftu að
endurskoða einhverjar hugmynda þinna?
Enginn verður óbarinn biskup.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Nýjar hliðar á vandasömu
verkefni krefjast allrar þinnar athygli. Láttu
eftir þér að fara í nudd eða kaupa þér eitt-
hvað fyrir þig. Þú átt það skilið.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Samband virðist vera að
þróast hratt í ranga átt. Sem betur fer þarf
bara eitt orð til þess að hreinsa andrúms-
loftið. Ekki lofa upp í ermina á þér.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Hópvinna lætur ekki bara dag-
inn líða hraðar, hann verður líka skemmti-
legri. Gefðu þér tíma til að hugsa málið
þegar þú ert beðin/n að segja álit þitt.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Erfið verkefni munu útheimta
mikið hugrekki af þinni hálfu. Þú vekur at-
hygli fyrir skemmtilega framkomu og fata-
stíl. Sumir vina þinna líta upp til þín.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þrátt fyrir góðan ásetning geta af-
skipti orðið til þess að færa mál til verri
vegar. Látið börnin njóta vafans.
G
uðlaug Rakel Guðjóns-
dóttir er fædd 19. nóv-
ember 1961 í Reykja-
vík. Hún ólst fyrst upp
í Smáíbúðahverfinu en
flutti 6 ára í Vesturbæ Reykjavíkur.
„Ég fór á hverju sumri til afa og
ömmu í Breiðuvík á Snæfellsnesi.
Þrír kílómetrar voru á milli bæja afa
og ömmu í föðurætt og afa og ömmu
í móðurætt og í minningu er það
mjög sterkt þegar ég labbaði á þjóð-
veginum milli bæjanna, Þetta var
svona dagleið.“
Rakel gekk í Melaskóla, fór í
Kvennaskólann í Reykjavík síðan
Menntaskólann í Reykjavík og varð
stúdent þaðan 1981. Hún lauk B.Sc-
gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla
Íslands 1986. Hún er með MBA-
gráðu og próf í lýðheilsuvísindum.
Hún hefur enn fremur stundað end-
urmenntun af ýmsum toga tengda
heilbrigðismálum og fór í leiðsögu-
nám í Menntaskólanum í Kópavogi
vorið 2019. „Ég ákvað að fara í leið-
sögunám til að fræðast meira um
land og þjóð, menningu og náttúru.
Það var ótrúlega skemmtilegt.“
Eftir útskrift úr hjúkrunarfræði
hóf Rakel störf sem hjúkrunarfræð-
ingur á Vífilsstöðum og hefur í 20 ár
verið í stjórnunarstöðum í opinbera
heilbrigðisgeiranum, einnig var hún
í fimm ár þar í einkageiranum. Frá
2019 hefur hún verið framkvæmda-
stjóri meðferðarsviðs Landspítala
en 12. október síðastliðinn var hún
settur forstjóri Landspítala til ára-
móta sem síðan hefur verið fram-
lengt til 1. mars 2022.
„Ég hef líkt því starfi við að fara
umhverfis spítalann á 80 dögum. Ég
hélt aldrei að ég myndi verða mann-
eskja sem stæði í stafni og talaði
fyrir framan annað fólk, því ég var
mjög feiminn krakki. En heilbrigðis-
þjónustan er mín ástríða og ég hef
stöðugt verið að ýta mér fram á
brúnina. Ég hef átt mér margar
sterkar fyrirmyndir. Mér finnst að
við þurfum öll að leggja eitthvað til
samfélagsins og skila því betra en
það var, hvort sem það er í heil-
brigðismálum eða öðru.“
Rakel hefur átt frumkvæði að og
stýrt nokkrum nýsköpunarverk-
efnum. Hún stóð fyrir einni fyrstu
rannsókninni á áhrifum efnahags-
hrunsins á heilbrigðisþjónustuna,
nánar tiltekið um áhrif efnahags-
hrunsins árið 2008 á komur á bráða-
móttöku. Hún stóð einnig fyrir,
ásamt fleirum, á þróun rauntíma ár-
angursvísum á bráðamóttöku sem
hlaut Nýsköpunarverðlaun í opin-
berum rekstri árið 2014. Hún hlaut
einnig Stjórnendaverðlaun Stjórn-
vísis árið 2014 sem millistjórnandi
ársins. Síðan má nefna að Rakel hélt
enn fremur erindi fyrir David
Cameron, þáverandi forsætisráð-
herra Bretlands, þegar hann kom
hingað í heimsókn 2015.
Rakel hefur lagt sitt af mörkum í
félagsmálum. Hún var m.a. formað-
ur jafnréttisnefndar Sjúkrahúss
Reykjavíkur í nokkur ár og formað-
ur jafnréttisnefndar Landspítala.
Hún var í stjórn Ledernes Netværk
i Norden 2011, var formaður 2014-
17. Árið 2014 var hún skipuð í sam-
norrænan heilbrigðisviðbúnaðarhóp,
en samstarfshópurinn sér um fram-
kvæmd norræns samnings um heil-
brigðisviðbúnað. Svo hefur hún ver-
ið í ýmsum faghópum sem tengjast
hennar starfi, eins og farsóttarnefnd
Landspítala. Hún hefur einnig kom-
ið að ýmsum öðrum félagsmálum,
gegnt ýmsum nefndarstörfum og er
í Rótarýklúbbnum Borgum.
„Áhugamál mín eru mörg en ég
stunda þau af mismiklu kappi. Ég
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala – 60 ára
Fjölskyldan Frá vinstri: Rakel, Guðjón, Karen Birna, Gyða Rut og Bryndís.
Heilbrigðisþjónustan er ástríða
Barnabörnin Saman komin heima hjá afa og ömmu jólin 2019.
Hjónin Rakel og Guðjón stödd við Jökulsárlón.
Til hamingju með daginn