Morgunblaðið - 19.11.2021, Síða 26
MITT SJÓNARHORN
Philipp Lahm
@philipplahm
Xavi er mættur aftur. Með hann sem
þjálfara vill Barcelona endurlífga
gullaldarskeið félagsins. Þökk sé
tækni hans og yfirsýn var Xavi
heimsklassaleikmaður sem lék með
hag liðsins í huga. Hann studdi við
liðsfélaga sína sem miðstöð spils,
hann setti sviðið á nákvæman hátt,
hann fann alltaf lausnir. Það virtist
ómögulegt að aðskilja hann frá bolt-
anum, jafnvel þótt hann væri um-
kringdur andstæðingum.
Þegar Xavi var upp á sitt besta
var spænska landsliðið nánast ósigr-
andi þar sem þeir urðu Evr-
ópumeistarar, heimsmeistarar og
aftur Evrópumeistarar í röð. Í úr-
slitaleikjum EM árin 2008 og 2012
lagði hann upp fjögur mörk. Á þessu
skeiði drottnaði hann yfir Meist-
aradeild Evrópu með Barcelona þar
sem hann vann keppnina tvisvar og
komst einnig í undanúrslit á þessum
fjórum árum. „Þetta var besta lið
sem við höfum nokkru sinni mætt,“
sagði Sir Alex Ferguson, þáverandi
þjálfari Manchester United, nokkr-
um árum eftir að liðið tapaði úrslita-
leik Meistaradeildarinnar árið 2011,
þegar Tiki Taka-fótboltinn var á há-
punkti sínum.
Á miðjunni studdi Xavi full-
komlega við Andrés Iniesta. Xavi lét
allt tikka og Iniesta rak boltann
áfram. Þeir tveir skiptu verkum á
milli sín á svipaðan hátt og Luka
Modric og Toni Kroos hjá Real
Madríd, sem tók við af Barcelona
sem viðmiðið í félagafótbolta. Xavi
deilir einnig með Kroos miklum
gæðum í löngum sendingum.
Xavi passaði fullkomlega inn í
hugmyndafræði Barcelona. Undir
handleiðslu Pep Guardiola end-
urspegluðu þeir Xavi, Iniesta, Puyol
og Messi, bestu knattspyrnumenn
heims á þessum tíma, þá sýn Guar-
diola að allir geti gert allt. Í samein-
ingu færðu þeir jafnvægið á milli
sóknar og varnar á nýtt stig. Lík-
amsstærð skipti ekki öllu máli, ekki
einu sinni í sókn og vörn.
Breyttir tímar
Á þessum tíma hefði ég getað
skipt yfir til Barcelona. Það hefði
verið frábær reynsla að fá að vera á
vellinum með þessum goðsögnum.
Ég lít til baka með tár á hvarmi en
einnig bros. Sem strákur frá Mün-
chen vildi ég gjarna vinna Meist-
aradeildina með félaginu mínu, Bay-
ern. Ég hefði aldrei fyrirgefið
sjálfum mér ef ég hefði ekki verið
hjá félaginu þegar við unnum
keppnina á Wembley árið 2013. Á
þeim tíma var Barcelona fyrirmynd
alls heimsins á öðru sviði: félagið var
með UNICEF sem auglýsingu á
treyjunni sinni.
Nú eru breyttir tímar. Leikmenn
eru jafnvel enn mikilvægari en áður
þegar kemur að því að knýja fram
úrslit. Barcelona vann síðast Meist-
aradeildina árið 2015. Síðan þá hefur
liðið ekki komist í úrslitaleikinn og
þess í stað minnist fólk stórra tapa:
2:8 gegn Bayern München, 0:4 í Liv-
erpool, 0:3 í Róm, 1:4 gegn París og
nú nýlega 0:3 í Lissabon. Það er gall-
inn við þessa tegund fótbolta, sem
krefst bestu mögulegu tækni og gíf-
urlegra knattspyrnugáfna allra sem
eiga í hlut, en um leið er líkamlegt
atgervi ekki í forgangi. Þetta getur
stundum sprungið í andlitið á liðum.
Það sem áður vakti hrifningu við
Barcelona hefur minnkað og spurn-
ingar hafa vaknað um áherslu Barca
á að stjórna leikjum og halda bolt-
anum 70 prósent leiktímans eða
lengur. Strax árin 2010 og 2012
tókst Inter Mílanó og Chelsea að
múra fyrir mörk sín og slá Barce-
lona út í undanúrslitum í báðum til-
vikum. Í dag hafa öll þessi lið leik-
aðferðina sem snýr að því að „hafa
alla fyrir aftan boltann“ fullkomlega
á hreinu. Það eina sem virkar oft
gegn henni eru mörk sem krefjast
styrks í líkamlegum þáttum – föst-
um leikatriðum, skyndisóknum og
annarra harðgerðari lausna í þeim
dúr.
Nýjar hetjur í aðalhlutverki
Fótboltinn er orðinn hraðari,
kröftugri og líkamlegri. Meira að
segja Guardiola hefur aðlagast í
Manchester, fínstillt spilamennska
liðs hans er enn auðsjáanleg en hann
lætur það spila meiri varnarleik. Í
nútímanum eru nýjar söguhetjur í
aðalhlutverki á vellinum: Trent Al-
exander-Arnold, Paul Pogba, Viní-
cius Júnior, Alphonso Davies eða
Erling Haaland – allt eru þetta
íþróttamenn sem eru líkari Usain
Bolt heldur en hinum 170 senti-
metra háa Xavi.
Og Lionel Messi leikur í París.
Það er í raun komin til efnahagsleg
samkeppni sem er ný af nálinni. Árið
2011 voru Barcelona og Real Madríd
félögin sem voru með mesta veltu í
heiminum og voru langt á undan
Manchester United (365 milljónir
evra), Bayern (320 milljónir) og
Chelsea (250 milljónir). Í dag er ver-
ið að fjárfesta stórt víðs vegar. Í
Evrópu eru um tíu félög sem eru
með árlega veltu upp á um hálfan
milljarð evra eða meira. Á meðan
keppa um tvöfalt fleiri félög um
bestu leikmennina. Fjöldi félaga er
nú í eigu mjög ríkra eigenda, nú
einnig Newcastle United.
Verkanin sem þessi markaður
hefur komið á fót nær einnig til
þjálfara, sem eru einnig ráðnir eins
og stjörnur. Eitt sinn urðu Arsène
Wenger, Sir Alex Ferguson eða Joh-
an Cruyff að stofnunum hjá félögum
sínum vegna hugmyndafræði sinnar.
Í þýsku 1. deildinni mun Christian
Streich brátt fagna tíu ára starfs-
afmæli sem aðalþjálfari Freiburg.
Hver þekkir enn til Guy Roux, sem
þjálfaði Auxerre frá 1964 til 2000?
Auxerre og Freiburg eru sértæk
dæmi þar sem hinn litríki Roux naut
og Streich nýtur mikillar virðingar.
Leiddi með persónutöfrum
Það tók meira að segja Jürgen
Klopp fjögur ár að byrja að vinna
titla með Liverpool. Það að þjálfarar
fái tíma er eitthvað sem heyrir til
undantekninga nú til dags. Hjá
Barcelona entust síðustu tveir for-
verar Xavi í minna en tvö ár sam-
anlagt. Flestir þeirra þjálfara sem
eru í topp 10 eða svo í heiminum,
eins og Mauricio Pochettino, Thom-
as Tuchel, Antonio Conte eða Carlo
Ancelotti, skipta um félag á tveggja
til þriggja ára fresti og fara til fjár-
hagslega vel stæðra félaga í Lund-
únum, Madríd og París. Það er þeim
mikilvægast að skapa gott andrúms-
loft innan liðsins og að vera sam-
þykktir af stjörnum þess.
Zinedine Zidane, sem vann Meist-
aradeildina þrisvar í röð með Real
Madríd frá 2016 til 2018, segir um
sjálfan sig: „Ég er ekki besti þjálf-
arinn þegar kemur að taktík.“ Hann
leiddi liðið sitt með persónutöfrum.
Þetta er orðinn mest afgerandi þátt-
urinn, ekki langtímaþróun á hug-
myndafræði um hvernig sé best að
spila; Liverpool reiðir sig meira að
segja á gervigreind þegar kemur að
liðsskipulagi.
Xavi býr yfir þessum nauðsynlegu
persónutöfrum. Það eru fáir sem
hafa náð að uppfylla hugsjón Barce-
lona jafn vel og hann, fáir sem end-
urspegla gullaldarskeiðið á jafn
sannfærandi máta. Nú á hann að
endurskapa þetta skeið undir ólík-
um kringumstæðum. Það verður ær-
ið verkefni.
Ærið verkefni sem bíður
Xavi hjá Barcelona
- Fáir sem hafa uppfyllt hugsjón Barcelona jafn vel og spænski miðjumaðurinn
AFP
Spánn Xavi Hernández skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við
Barcelona í nóvemberbyrjun en honum er ætlað að snúa gengi liðsins við.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2021
Meistaradeild kvenna
A-RIÐILL:
Wolfsburg – Juventus.............................. 0:2
Chelsea – Servette ................................... 1:0
Staðan:
Chelsea 4 3 1 0 13:4 10
Juventus 4 2 1 1 8:4 7
Wolfsburg 4 1 2 1 10:7 5
Servette 4 0 0 4 0:16 0
_ Chelsea, Juventus og Wolfsburg berjast
um sæti í útsláttarkeppninni.
B-RIÐILL:
Breiðablik – Kharkiv................................ 0:2
Real Madrid – París SG........................... 0:2
Staðan:
París SG 4 4 0 0 13:0 12
Real Madrid 4 2 0 2 6:6 6
Kharkiv 4 1 1 2 2:6 4
Breiðablik 4 0 1 3 0:9 1
_ PSG er komið áfram í útsláttarkeppnina.
Real Madrid og Kharkiv berjast um annað
sæti riðilsins.
4.$--3795.$
Olísdeild karla
Haukar – Valur..................................... 26:26
Staðan:
Haukar 9 6 2 1 269:235 14
Valur 8 5 2 1 234:203 12
FH 8 5 1 2 223:200 11
ÍBV 7 5 0 2 211:204 10
Stjarnan 7 5 0 2 215:207 10
Afturelding 8 4 2 2 238:224 10
Fram 7 4 0 3 195:194 8
Selfoss 7 3 0 4 176:175 6
KA 8 3 0 5 219:237 6
Grótta 6 1 1 4 155:165 3
HK 7 0 0 7 175:204 0
Víkingur 8 0 0 8 170:232 0
Meistaradeildin
A-RIÐILL:
Kiel – Aalborg...................................... 31:28
- Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir
Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari
liðsins.
_ Montpellier 11, Kiel 11, Pick Szeged 10,
Aalborg 8, Elverum 8, Vardar 5, Zagreb 2,
Meshkov Brest 1.
B-RIÐILL:
Barcelona – Kielce .............................. 30:32
- Sigvalda Birni Guðjónssyni og Hauki
Þrastarsyni tókt ekki að skora fyrir Kielce.
_ Kielce 12, Barcelona 9, Veszprém 8, Par-
ís SG 7, Motor 6, Flensburg 5, Porto 5, Di-
namo Búkarest 4.
Evrópubikar kvenna
32-liða úrslit, fyrri leikur:
Kristianstad – Yenimahalle ............... 28:23
- Andrea Jacobsen skoraði fjögur mörk
fyrir Kristianstad.
Þýskaland
RN Löwen – Minden............................ 31:27
- Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö-
wen.
Bergischer - Erlangen ........................ 25:25
- Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark
fyrir Bergischer.
Wetzlar – Balingen.............................. 33:21
- Daníel Þór Ingason skoraði tvö mörk
fyrir Balingen. Oddur Gretarsson er frá
keppni vegna meiðsla..
Frakkland
Nancy – Saran...................................... 27:29
- Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk fyr-
ir Nancy.
Svíþjóð
Lugi – Önnered.................................... 31:28
- Ásdís Þóra Ágústsdóttir lék ekki með
Lugi vegna meiðsla.
%$.62)0-#
Subway-deild karla
ÍR – KR ............................................... 107:85
Njarðvík – Breiðablik ...................... 110:105
Vestri – Grindavík ................................ 86:71
Stjarnan – Tindastóll ........................... 87:73
Staðan:
Grindavík 7 5 2 580:551 10
Þór Þ. 6 5 1 577:551 10
Keflavík 6 5 1 527:488 10
Tindastóll 7 5 2 604:589 10
KR 7 4 3 651:637 8
Njarðvík 7 4 3 653:609 8
Valur 6 4 2 470:474 8
Stjarnan 7 3 4 620:609 6
ÍR 7 2 5 632:652 4
Vestri 7 2 5 573:602 4
Breiðablik 7 1 6 738:761 2
Þór Ak. 6 0 6 414:516 0
NBA-deildin
Milwaukee – LA Lakers .................. 109:102
Phoenix – Dallas ................................. 105:98
Charlotte – Washington....................... 97:87
Detroit – Indiana.................................. 97:89
Atlanta – Boston................................. 110:99
Brooklyn – Cleveland......................... 109:99
Miami – New Orleans ........................ 113:98
New York – Orlando .......................... 98:104
Minnesota – Sacramento ................... 107:97
Oklahoma – Houston.......................... 101:89
Portland – Chicago........................... 112:107
4"5'*2)0-#
Martin Hermannsson snýr aftur í
íslenska landsliðshópinn í körfu-
knattleik sem mætir Hollandi, 26.
nóvember í Amsterdam, og Rúss-
landi, 29. nóvember í Pétursborg, í
1. umferð undankeppni HM 2023
sem fram fer í Indónesíu, Japan og
Filippseyjum. Ítalía leikur einnig í
riðlinum en þrjú efstu liðin komast
áfram í 2. umferð undankeppn-
innar sem verður leikin á næsta og
þar næsta ári. Martin var síðast í
landsliðshópnum fyrir tveimur ár-
um en hópinn má sjá í heild sinni á
mbl.is/sport/korfubolti.
Snýr aftur eftir
langa fjarveru
Morgunblaðið/Hari
Mikilvægur Martin er algjör lyk-
ilmaður í íslenska karlalandsliðinu.
Tjörvi Þorgeirsson tryggði Hauk-
um 26:26-jafntefli gegn Val þegar
liðin mættust í úrvalsdeild karla í
handknattleik, Olísdeildinni, á Ás-
völlum í Hafnarfirði í tíundu um-
ferð deildarinnar í gær en Tjörvi
jafnaði metin þegar nokkrar sek-
úndur voru til leiksloka. Heimir Óli
Heimisson var markahæstur Hauka
með sex mörk en Arnór Snær Ósk-
arsson og Benedikt Gunnar Ósk-
arsson skoruðu sex mörk hvor fyrir
Val. Haukar eru með 14 stig í efsta
sætinu en Valur með 12 stig. Valur
á leik til góða á Hauka.
Stál í stál í
toppslagnum
Ljósmynd/Kristinn Steinn
6 Heimir Óli Heimisson var marka-
hæstur Hafnfirðinga á Ásvöllum.
Philipp Lahm var fyrirliði þýska
landsliðsins í knattspyrnu þegar það
varð heimsmeistari árið 2014 og lék
með Bayern München í fimmtán ár.
Hann er mótsstjóri Evrópumóts
karla sem fram fer í Þýskalandi árið
2024. Pistlar hans, „Mitt sjónar-
horn“, birtast reglulega í Morgun-
blaðinu og/eða mbl.is. Þeir eru
skrifaðir í samvinnu við Oliver
Fritsch, íþróttaritstjóra þýska net-
miðilsins Zeit Online, og birtast í
fjölmiðlum nokkurra Evrópulanda.
Í níunda pistli sínum í dag fjallar
Lahm um Xavi Hernández, nýráðinn
knattspyrnustjóra Barcelona, og
þau erfiðu verkefni sem bíða hans
hjá uppeldisfélaginu.
Pistlar frá Philipp Lahm