Morgunblaðið - 19.11.2021, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
GEMMA
CHAN
RICHARD
MADDEN
KUMAIL
NANJIANI
LIA
McHUGH
BRIAN TYREE
HENRY
LAUREN
RIDLOFF
BARRY
KEOGHAN
DON
LEE
WITH KIT
HARINGTON
WITH SALMA
HAYEK
AND ANGELINA
JOLIE
O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T
91%
Melanie Ubaldo hlaut í gær styrk úr
Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar
og Ástu Eiríksdóttur við hátíðlega
athöfn í Listasafni Íslands. Styrk-
urinn er að upphæð ein milljón
króna og er veittur árlega ungum og
efnilegum myndlistarmönnum.
Melanie fæddist árið 1992 á Fil-
ippseyjum og flutti til Íslands árið
2005. Hún býr og starfar í Reykja-
vík, hlaut BA-gráðu í myndlist frá
Listaháskóla Íslands árið 2016 og
stundar nú meistaranám í myndlist
við sama skóla sem ætlunin er að
ljúki næsta vor. Hefur hún haldið
bæði einkasýningar hér á landi og
tekið þátt í fjölda samsýninga bæði á
Íslandi og erlendis. Og þrátt fyrir að
vera önnum kafin í meistaranámi
eru nokkrar sýningar fyrirhugaðar
hjá Melanie á næstu mánuðum, m.a.
samsýning í Gerðarsafni fyrir Lista-
hátíð í Reykjavík næsta sumar og í
janúar mun hún halda sína fyrstu
einkasýningu erlendis, í Gallery
Gudmundsdottir í Berlín.
„Þetta er enginn smáheiður,“ seg-
ir Melanie um styrkinn, „ég er í al-
gjöru sjokki yfir því að ég sé að fá
þetta á meðan ég er enn þá náms-
maður.“ Melanie hefur verið starf-
andi myndlistarmaður til fjölda ára
og haft nóg að gera, eins og sjá má af
ferilskrá hennar. „Ég er bara búin
að vera kortér í „burnout“, liggur
við, að vera bæði í námi og öllu þessu
sýningahaldi. En listin gefur og gef-
ur bara,“ segir Melanie. Hún er
spurð að því hvað milljónin muni
nýtast henni í og svarið næstu sýn-
ingar og m.a. sú sem haldin verður í
ársbyrjun í Berlín.
Minnisvarðar um tilvistarleysi
Í tilkynningu vegna styrksins seg-
ir m.a. um listsköpun Melanie: „Mel-
anie skapar minnisvarða um meint
tilvistarleysi sitt (monuments to my
unbelonging) og holdgerir það
hvernig samfélagið hefur hafnað
henni og hvernig tungumálið tekst á
við það.“ Verk hennar eru sögð
byggjast á hversdagslegum móðg-
unum, hunsun, rangtúlkunum,
smáárásum og augljósum kynþátta-
fordómum; uppburðarlitlum feluleik
haturs, kvenfyrirlitningu, kynþátta-
fordómum og óskoruðu valdi hvítra,
lítillækkun til undirgefni og þögg-
unar sem hafi á stuttum tíma náð að
skapa sér nafni í íslenskum list-
heimi. Til að viðhalda ekki þessu
mynstri vanþekkingar takist verkin
hennar á við málfarslegan veikleika
(e. linguistic vulnerability), því orð
geti sært. „Enginn er óbrjótanlegur,
en orð geta aldrei sært mig,“ skrifar
Melanie og minnir á að orðum fylgi
ábyrgð.
Þess má að lokum geta að Melanie
er einn af stofnendum Lucky 3, hóps
íslenskra myndlistarmanna af
filippseyskum uppruna sem hefur
haldið sýningar í Kling & Bang,
Listahátíðinni LungA og framið
gjörning á Sequences-listahátíðinni.
Melanie situr einnig í stjórn gallerís-
ins Kling & Bang. helgisnaer@mbl.is
Morgunblaðið/Einar Falur
Heiður Melanie Ubaldo tók við styrk upp á eina milljón króna úr sjóði Svavars og Ástu í Listasafni Íslands í gær.
„Listin gefur og gefur“
- Melanie Ubaldo myndlistarmaður hlaut styrk úr
Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur
Ein ástsælasta gamanmynd Íslands-
sögunnar, Sódóma Reykjavík, verð-
ur sýnd í fyrsta sinn á stafrænu
formi í Bíó Paradís í kvöld að við-
stöddum leikurum, leikstjóra og
öðrum sem komu að gerð hennar.
Verður það sannkölluð föstudags-
partísýning og fer myndin í reglu-
legar partísýningar að hátíðar-
frumsýningu lokinni.
Kvikmyndin er frá árinu 1992,
leikstýrt af Óskari Jónassyni og
með helstu hlutverk fara Björn Jör-
undur Friðbjörnsson, Eggert Þor-
leifsson, Helgi Björnsson, Sigurjón
Kjartansson, Sóley Elíasdóttir og
Margrét Gústafsdóttir.
Í myndinni segir af ungum
manni, Axel, sem býr enn heima hjá
mömmu sinni og vinnur á bifreiða-
verkstæði. Líf mömmu hans snýst
að mestu um sjónvarpsgláp og þeg-
ar fjarstýringin týnist dag einn fer
af stað óvænt atburðarás þar sem
glæpamenn og furðufuglar koma
við sögu.
Kostuleg Sódóma Reykjavik er álitin ein besta gamanmynd Íslandssögunnar.
Stafræn Sódóma frumsýnd í́ bíó
Næstu tónleikar
tóneikaraðar-
innar Síðdegis-
tóna í Hafnar-
borg fara fram í
dag, föstudag, kl.
18. Þá leikur
Kvartett Sunnu
Gunnlaugsdóttur
en í honum eru,
auk Sunnu sem
leikur á píanó,
þau Leifur Gunnarsson á kontra-
bassa, Svanhildur Lóa Bergsveins-
dóttir á trommur og Andrés Þór
Gunnlaugsson sem leikur á gítar.
Kvartettinn mun leika fjölbreytta
efniskrá íslenskra djassslagara og
íslenskra dægurlaga í djassbúningi.
Verða þar lög úr smiðju Magnúsar
Eiríkssonar, Jóns Múla Árnasonar
og fleiri þekktra lagahöfunda.
Tónleikarnir fara fram í aðalsal
Hafnarborgar á annarri hæð og
standa yfir í um það bil klukku-
stund.
Kvartett Sunnu
leikur í Hafnarborg
Sunna
Gunnlaugs
Valgerður Ýr
Walderhaug opn-
ar sýninguna
Kökur eru mál-
verk, málverk
eru kökur í Lista-
sal Mosfellsbæjar
í dag en ekki
verður sérstök
opnun vegna
hertra samkomu-
takmarkana.
Sýningin er innsetning með mál-
verkum, skúlptúrum og fundnu efni
og sótti Valgerður innblástur í kök-
ur og aðra eftirrétti, „hið girnilega
og ógirnilega og samspil mannsins
við umhverfi sitt og neyslumenn-
ingu“, eins og segir í tilkynningu.
Verkin eru gerð í óreiðukenndu og
tilraunakenndu ferli þannig að um-
hverfið minnir á eldhús þar sem allt
er á rúi og stúi eftir langa, maníska
bökunarnótt. Valgerður hefur ný-
lokið framhaldsnámi við Lista-
háskólann í Þrándheimi.
Kökur eru málverk,
málverk eru kökur
Valgerður Ýr
Walderhaug