Morgunblaðið - 19.11.2021, Qupperneq 32
ER KOMINN
Í HÚS
DURANCE
JÓLAILMUR
2021
MODULAX
HÆGINDA-
STÓLAR
RAFSTILLANLEGIR
HLEÐSLUSTÓLAR
– FALLEG HÖNNUN
OG ÞÆGINDI
NÝ
SENDING
STILLANLEG
HJÓNARÚM
MEÐ BODYPRINT DÝNU
EIN ALLRA BESTA
HEILSUDÝNA Í HEIMI
FULL BÚÐ
AF NÝJUM
VÖRUM
Gerðu frábær kaup
fyrir jólin
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
Tónleikar verða haldnir í Máli og menningu á Laugavegi
í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Edda Borg og hljómsveit
koma fram og leika efni af plötum hennar sem hafa að
geyma djasstónlist af gerðinni „smooth jazz“. Edda
Borg varð þekkt fyrir leik sinn á „keytarinn“ á níunda
áratugnum og hefur nú dustað rykið af hljóðfærinu og
mun leika á það í kvöld. Með Eddu í hljómsveitinni eru
Benedikt Brynleifsson sem leikur á trommur, Bjarni
Sveinbjörnsson sem leikur á bassa og Friðrik Karlsson
sem leikur á gítar.
Edda Borg og félagar halda
djasstónleika í Máli og menningu
FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 323. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Óvæntustu úrslit tímabilsins til þessa í úrvalsdeild
karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, litu dagsins
ljós á Ísafirði í gær þegar nýliðar Vestra lögðu topplið
Grindavíkur að velli í sjöundu umferð deildarinnar.
Þrátt fyrir tapið er Grindavík áfram í efsta sæti deild-
arinnar með 10 stig en Vestra er tíunda sætinu með 4
stig, tveimur stigum frá fallsæti. Þá vann Stjarnan
87:73-sigur gegn Tindastól í Garðabæ, Njarðvík lagði
Breiðablik 110:105 í Njarðvík og ÍR vann öruggan sigur
gegn KR, 107:85, í Breiðholti. »27
Nýliðar Vestra gerðu sér lítið fyrir
og lögðu topplið Grindavíkur
ÍÞRÓTTIR MENNING
sókn sé ég æ betur hvað fólk af ís-
lenskum ættum heldur góðu lífi í
íslenskri menningu. Það er í raun
stórkostleg upplifun og eins er
merkilegt að sjá hvernig menn-
ingin hefur blómstrað. Rithöfund-
urinn Bill Valgardson hefur til
dæmis oft sagt hvað hann væri
heppinn að vera frá Gimli því þar
hafi rithöfundar verið svo mikils
metnir frá því Íslendingar settust
þar að.“ Vestur-Íslendingar haldi
vörð um íslensku arfleifðina og
þeir leggi mikla áherslu á að koma
til Íslands til þess að finna ræt-
urnar.
Metnaðarfullt þing bíður næsta
árs og Hulda segir nóg að gera.
Stefnt sé að því að Snorraverk-
efnin fari aftur í gang og koma
þurfi Snorrum í samband við ætt-
ingja hérlendis, því það sé mik-
ilvægur liður í tengingunni. „Fyrir
þessa krakka jafnast ekkert á við
það að kynnast íslenskum heim-
ilum, að ég tali ekki um hjá frænd-
fólki, og fá upplýsingar beint í æð
um hvar og hvernig forfeðurnir
bjuggu. Vel er tekið á móti okkur
vestra og með því að borga í sömu
mynt styrkjum við enn böndin.“
Hulda segir jafnframt að mikil-
vægt sé að viðhalda fræðslu í
grunnskólum landsins um vestur-
ferðirnar og afkomendur Íslend-
inga í Vesturheimi. „Þess vegna
ákváðum við að styrkja skólaverk-
efni í þessa veru og nemendur hafa
sýnt þeim mikinn áhuga. Fræðslan
hefur mikið að segja svo tengslin
rofni ekki og sýnir að ástæða er til
að útgefið námsefni um þennan
þátt sögu okkar sé í stöðugri þró-
un.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Kórónuveirufaraldurinn hefur víða
sett strik í reikninginn og til dæm-
is varð að fresta Þjóðræknisþingi
Þjóðræknisfélags Íslendinga, sem
til stóð að halda á sunnudag, þar
til næsta sumar. „Við höfum reynt
að halda sjó í annarri starfsemi og
sinna helstu málum en vegna sam-
komutakmarkana höfum ekki get-
að haldið þing síðan á 80 ára af-
mælisárinu síðsumars 2019,“ segir
Hulda Karen Daníelsdóttir, sem
tók við sem formaður ÞFÍ það ár.
Eitt af mikilvægustu verkefnum
félagsins hefur tengst Snorraverk-
efnunum undanfarin ár en ferðir
Snorra til og frá Vesturheimi hafa
eðlilega fallið niður í faraldrinum.
Sömu sögu er að segja af reglu-
bundnum fræðslufundum. Hulda
Karen segir að samskiptunum hafi
samt verið haldið gangandi á net-
inu og stjórnin hafi haldið fundi
mánaðarlega auk þess sem útgáfa
rafrænna fréttabréfa hafi verið
með eðlilegum hætti. „Við höfum
haft um nóg að ræða og haldið úti
reglulegri upplýsingagjöf á
Facebook, jafnt frá starfi okkar og
frá starfinu vestra.“
Merkileg saga
Samskipti Íslendinga og Vestur-
Íslendinga hafa verið góð undan-
farna áratugi. Hulda Karen leggur
áherslu á að viðhalda þeim og viðr-
ar þá skoðun sína að Íslendingar
eigi ekki aðeins að kynna sér sögu
ættingja vestra heldur líka sögu
annarra þjóðarbrota og tengsl
þeirra. „Sagan er merkileg og fjöl-
menningarlega samfélagið í Winni-
peg og nágrenni er til dæmis sér-
stakt rannsóknarefni út af fyrir
sig.“ Í því sambandi bendir hún
meðal annars á árlegu sumarhátíð-
ina Folklorama. „Þarna býr fólk af
mörgum þjóðarbrotum og gaman
er að kynnast ólíkum lífsháttum á
sama svæði.“
Hulda þekkir vel vesturíslenska
samfélagið í Manitoba, var þar í
námi og vann áður en hún flutti
aftur til Íslands. Hún á kanadískan
eiginmann og hefur haldið góðum
tengslum vestur. „Ég bast fólkinu
vestra traustum böndum, er í góðu
sambandi við það og í hverri heim-
Samskiptin skipta öllu
- Snorraverkefni Þjóðræknisfélagsins aftur á dagskrá
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mörg verkefni Hulda Karen, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga.