Morgunblaðið - 20.11.2021, Page 4

Morgunblaðið - 20.11.2021, Page 4
Afkoma jökulárið 2020-2021 Vatnajökull Hofsjökull Langjökull Heimild: Jarðvísindastofnun HÍ, Landsvirkjun og Veðurstofa Íslands mH20 mH20 mH20 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sumarleysing á þremur stærstu jöklum landsins, Vatnajökli, Lang- jökli og Hofsjökli, var vel yfir með- altali á jökulárinu 2020-2021 þrátt fyrir kalt vor. Þannig var hún 30% umfram meðallag fyrir Vatnajökul, um 15% fyrir Langjökul og 13% fyrir Hofsjökul. Heildarafkoma þessara þriggja stærstu jökla landsins á umræddu jökulári var neikvæð eins og öll ár frá 1995 að árunum 2015 og 2018 frátöldum. Vatn skilar sér til virkjana Afrennsli frá öllum þessum jökl- um skilar sér að hluta til miðlana og lóna Landsvirkjunar. Lands- virkjun er í samstarfi við Jarðvís- indastofnun Háskóla Íslands um afkomumælingar á Vatnajökli og Langjökli. Veðurstofa Íslands sinnir afkomumælingum á Hofs- jökli og var sérstaklega fjallað um þær og afkomu Hofsjökuls í Morg- unblaðinu 6. nóvember sl. Einnig eru gerðar afkomumæl- ingar á öðrum minni jöklum, gjarnan í samstarfi fyrrnefndra stofnana auk Jöklarannsókna- félags Íslands. Það á meðal annars við um Mýrdalsjökul, Torfajökul og Tungnafellsjökul. Vorið var mjög kalt Í samantekt Landsvirkjunar og Jarðvísindastofnunar Háskóla Ís- lands um afkomumælingarnar á jöklunum kemur fram að vetr- arafkoman, það er hve mikið snjó- aði á jökulinn yfir veturinn, var 15% undir meðaltali á Vatnajökli miðað við fyrri athugunarár. Vetr- arafkoman á Hofsjökli og Lang- jökli var nálægt meðaltali allra at- hugana eða +6% á Langjökli og -6% á Hofsjökli. Vorið var fremur kalt og úr- komulítið, ekki ólíkt veðurfari að vori undanfarin ár. Vorin 2016- 2021, að frátöldu vorinu 2019, voru frekar svöl og nokkuð miklir kuldakaflar í maí sem hægðu á leysingu jökla. Nýliðinn maí var sá kaldasti á árunum 1990-2021 og júní var ekki langt frá því, sé tekið mið af hálendi og jöklum landsins. Metrennsli varð í ágúst Síðustu vikuna í júní urðu mikil umskipti í veðrinu. Við tók sam- felldur hlýindakafli og urðu júlí og ágúst í sumar með hlýjustu mán- uðum á tímabilinu 1990-2021. Þetta kom vel fram á rennsl- ismælum Landsvirkjunar á há- lendinu. Rennsli í Hálslón, sem er að mestu jökulleysing, var það minnsta sem mælst hefur í maí frá árinu 2006 og það þriðja minnsta í júní á sama tíma. Svo skipti alveg um og varð rennsli í júlí með því mesta sem mælst hefur og rennsl- ið í ágúst sló met. Heildarafkoma jöklanna fæst þegar reiknuð er heildarsumma vetrarafkomunnar og sumarleys- inga. Niðurstaðan sker úr um hvort jöklarnir eru að tapa massa eða bæta við sig. Jöklarnir rýrnuðu Ljósmynd/Andri Gunnarsson Jöklarannsóknir Guðfinna Aðalgeirsdóttir, Hrafnhildur Hannesdóttir og Jacqueline Grech Licari greina borkjarna sem tekinn var í Öræfajökli í vor. Unnið var að því að skrá afkomu. Einnig var tekið sýni til að greina örplast. - Hofsjökull, Langjökull og Vatnajök- ull skiluðu allir neikvæðri afkomu Morgunblaðið/RAX Vatnajökull Þessi mesti jökull á Íslandi og í Evrópu minnkaði í sumar eins og hinir stóru jöklar landsins. Það bráðnaði meira en bættist um veturinn. un HÍ, 4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021 GF Isabel **** Costa Adeje JÓL & ÁRAMÓT Á TENERIFE Flug og gisting á huggulegu hóteli með sundlaug, leikvelli og barnalaug. www.sumarferdir.is info@sumarferdir.is | 514 1400 JÓL Á TENERIFE 23. desember - 06. janúar GF Fanabe **** Costa Adeje Flug og gisting á vel staðsettu hóteli með góðu aðgengi að ströndinni og verslunum. 23. - 28. desember Landsréttur hefur þyngt dóm yfir karlmanni fyrir að hafa nauðgað þá- verandi sambýliskonu sinni, meinað henni útgöngu af heimili hennar, hótað henni lífláti og beitt hana ým- iss konar grófu ofbeldi, svo sem að pota í augu hennar, þrengja að önd- unarvegi konunnar, skalla hana, sparka í hana og kasta þvagi yfir hana. Þá er hann einnig fundinn sekur um að hafa ítrekað brotið nálgunar- bann sem hann sætti vegna ógnandi hegðunar og áreitis í garð konunnar. Maðurinn braust einnig inn til kon- unnar. Áður hafði maðurinn fengið sex ára dóm í héraðsdómi, en Landsrétt- ur taldi rétt að þyngja dóminn í sjö ár og að honum yrði gert að greiða konunni fjórar milljónir í miskabæt- ur, eða tvöfalda þá upphæð sem hér- aðsdómur hafði dæmt konunni. Brotin ófyrirleitin Í dómi Landsréttar segir að brot mannsins hafi verið „sérstaklega ófyrirleitin og atlögur ákærða lang- vinnar“. Þá er hann ekki sagður eiga sér neinar málsbætur. Í dómi héraðsdóms er farið nánar yfir hvert brot fyrir sig, en þar kem- ur meðal annars fram að hann hafi nauðgað henni í byrjun árs 2020 og haft í hótunum við hana. Þá tók hann síma af konunni, skallaði hana, mein- aði henni útgöngu af heimilinu og dró hana um íbúðina þannig að stór spegill féll á hana. Þá hafi hann í framhaldinu kastað þvagi á hana, skorið litla fingur með skærum, haft í hótunum um að klippa af henni fingurna og drepa hana og slegið og bitið hana. Að lok- um hafi maðurinn lagst ofan á kon- una og brotið á henni kynferðislega. Átti ofbeldið sér stað frá morgni miðvikudags, en daginn eftir náði konan að hringja í lögreglu. Getur varðað 16 ára fangelsi Eru brot hans heimfærð undir ákvæði 218. gr. c í almennum hegn- ingarlögum, en sú grein kom inn í lögin með breytingum á lögum árið 2016. Er þar tekið á ítrekuðum og al- varlegum brotum gegn núverandi og fyrrverandi maka eða sambúðaraðila eða niðja. Er maðurinn fundinn sek- ur um brot gegn annarri málsgrein laganna, en slíkt brot getur varðað allt að 16 ára fangelsi. Nauðgaði og hótaði lífláti - Engar málsbætur fyrir brotin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.