Morgunblaðið - 20.11.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021
Skipholti 29b • S. 551 4422
aryfirhafnir
í úrvali
LAXDAL er í leiðinni
Skoðið
laxdal.is
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Ný jólalín
FERÐAÞJÓNUSTU-
FYRIRTÆKI
Óska eftir að kaupa hvers konar fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Einnig kemur til greina að kaupa góða heimasíðu/sölusíðu.
Vinsamlegast hafið samband 861 2319 eða 821 4331.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Í stefnumótunarplöggum landa í
kringum okkur er markmiðið að
ná daglegum reykingum fullorð-
inna niður í 5%. Það má segja að
við stefnum þangað hröðum skref-
um,“ segir Viðar Jensson, verkefn-
isstjóri tóbaksvarna hjá embætti
landlæknis.
Í vikunni birtust nýjar tölur um
reykingar á heimsvísu. Reykingar
minnka ár frá ári og segir Viðar
að sú sé einnig raunin hér á landi.
Embætti landlæknis lætur gera
könnun á reykingum landsmanna
á hverju ári. Sú nýjasta er frá því
í fyrra og mælir reykingar 18 ára
og eldri. „Niðurstaðan er að 7,3%
landsmanna á þessu aldursbili
reykja,“ segir Viðar.
Mikil notkun nikótínpúða
Hann kveðst vonast til að þetta
hlutfall minnki enn frekar á næstu
árum, ekki síst vegna þess að
reykingar hafi minnkað til muna
hjá yngri aldurshópum. „Það sem
er ánægjulegt er að tölur um
reykingar ungmenna á framhalds-
skólaaldri sýna að tíðnin er orðin
mjög lág, eða um 1-2%. Árið 2018
reyktu í kringum 4% í þessum ald-
urshópi og í kringum aldamót var
þessi tala um 20%. Okkur tókst
fyrir nokkru að ná niður tíðninni í
grunnskólunum og nú er staðan sú
að í framhaldsskólunum mælast
mjög litlar reykingar. Þær hafa
snarminnkað og það er mikið
ánægjuefni.“
Í fyrra var í fyrsta skipti mæld
notkun á nikótínpúðum hér á
landi. Ljóst má vera að ungmenni
hafa snúið sér að púðunum því
þriðji hver á aldrinum 18-24 ára
notar nikótínpúða annaðhvort dag-
lega eða öðru hverju. Ekki er mik-
ill munur á niðurstöðum eftir
kynjum, að sögn Viðars.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) varar við því að þótt reyk-
ingafólki hafi fækkað hratt á síð-
ustu árum þurfi áfram að berjast
gegn ægivaldi tóbaksfyrirtækj-
anna. Árið 2020 reyktu 1,3 millj-
arðar manna í heiminum. Reyk-
ingafólki hafði þar með fækkað um
20 milljónir frá árinu 2018. WHO
segir að búast megi við áframhald-
andi fækkun og árið 2025 muni
1,27 milljarðar reykja. Það eru um
20% jarðarbúa, 15 ára og eldri.
Mikið hefur því áunnist frá alda-
mótum en árið 2000 reykti næst-
um því þriðjungur mannkyns.
Mest reykt í Búlgaríu,
Grikklandi og Lettlandi
Eurostat, Hagstofa Evrópusam-
bandsins, birti nýlega samantekt á
reykingum í Evrópulöndum.
Byggist sú samantekt á tölum frá
árinu 2019 og þar kemur fram að
18,4% íbúa í ríkjum sambandsins
15 ára og eldri reykja daglega.
Þar af reykja 12,6% færri en 20
sígarettur á dag en 5,9% reykja
pakka eða þaðan af meira dag
hvern.
Ísland getur státað af því að
vera það land innan Evrópusam-
bandsins og EES-ríkja þar sem
næstminnst er reykt. Aðeins í Sví-
þjóð reykja hlutfallslega færri, en
þar í landi reykja 6,4% lands-
manna 15 ára og eldri. Tölur Ís-
lands fyrir 2019 sýna að 7,5%
landsmanna reyktu þá en af öðr-
um löndum með lága tíðni reyk-
inga má nefna Finnland (9,9%),
Lúxemborg (10,5%), Portúgal
(11,5%) og Danmörku (11,7%).
Meðaltal í Evrópusambandsríkj-
unum er 18,4% en mest er reykt í
Búlgaríu, eða 28,7% landsmanna
15 ára og eldri. Í Grikklandi
reykja 23,6% og í Lettlandi 22,1%.
Þjóðverjar halda enn fast í rett-
urnar en þar reykja 21,9% og litlu
minna í Króatíu.
Gleðiefni að unga
fólkið reykir æ minna
- Reykingar minnka - Aðeins Svíar reykja minna en við
2
9
%
2
4
%
2
2
%
2
2
%
2
0
%
2
0
%
19
%
18
%
18
%
18
%
18
%
17
%
15
%
15
%
14
%
12
%
12
%
10
%
10
%
7,
5
%
6
,4
%
Reykingar á Íslandi og í nokkrumEvrópulöndum
B
úl
ga
ría
G
rik
kl
an
d
Le
tt
la
nd
Þý
sk
al
an
d
Au
st
ur
rík
i
Sp
án
n
Té
kk
la
nd
Li
th
áe
n
Pó
lla
nd
E
S
B
-m
e
ð
a
lt
.
Fr
ak
kl
an
d
Íta
lía
H
ol
la
nd
B
el
gí
a
Ír
la
nd
D
an
m
ör
k
Po
rt
úg
al
N
or
eg
ur
Fi
nn
la
nd
Ís
la
nd
Sv
íþ
jó
ð
Hlutfall reykingafólks árið 2019 Reykja innan við 20 sígarettur á dag
Reykja 20 sígarettur á dag eða meira
Heimild: Eurostat
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Vinna við stjórnunar- og verndar-
áætlun fyrir rjúpuna hófst fyrir ári og
er stefnt að því að ljúka henni næsta
vor. Áætlunin á að vera tilbúin þegar
næsta rjúpnaveiðitímabil gengur í
garð, að sögn
Bjarna Jónasson-
ar, auðlindafræð-
ings og sérfræð-
ings hjá
Umhverfis-
stofnun á sviði líf-
ríkis og veiði-
stjórnunar.
Náttúrufræði-
stofnun Íslands
kemur einnig að
vinnunni og veitir líffræðilegar upp-
lýsingar og um vöktun. Einnig koma
hagsmunaaðilar að verkinu.
Áætlunin byggist á „Adaptive Har-
vest Management“-hugmyndafræði.
Það merkir að veiðistjórnun sé löguð
að ástandi stofns á hverjum tíma.
Henni hefur lengi verið beitt við veiði-
stjórn í Bandaríkjunum og Evrópu.
„Áætlanirnar miða að því að setja
stjórnunarramma um hverja teg-
und,“ segir Bjarni. „Í áætluninni
verða líffræðilegar upplýsingar og
helstu staðreyndir um tegundina.
Höfð er samvinna við hagsmunaaðila.
Þegar um er að ræða fugla sem eru
veiddir þá eru það Skotveiðifélag Ís-
lands, Fuglavernd, Bændasamtök Ís-
lands og Samband íslenskra sveitar-
félaga. Hugmyndin er að ná sátt um
markmið áætlunarinnar. Í tilviki
rjúpunnar er það að tryggja vernd-
arstöðu tegundarinnar og um leið
sjálfbæra nýtingu,“ segir Bjarni.
Frumvarp um breytingu á lögum
um villt dýr var sent Alþingi. Þar var
m.a. kveðið á um stjórnunar- og
verndaráætlanir. Frumvarpið fékk
ekki afgreiðslu þá en verður væntan-
lega tekið upp aftur. Engu að síður
var ákveðið að halda vinnunni áfram.
Bjarni segir að stjórnunar- og
verndaráætlanirnar verði mikilvæg
verkfæri til lengri tíma litið. Mikil-
vægt sé að hafa hagsmunaaðila með í
ráðum um nýtingu hinna ýmsu teg-
unda. „Það verður misjafnt eftir teg-
undum hvað þessar áætlanir verða
endurskoðaðar oft. En það á að vera
skýrt við lestur stjórnunar- og vernd-
aráætlunar hvernig á að bregðast við
ef eitthvað kemur upp á hjá hinum
ýmsu dýrastofnum, eins og t.d. rjúp-
unni. Við ætlum að reyna að finna ein-
hver mörk og viðmið eins og t.d. ef
stofninn nær lágmarki og hvernig
brugðist verður við því. Eins ef stofn-
inn verður mjög stór og hvaða áhrif
það hefur.“
Hann segir að Náttúrufræðistofn-
un hafi talið ásættanlegt að taka 9%
úr hauststofni rjúpna. Ræða þurfi
hvort það sé rétt viðmið og eins hvort
það á að gilda jafnt þegar stofninn er
mjög lítill eða mjög stór. „Það þarf að
móta þessar reglur til lengri tíma svo
við séum ekki alltaf í þessari óvissu
varðandi veiðistjórnun rjúpunnar,“
segir Bjarni.
Stjórnunar- og verndaráætlunin
fyrir rjúpuna er sú fyrsta sem gerð er
hér og vinnan við hana leggur línurn-
ar. Stefnt er að því að gera fimm áætl-
anir til viðbótar á næstu tveimur ár-
um. Hugmyndin er að þær nái til
ólíkra tegunda sem ýmist eru nýttar
eða ekki. Má þar nefna grágæsastofn-
inn sem nú stendur höllum fæti en
veldur einnig tjóni, hugsanlega einnig
einhverjar tegundir sem stundum eru
nefndar vargfuglar og eru ekki nýttar
til matar. Þannig getur fengist góð
reynsla af áætlunargerð fyrir tegund-
ir með ólík nýtingarsjónarmið.
Stjórnunar- og verndaráætl-
un fyrir rjúpuna er í smíðum
- Reiknað með að áætlunin verði tilbúin í vor - Áætlanir fyrir fleiri dýrategundir
Morgunblaðið/Lena Viderö
Rjúpnaveiðar Stjórnunar- og verndaráætlunin fyrir rjúpuna er sú fyrsta
sem gerð er hér og vinnan við hana leggur línurnar fyrir aðrar áætlanir.
Bjarni Jónasson