Morgunblaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þ
essar gjár geyma svo mikla
sögu, þarna var setið í seli
og einhvers staðar las ég
að orðið gjálífi væri komið
þaðan, enda voru haldin réttarböll í
Búrfellsgjá. Þar er fjallskilarétt
sem lagðist af árið 1920 en hún var
hlaðin á nítjándu öld og skartar afar
fallegum grjóthleðslum. Það er mik-
il menningarsaga í þessum gjám
sem er rosalega gaman að skoða,
hugsa sér að þarna hafi verið dans-
að og sungið og gjálífi stundað,“
segir Þuríður Sigurðardóttir mynd-
listarkona um Búrfellsgjá í Garða-
bæ og Selgjá, tvo af uppáhalds-
stöðum hennar þar sem hún fer
gjarnan til að ganga. Þura opnaði
nýlega sýningu á málverkum sínum
í Hörpu sem hún kallar Veggi. Við
sköpun þeirra verka sótti hún inn-
blástur í fyrrnefndar gjár, en mynd-
efnið er þó aðallega frá Búrfellsgjá.
„Álftanesið var ekki allt gras-
lent, svo meðan beðið var eftir
slætti ráku bændur fé sitt í sel í
gjárnar. Á haustin ráku þeir svo féð
til rétta í Búrfellsgjá, enda eina
vatnsbólið þar í grennd á stóru
svæði. Þarna er mikið af hellum og
hellisskútum, gott afdrep fyrir
smala og fólkið sem sat yfir fénu í
seli.“
Þura segir upphaf þess að hún
fór að færa veggi gjánna á striga
liggja í því að hún fékk fyrir rúmu
ári brjósklos í bak.
„Á tímabili gat ég ekki farið út
að ganga, ég var alveg draghölt,
fann mikið til og þurfti að fara í að-
gerð. Í því ástandi varð mér oft
hugsað til gjánna minna og ég þráði
að ganga þar. Ég fór því að mála
stemningsmyndir þaðan, af ein-
skærri löngun til að vera þar. Ég
hugsaði þetta sem heilsubót sem
varð í framhaldinu hluti af bataferli
mínu.“
Dvergur frammi fyrir vegg
„Mig langaði til að skila tím-
anum í gegnum verkin mín, eins og
við sæjum í gegnum bergið í þess-
um veggjum, umbrotin frá því þetta
forna hraun rann, en þetta er átta
þúsund ára saga. Þarna býr eldur-
inn, storknunin og seinna kemur
gróðurinn, sem er það nýjasta í
tíma. Mér fannst líka spennandi að
veggir sem geta verið svo umlykj-
andi og verndandi geta á sama tíma
verið hindrun. Mér fannst gaman að
fást við þessar áskoranir, en þegar
ég byrjaði á þessum verkum vissi ég
ekkert hvað ég væri að fara að gera.
Ég stóð fyrir framan hvítan striga,
dvergur frammi fyrir tveggja metra
háum auðum ógnandi vegg. Þetta er
allt unnið af ástríðu og af ást á
þessu svæði úti í náttúrunni. Ég er
að ögra sjálfri mér með því að tak-
ast á við þetta, því það er svo mik-
ilvægt í öllum listum að fara út fyrir
normið og ögra. Frá því ég útskrif-
aðist árið 2001 úr Listaháskólanum
hef ég alltaf málað eitthvað sem
kallar á mig en ekki eftir neinum
öðrum lögmálum,“ segir Þura og
bætir við að hún hafi í vikunni geng-
ið í Búrfellsgjá til að þakka fyrir sig.
„Ég talaði við veggina, því þeir
hafa eyru eins og við vitum. Þegar
ég kyssti veggina voru allir litir
farnir, enda kominn vetur, en allt
vaknar að nýju til lífs í vor. Þessi sí-
breytileiki lita og áferðar eftir árs-
tíðum er heillandi, það er alltaf
hægt að sjá eitthvað nýtt á sama
stað. Ég heimsótti ákveðna hluta af
veggjunum sem ég var með í huga á
hverju málverki, en eftir að ég hef
málað þá eru þeir svolítið óþekkjan-
legir af því ég fer ekki sömu hönd-
um um þá og náttúran. Ég er ekki
að skrásetja, heldur eru verkin mín
unnin út frá tilfinningu.“
Kraftur hins mjúka er mikill
Þuríður segist hafa verið upp-
tekin af því að undanförnu, þegar
hún hefur verið að mála náttúruna,
hversu lífsviljinn er ótrúlega sterk-
ur í náttúrunni og sum verkin á sýn-
ingunni bera þess glöggt merki, þar
má sjá litríkan lággróður í hörðu
bergi, skófir, lyng og mosa.
„Lífið kviknar í holum, syllum
og sprungum. Lífið er alltaf að leita
leiða og við vitum meira að segja
dæmi um mjúkar jurtir sem brjóta
sér leið upp í gegnum malbik, í átt
til ljóss og lífs. Slíkur er kraftur
hins mjúka. Þetta er góð áminning
fyrir okkur um að leita ævinlega að
ljósinu, láta ekki neikvæðni ráða för.
Við þurfum á jákvæðni að halda,
förum út í náttúruna og leikum okk-
ur þótt við séum hömluð vegna
samkomutakmarkana. Náttúran
stendur allri fjölskyldunni til boða,
hún er alltaf heilandi og tekur vel á
móti öllum, alveg sama hvernig
veðrið er, þetta er bara spurning
um að klæða sig. Við erum svo rík
að búa að þessari náttúru og allt í
seilingarfjarlægð. Þessi lækninga-
máttur náttúrunnar verður seint of-
metinn.“
Komst aftur á hestbak
Þura segist alltaf sjá eitthvað
nýtt þegar hún kemur í Búrfellsgjá.
„Þar er mikil fjölbreytni ef
maður gefur sér tíma til að horfa.
Þar má vel sjá hvernig hraunið hef-
ur runnið, það eru miklar lóðréttar
línur í sléttari flötum bergveggj-
anna. Ég var byrjuð að mála þessi
verk þegar ég gekk að gosinu í
Geldingadölum og það var enn
virkt, en við að finna lyktina og sjá
storknunina þar, að sjá hvernig land
verður til, þá bættist við tilfinningu
mína gagnvart átta þúsund ára
hrauninu í Búrfellsgjá. Hægt er að
ganga ofan í gamla gíginn þar, en
við það að standa á botni hans finn-
ur maður sterkt fyrir allri þessari
orku. Allt þetta hraun þar, sem er
24 ferkílmómetrar, það rann í einu
gosi. Þetta er eldborg sem lætur
ekki mikið yfir sér, en hún er ótrú-
leg náttúrusmíð. Þetta eru svo mikil
undur,“ segir Þura og bendir á eitt
verka sinna þar sem hún líkt og
horfir inn í vegginn, frá því að hann
rann fyrir þúsundum ára, þar er
glóð, gamall eldur býr að baki.
Þura var heilt ár að ná fullum
bata eftir brjósklosaðgerð, það tók
tímann sinn að vinna úr því með
sjúkraþjálfun og seinna göngum til
gjánna.
„Það skilaði árangri, með nátt-
úrunni, hún er hluti af mínu bata-
ferli. Ég gat aftur farið á hestbak í
sumar, sem var yndislegt, því ég hef
verið í hestamennsku allt mitt líf.
Mér fannst mjög erfitt að missa
hreyfigetu og geta hvorki farið út að
ganga né á hestbak, því hluti af
mínu lífi hefur verið að njóta úti-
veru. Ég hef gert mikið af því að
ganga á fjöll og hestaferðir eru fast-
ir liðir. Það var huggun harmi gegn
að geta farið út í náttúruna með því
að mála málverk. Ég lít á það sem
forréttindi.“
Horft í gegnum bergið Hér horfir Þura aftur í tímann, glóð frá fornu fari. Sterkur lífsvilji Líf kviknar á syllum, enda leitar lífið alltaf leiða til ljóss.
Náttúran hluti af bataferli mínu
„Á tímabili gat ég ekki farið út að ganga, ég var alveg draghölt, fann mikið til og þurfti að fara í aðgerð. Í því ástandi varð mér oft hugsað
til gjánna minna og ég þráði að ganga þar. Ég fór því að mála stemningsmyndir þaðan, af einskærri löngun til að vera þar,“ segir Þuríður
Sigurðardóttir myndlistarkona og hestakona um tilurð verka á sýningu hennar, Veggir. „Náttúran er heilandi og tekur vel á móti öllum.“
Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir
Þuríður Hér er hún við hluta af einu verki sýningarinnar, þar sem mosi sprettur fram í sprungum bergsins.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Búrfellsgjá Þura á þessum uppáhaldsstað, þaðan sem hún fékk innblástur.