Morgunblaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 16
Fréttir Frétt úr Morgunblaðinu um slysið sem varð nærri Kirkjubæjar- klaustri um verslunarmannahelgina 2013 þegar tvær stúlkur létust. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þetta er slys sem alltaf situr í minni mér og sú hugsun sækir á mig að þarna hefðu bílbeltin ef til vill bjargað mannslífum,“ segir Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi. Tvær unglingsstúlkur létust þegar fólksbíll valt á þjóðveginum í Eldhrauni, nokkru fyrir vestan Kirkjubæjar- klaustur, 4. ágúst 2013. Fernt var í bílnum, allt fólk frá Póllandi. Stúlkurnar voru í aftursæti og köst- uðust út úr bílnum í veltunum. Talið er að önnur hafi látist samstundis, en hin lést á vettvangi. Lífgunartilraunir sjúkraflutninga- og björgunarmanna báru ekki árangur. Í framsætum voru fullorðinn karl og kona, sem slösuðust mikið og voru flutt á sjúkrahús með þyrlum Gæslunnar. Konan var móðir annarrar stúlkunnar sem létust, en hin var hér á landi í heimsókn hjá þessu vinafólki sínu. Fór út af veginum og eldur kviknaði Árlegur alþjóðlegur minningardag- ur um fórnarlömb umferðarslysa er á morgun, sunnudag. Eins og segir frá í hliðargrein hér á síðunni er athygli að þessu sinni beint að mikilvægi notk- unar öryggisbelta. Í því efni er þörf á vitundarvakningu. Íslendingar eru í 17. sæti Evrópuþjóða hvað notkun ör- yggisbelta varðar, en um 7% vegfar- enda nota ekki belti samkvæmt vett- vangskönnun sem Samgöngustofa lét gera nýlega. En aftur að slysinu í Eldhrauni, sem varð á sunnudegi um verslunar- mannahelgi. Bílnum var ekið í aust- urátt, hvar hann fór út af slitlaginu á veginum hægra megin. Ökumaður reyndi að bregðast við með því að rykkja bílnum af vegöxlinni og inn á akbrautina. Með því fór bíllinn hins vegar út af veginum og nokkrar velt- ur og því næst af veginum vinstra megin. Þar kviknaði í bílnum og var fólkinu í framsætum bjargað úr brennandi flakinu. Önnur stúlkan hafnaði skammt frá bílnum og var lát- in þegar að var komið. Hin kastaðist upp á hraunhól 20-30 metra frá bíln- um. Rökrétt að belti hefðu bjargað „Sú stúlka var með lífsmarki sem fjaraði út. Aðkoman að þessu slysi var hræðileg,“ segir Elís, sem fór frá Selfossi til rannsókna á vettvangi í Eldhrauni. Á staðinn voru áður komnir tveir lögreglumenn úr héraði, björgunarsveitarmenn, slökkvilið og læknar frá Vík og Kirkjubæjar- klaustri. Samkvæmt hraðaútreikningi sem gerður var í þágu rannsóknar máls var niðurstaðan sú að bílnum hefði verið ekið á að minnsta kosti 114 km/ klst en ekki hraðar en 134 km/klst. Áætlaður hraði þegar slysið varð var 124 km/klst. Vegurinn var þurr og veður ágætt. Málið fór fyrir dóm og var ökumað- urinn dæmdur í skilorðsbundið níu mánaða fangelsi vegna dauða tveggja farþega og stórfelldrar líkamsmeið- ingar á farþega í framsæti. Einnig til ökuleyfissviptingar í tvö ár og til greiðslu á öllum máls- og sakarkostn- aði, sem var nokkrar milljónir króna. „Bílbeltin urðu án vafa fólkinu í framsætunum til lífs. Því tel ég rök- rétt að álykta að stúlkurnar hefðu lif- að hefðu þær líka verið í beltum,“ segir Elís. Efasemdir um skyldunotkun Frá fyrri tíð minnist Elís efasemda og jafnvel andstöðu ýmissa þegar tal- að var fyrir skyldunotkun bílbelta, sem á endanum var lögfest af Alþingi. „Innilokunartilfinning var ein rök- semdin gegn bílbeltum, hjartasjúk- dómar annar eða að mjög reyndi á axlir að spenna beltin. Til var fólk sem fékk jafnvel læknisvottorð með tilbúnum rökum fyrir því að þurfa ekki að nota bílbelti. Svona þekkist ekki lengur. Eftir 33 ár í lögreglunni hef ég komið að mörgum umferðar- slysum. Minnist í því sambandi meðal annars veltna, þar sem fólk kastaðist út um glugga bíla sem það fékk svo yfir sig og lést. Slík slys voru nokkur fyrr á tíð, enda fóru viðbúnaður og aðgerðir lögreglu og sjúkraflutninga alltaf á hæsta stig þegar við fengum tilkynningar um bílveltur. Í dag eru svona tilvik fátíðari og almennt slepp- ur fólk mun betur frá árekstrum, veltum og öðru slíku nú en áður. Þar kemur til að vegir og bílar eru örugg- ari og betri, þótt hinn mannlegi þátt- ur ráði alltaf mestu um umferðarslys- in,“ segir Elís Kjartansson að síðustu. Ekki í belti og aðkoman hræðileg Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi Slys Á vettvangi í Eldhrauni í umræddu slysi. Eftir veltur brann bíllinn, sem fólk í framsæti var dregið út úr. Stúlkurnar í aftursætunum köstuðust út. Lögreglumaður Eftir 33 ár í lögreglunni hef ég komið að mörgum umferðarslysum, segir Elís Kjartansson. Minnist í því sambandi sérstaklega bílveltna þar sem fólk kastaðist út og fékk ökutækið svo jafnvel rúllandi yfir sig. - Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er á morgun, sunnudag - Tvær stúlkur létust í um- ferðarslysi í Eldhrauni árið 2013 - Með lífsmarki sem fjaraði út - Bílar og vegir öruggari nú en áður 16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Á árlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa á morgun, sunnudag, er kastljósi beint að afleiðingum þess ef öryggisbelti eru ekki notuð. Athöfn verður við björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í Reykjavík, sem hefst kl. 14. Þar verða forseti Íslands og samgönguráðherra viðstaddir og flytja ávörp. Þeir, ásamt fulltrúum þeirra stofnana sem sinna aðgerðum á vettvangi umferðar- slysa, kveikja á kertum til minningar um þá sem látist hafa. Boðuð verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í. Streymt er frá athöfninni meðal annars á vefnum minningardagur.is. Sautján viðburðir eru skipulagðir um land allt og verða flestir þeirra í beinu vefstreymi. Á Suðurlandi koma fulltrúar björgunarsveita, lögreglu, slökkviliðs og fleiri saman undir Ingólfsfjalli við athöfn, sem hefst kl. 18. Ein- kennislag dagsins er lag KK, When I Think of Angels, í flutningi hans og Ellenar systur hans, en það var samið til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í Bandaríkjunum árið 1992. Lagið verður flutt á útvarps- stöðvum á morgun kl. 14. Minningardagurinn er alþjóðlegur undir merkjum Sameinuðu þjóðanna sem tileinka þriðja sunnudag í nóv- ember ár hvert þessu málefni. Um það bil 3.600 manns láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum, segir í fréttatilkynningu frá Samgöngustofu. Tilgangur þessa alls er að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers vegfaranda, segir enn fremur. Frá því að fyrsta banaslysið var skráð á Íslandi 25. ágúst 1915 hafa alls 1.592 látist í umferðinni hér á landi. Það sem af er þessu ári hafa sjö látist í umferðarslysum á Íslandi, jafn margir og allt árið í fyrra. Ábyrgðin er vegfarenda MINNINGARDAGUR UMFERÐARSLYSA VIÐBURÐUR Á HEIMSVÍSU Minning Björgunarfólk á minningarstund við Ingólfsfjall 2019. Mörg slys hafa orðið á leiðinni milli Reykjavíkur og Selfoss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.