Morgunblaðið - 20.11.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 20.11.2021, Síða 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Kristalshellir er nafn við hæfi,“ segir Gunnar Guðjónsson fjalla- maður. Hann starfar hjá ferðaþjón- ustufyrirtækinu Sleipnir tours en starfsmenn þess og Amazing tours fundu nýlega íshellinn í sunnan- verðum Langjökli sem sagt var frá í Morgunblaðinu á dögunum. Gunnar, sem hefur þvælst mikið um hálendið, segir staðkunnuga lengi hafa leitað íshella í Langjökli í því skyni að finna staði sem gætu orðið aðdráttarafl í ferðaþjónustu. Sjónir og áherslur manna beind- ust að Suðurjökli, sem liggur frá meginjöklinum til norðausturs nærri Bláfellshálsi. „Á gervitunglamyndum, sem teknar voru fyrir nokkrum mán- uðum, sést vatnssvelgur í Suður- jökli, sem var horfinn þegar við komum á staðinn í haust. Slíkt gaf vísbendingu um að eitthvað gæti leynst undir,“ segir Gunnar. Í könnunarferðunum á Lang- jökul komu menn fyrst niður á nokkra litla íshella, sem komast mátti í hættu- og fyrirhafnarlítið. Áfram var þó haldið og höggvið í hjarnið. Leið þá ekki á löngu uns komið var í hellinn mikla, en af yfirborði eru um 15 metra löng göng inn í hvelfingu. Litið af þrepi þegar komið er inn í hellinn sé hann 40-50 metrar á breidd og þaðan af hærri. Breytingar með hlýnun „Þessi staður er mikilfenglegur og kemur á óvart,“ segir Gunnar Guðjónsson sem hefur verið á Suð- urjökli síðustu vikur. Þar hefur mannskapur verið að grafa göng og höggva til tröppur að hellinum, en kapp var lagt á að skapa örugga leið sem væri öllum fær. Samhliða þessu hefur verið sett upp lýsing í hellinum. Fyrir um einum og hálfum mán- uði var fyrsti leiðangurinn með ferðamenn á Kristalshelli. Einnig var starfsfólki í ferðaþjónustuu boðið á svæðið til að kynna sér nýj- an áhugaverðan viðkomustað. Í boði eru þjár ferðir á viku í hellinn, miðvikudag, föstudag og laugar- dag. Lagt er upp frá Skjóli, sem er rétt austan við Geysi í Haukadal. Tekur hver leiðangur fjórar til fimm klukkustundir og fimmtíu manns komast í hvern þeirra. Farið er ýmist á vélsleðum eða átta hjóla ofurtrukk sem Sleipnir gerir út. „Við væntum þess að Kristals- hellir haldist í svo sem þrjú ár héð- an í frá. Allt er þetta hluti af þeim breytingum í náttúrunni sem nú eiga sér stað með hlýnun andrúms- loftsins,“ segir Gunnar. Undur Augað nemur alltaf eitthvað nýtt á óvenjulegum stöðum. Kristalshellir kemur á óvart Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kynjamyndir Horft yfir hellinn mikla sem er 40-50 metrar á breidd og þaðan af hærri. Fólk á stalli í hellisbotni. Landkönnuðir Maðurinn má sín lítils í þessu stórbrotna umhverfi, þar sem klofa þarf skafla og fara yfir ís til þess að komast í undraveröldina undir hjarnbreiðunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.