Morgunblaðið - 20.11.2021, Side 20

Morgunblaðið - 20.11.2021, Side 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Kirkjan er öllum opin með fjöl- breyttu starfi og hingað í hús leitar fólk í ýmsum aðstæðum og áskor- unum síns daglega lífs. Tengsl fólks hér í hverfinu við kirkjuna sína eru líka sterk og að baki er öflugt samfélag,“ segir sr. Þorvald- ur Víðisson, sem á dögunum tók við starfi sóknarprests í Fossvogs- prestakalli í Reykjavík með starfs- aðstöðu í Bústaðakirkju. Í dag þjóna þrír prestar Fossvogs- prestakalli, en í sóknum Bústaða- kirkju og Grensáskirkju, sem er við Háleitisbraut, búa um 15.000 manns. Hópurinn skiptist nánast jafnt milli þessara tveggja sókna sem eru í grónum hverfum með sterkar hefðir og menningu. Boðnar átján sortir „Mig langaði aftur til starfa við almenna prestþjónustu. Starfs- aðstaðan í Fossvogsprestakalli er eins og best verður á kosið og ég er þakklátur fyrir að hafa verið valinn til þessa starfs,“ segir Þor- valdur sem hóf störf við Bústaða- kirkju 1. október síðastliðinn. Áður var hann biskupsritari í níu ár. „Árin sem biskupsritari voru skemmtilegur tími. Þar kynntist ég fólki í hverri sókn landsins og fór víða um, með frú Agnesi biskupi, til að kynnast fólki og viðhorfum þess. Gestrisnin var og er einstök; að vera boðnar sautján sortir af hnallþórum eins og umboðsmanni biskups, sem Halldór Laxness seg- ir frá í Kristnihaldi undir jökli, er ágæt samlíking þótt sótt sé í skáld- sögu.“ Atburðum á aðventu frestað vegna sóttvarna Jafnan er fjölbreytt starf í kirkjum landsins. Í Fossvogs- prestakalli er og var margt á döf- inni, svo sem að minnst verði 50 ára vígsluafmælis Bústaðakirkju nú á fyrsta sunnudegi í aðventu og 25 ára vígsluafmælis Grensáskirkju með hátíðarguðsþjónustu annan sunnudag í aðventu. Vegna sótt- varnareglna hefur þeim viðburðum og fleiru verið frestað. „Við byggjum á reynslunni frá í fyrra, núverandi samkomutakmark- anir gilda til 8. desember svo kannski verður helgihald um jól og áramót,“ segir Þorvaldur. „Í fyrra var allt slíkt frá fjölmörgum kirkjum landsins í streymisveitum og á Biskupsstofu kom okkur á óvart hve margir fylgdust með. Raunar er ótrúlegt hvað tekist hef- ur að halda kirkjustarfi í landinu vel gangandi þrátt fyrir marg- víslegar takmarkanir. Atburðum var streymt og ýmsu efni miðlað til dæmis á RÚV, Hringbraut og Vísi og prestar voru með pistla í Morg- unblaðinu. Reynslan er góð og um þetta má segja að þótt fyrirstöður komi finnur fljótið sem streymir fram sér alltaf farveg, svo ég bregði upp líkingamáli.“ Koma til móts við fólkið Prestarnir í Fossvogsprestakalli eru þrír, sem fyrr segir; sr. Þor- valdur, sr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir. „Í þeim hverfum borgarinnar sem við þjónum er mikil hreyfing á fólki. Af 15 þúsund íbúum hafa á síðustu fimm árum um 5.000 manns flutt á brott en um 6.000 komið nýir í hverfið. Þá ráða breytingar á trúfélagaskráningu því að færri börn eru skráð inn í kirkjuna með foreldrum sínum. Í dag eru innan við 40% barna yngri en fimm ára skráð í þjóðkirkjuna. Þessi þróun er umhugsunarverð en felur líka í sér þá áskorun til okkar sem störfum úti á akrinum að koma vel til móts við fólkið með fjölbreyttu starfi,“ segir Þorvaldur. Vekur í því sambandi athygli á starfi kvenfélaga við kirkjuna, karlakaffi, ækulýðsstarfi, for- eldramorgnum, kirkjukórum og fleiru. Fermingarbörn þessa vetrar séu um 120, og oft fylgi foreldrar þeim í messur – sem aftur leiði til frekari þátttöku fjölskyldunnar í kirkjustarfinu. Sem nýr í starfi í Bústaðakirkju segist Þorvaldur hafa heimsótt full- trúa félagasamtaka og stofnana í Fossvogshverfum og kynnt sér mál til að koma á gagnkvæmum sam- skiptum. Slíkt sé afar mikilvægt. „Kirkjan er hluti af samfélaginu og mikilvægt að fá sem flesta til þátttöku. Hér eigum við til dæmis ágætt samstarf við alla sem þjón- usta mannlífið á einn eða annan máta, svo sem skóla, heimili eldri borgara, íþróttafélög og aðra. En það er nú einu sinni svo að þegar eitthvað bjátar á í lífi fólks leitar það gjarnan til kirkjunnar, ekki síst ef þekkt er að þröskuldurinn er lágur eins og hér í prestakall- inu.“ Forréttindi að vera prestur Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup seg- ist þriðjungur landsmanna treysta þjóðkirkjunni og um 15% sögðust treysta sitjandi biskupi. Um ástæð- ur þessa hafa margar tilgátur verið nefndar að undanförnu – og til bóta hefur verið nefnt að öflugt kynningarátak geti verið mótleikur og möguleiki til sóknar. „Jú, auðvitað þurfum við alltaf að vera tilbúin að láta rödd kirkjunnar heyrast. Mikilvægast er þó samt að allt starf þjóðkirkjunnar sé frá degi til dags lifandi vitnisburður um það sem Jesús boðaði; kærleik, von, fórnfýsi og hjálpsemi. Guðsþjón- ustur, fjölbreytt félagsstarf, aðstoð við syrgjendur og fólk í einsemd, foreldramorgnar og fleira. Í Grens- áskirkju starfrækir þjóðkirkjan dagsetur fyrir heimilislausar konur og svo má áfram telja. Áherslur eru annars misjafnar milli sókna og prestakalla, sem er eðlilegt. Annars er sama hvert verkefnið er og stað- urinn; það eru forréttindi að vera prestur og starfa með fólki í að- stæðum lífsins – og þá er mik- ilvægt að lifa og hrærast í samtím- anum,“ segir Þorvaldur að síðustu. Mikilvægast að lifa og hrærast í samtímanum - Sr. Þorvaldur nýr í Bústaðakirkju - Fá fleiri til þátttöku Morgunblaðið/Sigurður Bogi Prestur Þegar eitthvað bjátar á í lífi fólks leitar það gjarnan til kirkjunnar sinnar, ekki síst ef þekkt er að þröskuldurinn er lágur eins og þekkt er hér í prestakallinu, segir Þorvaldur um viðfangsefnin í kirkjustarfinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.