Morgunblaðið - 20.11.2021, Page 22
VIÐTAL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Lögfræðistofan BBA//Fjeldco er með
starfsstöð í London, sem aðstoðar ís-
lenska aðila í tengslum við fjárfest-
ingar í London og annars staðar er-
lendis sem og erlenda aðila vegna
fjárfestinga þeirra á Íslandi. Í kjölfar
sameiningar BBA og Fjeldco fyrir
tveimur árum var blásið nýju lífi í
skrifstofu BBA í London. Nú starfa
fjórir lögmenn á henni en tilheyra eft-
ir sem áður hópi ríflega 30 lögmanna
sem einbeita sér alfarið að fyrirtækja-
lögfræði.
Gunnar Þór Þórarinsson er í hópi
eigenda stofunnar og hann fer fyrir
starfseminni í London. Morgunblaðið
náði tali af honum nú fyrir helgina þar
sem hann var staddur á skrifstofunni
þar í borg en hún er til húsa í Berke-
ley Square House í Mayfair-hverfinu í
London. „Við finnum nokkuð stöðuga
aukningu í áhuga á Íslandi meðal fjár-
festa hér í Bretlandi.
Horfa meira út á við
Fyrir því kunna að vera ýmsar
ástæður en ein þeirra er sennilega sú
að Bretar horfa nú meira út á við í leit
að tækifærum en þeir gerðu meðan
þeir voru enn hluti af Evrópusam-
bandinu,“ segir Gunnar Þór. Hann
segir að þótt Theresa May, þáverandi
forsætisráðherra Breta, hafi útskýrt
útgöngu landsins á þann hátt að
Brexit þýddi Brexit (e. Brexit means
Brexit) hafi menn fljótlega áttað sig á
að myndin væri talsvert flóknari en
svo. Hins vegar skapist nú tækifæri
sem m.a. lúti að orkuöflun og þar sé
eðlilegt að Bretar horfi m.a. til Ís-
lands.
„Hlutirnir snúast mikið um orku og
þá ekki síst endurnýjanlega orku eins
og COP26-fundurinn í Glasgow undir-
strikar svo vel. Bretar flytja inn mikla
orku og horfa þar m.a. til tækifæra á
Íslandi, en einnig í löndum á borð við
Noreg. Það eru tækifæri í samvinnu
við Breta nú, sem ekki hefðu verið til
staðar ef þeir hefðu haldið sig innan
ESB.“
Gunnar Þór segir mikilvægt fyrir
fyrirtæki á borð við BBA//Fjeldco að
hafa fasta starfsstöð í London. Þannig
sé auðveldara að þjónusta markaðinn.
„Við fáum talsvert af símtölum og
beiðnir um fundi til þess að skýra frá
stöðunni heima á Íslandi. Það á við
um orkumálin en fleiri svið einnig. En
starf okkar í London er ekki aðeins
hefðbundið starf lögfræðinga. Við er-
um einnig að leita tækifæra sem við
teljum að geti nýst og erum þannig að
kynna áhugaverða fjárfestingarkosti
sem við þekkjum til heima. Stundum
skilar það verkefnum innan skamms
tíma en stundum verða þau að veru-
leika innan einhverra ára. Stór hluti
vinnunnar er þannig í raun landkynn-
ing, að sumu leyti ekki ósvipað því
sem sendiráðið er að gera en sendi-
herra Íslands, Sturla Sigurjónsson,
hefur verið óþreytandi að vinna í þágu
íslenskra hagsmuna.“
Stór verkefni og lengra komin
Bendir Gunnar Þór á að í orkumál-
unum lúti verkefnin sem stofan hefur
komið að bæði að stórverkefnum sem
enn eru á hugmyndasviði en einnig
þeim sem lengra eru komin og tengj-
ast m.a. grænni orku eins og vindorku
sem og fyrirtækjum sem sinna rann-
sóknum eða þróunarstarfi á sviði
orkuframleiðslu eða annarri nýsköp-
un. Í starfinu í London kemur bak-
grunnur Gunnars Þórs sér vel en á ár-
unum eftir bankahrun fór stór hluti
tíma hans í störf fyrirerlenda kröfu-
hafa föllnu bankanna. Hann segir að
sú vinna hafi fært sér heim sanninn
um að mörg tækifæri hafi skapast í
eftirleik hrunsins.
„Það var tvíþætt. Annars vegar
losnaði úr læðingi mikill kraftur með
því fólki sem kom út úr bönkunum.
Það missti margt hvert vinnuna og
beindi kröftum sínum í uppbyggingu
fyrirtækja sem eru að springa út
núna. Það á t.d. við um Controlant og
fleiri fyrirtæki. Hitt er að stórar og
öflugar fjármálastofnanir keyptu
kröfur og tóku að kynna sér stöðu
mála á Íslandi. Þar hefur byggst upp
mikil þekking sem ekki var áður fyrir
hendi. Á grundvelli þeirrar þekkingar
eru fulltrúar sömu stofnana að leita
spennandi tækifæra í íslensku efna-
hagslífi.“
Samskiptin á góðum nótum
Spurður út í meint harðræði ís-
lenskra stjórnvalda gagnvart kröfu-
höfunum við uppgjör slitabúanna seg-
ir Gunnar Þór að það virðist ekki hafa
komið að sök.
„Niðurstaðan í þeim málum var
ásættanleg fyrir alla aðila. Ef kröfu-
hafarnir hefðu talið sig illa brennda
eftir samskiptin við stjórnvöld á Ís-
landi þá hefðu þeir einfaldlega haft
sig á brott. Þess í stað eru þeir enn að
fjárfesta í hagkerfinu.“
Blaðamaður beinir þá aftur talinu
að Brexit og eftirmálum þess. For-
vitnilegt er að heyra álit lögfræðings
sem starfar á markalínum bresks og
íslensks efnahagslífs á því hvort út-
gangan hafi kallað yfir fyrirtæki
óbærilegt flækjustig.
„Það held ég alls ekki og raunar
miklu minna en búist var við. Það hafa
sannarlega verið byrjunar-
örðugleikar á inn- og útflutningi sem
og við umsókn atvinnuleyfa og verið
ákveðið flækjustig í fjármálastarf-
semi en það er meiratæknilegs eðlis.
Við höfum því ekki þurft að sinna
mörgum erfiðum úrlausnarefnum
hvað þetta varðar og getað beint
kröftunum í aðra átt.“
Líkt og að framan greinir eru
starfsmenn stofunnar í London fjórir
talsins. Gunnar segir það ekki mark-
mið í sjálfu sér að stækka starfsstöð-
ina þar í borginni. Því fylgi eðlilega
kostnaður að halda úti starfsemi í
borg á borð við London. Markmiðið
er fyrst og fremst að veita góða þjón-
ustu.
„Við höfum fjölgað í hópnum vegna
verkefna sem kalla á það og ef um-
svifin aukast er ekki loku fyrir það
skotið að við munum fjölga frekar en
það er alls ekki markmið í sjálfu sér.“
Mikill áhugi í Bretlandi
á tækifærum á Íslandi
London Gunnar fyrir utan skrifstofur BBA//Fjeldco í Mayfair-hverfinu.
Fókus á Englandi
» Gunnar Þór Þórarinsson
hlaut lögmannsréttindi á Ís-
landi árið 2002.
» Hann er með lögmannsrétt-
indi í Englandi og Wales frá
árinu 2011.
» Með honum á skrifstofunni í
London starfa lögmennirnir
Claire Brommhead, Emma
Hickman og Anna Björg Guð-
jónsdóttir.
- Lögfræðistofan BBA/Fjeldco færir út kvíarnar í Bretlandi - Hrunið opnaði tækifæri
22 VIÐSKIPTI
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
20. nóvember 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 131.16
Sterlingspund 176.78
Kanadadalur 104.09
Dönsk króna 20.01
Norsk króna 14.951
Sænsk króna 14.798
Svissn. franki 141.57
Japanskt jen 1.1483
SDR 183.71
Evra 148.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.6699
« Hagnaður
Landsvirkjunar á
fyrstu níu mán-
uðum ársins nam
103 milljónum
bandaríkjadala eða
rúmum 13 mö.kr.,
en var 61 milljón
dala á sama tíma í
fyrra, eða átta
milljarðar króna.
Þetta kemur
fram í tilkynningu fyrirtækisins.
Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagns-
liði nam 154 millj. dala, eða 20 mö.kr.,
og hækkar um 66,6% frá sama tímabili
í fyrra. Rekstrartekjur námu 397 m.
dala, eða 51,6 mö.kr, og hækkuðu um
21% frá sama tímabili árið áður.
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkj-
unar segir í tilkynningunni að rekstrar-
umhverfi fyrirtækisins hafi haldið áfram
að batna á þriðja fjórðungi ársins. Hag-
ur viðskiptavina hafi haldið áfram að
vænkast, en þeir hafa jafnt og þétt auk-
ið raforkunotkun sína og keyri flestir á
fullum afköstum, auk þess sem eftir-
spurn eftir framleiðslu þeirra hafi náð
fyrri styrk og sé í mörgum tilvikum
meiri en hún var í upphafi faraldursins.
„Raforkukerfi Landsvirkjunar nálgast
það nú að vera fullnýtt. Meðalálverð á
tímabilinu var nærri helmingi hærra en
á sama tíma árið áður, auk þess sem
raforkuverð á Nord Pool-markaðinum
fimmfaldaðist, eftir sögulega lágt verð í
fyrra,“ segir Hörður.
Landsvirkjun hagnast
um 13 milljarða króna
Hörður
Arnarson
STUTT
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Pálmar Harðarson, framkvæmda-
stjóri Þingvangs, segir fyrirtækið
komið á réttan kjöl eftir endurskipu-
lagningu og góðan gang í sölu eigna.
Fyrsta skóflustungan var tekin í
gær að fyrsta fjölbýlishúsinu af
átján sem Þingvangur mun reisa í
Breiðumýri á Álftanesi en þar verða
alls 252 íbúðir. Hvert hús með 14
íbúðum.
Pálmar áætlar að uppbyggingin
taki þrjú til fjögur ár. Fjölbýlishúsin
munu rísa við Lambamýri, Grá-
steinsmýri og Hestamýri. Kvöð er
um bílastæði í kjallara á fyrsta bygg-
ingarreit en það er valkvætt á næstu
tveimur reitum. Hluti íbúðanna er
ætlaður fyrstu kaupendum. Ekki er
gert ráð fyrir að bílastæði í kjallara
fylgi íbúðum fyrir þann hóp.
Pálmar væntir mikillar eftir-
spurnar. „Það er enda ekki ein ein-
asta íbúð í sölu á Álftanesi. Reyndar
myndi ég frekar kalla Álftanesið
Vesturbæ Garðabæjar. Sveitarfélög-
in hafa verið sameinuð og eru að
renna saman,“ segir Pálmar.
Þingvangur var sem fyrr segir
endurskipulagður. Hluti af því var
að færa lóðir í nýtt systurfélag, Hús-
bygg, þ.m.t. á Álftanesi. Þingvangur
átti fimm dótturfélög en í upphafi
síðasta árs voru tvö, Víðines og
Skagatorg, sameinuð félaginu. Þá
seldi Þingvangur fjárfestingareignir
til að styrkja eiginfjárstöðuna en
vegna taprekstrar í fyrra lækkaði
eigin fé fyrirtækisins töluvert.
Hins vegar hefur verið góður
hagnaður af rekstrinum í ár og hefur
eiginfjárstaðan styrkst mikið.
Þingvangur var á siglingu eftir vel
heppnaða uppbyggingu á Granda-
vegi í Vesturbæ Reykjavíkur.
Uppbygging 70 íbúða á Brynjureit
í Reykjavík reyndist félaginu hins
vegar þungur baggi. Offramboð
skapaðist af nýjum og dýrari íbúðum
í miðborginni á tímabili og hægðist á
markaðnum í kjölfar gjaldþrots
WOW air í mars 2019 og minni eft-
irspurnar eftir íbúðum í skammtíma-
leigu. Ein afleiðingin var gjaldþrot
Skelfisksmarkaðarins en Þingvang-
ur átti húsnæðið. Þá tafði kórónu-
veirufaraldurinn uppbyggingu hjá
félaginu, m.a. vegna röskunar á
smíði forunninna byggingareininga.
Félagið náð vopnum sínum
Þingvangur hefur, að sögn Pálm-
ars, síðan náð vopnum sínum. Sala
37 íbúða í háhýsi á Akranesi gekk vel
og sömuleiðis uppbygging íbúða fyr-
ir Bjarg á Hallgerðargötu á Kirkju-
sandi (80 íbúðir) og fyrir Upphaf á
Kársnesi í Kópavogi (129 íbúðir).
Síðast en ekki síst seldi Þingvangur
heilt fjölbýlishús við Elliðabraut 4-6 í
Norðlingaholti, alls 83 íbúðir, til
leigufélagsins Öldu í október sl.
Þótt uppbyggingin á Kirkjusandi
og Kársnesi hafi gengið vel varð tap
af verkefnunum, að sögn Pálmars,
vegna röskunar í faraldrinum.
Teikning/Arkþing
Uppbygging Fyrirhuguð fjölbýlishús sem Þingvangur reisir á Álftanesi.
Byggir 18 fjölbýlishús á Álftanesi
- Þingvangur er
kominn á réttan
kjöl eftir bakslag