Morgunblaðið - 20.11.2021, Page 29

Morgunblaðið - 20.11.2021, Page 29
Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is Vefuppboð nr. 574 Stórval stendur til 29. nóvember Forsýning á verkunum hjá Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is JÓLAPERLUR 2021 á uppbod.is Jón Engilberts Jóhan n es S.K jarval R ússar náðu efsta sæti eftir sjöttu umferð af níu í opnum flokki Evrópu- móts landsliða sem lýkur um helgina í Terme Cate í Slóveníu. Rússneska sveitin, sem ekki hefur tapað skák í keppninni, sigraði þá ungversku með minnsta mun, 2½:1½, í 6. umferð og náði 10 stig- um. Næst koma sveitir Aserbaídsj- an, Úkraínu, Spánar, Armeníu og Hollands með níu stig. Íslenska sveitin tapaði þremur fyrstu viðureignum sínum. Það virt- ist ætla að rofa til á fimmtudaginn þegar útlit var fyrir sigur á Svíum en Jóhann Hjartarson missti þá nið- ur unnið tafl í tap og niðurstaðan varð jafntefli, 2:2, og sveitin í 31. sæti af 39 þátttökuþjóðum. Eitthvað vantar upp á öryggið. Átta tapskákir í fyrstu fjórum um- ferðunum og það gegn þremur frem- ur slökum liðum er óviðunandi. Guðmundur Kjartansson hefur hlotið fimm vinninga af sex og á möguleika á borðaverðlaunum. Hin- ir eru talsvert frá sínu besta. En vonandi nær liðið sem ein heild að hrista af sér slenið því að góður loka- sprettur getur þrátt fyrir allt skilað viðunandi niðurstöðu. Besta frammistaða kvennasveit- arinnar kom í 4. umferð þegar sigur vannst á sterkri sveit Tyrkja. Lenka Ptacnikova skilaði þar sínu: EM landsliða 2021; 4. umferð: Ekaterina Atalik – Lenka Ptacni- kova Svartur er peði undir en sterkur riddari á d4 hlaut að gefa einhverja von. Sú tyrkneska sá sér nú leik á borði … 39. De7?? … og svarið kom um hæl … 39. … Bh3+! Drottningin fellur og hvítur gafst upp. Íslenska kvennaliðið var í 30. sæti. Mér sýnist af umfjöllun um þetta mót að athygli áhorfenda víða um heim beinist nú mjög að Alireza Firouzjan en hann hefur hlotið 5½ vinning af sex mögulegum á 1. borði fyrir Frakka og er í 3. sæti á „lif- andi“ stigalistanum rétt á eftir Liren Ding og Magnúsi Carlsen. Það er alltaf eitthvað að gerast í kringum hann. Eftirfarandi skák er óvenjuleg að því leyti að hvítur hrókaði langt og opnaði síðan á kóngsstöðuna með því að þeyta peðunum fram. Síðan lét hann drottninguna af hendi: EM landsliða 2021; 4. umferð: Alireza Firouzja – Mustafa Yil- maz Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be6 8. Dd2 Rbd7 9. 0-0-0 Be7 10. h3 b5 11. g4 Hc8 12. Kb1 Rb6 13. g5 Rh5 14. h4 Hvítur hefur oft teflt liði sínu svona fram með peðið á f3. Í þessari stöðu er g3-reiturinn hins vegar valdaður. Það gæti skipt máli. 14. … Rc4?! 15. Bxc4 Hxc4 16. Rd5 Bxd5 17. Dxd5 Dc7 Það er eitthvað bogið við stöðu svarts. Riddarinn á vart nokkurn reit né heldur biskupinn. 18. Rd2! Skemmtilega leikið, 18. … Hxc2 er svarað með 19. Hc1 og svartur tapar c-línunni. 18. … Hc6 19. Hc1 0-0 20. c3 g6 21. Hc2 Hb8 22. Hhc1 a5 23. b4 Hc8? Slakur leikur. „Vélarnar“ mæla með 23. … Rf4. 24. a4!? Hugmyndin með þessum óvænta leik nær fram að ganga. En senni- lega var 24. Dxb5 betra því nú á svartur hiklaust að leika 24. … bxa4 25. b5 Db8! en hann gengur í gildr- una. 24. … axb4? 25. Dxc6! Dxc6 26. cxb4 Víki drottningin fellur hrókurinn á c8. Svartur fær engum vörnum við komið í endataflinu. 26. … Dxc2+ 27. Hxc2 Hb8 28. a5 Rf4 29. Hc7 Bd8 30. Hd7 Rd3 31. a6 Rxb4 32. a7 Ha8 33. Hxd6 Bc7 34. Hd7 Ra6 35. Hd5 Ba5 36. Rb3 - og svartur gafst upp. Rússar efstir á EM landsliða Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Gunnar Björnsson Góð frammistaða Guðmundur Kjartansson hefur náð bestum árangri íslenska liðsins og er með 5 vinninga eftir sex umferðir. Undanfarin misseri hef ég velt því fyrir mér að bjóða mig fram til varafor- manns Kenn- arasambands Ís- lands, sem ég svo gerði hinn 16. nóvem- ber, að vel athuguðu máli. Frá aldamótum síðustu hef ég starfað á vettvangi leikskóla, grunnskóla og við virkniúrræði ungmenna á aldrinum 16-24 ára sem ekki hafa fundið sig í hinu almenna og hefðbundna mennta- kerfi framhaldsskólans. Ég hef átt í góðu samstarfi við stjórnendur og aðra fagaðila meðal annars innan framhalds- skólanna, Menntamálastofnunar og Vinnumálastofnunar. Á þeim rúmum 20 árum sem ég hef starfað á vettvangi kennslu, fyrst sem leiðbeinandi, svo sem kenn- ari, stjórnandi og náms- og starfsráðgjafi, hafa verkefnin verið afar fjölbreytt og lærdóms- rík. Segja má að þau hafi mótað mig og hugsjónir mínar að miklu leyti en á sama tíma hefur þekk- ing mín, hæfni og reynsla aukist. Ég er afar stolt af minni fag- stétt og tel hana gera kraftaverk á hverjum degi. Í skólum lands- ins, á öllum skólastigum, fer fram mikilvægt starf þar sem mannauður er mikill og dýr- mætur. Það er því nauðsynlegt að hlúa að þessum mannauði og skapa gott og öruggt starfsum- hverfi. Ánægja starfsmanna skil- ar sér í betri starfsanda og vinnubrögðum sem skila sér beint til nemenda og hafa áhrif á gæði kennslunnar og árangur nemenda. Samstarf aðila innan skólans sem utan er einn þeirra þátta sem skipta hvað mestu máli. Við þurfum og eigum að hlusta á raddir kennaranna, vinna saman að settum mark- miðum, skapa sameiginlega sýn og ávallt hafa hagsmuni nemend- anna að leiðarljósi. Ég hef alla tíð talað fyrir þessum hugsjónum mínum við mitt sam- starfsfólk. Lengi má gott bæta! Við eigum það því miður of mikið til að ræða meira um það sem miður hefur farið en það sem vel hefur verið gert. Það er mín skoðun að við ættum að láta það heyrast betur þegar vel gengur. Við ætt- um að huga betur að gæðum starfsins með fjölbreyttari leiðum en nú þegar er gert, bæði hvað varðar kennsluhætti, stjórnun og samstarf, með árangur nemenda okkar í huga. Varaformaður KÍ starfar í nánu samstarfi við formann fé- lagsins þar sem þeir leiða saman hesta sína í öflugu samstarfi við aðildarfélögin átta. Ég tel að með faglegum og sveigjanlegum stjórnunarháttum, heiðarlegu og opnu samtali ásamt lausnamið- uðum nálgunum og valdeflingu kennara náum við árangri í sam- einingu. Ég tel mig hafa það sem til þarf og er tilbúin að leiða þessa öflugu fylkingu við hlið nýkjörins formanns. Ef ég verð fyrir valinu og mér treyst fyrir þessu stóra og mikilvæga verkefni mun ég leggja mitt af mörkum við að vinna ötullega að hagsmunum fé- lagsmanna aðildarfélaganna allra í góðu og öflugu samstarfi. Gerum þetta saman Eftir Hjördísi Báru Gestsdóttur »Með faglegum og sveigjanlegum stjórnunarháttum, heiðarlegu og opnu sam- tali ásamt lausna- miðuðum nálgunum og valdeflingu kennara náum við árangri. Hjördís Bára Gestsdóttir Höfundur gefur kost á sér í embætti varaformanns Kennarasambands Ís- lands hjordis1970@gmail.com Guðjón Petersen fæddist 20. nóvember 1938 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Lauritz Petersen, f. 1906 í Óðinsvéum, d. 1972, vélstjóri, og Guðný Guðjónsdóttir Petersen, f. 1907, d. 1971, húsfreyja. Guðjón lauk skipherraprófi á varðskipum ríkisins 1965. Hann starfaði m.a. sem stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni 1962- 1971, sem fulltrúi hjá Almanna- vörnum 1971-1979 og sem fram- kvæmdastjóri Almannavarna 1979-1996. Guðjón var bæjar- stjóri í Snæfellsbæ 1996-1998 og framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra skipstjórnarmanna 1999-2004. Guðjón sat í fjölda nefnda í tengslum við störf sín, þar á meðal landgrunnsnefnd, al- mannavarnanefnd NATO og skipulagsnefnd jarðvísinda- deildar UNESCO. Þá var hann ráðgjafi Sameinuðu þjóðanna um almannavarnir á Niue í Kyrrahafi, á Möltu og Asoreyj- um. Hann starfaði einnig í sókn- arnefndum Árbæjarsóknar og Fella- og Hólasóknar, var for- seti Rótarýklúbbsins Reykja- vík-Breiðholt og varaforseti Farmanna- og fiskimannasam- bandsins. Eiginkona Guðjóns er Lilja Benediktsdóttir, f. 1939, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru tvö. Guðjón lést 2. ágúst 2017. Merkir Íslendingar Guðjón Petersen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.