Morgunblaðið - 20.11.2021, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021
Hrefna Gísla-
dóttir, fyrrverandi
tengdamóðir mín,
hefur kvatt þennan
heim, ríflega 100 ára. Hún var
Skagfirðingur, alin upp á Hofs-
ósi og þar lágu ræturnar. Það
var unun að fara með henni á
æskuslóðirnar, að heimsækja
Hjalta bróður og Svövu systur á
Hamarstíginn á Akureyri.
Hrefna lauk kennaraprófi frá
Kennaraskólanum árið 1942
sem var í raun eina tækifæri
ungra stúlkna úr sveit til að öðl-
ast menntun á þessum tíma.
Tíminn í skólanum var henni
dýrmætur sem hún ræddi oft
um, sérstaklega dansæfingarnar
sem haldnar voru reglulega.
Henni þótti þó verst að hún átti
bara eitt skópar, klossa, og voru
ekki beint heppilegasti fótabún-
aðurinn. En Hrefna setti það þó
ekki fyrir sig. Hún stundaði
kennslustörf í tæp 10 ár, síðast
á Selfossi og hafði mikla unun
af. En eftir að hún kynntist eig-
inmanni sínum Ögmundi bónda
í Stóru-Sandvík var ekki um
annað að ræða en að hætta
kennslunni. Húsmóðurstarfið á
stóru heimili í sveit var fullt
starf og ekki í boði að vinna ut-
an heimilis. En Hrefna saknaði
alltaf kennslustarfsins.
Það var mikil gæfa fyrir mig
sem unga konu að hafa Hrefnu
mér við hlið á þeim mótunar-
tíma sem fylgir því að stofna
heimili og fjölskyldu ásamt því
að koma sér fyrir á vinnumark-
aði. Hún var alltaf til staðar,
reiðubúin til að styðja og að-
stoða án þess að vera uppá-
þrengjandi. Á fyrstu vikum eftir
Hrefna Gísladóttir
✝
Hrefna Gísla-
dóttir fæddist
27. ágúst 1921. Hún
lést 5. nóvember
2021.
Útför Hrefnu fór
fram 19. nóvember
2021.
fæðingu hvers
barns kom Hrefna
á hverjum degi
með eitthvað mat-
arkyns, jólaköku,
nautahakk eða
ýsuflak. Þá skúraði
hún gólf, braut
saman þvott eða
gerði annað sem
henni þótti þurfa.
Hún tók ábending-
um mínum um að
þetta væri alger óþarfi, vel en
mætti svo næsta dag og hélt
sínu striki.
Dýrmætasta framlag Hrefnu
eru þó gjafir hennar til barna-
barnanna. Þar naut kennslukon-
an sín vel. Hún kenndi þeim um
dyggðir, að unna náttúrunni,
bera virðingu fyrir bæði fólki og
dýrum og að meta ljóð og sögur,
flest um það hvernig maður
verður góð manneskja. Hún
lagðist með börnunum í grasið
til að horfa á skýin hreyfast,
kenndi þeim að þekkja plöntur
og fugla, rækta grænmeti,
þekkja lífríki fjörunnar og tala
af virðingu um dýrin. Þau máttu
t.d. ekki segja belja heldur kýr,
sem fór nú alla vega þegar kom
að beygingunum. Hún las fyrir
börnin ljóð og sögur og hafði
þannig mikil áhrif á hvernig þau
tileinkuðu sér málið. Eldri dótt-
ir mín hafði til að mynda, við
þriggja ára aldur, tileinkað sér
málfar skálda á 19. öld. Þá gekk
hún um grænar grundir og
spurði hver dræpi á dyr þegar
einhver bankaði. Hún veitti því
líka athygli þegar sólin hneig til
viðar. Hrefna reyndi einnig að
hafa áhrif á okkur foreldrana
með ýmis konar uppeldisráðum
án þess að því væri nokkru sinni
tekið sem afskiptasemi. Til
dæmis minnti hún okkur á það
fyrir hver jól hvað það væri
mikilvægt að kenna börnunum
að gefa, ekki bara að þiggja.
Hrefna var ekki kona sem
hrópaði á torgum, Hún var hóf-
stillt í framkomu og hlý. Hún
ræktaði garðinn sinn bæði í eig-
inlegri og óeiginlegri merkingu.
Arfleifð hennar lifir áfram í af-
komendum hennar. Ég minnist
Hrefnu af virðingu og verð
henni eilíflega þakklát fyrir
samfylgdina.
Anna Kristín Sigurðardóttir.
Hægum föstum skrefum fikr-
aði hún sig yfir móðuna miklu á
allra heilagra/ sálna messu.
Þegar himnarnir og heimarnir
mætast og létt er að skipta um
svið. Þar sem ástvinirnir bíða
endurfundanna. Það gefur auga-
leið að margt af samferðafólki
Hrefnu er farið, þegar rúmlega
100 ára ferðalagi hennar lýkur
hér á jörð.
Það eru líka tímamót hjá
Stóru-Sandvíkurfjölskyldunni
þar sem Hrefna fer síðust
tengdabarna og barna Sigríðar
Kr. Jóhannsdóttur og Hannesar
Magnússonar.
Ég minnist Hrefnu, kennslu-
konunnar hávöxnu, grönnu með
þykkt ljóst hár og toppinn yfir
enninu, rúllaðan upp, festan
með spennu, með rólegt festu-
legt yfirbragð. Hún var fyrsta
kennslukonan við nýbyggðan
barnaskóla á Selfossi 1946.
Hrefna kenndi þá yngstu börn-
unum. Skólaárið 1947-48 kenndi
hún mér, 12 ára gamalli, handa-
vinnu. Síðan höfum við fylgst að
meira og minna alla ævi. Ég
man að frændur mínir Jóhann
og Sigurður, kankvísir í Vikur-
iðjunni í Stóru-Sandvík, báðu
mig að skila kveðju til kennslu-
konunnar – þeir voru að glettast
við Ögmund – sem brosti í
kampinn!
Hinn 16. júní 1951 giftist
Hrefna Ögmundi föðurbróður
mínum, Hannessyni, f. 3. apríl
1918, d. 28. nóvember 1984. Ég
man þegar Ögmundur flutti
hana heim að Sandvík á Gamla-
Stormi, heimilis-vörubílnum.
Síðar eignuðust þau „drossíu“
með Sigurði, bróður Ögmundar.
Þeir skiptust svo á þegar til
kom að nota bílinn annan hvern
sunnudag með fjölskyldum sín-
um!
Það var mikið gæfuspor fyrir
Stóru-Sandvíkurheimilið þegar
Hrefna kom. Það vita allir sem
þekkja til að hún gekk inn í
stóra fjölskyldu sem var há-
vaðasöm og ólík henni að mörgu
leyti, en gagnkvæm virðing og
kærleiksbönd þróuðust brátt.
Hún deildi íbúð, eldhúsi og elda-
vél með tengdamóður sinni og
fjölskyldu hennar í 10 ár. Þá var
mikill gestagangur í húsinu,
m.a. hélt Hjalti Gestsson þar
búnaðarnámskeið fyrir unga
menn í febrúarmánuði ár hvert
1951-55. Nemarnir voru í fæði í
íbúðum Ara Páls og Ögmundar
en kennt var og gist á rishæð-
inni. Maður getur rétt ímyndað
sér að lítið prívatlíf hafi verið
fyrir ungu konuna með litlu
drengina sína. Aldrei haggaðist
Hrefna. Hún tók alltaf fallega á
móti gestum og naut öll Sand-
víkurættin þess. Hrefna var í
saumaklúbbi með vinkonum
sem tengdust Hlíð í Hreppum.
Hrefna mjólkaði, fór út að
raka, og gaman var þegar hún
kom í rófugarðinn og við sung-
um slagara alla leiðina heim.
Hrefna lagði mikla alúð við
blómsturgarðinn. Síðast vann
hún í garðinum komin yfir ní-
rætt. Hrefna afhenti Ara Páli
syni sínum búið 1986, tveimur
árum eftir lát Ögmundar.
Hrefna og Sigríður systir
mín, nágranni hennar, sem lést
2008, áttu fallegt vináttusam-
band. Upp úr aldamótum flutti
Hrefna í Grænumörk 2 á Sel-
fossi þar sem hún tók þátt í
starfi eldri borgara. M.a. málaði
hún mikið og fallega á postulín
sem hún gaf mér og mörgum
öðrum. Eftir áfall og heilsubrest
flutti hún á Sólvelli á Eyrar-
bakka 2015. Þar leið henni vel
allt til loka. Vil ég þakka starfs-
fólkinu þar fyrir kærleiksríka
umönnun Hrefnu vinkonu minn-
ar.
Bið ég afkomendum og ást-
vinum Hrefnu blessunar Guðs
sem vakir yfir öllum.
Rannveig Pálsdóttir.
Ég hitti Hrefnu fyrst sumarið
1976. Sigrún Sigurjónsdóttir
amma mín og Hrefna voru
frænkur, og var ég svo heppin
að fá að fara í sveit í Stóru
Sandvík hjá Hrefnu og Ög-
mundi manninum hennar. Ég
var hjá þeim í fjögur sumur og
fékk að njóta þess að vera í
sveit, umgangast og hugsa um
dýr, taka þátt í heyskap og
hjálpa til að taka upp kartöflur
og rófur. Mér þykir graslyktin
enn góð (og minnir hún mig á
sumrin í sveitinni) og finnst enn
gaman að heimsækja bændur
og sjá nútímatækni í fjósum,
heyskap og öðru.
Hrefna var dugleg og hress
og lærði ég heilmikið af henni.
Til að mynda finnst mér eft-
irminnilegt að hún sólaði salt-
fisk að ég held að norðlenskum
sið. Hún var líka dugleg að baka
kökur og kleinur, og sérstak-
lega man ég eftir hvað heima-
tilbúnu flatkökurnar voru góð-
ar. Hrefna átti fallegt heimili,
og var ég hrifin af klukkunni
sem var á vegg inni í stofunni
hennar. Hún hafði gott skop-
skyn, og þegar ég heyrði að hún
væri farin var hláturinn hennar
það fyrsta sem ég hugsaði um.
Þótt ég búi erlendis hef ég
haldið sambandi við Hrefnu,
Palla son hennar og fjölskyldu
og heimsæki ég þau þegar ég
get. Þau taka alltaf mjög vel á
móti okkur, jafnvel þegar þau fá
lítinn sem engan fyrirvara, og
virðast alltaf eiga góðgæti að
bjóða gestum. Þegar ég hitti
Hrefnu síðast fyrir nokkrum ár-
um á Eyrarbakka var hún hress
að vanda og sagði mér að ég
hefði ekkert breyst. Mér þótti
gaman að sjá hana á þessum fal-
lega stað, með stofuklukkuna
sína hjá sér, glaðlynda og
skemmtilega eins og alltaf.
Mér finnst ég hafa verið al-
veg sérlega heppin að fá að fara
í sveit hjá Hrefnu og Ögmundi í
Stóru Sandvík og upplifa lífsstíl-
inn og menninguna þar. Það
hefur mótað mig á margan hátt,
bæði með því að auka tengsl við
náttúruna og að kynnast öðrum
venjum og siðum. Takk fyrir
samveruna Hrefna. Hvíldu í
friði.
Sigrún Andradóttir.
Hrefna Gísladóttir frá Stóru-
Sandvík er látin. Okkar kynni
hófust þegar við fjölskyldan
fluttum á Selfoss, en við vorum
báðar aldar upp á Hofsósi. For-
eldrar hennar voru sem afi
minn og amma þar í mínum
uppvexti þótt óskyld væru. Við
urðum strax góðar vinkonur,
fórum saman í öldungadeildina,
máluðum á postulín og margt
fleira. Það var mín gæfa að eiga
hana fyrir vinkonu og mikið
nutum við þess að eiga stundir
saman. Hrefna var traust og hlý
manneskja og alltaf lagði hún
gott til málanna og benti á betri
leiðir. Heimilið hennar bar vott
um listhneigð og smekkvísi og
var þar mikið af alls konar mun-
um eftir húsfreyjuna. Postulín,
útsaumur og ýmislegt annað en
hlýjan var í fyrirrúmi hvort sem
var í Sandvík eða þegar hún
flutti upp á Selfoss og síðan á
Eyrarbakka. Hrefna fór ekki
varhluta af sorginni og þar
sýndi hún stillingu og æðruleysi
sem einkenndi hana alltaf.
Þannig hefur það verið alla tíð
og er enn að virðing og trún-
aður góðs vinar er meðal þess
besta sem lífið getur gefið okk-
ur. Einlægar samúðarkveðjur
til fjölskyldunnar frá okkur öll-
um. Guð blessi minningu
Hrefnu Gísladóttur.
Kristín Ruth
Fjólmundsdóttir.
✝
Björn Jónsson
(Dengsi) fædd-
ist á Höfn 16. des-
ember 1944. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skjól-
garði 10. nóvember
2021.
Móðir hans var
Guðrún Björns-
dóttir talsímakona
frá Dilksnesi. Eina
systur átti Björn,
sammæðra, Lovísu Hönnu Gunn-
arsdóttur, hún lést 18. mars sl.
Eiginmaður Lovísu var Þórörn
Jóhannsson loftskeytamaður, f.
28. júlí 1922, d. 5. júlí 1991. Sonur
þeirra er Gunnar Þór, f. 1959.
Kona hans er Guðný Björg Jens-
dóttir, f. 1961. Börn þeirra eru: a)
Lovísa Þóra, f. 1981. Maður henn-
ar er Finnur Eiríksson, f. 1978, og
börn þeirra eru Sævar Þór, f.
2008, Dagmar Hekla, f. 2011, og
Kolbrún Katla, f. 2015. b) Eyþór
Jens, f. 1988.
Björn giftist Anitu Paradillo og
bjuggu þau saman í fimm ár. Þau
slitu samvistir. Minnast börn
hennar hans með hlýju.
Eiginkona Björns frá árinu
2003 var Maria Victoria Ramas
Paraiso. Victoria. Lést
hún úr krabbameini
eftir stutta sjúkdóms-
legu á Landspítalanum
1. júlí 2018. Við tók erf-
iður tími og hallaði
undan fæti. Skömmu
eftir lát Victoriu fékk
Björn blóðtappa í höf-
uð, sem gerði honum
erfitt fyrir með dagleg
verkefni. Á Skjólgarði,
hjúkrunarheimili
Hornafjarðar, dvaldist hann frá
júnímánuði 2020.
Björn ólst upp á Höfn, fór fljótt
að taka þátt í ýmsum störfum í ört
vaxandi bæ. Vann lengst af sem
tækjamaður hjá bæjarfélaginu,
ásamt smíðaverkefnum og öðru
sem til féll. Vann um tíma hjá
Fiskimjölsverksmiðju Horna-
fjarðar, mikið við vörubílaakstur.
Útförin fer fram frá Hafn-
arkirkju í dag, 20. nóvember
2021, klukkan 11.
Vegna fjöldatakmarkana
verða aðeins nánustu aðstand-
endur viðstaddir. Streymt verður
frá athöfninni á www.hafn-
arkirkja.is.
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Þá er hann Dengsi frændi bú-
inn að kveðja. Þessi skemmtilegi
og glaði frændi sem alltaf var
hluti af okkar lífi.
Minningin sem lifir er af glöð-
um, góðum, líflegum frænda.
Frænda sem segir okkur sögur af
liðinni tíð, prakkaralegar sögur
sagðar í notalega borðkróknum á
Fiskhól við dillandi hlátur.
Frændi sem alltaf var tilbúinn að
hjálpa ef þörf var á og mætti gal-
vaskur með uppbrettar ermar,
hvort sem verkefnið var að moka
skurð eða losa burt geitungabú
svo fátt eitt sé nefnt.
Þegar við systkinin komum
heim í Fjörðinn fagra eftir að
hafa verið í burtu í einhvern tíma
var hann alltaf manna fyrstur að
koma og heilsa, alltaf áhugasam-
ur um það sem var að gerast í
okkar lífi.
Heimili okkar stóð honum allt-
af opið enda kom hann þar oft en
mamma var Dengsa eins og syst-
ir. Þar var gagnkvæm virðing og
vinátta og Dengsi ráðfærði sig oft
við bæði mömmu og pabba með
hin ýmsu mál. Þá er okkur of-
arlega í huga hversu fallega hann
talaði um þá sem honum þótti
vænt um. Dengsi er sannarlega
eftirminnilegur maður sem gerði
lífið litríkara og skemmtilegra.
Takk fyrir allt elsku Dengsi.
Við munum alltaf minnast þín og
glaðværðar þinnar og erum rík-
ari fyrir að hafa fengið að kynn-
ast þér. Minningin mun lifa
áfram í hjarta okkar allra.
Elvar, Dóra og Selma.
Björn Jónsson
Okkar ástkæri
HERMANN HANS HERMANNSSON,
Michigan, BNA,
lést 4. nóvember.
Ingibjörg Guðbjörnsdóttir
Hermann McEnhill og Sarah McKinney
Elizabeth og Aaron Green
Elskuleg móðir okkar og systir,
HILDEGUNN BIELTVEDT,
er látin.
Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Carine Gourjon Nino
Thierry Gourjon Bieltvedt
Brit Bieltvedt
Ole Anton Bieltvedt
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
BJÖRG RAGNHEIÐUR ÁRNADÓTTIR,
lést fimmtudaginn 18. nóvember.
Sverrir Gaukur Ármannsson
Helga Ragna Ármannsdóttir
Björg Ragnheiður Pálsdóttir
Ármann Jakob Pálsson Áslaug Guðmundsdóttir
Lúkas Páll og Elías Logi
Jakob Dagur, Arney Helga og Rakel Birta
Ástkær dóttir mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ELÍN ÞÓRA ALBERTSDÓTTIR,
Heiðargerði 29, Vogum,
lést á Landspítalanum Hringbraut
föstudaginn 12. nóvember.
Útförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 26. nóvember
klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu
aðstandendur vera viðstaddir athöfnina.
Athöfninni verður streymt.
Selma Kristín Jónsdóttir
Sigurður Rúnar Arnarson Harpa Ósk Sigurðardóttir
Jón Páll Arnarson
Örn Ingi Arnarson
Mikhael Máni Sigurðsson
Sindri Þór Sigurðsson
Helgi Valur Jónsson
Róbert Rúnar Jónsson
Við aðstoðum þig við gerð viljayfirlýsingar
um útför þína af nærgætni og virðingu
– hefjum samtalið.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
Hinsta óskin