Morgunblaðið - 20.11.2021, Síða 33

Morgunblaðið - 20.11.2021, Síða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021 Karl Ormsson mágur minn er í dag til grafar bor- inn. Myndskeið úr fortíðinni hrannast upp. Það eru að nálgast 70 ár síðan hann kom eins og stormsveipur inn í fjöl- skyldu mína. Kvikur í hreyf- ingum, brosmildur og fljótur að bregðast við. Hann tók glað- hlakkalega á móti stórum yngr- isystkinahópi kærustu sinnar enda sjálfur úr stórum systk- inahópi. Hann lék við okkur fyr- ir utan húsið okkar í Lönguhlíð- inni, dró okkur á eftir sér í kerru á fleygiferð um garðinn sem var mjög gaman og vakti óskipta athygli nágrannanna. Hann var mjög skemmtileg við- bót við fjölskylduna. Við systkinin áttum mikið af leikföngum sem pabbi pantaði frá Ameríku og voru umfangs- mikil útgerð af kerrum og far- artækjum sem við gátum ekið um á. Allir fengu að vera með og tækin fengu óblíða meðferð og þurftu mikið viðhald sem Kalli sá að verulegu leyti um og var hlýlega hugsað til hans þeg- ar hann kom einhverju biluðu tæki aftur í umferð. Hann var ótrúlega hagur verkmaður og bjargaði hverju því sem bilaði eða þurfti með- höndlunar við. Mamma treysti alfarið á hann til slíks viðhalds fjölskyldugóssins og biðu hans gjarnan verkefni sem hann leysti góðfúslega úr þegar hann Karl Jóhann Ormsson ✝ Karl Jóhann Ormsson fæddist 15. maí 1931. Hann lést 5. nóvember 2021. Útförin fór fram 19. nóv- ember 2021. kom í heimsókn á sunnudögum með fjölskylduna. Pabba var ekki sýnt um viðgerðir á öðru en því sem hann hafði lært til, sem var saumavélin, öðru bjargaði Kalli. Hlýjar minningar um hann munu lifa lengi með okkur. Ólafur Ólafsson. Það eru fáir í stórfjölskyld- unni frá Rauðalæk 59 sem muna eftir þeirri veröld sem var áður en Karl Ormsson bættist í hópinn. Hann var eig- inmaður Ástu Bjargar, sem var elst systkinanna á heimilinu, barna Sigrúnar Eyþórsdóttur og Ólafs Ólafssonar. Karl var fyrstur tengdabarna þeirra og elstur. Í áratugi kom fjölskyldan saman á sunnudögum og stórhátíðum á Rauðalæk, fékk nýbakaðar pönnukökur hjá Sig- rúnu og í nefið hjá Ólafi, ef fólk vildi. Karl lét sig aldrei vanta, sat inni í stofu og sagði sögur. Nýj- ar kynslóðir barnabarna og barnabarnabarna kynntust þannig Borgnesingnum af Ormsson-ættinni, sem auk arf- bundinnar alvisku um raftæki og –lagnir hafði siglt um höfin blá á flutningaskipum og kunni sjómennsku upp á hár. Ekki var síður gott að vera Karli samferða í helgarferðum á stór-Borgarnessvæðinu því hann kunni skil á vegaspottum, bæjum og bændum. Náttúran var honum líka eins og opin bók, fuglar, blóm og fiskar. Nú er Karl farinn, en hann lifir áfram í minningum okkar og í afkomendum þeirra Ástu Bjargar, sem öll eru hjartahlýj- ar og yndislegar manneskjur eins og þau. Við þökkum langa samferð og vottum fjölskyldu hans sam- úð okkar. Dröfn Ólafsdóttir og Guðmundur Einarsson. „Gull af manni“ er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um þig afi minn, um- hyggjusamur, hjálpsamur og örlátur. Þegar eitthvað bjátaði á var alltaf hægt að leita til þín og þú varst tilbúinn að hlusta og miðla visku þinni. Það var engin launung að þú varst mikill fjöl- skyldumaður og nánustu ætt- ingjar þínir voru það sem hélt þér gangandi. Það var eins og eldsneyti á tankinn fyrir þig að hitta og heyra í þínu nánasta fólki, enda hringdir þú reglu- lega og spurðir frétta. Þegar ég sagði þér fréttir af mér hlustaðir þú alltaf af áhuga og ég upplifði það sterkt að þú varst minn stærsti aðdáandi. Ég held að við barnabörnin höf- um öll upplifað það frá þér, áhugann og hvatninguna sem þú veittir okkur. Það var gaman þegar þú sóttir mig í skólann á mínum yngri árum, ég hugsa oft um þegar við sátum í bílnum þínum og röbbuðum saman um daginn og veginn. Sögurnar sem þú sagðir voru skemmtilegar, þú hafðir mjög gaman af Bessa Bjarnasyni og Dýrunum í Hálsaskógi. Þú lékst oft eftir Mikka ref og sagðir við mig: „Hann afi þinn var rugludall- ur!“ í sama tóni og Bessi Bjarnason. Ég þrætti fyrir það, enda fannst mér afi alls ekkert vera rugludallur, bara skemmti- legur. Það er hægt að læra margt af þér hvað varðar framkomu og klæðaburð. Þú varst alltaf svo vel til hafður, flott klæddur, jafnvel bara á venjulegum mánudegi varstu uppstrílaður í jakkafötum og með bindi. Það fór enda þínum karakter vel, því þú varst sannkallaður herramaður. Komst alltaf svo vel fram við ömmu og hugsaðir vel um hana fram á síðasta dag hennar. Góð fyrirmynd þarna eins og í svo mörgu öðru. Samveran með þér kenndi mér að meta náttúruna, því þú varst afar tengdur náttúrunni og dýralífinu sem þar leynist, eitthvað sem fæstir koma auga á með berum augum eða leiða nokkuð hugann að. Þú hafðir eins konar sjötta skilningarvit þegar kom að því að finna hreiður, varðst einn með nátt- úrunni. Það var magnað að fylgjast með þér, þar sem lítið hljóð úr hreiðri eða fugl á vappi gat komið þér á sporið. Eins og Sherlock Holmes varðst þú var við eitthvert smáatriði sem eng- inn annar skynjaði. Hvað það var sem þú skynjaðir þarna, hvort það var hljóð, ummerki, hreyfing eða lykt veit ég ekki en það brást ekki, þegar þú fékkst þessa tilfinningu hafðir þú alltaf rétt fyrir þér, þú fannst hreiður sama hversu vel það var falið milli steina, inni í rjóðri eða undir tré. Ég hef reynt að finna hreiður á sama hátt en aldrei tekist, því enginn getur leikið þetta eftir þér. Við hittumst aftur einn dag- inn afi minn, það er ég sann- færður um. Ég kveð þig hér að sinni með orðum Veru Lynn úr laginu „We‘ll meet again“ eða „Sjáumst á ný“ eins og það út- leggst á íslensku í þýðingu Óm- ars Ragnarssonar: Sjáumst á ný björtu sólskini í þótt um stað og stund við vitum ekki nú. Bros gegnum tár munúum ókomin ár bægja öllum skýjum burt, það er mín trú. Björn Vignir Magnússon. Félagi okkar og vinur Páll Pálma- son lést 6. nóv. sl. á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja eftir erfið veikindi. Með Palla Pálma eins og hann var ávallt kallaður er genginn félagi sem um langt árabil var burðarás í knattspyrnuliði okk- ar Eyjamanna. Hann hóf að leika knattspyrnu með Knatt- spyrnufélaginu Tý árið 1958, þá þrettán ára gamall. Hann lék svo með meistaraflokki ÍBV frá árinu 1962 aðeins 17 ára gamall sem aðalmarkmað- ur liðsins. Palli varði mark ÍBV árið 1967 þegar liðið vann sig upp í fyrstu deild í fyrsta sinn. Hann var á sínum tíma einn besti markvörður landsins og var m.a. valinn til að spila með landsliði Íslands og lék hann í markinu í landsleik við lið frá Páll Pálmason ✝ Páll Pálmason fæddist 11. ágúst 1945. Hann lést 6. nóvember 2021. Útför Páls fór fram 19. nóvember 2021. Bermúda. Hann varð þrisvar sinn- um bikarmeistari og lék til úrslita fimm sinnum í bik- arkeppninni og varð jafnframt Ís- landsmeistari með ÍBV árið 1979. Palli spilaði ekki knattspyrnu með öðru liði en liði okkar Eyjamanna og lék sinn síðasta leik með meistaraflokki, þá 41 árs gam- all. Palli var valinn íþróttamað- ur Vestmannaeyja 1980. Hann kom jafnframt í áratugi að starfsemi þrettándans í Eyjum og lék þar hlutverk jólasveins með miklum sóma. Þegar knattspyrnuferlinum lauk hóf hann að spila snóker af krafti og var einn besti snókerleikari Eyjanna og vann þar til margra verðlauna. Með Palla er genginn góður félagi sem setti sterkan svip á bæjar- og íþróttalíf okkar Eyjamanna. Íþróttahreyfingin kveður með söknuði góðan félaga og þakk- ar honum með virðingu sam- fylgdina. Við sendum eiginkonu Páls Pálmasonar og ættingjum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. F.h. ÍBV íþróttafélags, Þór Í. Vilhjálmsson formaður. Hvað segir greifinn núna? Þannig heilsaði Palli manni gjarnan, glaður og hlýr; síðan tók við fjörlegt spjall um lífið og tilveruna. Undirtónninn jafnan hressileiki og glettni samfara umhyggjusemi; nær- veran notaleg. Páll var kominn af rótgrónu Eyjafólki í báðar ættir, harðduglegum sjósókn- urum og kvenskörungum, skip- stjórum og útgerðarmönnum og hafði sjálfur stýrimannsrétt- indi. Hann var mótaður af ver- tíðarsamfélagi Eyjanna, bjó þar og starfaði alla tíð, lengst verk- stjóri hjá Vinnslustöðinni. Við Páll kvæntumst systrum svo samleið okkar er orðin nokkuð löng, símtölin mörg ef allt væri talið, hann jafnan í Eyjum, ég á fastalandinu. Ýmislegt eftir- minnilegt tókum við okkur fyrir hendur með þeim systrum og fjölskyldum okkar, innan lands og utan, sem ánægjulegt er að minnast. Það síðasta var för til Grænhöfðaeyja sem heppnaðist vel eins og allt hitt. Ég á eftir að sakna glaðværðarinnar sem jafnan fylgdi Páli og léttleikans sem leiddi af öllum samskiptum við hann; hann var ljúfur mað- ur, snyrtimenni, vinmargur og tryggur; börn og unglingar löð- uðust að honum. Lífsgleði Palla fylgdi líka ómæld kappsemi sem einkenndi allt hans fas; þar bjó kraftur og dugnaður. Keppnisskap Palla og snerpa fann sér greiðan farveg innan íþróttanna, einkum innan knattspyrnunnar sem var hans stóra áhugamál alla tíð, enda afreksmaður á því sviði og reyndar í fleiri íþróttagreinum. Hans stóra sorg var hins vegar þegar tengslin rofnuðu við eldri soninn og hans fjölskyldu, harmleikur sem Palli botnaði aldrei í og komst aldrei yfir. Það hefur síðan tekið á að horfa á þennan öfluga mann takast á við bráðan hrörnunar- sjúkdóm sem hafði hann undir á skömmum tíma. Þar gekk góður drengur hið dimma fet fyrr en skyldi. Ég vil að leið- arlokum votta Páli og minningu hans virðingu mína og okkar Erlu, þakka vináttu og samveru í áratugi og bið þann sem gætir okkar allra að styðja Gunnu og fjölskyldurnar sem nú syrgja sinn mann. Þorgeir Magnússon. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og langamma, ARNDÍS KRISTÍN DAÐADÓTTIR, Dísa frá Hamraendum, Snæfellsnesi, hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða Akranesi, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða laugardaginn 6. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 23. nóvember klukkan 13 með nánustu fjölskyldu og vinum. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Sigrún Olgeirsdóttir Friðrik Bergsveinsson Daði Friðriksson Soffía Dögg Halldórsdóttir Margrét Friðriksdóttir Elvar Örn Reynisson Arndís Friðriksdóttir Sigfús Kristjánsson Olgeir Sveinn Friðriksson Guðlaug Rós Hólmsteinsdóttir Kristín Margrét Gísladóttir Júlíus Steinar Heiðarsson og langömmubörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÖF KRISTÍN GUÐNADÓTTIR, Óla Didda, Lækjarmel 4, Hvalfjarðarsveit, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi laugardaginn 13. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 26. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu munu einungis nánustu aðstandendur verða viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju www.akraneskirkja.is. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Þorsteinn Ingason Rúna Hrönn Kristjánsdóttir Pálmi Hafþór Halldórsson Friðmey Þorsteinsdóttir Einar Már Ríkarðsson Arnór Þorsteinsson Karen Þorsteinsdóttir Þorgeir Stefán Jóhannsson og ömmubörnin Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.” Sonur okkar og bróðir, ELVAR SNÆR JÓNSSON, Steinahlíð 1, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu 15. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. nóvember klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða einungis nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Útförinni verður streymt á https://youtu.be/5qbsDYBfLgs Lilja Ingibjörg Jóhannsdóttir Jón Sævar Alfonsson Arnar Freyr Jónsson Andri Örn Jónsson Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR EGGERT STEFÁNSSON sjómaður frá Grímsey, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri sunnudaginn 14. nóvember. Útförin fer fram frá Höfðakapellu á Akureyri fimmtudaginn 25. nóvember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur verða viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á facebooksíðunni Jarðarfarir í Höfðakapellu – beinar útsendingar. Theodóra Kristjánsdóttir Teitur Björgvinsson Ingibjörg Unnur Pétursdóttir Eyjólfur Jónsson barnabörn, makar og langafabörnin Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR MORITZ STEINSEN verkfræðingur, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 12. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. nóvember klukkan 11 með nánustu ættingjum og vinum. Streymt verður frá athöfninni á http://laef.is/gunnar-steinsen Snorri Gunnarsson Hróðný Njarðardóttir Lilja Anna Gunnarsdóttir Birgir Rafn Birgisson Kristrún Sjöfn Snorradóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.