Morgunblaðið - 20.11.2021, Síða 34

Morgunblaðið - 20.11.2021, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021 ✝ Guðrún Gísla- dóttir fæddist í Lágu-Kotey í Með- allandi 4. sept- ember 1926. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæj- arklaustri 11. nóv- ember 2021. Foreldrar henn- ar voru hjónin Gísli Tómasson, f. á Steinsmýri í Meðallandi 25. ágúst 1887, d. 27. september 1990, og Guðný Runólfsdóttir frá Iðu í Bisk- upstungum, f. 11. janúar 1902, d. 15. ágúst 1953. Fjölskyldan flutti síðar að Melhól í Með- allandi þar sem Guðrún ólst upp með systkinum sínum 1974, maki Kjartan Örn Þor- geirsson, synir þeirra eru Krist- ófer Halldór, Þorgeir Sölvi og Alexander Goði. Guðrún giftist árið 1966 síð- ari eiginmanni sínum, Sig- urgeiri Jóhannssyni, f. 26. nóv- ember 1918, d. 21. desember 1997. Þau voru bændur í Bakkakoti II í Meðallandi eða þar til Guðrún flutti á Klaust- urhóla árið 2013. Sonur þeirra er Steinar, f. 21. desember 1966. Synir hans með Margréti Árnadóttur, f. 13. ágúst 1966, eru Árni Sólon, Marteinn Ísak og Sigurgeir Daníel. Maki Árna er María Dögg Guðmunds- dóttir, sonur þeirra er Sólon Grétar. Sambýliskona Steinars er Margrét I. Ásgeirsdóttir, f. 26. nóvember 1966. Útför Guðrúnar fer fram frá Langholtskirkju í Meðallandi í dag, 20. nóvember 2021, klukk- an 14. fimm: Elínu, Tóm- asi og Ragnari sem eru látin, Sigrúnu og Magnúsi sem lifa systur sína. Guðrún giftist Ólafi Erasmussyni, f. 15. nóvember 1916, d. 30. apríl 1954. Þau voru bændur á Rofabæ í Meðallandi. Dóttir þeirra er Guðfinna, f. 13. janúar 1949, maki Halldór Guðbjörnsson, f. 21. september 1946. Dætur þeirra eru tvær: Guðrún, f. 12. janúar 1972, börn hennar eru Sóley, faðir Þröstur Sigmundsson, Svandís Dóra, Steindór Óli og Halldór Viðar, faðir Jón Haukur Stefánsson, og Guðbjörg Sif, f. 30. maí Ég hugsaði stundum að ef ég ætti eftir að eignast tengdamóð- ur þá óskaði ég þess að okkur mundi semja vel og hún væri hlý og góð. Sú ósk rættist þótt seint væri og tími okkar Guðrúnar Gísladóttur frá Melhól, síðar hús- freyju og bónda að Bakkakoti í Meðallandi, væri ekki langur saman. Guðrún var nægjusöm kona af kynslóð sem nú er við það að hverfa, sem fæddist í torfbæ og upplifði miklar framfarir og breytingar á sínu æviskeiði. Guð- rún átti drauma sem ekki allir rættust, en draumur hennar um að verða bóndi og sinna skepn- unum sínum og ræktun rættist. Síðustu árin bjó hún á Klaust- urhólum á Kirkjubæjarklaustri og hafði útsýni úr glugganum sínum yfir aðkomuna að húsinu og tjaldstæði ferðamanna. Hún gat því fylgst með hverjir komur og fóru og hversu margir ferða- menn væru á tjaldstæðinu hverju sinni, í tjöldum og húsvögnum. Hún var alveg stálminnug, kunni ótal vísur, kvæði og gamlan fróð- leik. Fróð um ættir og fylgdist með þegar börn komu í heimin og aðrir hurfu á braut. Dillandi hlát- ur og naut þess að hlusta á söng og tónlist. Mikinn kærleik bar hún til afkomenda sinna og fylgd- ist með þeim, mundi afmælidaga og hringdi þá gjarnan. Engum var kalt í kringum Guðrúnu því ef ekki var kærleikurinn sem yljaði þá voru það ullarfötin frá henni. Hún sá um að afkomendur og vinir ættu hlýja sokka, vettlinga og lopapeysur. Voru það lista- verk sem af prjónunum hennar komu. Ullarsokkarnir hennar voru vinsælir og góðir með sér- stökum hæl sem fór vel á fæti og í skó. Í handavinnuna fór hún allt- af eftir hádegi en tók sér stund- um frí á sunnudögum. Hún var iðin fram á síðasta dag og kláraði að prjóna síðustu ullarsokkana nokkrum dögum áður en hún fór yfir í Sumarlandið. Guðrún átti góð ár á Klaust- urhólum og naut umhyggju starfsfólks, fór reglulega í hár- greiðslu, litun, hand- og fótsnyrt- ingu. Hún hafði fallegar hendur og bleikt naglalakkið naut sín vel. Sérstaklega hafði hún gaman af litríkum fallegum fötum og skarti, nokkuð sem hún hafði ekki geta veitt sér framan af æv- inni. Okkar mestu ánægjustundir voru þegar við ferðuðumst sam- an þegar hún átti erindi til Reykjavíkur og ánægjulegast var þegar hún 93 ára gömul kon- an gisti í fyrsta skipti á Hólel Sögu, í Bændahöllinni. Það var góð ferð. Þau verða ekki fleiri símtölin og spjallið á milli okkar. En minning góðrar og kærleiksríkr- ar tengdamóður lifir og fyrir það er ég þakklát. Samúðarkveðjur til ættingja, vina og íbúa og starfsfólks á Klausturhólum. Margrét I. Ásgeirsdóttir. Á kveðjustund streyma fram góðar minningar frá því ég var lítil skotta á sumrin hjá þér í sveitinni. Ég var ekki há í loftinu þegar ég byrjaði að dvelja hjá ykkur sumarlangt og dvaldi hjá ykkur Sigurgeiri öll sumur þang- að til ég var fimmtán ára. Veð- urfræðilega séð er besta veðrið í kringum Kirkjubæjarklaustur og í barnsminninu var sól allt sum- arið, bara alltaf sól. Það er ein- hvern veginn þannig að sumum tekst að hafa allt gott í kringum sig og gera gott úr öllu. Þannig varst þú, komst vel fram við alla, tókst vel á móti öllum og vildir allt fyrir alla gera. Enda varstu vinmörg og margir stoppuðu við hjá ykkur á Bakkakoti. Fyrir- myndar íslenskt sveitaheimili þar sem gestrisnin var í hávegum höfð. Þú hafðir frá mörgu að segja og sagðir oft sögur frá gamla tímanum sem gaman var að hlusta á. Þú hafðir gaman af vís- um og reyndir að kenna mér þær nokkrar. Það var margt annað sem þú kenndir mér sem hefur verið gott veganesti út í lífið. Ég var ekki há í loftinu þegar ég var að farin að rogast með kaffi og nýbakað bakkelsi út á tún þar sem Sigurgeir var að slá. Á hverju sumri voru nokkrir krakkar hjá ykkur í sveit og oft mikið líf og fjör. Allir þurftu að vinna og hjálpa til enda nóg að gera og þú varst alltaf með næsta verkefni tilbúið og fékkst alla til að vinna verkin í gleði. Garðrækt var þér hugfólgin, ræktaðir alls kyns rótargrænmeti og plöntur í blómgarðinum þínum, eins og þú kallaðir garðinn þinn. Mér er afskaplega kær minn- ingin þegar við fórum saman til Boston að heimsækja Ásdísi vin- konu þína og frænku frá Segl- búðum. Með í för voru hjónin Svava og Helgi frá Hraunkoti. Fyrsta og eina skiptið sem þú fórst utan. Þetta var yndisleg ferð þar sem margt var skoðað. Ásdís dekraði við æskuvini sína og þér leið eins og prinsessu. Lífsgleði og kærleikur var það sem einkenndi þig fram á síðasta dag. Kvöldið áður en þú kvaddir þennan heim spjölluðum við í síma og þú sagðir mér spennt frá því sem þú hafðir nýlokið við að prjóna og frá næstu prjónaverk- efnum. Þú prjónaðir alla tíð gríð- arlega mikið og sást til þess að ömmubörnin ættu alltaf vettlinga og hlýja sokka. Takk elsku amma fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gert fyrir mig og mína. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson, Gili) Guðrún Halldórsdóttir og börn. Guðrún Gísladóttir ✝ Geirlaug Ingv- arsdóttir fædd- ist 26. september 1932 á Balaskarði í Laxárdal í Austur- Húnavatnssýslu. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi 11. nóv- ember 2021. Foreldrar henn- ar voru Ingvar Stef- án Pálsson bóndi á Balaskarði, f. 1895, d. 1968, og Signý Bene- diktsdóttir húsfreyja, f. 1900, d. 1991. Systkini Geirlaugar voru Ást- ar móður og systurinni Elsu eftir að Ingvar féll frá og síðan bættist Signý dóttir Geirlaugar í tölu bændanna á Balaskarði. Geirlaug tók þátt í félagsstarfi sveitarinnar, kvenfélagi og var í kór Höskuldsstaðakirkju. Hún lamaðist í kjölfar heilablóðfalls árið 1995 og dvaldi síðari hluta ævi sinnar í aldarfjórðung á Heil- brigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. Útför Geirlaugar verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag, 20. nóvember 2021, og hefst athöfnin kl. 13. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat mar, f. 1923, d. 1977, Björg, f. 1926, d. 2014, og Elsa, f. 1932, d. 2007. Dóttir Geirlaug- ar var Signý Gunn- laugsdóttir, f. 1967, d. 2015. Geirlaug ólst upp á Balaskarði, naut þeirrar kennslu sem bauðst í farskóla í sveit á þeim tíma en var síðar að auki einn vetur í Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún bjó og starfaði á Balaskarði mestan hluta starfsævinnar. Með foreldrum sínum framan af, síð- Elsku Gilla mín. Þegar ég hugsa til baka er ég þakklát fyrir allt sem þú hefur kennt mér í gegnum tíðina og öll samtölin sem við áttum um heima og geima. Fyrstu minningarnar eru um annan í jólum í eldhúsinu á Balaskarði að hlýja sér við gömlu eldavélina. Sitjandi á kistlinum með gærunni. Maulandi smákök- ur eftir að hafa rennt niður hlíð- ina fyrir ofan bæinn ótal sinnum og tíma ekki að fara inn í hlýjuna. Svo var keppst um að ná sætinu við eldavélina þegar manni var orðið kalt í gegn þrátt fyrir allan ullarfatnaðinn sem maður fékk prjónaðan frá Balaskarði. Þetta var svo spennandi dagur því svo fékk maður kakó og ótalmargar kræsingar á eftir. Allt svo hátíð- legt og notalegt. Sitjandi að dást að fallegu jólakirkjunni sem ég mátti aldrei snerta nema fyrir einn hring með lyklinum af spila- dósinni áður en ég færi heim (nú mun ég kveikja á henni fyrir mín börn). Daginn áður hafði maður borðað hangikjöt frá ykkur systr- um sem var ómissandi partur af jólahaldinu. Mikið sakna ég þess. Svo kom sumarið, spennan að sækja kalda mjólk í lækinn og að fylgjast með ykkur mjólka allar þessar kýr sem sýndist vera leik- ur einn. Ég uppgötvaði svo seinna þegar ég ætlaði að sýna hæfileika mína hjá tengdaömmu minni (eftir að hafa horft á frænkur mínar vera eld snöggar að þessu) að líklega hefði þetta sýnst vera töluvert auðveldara en það var í raun og veru og var ótrúlegt hversu mikilli elju þið systur og frænka mín bjugguð yf- ir öll þessi ár. Seinna þegar ég hóf starfsferilinn minn í umönn- un 17 ára gömul varð sambandið okkar öðruvísi og ég lærði svo margt. Svo fór ég á árshátíð MA í upphlutnum þínum uppfull af stolti og eina skilyrðið var mynd. Þú geymdir hana alltaf. Þú varst svo einstaklega orðheppin og lúmskt fyndin. Þú vissir svo margt og minnið þitt ótrúlegt þrátt fyrir allt sem á undan var gengið og þú náðir að koma mér á óvart alveg þar til yfir lauk. Þú stólaðir á mig um tíma og mér þótti vænt um það traust. Við höfum deilt saman erfiðum stundum og aðstæðum sem kenndu mér svo margt fyrir lífið. Sú síðasta var þín lokastund og að geta verið til staðar fyrir þig var mér afar dýrmætt. Það var svo sérstakt að á þínu síðasta kvöldi barst inn um gluggann hangikjötslykt af næsta bæ og þar með helltist yfir okkur minn- ingaflóð. Líklega var verið að sækja þig. Loksins fékkstu frið- inn. Ég á þér svo margt að þakka elsku frænka mín. Hvíl í friði. Kveðja Eydís Inga Sigurjónsdóttir. Geirlaug Ingvarsdóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAGMAR J. ÓSKARSDÓTTIR, lengstum búsett á Eskifirði, lést á Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík 10. nóvember. Útför verður frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. nóvember klukkan 15. Streymt verður frá athöfninni. Hlekk má nálgast á mbl.is/andlat. Hólmfríður Garðarsdóttir Olga Lísa Garðarsdóttir Sigurkarl Stefánsson Arna Garðarsdóttir Garðar Eðvald Garðarsson Svava I. Sveinbjörnsdóttir Óskar Garðarsson Benný Sif Ísleifsdóttir ömmu- og langömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA UNNUR VALDIMARSDÓTTIR, Efri-Miðvík í Aðalvík, lést í faðmi ástvina sunnudaginn 14. nóvember á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 24. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir athöfnina. Streymt verður frá youtubesíðu Grafarvogskirku. Guðmundur Rúnar Heiðarss. Birna Björk Sigurðardóttir Ingibjörg Guðrún Heiðarsd. Jón Guðbjartur Árnason Þórný María Heiðarsdóttir Halldór Þórólfsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR SVERRIR GUNNARSSON byggingafræðingur, Suðurholti 3, Hafnarfirði, lést í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn 12. nóvember. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 25. nóvember klukkan 15. Þeir sem vilja vera viðstaddir þurfa að sýna fram á neikvætt covid-hraðpróf við innganginn, ekki eldra en 48 klst. Útförinni verður einnig streymt á https://bit.ly/utfor-Sverris Sigríður Gísladóttir Sigrún Sverrisdóttir Davíð Már Bjarnason Svanhvít Sverrisdóttir Axel Axelsson Elísa Sverrisdóttir Ársæll Þór Ársælsson og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR ritari, Hæðargarði 54, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudagskvöldið 11. nóvember. Útförin fer fram fimmtudaginn 25. nóvember klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er beint á Krabbameinsfélagið eða FBSR. Streymt verður frá athöfninni og slóðin að henni verður á https://www.mbl.is/andlat/ Stefán Bjarnason Ólafur Stefánsson Guðlaug Eiríksdóttir Helga Stefánsdóttir Jóhann Ingi V. Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Okkar kæra og ljúfa PETRA JÓNSDÓTTIR frá Siglufirði lést á hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi sunnudaginn 7. nóvember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 22. nóvember klukkan 13. Viljum við þakka starfsfólki Höfða fyrir alúð og góða umönnun. Vegna samkomutakmarkana verður aðeins nánasta fjölskylda við útförina. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: www.akraneskirkja.is og mbl.is/andlat. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Vilborg Jónsdóttir og systkinabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.